Morgunblaðið - 29.07.2007, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 29.07.2007, Blaðsíða 23
ákvæði um að könnuð verði gjald- taka vegna notkunar vegakerfisins. Þessi mál eru nú mjög til umræðu innan Evrópusambandsins enda hefur dregið úr tekjum af eldsneyti á síðustu árum. Bifreiðar eyða nú minna en áður og komnir eru til sög- unnar nýir orkugjafar. Rætt er um ýmsar aðrar leiðir til þess að afla tekna vegna afnota af vegunum og er þá m.a. horft til svokallaðra akst- urstölva. Þá hafa verið gerðar ýms- ar skýrslur um innheimtu umhverf- isskatta af eldsneyti. Sú umræða er að mestu eftir hér á landi“. Grímseyjarferjan komin á flot – Í vor var haldinn fundur í sam- göngunefnd Alþingis þar sem fjallað var um Grímseyjarferjuna. Þú segir á heimasíðu þinni að ýmislegt skorti á um búnað skipsins. Þar sé engin kælilest þótt meginflutningur frá Grímsey séu sjávarafurðir Gríms- eyinga, aðgengi fatlaðra sé ábóta- vant og fleira nefnirðu ferjunni til foráttu. Þú segir einnig að keypt hafi verið gamalt skip og nú hafi um hálfur milljarður farið í breytingar. Hvað er að frétta af þessu máli? „Skömmu eftir að ég tók við sem samgönguráðherra var tekið á þessu máli. Niðurstaða náðist í ýms- um deilumálum á milli verkkaupa og verksala. Grímseyingar höfðu sínar skoðanir á því hvernig skipið ætti að líta út og hélt ég fund með þeim á Akureyri um daginn. Skömmu síðar var haldinn fjölmennur vinnufundur hér með verktökum sem koma að endurbótum skipsins. Þangað komu Grímseyingar. Það náðust fullar sættir í þeim málum sem voru óút- kljáð. Ferjan er nú komin á flot og ég vænti þess að vinnu við hana ljúki innan skamms. Ég varpaði tölunni 500 millj. kr. fram í kosningabaráttunni. Ég veit ekki hver endanlegur kostnaður verður. Þegar tekin er ákvörðun um að breyta gömlu skipi eða húsi fellur yfirleitt á einhver kostnaður sem menn hafa ekki séð fyrir. Ríkisend- urskoðandi hefur nú tekið upp hjá sjálfum sér að kalla eftir gögnum um þessa framkvæmd og er rétt að bíða niðurstöðu hans áður en dómur verður kveðinn upp um það hvernig til hafi tekist.“ Flugvöllurinn verði áfram í Vatnsmýrinni – Með bættum samgöngum á landi hefur innanlandsflugið látið undan síga. Nokkrar deilur hafa staðið um hvar miðstöð innanlands- flugsins eigi að vera í framtíðinni. Hvaða afstöðu hefur þú til þessa máls? „Ég hef lengi álitið að innanlands- flugið sé best sett í Vatnsmýrinni. Menn hafa ólíkar skoðanir á þessu máli og það gildir um alla flokka. Það er í raun gaman að því. Nýlega kom út skýrsla um innan- landsflugið sem unnin var undir for- ystu Helga Hallgrímssonar, fyrrum vegamálastjóra. Þetta er afar merkilegt rit og fróðlegt. Þar er auk Vatnsmýrarinnar rætt um Löngu- sker og Hólmsheiði en mikill munur er á kostnaði við flugvallargerð á þessum stöðum. Skýrsluhöfundar telja að 5 ára veðurathuganir þurfi á Hólmsheiði til þess að hægt sé að taka afstöðu til flugvallar þar. Þá benda þeir á að Hólmsheiði sé í 135 m hæð yfir sjó og nær fjöllum en Vatnsmýrin. Rannsóknir eru þegar hafnar á ýmsum veðurfræðilegum og flugtæknilegum þáttum. Skýrsl- an er afar þarft innlegg í þessa um- ræðu. Ég minni einnig á að deiliskipu- lagið fyrir Vatnsmýrina gildir til ársins 2016 svo að flugvöllurinn er ekki á leiðinni þaðan á næstunni.“ – Framtíðin nálgast okkur óð- fluga og heldur hefur verið þrengt að flugvellinum. Er ekki ákveðið samhengisleysi á milli stefnu rík- isins og Reykjavíkurborgar í þessu máli? „Í áðurnefndri skýrslu er bent á nokkur atriði sem geta orðið til þess að flugvöllurinn verði áfram í Vatns- mýrinni. Er þar m.a. bent á breyt- ingar eða tilfærslu á brautum og til stendur að norður-/suðurbrautin verði lögð af um leið og sambærileg braut verður opnuð í Keflavík. Þá er einnig bent á ýmsar leiðir til þess að nýta betur landrýmið í Vatnsmýr- inni.“ Hlutafélag væntanlega stofnað um rekstur Keflavíkurflug- vallar – Um síðustu áramót fluttist allur rekstur flugvalla og flugumsjónar til Flugstoða ehf. og um næstu ára- mót flytjast málefni Keflavík- urflugvallar frá utanríkisráðuneyt- inu til samgönguráðuneytisins. Verður þá Flugstoðum falinn rekst- ur vallarins eins og annarra flug- valla? „Það eru uppi hugmyndir um að stofna sérstakt hlutafélag um rekst- ur Keflavíkurflugvallar. Í raun er eðlilegt að rekstur hans flytjist yfir til okkar þegar herinn er farinn og það er sjálfsagt að nota þá tækifær- ið og stofna opinbert hlutafélag um reksturinn.“ – Nú eru tekjur Keflavík- urflugvallar meiri en annarra flug- valla. Gæti það ekki talist eðlileg ráðstöfun að hluta þeirra yrði varið til uppbyggingar smærri valla víðs vegar um landið, og væru það þá ekki um leið rök fyrir því að færa rekstur vallarins undir flugstoðir? „Ég vek athygli á því að farþegar greiða sérstakt flugvallagjald hvert á land sem þeir ferðast. Þetta gjald rennur m.a. til uppbyggingar vara- flugvalla fyrir utanlandsflugið og þessar forsendur eru því þegar fyrir hendi“. Harðar tekið á umferðarglæpum – Nú hefur hvers konar umferð- arbrotum fjölgað. Ölvunarakstur hefur aukist, hraðakstur er meiri en nokkru sinni fyrr og í júnímánuði voru skráð fleiri umferðarlagabrot en áður hefur þekkst. Eru ein- hverjar ráðstafanir í undirbúningi til þess að stemma stigu við þessari þróun? „Það hefur talsvert verið gert. Samgönguráðuneytið tók þátt í að kaupa hraðamyndavélar sem settar hafa verið upp víða og nokkrar deil- ur hafa staðið um. Sýnilegt eftirlit lögreglu hefur aukist og sektir hafa verið hækkaðar. Ég trúi því og treysti að fólk sem fær 50-70.000 kr. sekt og verður svipt ökuleyfi í 2-4 mánuði hugsi sig vel um áður en það tekur slíka áhættu að nýju. Það er kominn tími til þess að þessum ofsa- akstri, sem er í raun ekkert annað en glæpaakstur, linni. Dugi ekki þessar hertu ráðstafanir – hærri sektir, svipting ökuleyfis og jafnvel ökutækis – máttu trúa því að stjórn- völd munu ekki hika við að ræða enn harðari aðgerðir því að þessum glæpaakstri verður að linna.“ Suðurlandsvegur tvöfaldaður og betri almenningssamgöngur – Talsverðar umræður hafa orðið um breikkun Suðurlandsvegar og virðast flestir vilja fjögurra akreina veg. Vegagerðin hefur haldið því fram að miðað við umferð á þessu svæði nægi svokallaður 2+1 vegur. Hefur verið tekin endanleg afstaða til þessa máls? „Á Sandskeiði er vegarkafli með 2+1 vegi. Hann er að vísu gallaður að því leyti að hann er of mjór. Eftir að Reykjanesbrautin var breikkuð hefur stórlega dregið þar úr slysum. Ég tel því einboðið að Suðurlands- vegur verði tvöfaldaður og út frá því er unnið“. – Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, borgarstjóri Reykvíkinga, hefur stungið upp á að ríkið styðji við al- menningssamgöngur á höfuðborg- arsvæðinu og annars staðar á land- inu. Hefur þetta mál borið á góma hjá ríkisstjórninni? „Það er sorglegt til þess að vita hvað almenningssamgöngur eru lít- ið notaðar á höfuðborgarsvæðinu. Það verður ekki endalaust hægt að leysa umferðarvanda þess með stöð- ugt fleiri umferðarmannvirkjum. Ég hef tekið eftir ályktunum for- ystumanna sveitarfélaganna um þessi mál og borgarstjóri ásamt fulltrúum Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu hefur nú þegar óskað eftir fundi með ráðherrum. Sá fundur verður vafalítið haldinn að loknum sumarleyfum. Ég verð að minna á í þessu sambandi að skatta- mál eru á hendi fjármálaráðuneyt- isins en þetta þýðir aukið fjár- framlag til sveitarfélaganna“. – Sveitarfélög hafa sameinast víða um land og þar með hafa ýmsir byggðakjarnar farið undir sömu stjórnsýslu. Í Fjallabyggð, heima- sveit þinni, hafa tveir kaupstaðir verið sameinaðir. Sérðu fyrir þér einhverjar almenningssamgöngur eftir að Héðinsfjarðargöng verða tekin í notkun? „Ég á mér þann draum, að al- menningssamgöngur hefjist um allt Eyjafjarðarsvæðið eftir að Héðins- fjarðargöng verða opnuð sumarið 2009 . Þá verða ekki nema 70 km frá Akureyri út á Siglufjörð. Nú er vegalengdin 200 km á veturna og 120 á sumrin, ef farið er um Lág- heiði. Þá eykur þetta vafalítið nýt- ingu Akureyrarflugvallar. Of lítil samkeppni hækkar flutningskostnað – Fyrir kosningar var talsvert rætt um jöfnun flutningskostnaðar og ákvæði eru um það í stjórnarsátt- málanum. Þetta minnir á að fyrir nokkru var reiknað út hver kostn- aður væri við sjó- og landflutninga. Var því haldið fram að landflutning- arnir greiddu ekki nærri því það sem þeim bæri vegna slits á vegum. „Ég saknaði þess mjög þegar strandsiglingarnar lögðust af. Ég tek þó fram að dagvara verður héð- an af aldrei flutt með skipum um- hverfis landið. Þar verða vegirnir ofan á. Ég tek eftir því að þú hefur það fyrir satt að landflutningarnir greiði ekki það sem þeim ber vegna vegaslits. Það eru nú þegar lagðir allmiklir skattar á flutningastarfsemi. Hár flutningskostnaður er hindrun eðlilegri samkeppni fyrirtækja á landsbyggðinni við höfuðborgarsvæðið og nágrenni þess. Ein ástæða hárra flutningsgjalda er of lítil samkeppni, enda hafa gjöldin hækkað talsvert að undanförnu. Ég vil jafnframt vekja athygli á að ýmislegt, sem við höfum boðað, styttir vegalengdir. Nefni ég þar veginn um Öxi sem styttir þjóðveg 1 um 60 km. Ég hef áður nefnt Vaðlaheiðargöng og gæti haldið áfram með ýmsar framkvæmdir á Vestfjörðum. Ég vænti þess að flutningskostnaður til ýmissa staða lækki sem nemur þessari styttingu.“ Sáttastjórnmál framtíðin Umræðurnar berast loks að deilum um samgöngumál og fleiri málefni á síðasta sumarþingi. Kristján gleðst yfir árásum stjórnarandstöðunnar á ríkisstjórnina. Hann segist hafa haft nokkurt gaman af orðaskaki um ýmis þjóðþrifamál sem greinilega hefðu þurft meiri undirbúning. „Ég er ekki átakapólitíkus,“ segir hann afdráttarlaust. „Ég lít svo á að tími slíkra stjórnmála sé liðinn og fólk vilji sjá eitthvað annað koma í staðinn. Ég held að flestir, íslenskir stjórnmálamenn séu sammála um að það hafi verið langur vegur á milli þeirra stjórnmála sem iðkuð voru í lok aldarinnar og þeirrar pólitíkur sem þjóðin þurfti á að halda. Ég fær það stundum á tilfinninguna þegar rætt er við venjulegt, vinnandi fólk, að það sé þreytt á stjórnmálum. Ég skil það vel. Almenningur hefur áhyggjur af öllu öðru. Fólk hefur áhyggjur af atvinnu sinni og lífsafkomu, menntun barna sinna og líðan foreldranna. Það hefur hvorki tíma né áhuga á að fylgjast með glímutökum okkar stjórnmálamannanna og sér þau fremur sem sjónarspil en raunverulega rökræðu um framtíð þjóðarinnar. Mér finnst að tími sáttastjórnmála sé runninn upp. Hér starfar nú ríkisstjórn sem nýtur gífurlegs stuðnings þjóðarinnar. Unnið er að lausnum sem eru þvert á hugmyndafræðilegar gjár sem skipuðu þjóðinni áður í fylkingar. Það má segja að brúarsmíð Geirs og Ingibjargar í vor hafi tekist giftusamlega. Ég trúi því að hún verði þjóðinni til heilla“. lífskjör fólks Morgunblaðið/G.Rúnar Kristján L. Möller Dæmin sýna, svo að ekki verður um villst, að það er hægt að byggja upp fjölþætt atvinnulíf á landsbyggðinni ef grunnstoðir samfélagsins eru sterkar. Í HNOTSKURN »Kristján L. Möller erfæddur á Siglufirði 26. júní 1953. »Kona Kristjáns (22. júlí1978) er Oddný Hervör Jóhannsdóttir sölumaður, fædd 19. október 1956. »Kristján tók próf fráIðnskóla Siglufjarðar 1971, kennarapróf frá Íþróttakennaraskóla Íslands 1976 og sat ýmis námskeið á sviði félags- og íþróttamála í Noregi og Svíþjóð árin 1977-1982. »Kristján var bæjarfulltrúiá Siglufirði 1986-1998. »Stjórnarmaður íSíldarverksmiðjum ríkisins 1986-1990. Sat í stjórn Þormóðs ramma Siglufirði 1982-1984 og í byggðanefnd forsætisráðherra 1998-1999. »Kristján hefur setið áAlþingi sem fulltrúi Samfylkingarinnar frá 1999. »Kristján hefur setið ísamgöngunefnd frá 1999. Þá hefur hann einnig átt sæti í sjávarútvegsnefnd, iðnaðarnefnd, heilbrigðis- og trygginganefnd. Kristján var skipaður samgönguráðherra 23. maí 2007. arnthor@mbl.is MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29. JÚLÍ 2007 23
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.