Morgunblaðið - 29.07.2007, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 29.07.2007, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29. JÚLÍ 2007 27 FRÍTT Á ÚRSLITALEIKINN Í BOÐI OR Orkuveita Reykjavíkur vill þakka ungu knattspyrnukonunum sem hafa gert úrslitakeppni Evrópumóts kvenna yngri en 19 ára að afburðaskemmtun. Keppni sem þessi er hvatning til allra íslenskra knattspyrnustúlkna um að æfa af krafti og hver veit nema þær muni spila á móti sem þessu í fram- tíðinni. Í dag takast á tvö bestu lið mótsins á Laugardalsvellinum í úrslitaleik keppninnar og vill Orkuveitan hvetja sem flesta að láta sjá sig. Að leik loknum mun forseti UEFA, Michel Platini, afhenda sigurliðinu Evrópubikarinn. Sjáumst á vellinum! megin við hann. „Maður kastar oft of langt yfir þá,“ segir hann. „Þeir eru svo nálægt. Magnús kallaði þetta bryggjuveiði í gær. Hann tók tvo hérna alveg við tærnar á sér.“ Spakar kríur snúast kringum veiðifólkið, bíða eftir að grípa maðkaleifar þegar beitt er að nýju. Þá eru þær ekki seinar á sér, skella sér niður og grípa ætið í gogginn. Magnús er ekki lengi að setja í lax við Efri grjótin. Það er líka snörp viðureign, laxinn stekkur nokkrum sinnum, strikar niður strenginn, en að lokum er honum strandað á leir- ugum bakkanum. „Þeir eru búnir að stökkva mikið hérna í strengnum. Þessi er líka lús- ugur og mjög sterkur. Mikill kraftur í þessum fiskum,“ segir hann. Krían tekur maðkbútinn, laxinum er komið í plast og í frauðkassa með ísmolum í, svo er beitt aftur. Nú tek- ur Sigurbjörg við stönginni og kast- ar. Jóhanna tekur við stönginni hjá Daða og hann segir henni til. „Ekki draga inn, kastaðu bara upp á við og láttu svo skralla eftir botninum.“ Daði kemur upp á bakkann, sest niður og segir að Jóhanna sé vön því að veiða með spúninum. Fyrir þrem- ur árum tók hún þrjá laxa þarna í beit í veiðiferð þegar þau voru tvö saman seint í ágúst. „Ég hjálpaði henni að landa fyrsta fiskinum og gekk svo af stað upp að Efstu grjót- um en var ekki kominn hálfa leið þegar hún kallaði og var með annan á. Svo fékk hún strax þann þriðja. Þetta var ótrúlegt,“ segir Daði bros- andi. Jóhann hlustar á hann segja frá og hlær þar sem hún veiðir; hún hafði greinilega gaman af því að gera betur í það skiptið. Daði segir að sér hafi alltaf þótt gaman að veiða í svona skilum í jök- ulvatni, hann hafi alist upp við það heima í Öxarfirði, þar sem Brunná rennur út í Jökulsá. „Ég er farinn að þekkja þetta svæði ágætlega, ætli ég hafi ekki komið hingað svona tíu sinnum. Það er alltaf fiskur hérna – en við höfum svo sem farið héðan fisklaus.“ Hann brosir. „Það hefur komið fyrir. En það er óskaplega gaman að þessu – og alveg sérstaklega eins og núna þegar fiskurinn er vaðandi um allt.“ Daði byrjaði að veiða lax í Soginu ásamt Örvari Sigurðssyni vini sínum fyrir rúmum þremur áratugum. „Eftir að ég flutti til Keflavíkur fórum við félagarnir að fara í Laxá í Dölum og ýmsar aðrar ár. Svona þrjá túra á ári. Oft hafa það verið fé- lagar úr bankanum.“ Kippti út úr honum Suðurnesjamenn hafa oft sótt í sjóbirting á haustin og Daði er engin undantekning þar á. „Við höfum far- ið í Geirlandsána í áratugi. Það er misjafnt hvernig hefur gengið, hún er nú ekki eins góð og hér áður fyrr. Svo fórum við í Vatnamótin lengi, meðan Stangaveiðifélag Keflavíkur var með þau. Svo hef ég farið í Fos- sálana. Yfirleitt hef ég farið í sjóbirt- ing á hverju hausti. En hef aldrei stundað vorveiði.“ Stærsti lax sem Daði hefur fengið á Brennu til þessa var 15 pund, sá tók við eyrina. Hann hefur fengið 20 punda lax við Svarthöfða og 19 punda lax í Hallanda í Hvítá á Suð- urlandi. „Þar veiddi ég töluvert hér áður fyrr,“ segir hann. „Æ æ,“ kallar Jóhanna skyndi- lega, lyftir stönginni og við sjáum lax hrökkva af önglinum. „Ég hélt það væri fast í botni en þá var ég með lax á,“ segir hún vonsvikin. „Ég kippti út úr honum.“ Sigurbjörg hefur sett í lax uppi á horninu, hún tekst fagmannlega á við hann og sýnir þess engin merki að það sé ekki nema ár síðan hún landaði maríulaxinum. Og skömmu síðar tekur hún annan, eftir að laxar höfði verið á lofti í kringum hana um stund. „Það er miklu skemmtilegra þeg- ar hann sýnir sig og stekkur – þótt það gefi ekki endilega meira,“ segir Daði þar sem við sitjum og fylgj- umst með konunum veiða. Takan dettur svo niður og regnskýin fær- ast nær – þau virðast fylla Lund- arreykjadalinn af dimmu vatni, vatninu sem veiðimenn hafa beðið eftir vikum saman. En laxinn er mættur á Brennu, það fer ekki milli mála. Áin kraumaði af fiski Daginn eftir hringi ég í Daða þar sem þau Jóhann eru á heimleið. Spyr um ganginn, hvernig þetta hafi endað; það voru komnir 17 fiskar á land þegar ég kvaddi. „Við fengum 29, segir hann. 25 laxa og fjóra sjóbirtinga. Við Magnús lentum í miklu æv- intýri á Klöppunum í gærkvöldi. Þar var ganga að vaða inn, fiskur á lofti um allt og hann tók og tók. Við lönd- uðum fimm og misstum annað eins, allt á spún. Hann elti stundum upp að fótum á okkur. Þetta var mikið fjör. Áin kraumaði af fiski.“ Þau fengu síðan sjö síðasta morg- uninn, þar á meðal fékk Jóhanna lax, þannig að þau lönduðu öll að minnsta kosti einum fiski. „Það var líflegt, en gærkvöldið var frábært. Laxinn liggur ekki við klappirnar, þannig að þetta var bullandi ganga sem við hittum á. Hann tók grannt, en tók samt. Þetta var mjög fínt,“ sagði Daði. Daði Þröstur Þorgrímsson, sem hér er rætt við á Brenn- unni, er afgreiðslustjóri Sparisjóðsins í Keflavík. Hann ólst upp í Öxarfirðinum, á bænum Klifshaga. Í túnfæt- inum rennur ein fallegasta silungsá landsins, Brunná, og þar hófst veiðiferill Daða. „Ég var bara polli þegar ég byrjaði að veiða í Brunná. Dorgaði fyrst með færi af brúnni rétt fyrir neðan Klifs- haga, en síðar fékk ég veiðistöng og það má segja að ég hafi veitt í Brunná alla mína ævi. Þar hef ég fengið marga væna silunga; eflaust einhver þúsund fiska í allt. Stundum komu gestir og þá var ekki nóg af silungi fyrir alla og mamma bað mig að skreppa og sækja meira niður í á. Maður hljóp bara niðureftir og náði í fisk í viðbót. Áin var ekki mikið nýtt á þessum tíma, það voru nánast bara við heima á Klifshaga. Pabbi veiddi og eins strákar sem voru í sveit heima. Þarna voru alltaf bleikja, urriði og sjóbirtingur. Stundum veiddi maður ótrúlega vel.“ Hljóp og náði í fisk í viðbót Daði Þröstur Þor- grímsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.