Morgunblaðið - 29.07.2007, Side 20
Eftir Oddnýju Helgadóttur
oddnyh@mbl.is
V
ongott fólk sem dreymir
um frægð og frama bíð-
ur í röðum eftir að kom-
ast í prufu. Ekki verður
þverfótað fyrir kvik-
myndaframleiðendum og fleiri en
fimmtíu kvikmyndir eru gefnar út á
viku. Iðnaðurinn veltir milljörðum á
ári hverju.
Svona er lífið í Nollywood í Níger-
íu.
Hvergi í heiminum er kvikmynda-
iðnaður í jafnörum vexti. Hér er
þriðja mesta kvikmyndaframleiðsla í
heimi á eftir Bollywood og Holly-
wood.
Ólíkt Hollywood
Vinnuaðstæður í Nollywood eru þó
nokkuð frábrugðnar því sem gengur
og gerist í Hollywood. Hér tekur viku
að búa til heila bíómynd og kostnaður
er sjaldan meiri en ein milljón króna.
Rafmagnið fer oft í Lagos, höf-
uðborg Nígeríu, og það getur truflað
tökur. Iðulega þarf að greiða götu-
gengjum mútur til að þau láti tökulið í
friði. Flestar stjörnurnar taka að sér
mörg hlutverk í einu og stundum eru
þær margbókaðar og mæta ekki á
tökustað. Ósjaldan eyðileggja bæna-
köll frá moskvum tökur. Þá er yf-
irleitt raunverulega hættulegt að
leika í áhættuatriðum.
Neyðin kennir
naktri konu að spinna
„Ég slasa mig alltaf þegar ég tek
að mér svona hlutverk. Kvikmynda-
leikur útheimtir það,“ segir níger-
ískur leikari, gleiðbrosandi með
skurð eftir nefinu endilöngu eftir
langan tökudag, í viðtali við BBC.
Ekkert af þessu dregur kraftinn úr
nígeríska kvikmyndaiðnaðinum.
Hann er sprottinn upp úr neyðar-
ástandi sem ríkti í Nígeríu á 10. ára-
tug síðustu aldar.
Þá var kreppa og glæpir og ofbeldi
mjög algengt á götum úti. Fólk hætti
sér ekki út á kvöldin og kvikmynda-
húsum var lokað. Þá tóku frum-
kvöðlar í kvikmyndaiðnaðinum upp á
því að búa til ódýrar myndir sem voru
seldar á VHS-spólum á útimörk-
uðum. Eftirspurn varð fljótlega mikil
og framleiðsla hefur aukist jafnt og
þétt í samræmi við það.
Sumir segja að fyrsta myndin hafi
verið gefin út með þessu lagi vegna
þess að braskari þurfti að losna við
farm af tómum spólum. Hvort sem
það á við rök að styðjast eða ekki selj-
ast nú bílfarmar af flestum myndum
sem gerðar eru.
Á milli þúsund og tvö þúsund
myndir eru framleiddar á ári hverju.
Meðalmynd selst í fimmtíu þúsund
eintökum, og hvert eintak kostar um
hundrað og fimmtíu krónur. Gróði af
mynd sem selst vel er mikill.
Bíómyndunum er dreift um alla
Afríku. Þær eru sýndar í sjónvarpi í
Namibíu, seldar á götumörkuðum í
Keníu og í Kongó er skrúfað fyrir
hljóðið á meðan túlkur þýðir það sem
fram fer yfir á lingala eða önnur
tungumál. Víða í Afríku eru Nollywo-
od-myndir mun vinsælli en Holly-
wood-myndir.
Nígerískum kvikmyndum er líkt
við suður-amerískar sápuóperur því
þær þykja mjög dramatískar og há-
stemmdar. Oft eru þær ekki bundnar
við eitt form. Mynd getur verið farsi
og melódrama í senn, með bæði yf-
irskilvitlegu ívafi og siðferðilegum
boðskap.
Það er nokkuð ríkjandi viðhorf í
nígeríska kvikmyndaiðnaðinum að
myndir eigi að hafa fræðslugildi.
Þannig fjalla margar myndir um
eyðni, spillingu og kvenréttindi. Yf-
irleitt fá óþokkar makleg málagjöld
og gott fólk er verðlaunað.
Afrískar sögur
Víða í Afríku er rík sagnahefð, og
sumir segja að nígeríski kvikmynda-
iðnaðurinn sé í rauninni stafræn nú-
tímaútgáfa af þessari hefð.
„Við segjum okkar sögur á okkar
hátt. Nígerískar sögur. Afrískar sög-
ur. Ég get ekki sagt sögu hvíta
mannsins því ég veit ekki hvernig
hún er. Hann segir mér sínar sögur í
sínum bíómyndum. Ég vil að hann
sjái mínar sögur í mínum bíómynd-
um,“ segir leikstjórinn Bond Eme-
ruwa í viðtali við Guardian.
Hugsanlega verður honum að ósk
sinni, því Nollywood vekur æ meiri
athygli utan Afríku.
Um þessar mundir er unnið að
heimildamynd sem ber titilinn This is
Nollywood. Þar er Emeruwa fylgt
eftir við gerð spennumyndar sem
hann býr til með einni stafrænni
myndatökuvél á níu dögum.
Þá var ráðstefnan Nollywood Ris-
ing haldin í Los Angeles fyrir tveimur
árum með það í huga að auka sam-
starf fagaðila í Hollywood og Nol-
lywood. Nígerískir kvikmyndagerð-
armenn eru í auknum mæli farnir að
sækja sér fagþekkingu til annarra
landa og gæði nígerískra mynda
verða smám saman meiri.
Undanfarin ár hafa nígerískar
myndir verið sýndar á nokkrum al-
þjóðlegum kvikmyndahátíðum, en
fram að því var afar fátítt að afrískar
myndir fengjust sýndar á slíkum há-
tíðum.
Líklega eru hugmyndir margra
vesturlandabúa um Afríku fengnar úr
bíómyndum. Í flestum þeirra eru að-
alsöguhetjurnar hvítir Bandaríkja-
menn eða Bretar en Afríka og Afr-
íkubúar í bakgrunni. Oft fjalla þær
um hörmungar og hroðaverk. Nýleg
dæmi eru m.a. The Constant Garde-
ner, Blood Diamonds og The Last
King of Scotland. Kannski verður
breyting þar á þegar vegur Nollywo-
od-mynda verður meiri.
Það er ánægjulegt að vita til þess
að nú sé farið að gera kvikmyndir um,
eftir og með Afríkumönnum og að í
kringum það hafi orðið til gróðavæn-
legur iðnaður. Fáir hefðu áður trúað
því að kraftmikill kvikmyndaiðnaður
gæti sprottið upp í fátæku landi á
borð við Nígeríu.
Stundum er sagt að Hollywood sé
draumaverksmiðja, en sú lýsing virð-
ist ekki síður eiga við um Nollywood.
Fjölbreytni Rómantískar myndir, spennumyndir og grínmyndir eru mjög vinsælar. Oft er mörgum stílum blandað
saman og algengt er að galdrar og fjölkynngi leiki rullu í myndunum.
Velkomin til
Nollywood!
© Ludovic Careme/Corbis
Annir Nollywood-stjörnur sinna oft mörgum verkefnum í einu. Iðulega eru
þær margbókaðar og mæta ekki á tökustað á tilsettum tíma.
Í þriðja sæti Í Nollywood er þriðja mesta kvikmyndaframleiðsla í heimi.
Aðeins í Bollywood og Hollywood eru gerðar fleiri myndir.
» „Við segjum okkar
sögur á okkar hátt.
Nígerískar sögur. Afr-
ískar sögur.“
daglegtlíf
Ekki verður annað séð en að
myndlistin eigi hauk í horni hjá
þeim sem ráða útliti nýrra
banka og fyrirtækja. » 24
myndlist
Rífandi veiði var í Brennu,
tvenn hjón veiddu 25 laxa og
fjóra sjóbirtinga og lentu í mikl-
um ævintýrum. » 26
veiði
Fjórir skiptinemar við Háskóla
Íslands frá sitthvoru landinu
lýsa því hvernig þeim kemur
land og þjóð fyrir sjónir. » 28
gestir
Ferðafélag Íslands býður upp á
gönguferðir um tvær af helstu
perlum íslenskrar náttúru;
Langasjó og Þjórsárver. » 30
ferðalög
Nýr samgönguráðherra segir
að stjórnsýslan verði að vera
viðbúin breytingum og laga sig
að nýjum veruleika. » 22
stjórnmál