Morgunblaðið - 29.07.2007, Síða 25

Morgunblaðið - 29.07.2007, Síða 25
Stefánsson málaði á vesturvegg af- greiðslusalarins. Þetta er nokkuð þunglamalegt verk, en samt sterkt og setur alltaf sinn svip á aðalsal- inn. Í tiltölulega litlu rými inn af að- alinnganginum við Austurstræti hefur verið innréttuð Ásgrímsstofa til heiðurs Ásgrími Jónssyni list- málara og þar eru þrjú dýrleg listaverk hans uppi; tvær vatns- litamyndir og ein olíumynd Í sal, sem snýr út að Hafn- arstræti, er stór mósaíkmynd eftir Nínu Tryggvadóttur, frænku Ás- gríms og frábæra listakonu. Mynd- in nær frá gólfi til lofts og sýnir Egil Skallagrímsson taka við hringum tveim af Aðalsteini Englakonungi. Að mínu mati er þetta ekki ein af beztu betri mynd- um Nínu og hún leggur að því er virðist litla áherzlu á að lýsa Agli, en var þó einn albezti portrettmál- ari okkar á tímabili. Stórfengleg málverk Eggerts Péturssonar Mergurinn málsins, sem hér skal viðurkenndur með gleði er, að Landsbanki Íslands stendur afar vel í sínu menningarhlutverki gagnvart myndlistinni. Í aðalsal bankans við Austurstræti hafa hvað eftir annað í tíð núverandi eigenda verið settar upp sérstakar sýningar, sem alltaf er fengur í. Ég minnist sérstaklega sýningar á verkum færeyskra málara og nú í sumar er uppi mjög eftirminnileg sýning á málverkum Eggerts Pét- urssonar. Myndir Eggerts eru hrífandi fagrar og má segja að hann beini sjónum sínum að því sem maður sér þegar kropið er niður og gaumgæfður hinn fjöl- breytti smágróður og blómjurtir í íslenzkri náttúru. Myndir Eggerts minna mig æv- inlega á það að á Íslandi er lág- gróðurinn í aðalhlutverki, en hefur ekki verið metinn til fulls. Há tré hafa þótt merkilegri en lág og birkið hefur átt í vök að verjast gegn ágangi nýrri og hávaxnari tegunda. Neðst í þessari merkilegu flóru er mosinn í allri sinni óend- anlegu tilbreytingu eins og vel sést hjá Eggerti. Meðal þess eftirminnilegasta úr málverkaeign Landsbankans finnst mér hafa verið gríðarstór ab- straktmynd eftir Jón Engilberts, sem var þó þekktari fyrir annars- konar útfærslu. Þessi mynd var löngum í allstórum sal Austurbæj- arútibús Landsbankans við Lauga- veg, en hefur nú fengið nýtt við- hafnarhlutverk í stóru og glæsilegu útibúi bankans við Klettsháls í Árbæjarhverfi. Í öðru og ekki síður glæsilegu útibúi Landsbankans við Vínlands- leið hjá Grafarholti, hefur bankinn sett upp stærsta verk Elíasar B. Halldórssonar málara, sem lézt nú í vor. Myndin er þó sjö ára og bankinn hafði eignast hana nokkru áður en málarinn var allur. Þetta er svipmikið abstrakt olíumálverk, 10x2,50 m og við forráðamenn bankans er aðeins hægt að segja: Bravó! Ljóst má vera að eignarhald og aðkoma Björgólfs Guðmundssonar að Landsbankanum hefur ekki að- eins orðið til að styrkja bankann fjárhagslega, heldur einnig list- rænt séð. Björgólfur er þekkur listunnandi og í nútíðinni er hann einn þeirra sem með góðri sam- vizku er hægt að kalla menning- arvita. Mættum við eignast fleiri slíka. Safn Seðlabankans Hér var ætlunin að benda á þá myndlist sem almenningur getur séð í afgreiðslusölum banka. Það liggur í hlutarins eðli að Seðla- bankinn er ekki þesskonar banka- stofnun að almenningur eigi þar leið innúr dyrum, en engu að síður á Seðlabankinn gott listasafn, eða alls um 300 verk. Það hefur verið metnaður forráðamanna bankans að gæða skrifstofurnar listrænu lífi og þessu safni er öllu komið fyrir þar, starfsfólkinu til ánægju. Um það er aðeins gott eitt að segja. Lykilverk bankans er stórt olíu- málverk af fiskimönnum á sjó eftir Gunnlaug Scheving. Því heftur verið komið fyrir innarlega í forsal bankans. Þar er of rökkvað til þess að þetta frábæra verk njóti sín sem skyldi. Í síðari hluta greinarinnar verð- ur fjallað um list í stofnunum og fyrirtækjum, svo og einstaklinga sem hafa látið lítið að sér kveða á þessu sviði. Stórfengleg Stór abstraktmynd eftir Jón Engilberts var lengi í austurbæj- arútibúi Landsbankans en er nú í nýju útibúi Landsbankans við Klettsháls. Seðlabankinn Seðlabankinn á gott listasafn með um 300 verkum alls. Þau eru ekki höfð í geymslu, en dreift í skrifstofur bankans. Þar að auki er þessi mikilfenglega mynd eftir Gunnlaug Scheving, sem er í forsal bankans á 1. hæð, en í full lítilli birtu til að njóta sín til fulls. Abstrakt Í nýju útibúi Landsbankans við Vínlandsleið í Grafarholti er stórt abstraktverk á heilum vegg eftir Elías B. Halldórsson, sem lést fyrr á þessu ári. Myndin er 9 m löng. Hér þyrfti samt að lagfæra lýsinguna. Nútímaplast Svona lítur nútíminnn út í bankaheiminum ef marka má al- veg nýja útfærslu í útibúi Kaupþings í Garðabæ. Í nýjum aðalstöðvum Kaupþings verður þó lögð áherzla á myndlist. Höfundur er blaðamaður og starfandi myndlistarmaður. MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29. JÚLÍ 2007 25 SUMARYOGA Sér sumartilboð YOGASTÖÐIN HEILSUBÓT Síðumúla 15, símar 588 5711 og 694 6103 www.yogaheilsa.is • yogaheilsa@yogaheilsa.is Morguntímar, hádegistímar, síðdegistímar og kvöldtímar. Líkamsæfingar, önurnaræfingar, slökun og hugleiðsla Sértímar fyrir barnshafandi konur, byrjendur og lengra komna. Skógarhlíð 18 · 105 Reykjavík Sími: 591 9000 · www.terranova.is Akureyri sími: 461 1099 Hafnarfjörður sími: 510 9500 2 fyrir 1 til Parísar í júlí og ágúst frá kr. 19.990 París er ótrúlega spennandi borg, hvort sem þú vilt þræða listasöfnin, spranga um í latínuhverfinu eða njóta lífsins lystisemda sem þessi ein- staka borg býður í ríkum mæli. Gríptu tækifærið og bjóddu elsk-unni þinni til Parísar á frábærum kjörum. Þú kaupir tvö flugsæti en greiðir aðeins fyrir eitt. Úrval hótela í boði frá kr. 3.300 nóttin á mann í tvíbýli. Kr. 19.990 Flugsæti báðar leiðir með sköttum, m.v. 2 fyrir 1 tilboð 22., eða 29. júlí og 5. eða 12. ágúst í 1 eða 2 vikur. Netverð á mann. Síð us tu sæ tin Þú kaupir tvö flugsæti en greiðir aðeins fyrir eitt.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.