Morgunblaðið - 29.07.2007, Síða 22

Morgunblaðið - 29.07.2007, Síða 22
stjórnmál 22 SUNNUDAGUR 29. JÚLÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ K ristján L. Möller var skipaður samgöngu- ráðherra þegar stjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar tók við 23. maí síðastliðinn. Hann hefur set- ið á Alþingi fyrir Samfylkinguna frá 1999 og átt sæti í samgöngunefnd bæði kjörtímabilin. Þegar blaðamaður hitti Kristján í samgönguráðuneytinu var hann hress og endurnærður, enda höfðu þau hjónin komið frá Kanaríeyjum daginn áður, en þar höfðu þau dvalið í 8 daga. Það þurfti að hafa snör handtök því að tíminn var fremur naumur. Ráðherrans beið hádeg- isverðarfundur (sjálfsagt um sam- göngumál) og kl. 13.30 átti hann von á sendinefnd frá Vopnafirði. Tillagan kom á óvart „Annars skaltu ekki halda að ég hafi setið alveg iðjulaus á Kan- aríeyjum,“ segir Kristján kankvís. „Ég hafði meðferðis nokkrar, afar athyglisverðar skýrslur um sam- göngumál og sitthvað fleira. Ferða- tölvan var einnig með og ég var því í ágætu sambandi. Þess á milli naut ég sólskins og sjávar.“ – Hvernig leið þér þegar þú vissir að þú yrðir samgönguráðherra? „Ákaflega vel. Ég gleymi aldrei þessum orðum formanns flokksins á fundi þingflokks Samfylkingarinnar sem haldinn var á Hótel Sögu 22. maí síðastliðinn. Þegar klukkuna vantaði 10 mínútur í 8 um kvöldið tilkynnti Ingibjörg Sólrún Gísla- dóttir að ég yrði samgöngu- ráðherra. Það er auðvitað svo að hver stjórnmálamaður stefnir að því að komast sem lengst. Og þetta starf, sem ég fæst nú við, er algert draumastarf. Ingibjörg átti einka- samtöl við hvern og einn þingmann þegar stjórnarmyndunin var komin vel á veg. Við vissum þá ekki hvaða ráðuneyti kæmu í hlut flokksins. Ég sagðist mundu verða til þjónustu reiðubúinn ef hún vildi fleygja mér út í djúpu laugina, enda hef ég iðu- lega tekið slíkum áskorunum jafnvel þótt laugin hafi verið ísköld.“ Árangursrík vinnubrögð – Hvert var svo þitt fyrsta verk? „Ég hef lagt mig fram um að heimsækja stofnanir sem heyra undir ráðuneytið og kynna mér starfsemi þeirra. Ég mun svo skoða það á næstu mánuðum hvort eitt- hvað í skipulagi þeirra megi betur fara. Það er ekkert eilíft. Eins og stjórnmálin breytast verður stjórn- sýslan að vera viðbúin breytingum og laga sig að nýjum veruleika. Ég vil að stofnanir ráðuneytisins nýti sér nýjustu tækni, vinnan sé hröð og örugg, áætlanir standist og starfs- fólki líði vel. Þessar heimsóknir hafa verið afar ánægjulegar. Greinilegt er að hjá þessum stofnunum vinnur atorku- samt starfsfólk. En jafnan verður að huga að breytingum og hvort eitt- hvað megi betur fara“. Vinstrimenn ekki til vandræða – Sumir halda því fram að það sé dæmi gert fyrir ykkur vinstrimenn að lenda í ríkisstjórn um svipað leyti og áföll ríða yfir í efnahagsmálum. Varstu sáttur við þá ákvörðun sjáv- arútvegsráðherra að fara að til- lögum Hafró og skera niður kvótann um þriðjung? „Það er ekki rétt hjá þér að það sé sjálfgefið að vandamálin dynji yfir þegar svokallaðir vinstrimenn setj- ast í ríkisstjórn. Ef þú ætlar að skil- greina mig eftir því hvar menn sátu í franska þinginu fyrir rúmum tveimur öldum er ég ekki sáttur við það. Ég er einlægur verkalýðssinni og jafnaðarmaður. Ég hef líka mik- inn áhuga á uppgangi atvinnuveg- anna. Ríkisstjórnin stendur einhuga að baki sjávarútvegsráðherra. Þetta var vissulega erfið ákvörðun. Það er alveg ljóst að okkur hefur ekki tek- ist að byggja upp þorskstofninn eins og stefnt hefur verið að. Ég er einn þeirra sem hef vissar efasemdir um þær aðferðir sem Hafró notar við ákvörðun stofn- stærðarinnar. Ég hef einnig miklar efasemdir um kvótakerfið sem upp- haflega var sett á til þess að vernda fiskistofnana og nýta þá með sem skynsamlegustum hætti. Það hefur ekki tekist og af því hef ég miklar áhyggjur. Þá er rétt að benda á að víða í mínu kjördæmi eru aflabrögð góð og mörgum sjómönnum finnst því hafa verið gengið of langt í nið- urskurðinum. Það er ekki nema eðli- legt að menn leggi við eyrun og hlusti eftir sjónarmiðum sjómann- anna því að þeir hafa vissulega mikla reynslu“. Nýsköpun, ekki atvinnuleysi Ýmsar mótvægisaðgerðir, sem ráðuneyti þitt stendur fyrir, hafa verið harðlega gagnrýndar. „Þessum samgöngubótum er fyrst og fremst ætlað að styrkja inn- viði sveitarfélaganna. Við vitum mætavel að það fá ekki allir, sem missa vinnuna við veiðar eða vinnslu sjávarafurða, störf við vegagerð, enda var það alls ekki ætlunin. Þessar aðgerðir, sem verður hrint í framkvæmd á næstu tveimur árum, hefðu þurft að vera komnar til skjal- anna fyrir 30-40 árum. Þá væri ástandið ekki jafnslæmt og raun ber vitni. Það verður betra að búa á þeim svæðum á landinu þar sem samgöngubæturnar koma. Þar auk- um við öryggi vegfarenda, sam- einum atvinnusvæði og tryggjum aðgang að allri lykilþjónustu. Við eigum eftir að kynna fleiri mótvægisaðgerðir eins og fram- kvæmdaáætlun í fjarskiptamálum. Þar á ég m.a. við þéttingu GSM- sambands víðs vegar um landið og háhraðatengingar. Þar vil ég nefna sérstaklega bætt símasamband við Djúp og á ýmsum fjallvegum. Til mín hringja iðulega ýmsir sem stunda ferðaþjónustu. Umkvört- unarefnið er næstum alltaf hið sama. Ferðamenn hringja og panta gistingu. Þeir spyrjast fyrir um GSM-samband og nettengingu. Þegar þeim er sagt að hvorugt sé fyrir hendi þakka þeir fyrir og halda eitthvað annað. Það sér hver heil- vita maður að þetta er óþolandi samkeppnishindrun. Það er augljóst að byggðarlögin á landsbyggðinni geta ekki lengur byggt eingöngu á þróun í sjávar- útvegi. Ef þessi nútímatækni er ekki í lagi á stöðunum verður svo margt annað að. Ef landsbyggðin verður látin sitja á hakanum í þess- um efnum er tómt mál að tala um að flytja ýmiss konar þjónustu eða störf út á land“. Græn stóriðja – Fjarskipti Íslands við önnur lönd fara nú fram um sæstrengi. Jafnvel er rætt um netþjónabú sem framtíðariðnað á Íslandi. „Vegna aukinna fjarskipta hefur verið ákveðið að ráðast í gerð nýs sæstrengs. Nú er Ísland tengt við umheiminn með tveimur strengjum: Farice 1 og Cantat 3, sem liggur fyrir sunnan landið á milli Ameríku og Evrópu. Meginumferðin er um Farice. Ekki er endanlega ráðið hvaðan nýi strengurinn verður lagð- ur, en ætlunin er að hann verði tilbúinn haustið 2008. Að undanförnu hafa heimsótt okkur fulltrúar nokkurra stórfyr- irtækja sem vilja setja á stofn svo- kölluð netþjónabú. Hér er um mengunarlausa stóriðju að ræða, eins konar græna stóriðju. Stað- setning netbúanna miðast vænt- anlega við orkuþörf þeirra, en hún er mikil. Þá skaðar ekki að yfirleitt dafnar mikill hátækniiðnaður í ná- munda við slík netþjónabú. Stjórn- endur Microsoft eru á meðal þeirra sem ræða nú við Íslendinga um staðsetningu netþjónabús hér á landi. Það hefur lengi verið brýn þörf fyrir nýjan sæstreng hingað til lands, einkum vegna þess að okkur vantar örugga varaleið. Farice 1 mun væntanlega ekki anna allri um- ferð til landsins ef alvara verður úr rekstri netþjónabúa á Íslandi. Þann- ig sláum við væntanlega tvær flugur í einu höggi, tryggjum okkur örugga varaleið og leggjum grunn- inn að öflugri starfsemi“. Vaðlaheiðargöngin í útboð – Það vakti athygli og var gagn- rýnt að Vaðlaheiðargöngin skyldu ekki vera á áætlun þegar mótvæg- isaðgerðirnar voru kynntar. Höfðu menn þá í huga athugasemdir þínar um að forveri þinn hefði ekki sýnt göngunum nægan áhuga. „Ég gagnrýndi hversu litlu fé væri varið til gangagerðarinnar í samgönguáætlun fram til ársins 2010, eða 100 millj. kr. Fyrirtækið Greið leið hefur unnið mjög mik- ilvægt undirbúningsstarf vegna þessa máls. En það virtist enginn muna eftir því í allri kosningabar- áttunni að slík framkvæmd verður að fara í útboð á Evrópska efna- hagssvæðinu. Ef afhenda á einkaað- ilum verkefni til framkvæmda verð- ur að bjóða þau út, enda verður að vera hægt að velja á milli tveggja aðila eða fleiri, hafi þeir áhuga á slíkri framkvæmd. Áhugi minn á Vaðlaheiðargöngum er því óbreytt- ur og undirbúningur þeirra stendur yfir. Vaðlaheiðargöngin verða mik- ilvæg til þess að stækka atvinnu- svæðið út frá Akureyri allt austur til Húsavíkur. Þau stytta hringveginn um 16-20 km og falla því vel að stjórnarsáttmálanum þar sem talað er um að stytta vegalengdir til þess að tengja saman atvinnusvæði og minnka flutningskostnað“. – Þú hefur sagt að þú viljir að um- ferð um Vaðlaheiðargöngin verði gjaldfrjáls. Hvaða réttlæti er í því á meðan fólk hér á Suðvesturlandi greiðir fyrir afnot Hvalfjarðargang- anna? „Ákvörðun um Hvalfjarðargöng var tekin í ráðherratíð Steingríms J. Sigfússonar og þá var um leið ákveðið hvernig gjaldtöku skyldi háttað. Jafnaðarmannshjarta mitt segir að það sé óeðlilegt að inn- heimta vegagjald vegna umferðar um Vaðlaheiðargöng á meðan ekki eru innheimt gjöld af öðrum hlutum vegakerfisins. Ég minni hins vegar á að í stjórnarsáttmálanum eru Samgöngur bæta l Kristján L. Möller varð samgönguráðherra í ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins og Samfylk- ingarinnar í vor. Fljótlega þurfti hann að tak- ast á við niðurskurð þorskveiðikvótans en mikill hluti þeirra mótvægisráðstafana sem ríkisstjórnin ætlar að grípa til er á vegum samgönguráðuneytisins. Arnþór Helgason forvitnaðist um það og fleira. » Að undanförnu hafa heimsótt okkur fulltrúar nokkurra stórfyrirtækja sem vilja setja á stofn svokölluð netþjónabú hér á landi. Hér er um mengunarlausa stóriðju að ræða – græna stóriðju. » Þessum samgöngubótum er fyrst og fremstætlað að styrkja innviði sveitarfélaganna. Við vitum mætavel að það fá ekki allir, sem missa vinnu við veiðar eða vinnslu sjávarafurða, störf við vegagerð, enda var það alls ekki ætlunin.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.