Morgunblaðið - 29.07.2007, Side 29

Morgunblaðið - 29.07.2007, Side 29
Hún segist njóta þess að ganga um borgina eða sitja einhvers stað- ar og horfa á fólk. „Mér finnst Reykjavík mjög fal- leg. Svo finnst mér frábært að fara í sund. Ég geri það á hverjum degi.“ Henni finnst ís- lenskt samfélag mjög sérstakt. „Ég á erfitt með að lýsa því ná- kvæmlega hvað það er, en ein- hvern veginn er íslenskt samfélag er svo lítið að það verður mjög þéttofið og náið. Ég kann því vel,“ segir hún. Lítil umhverfisvitund Sumt finnst henni þó að mætti betur fara. T.d. finnst henni um- hverfisvitund Íslendinga mjög ábótavant. „Mér finnst skrítið að allir eigi bíl. Ef maður fylgist með umferðinni sér maður að það eru eiginlega alltaf bara einn eða tveir í hverj- um bíl. Það finnst mér ekki rétt. Strætisvagnakerfið er heldur ekki nógu gott. Ég tek strætó frekar oft, og hann kemur svo óreglulega að það skiptir varla nokkru máli hvenær ég fer út í strætóskýli. Iðulega þarf að bíða í fimmtán til tuttugu mínútur, þótt maður fari út á réttum tíma, sam- kvæmt stundatöflu. Auk þess finnst mér skrítið hversu lítið er endurunnið hérna. Ég á ekki orð yfir það,“ segir hún. m hverfisvitund Íslendingum finnst líka svo gaman að tala ensku að það er mjög erfitt að æfa sig í íslensku. MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29. JÚLÍ 2007 29 Mér fannst mjög erfitt aðvera hérna í byrjun.Aðallega vegna þess aðmér fannst myrkrið svo niðurdrepandi,“ segir Svíinn Carl-Mikael A. Teglund. „En sum- arið er yndislegt. Ég hlæ að sænsk- um vinum mínum sem vöruðu mig við veðrinu hérna. Það hefur ekki stytt upp í Svíþjóð í allt sumar.“ Carl-Mikael talar lygilega góða íslensku, miðað við að hann hefur bara verið á Íslandi síðan í desem- ber. Hann leggur sig fram um að segja sem flest á íslensku og spyr um orð sem hann kann ekki. „Ég kom hingað af því að mig langaði að kynnast íslenskri menn- ingu. Í Svíþjóð höfum við fjarlægst rætur okkar mjög mikið. Hnattvæð- ing og Evrópuvæðing er á góðri leið með að má út sérkenni okkar og mér finnst við vera að tapa ein- hverju mjög mikilvægu. Þetta hefur enn ekki gerst á Íslandi,“ útskýrir hann. „Ég held að norrænu löndin hafi margt gott fram að færa. Saman geta þau myndað sterka og áhrifa- mikla heild. Þess vegna eigum við að standa vörð um menningararf okkar. Auk þess finnst mér Ísland mjög flott land og náttúran einstök.“ Hann hikar, brosir og bætir við: „Já, og svo á ég íslenska kærustu, það er líka þess vegna sem ég er hérna.“ Carl-Mikael er í kennaranámi og langar að kenna ensku og sagnfræði í menntaskóla. Hann er skiptinemi í Háskóla Íslands og hefur verið í áföngum í ensku, enskum bókmenntum og íslensku. Í sum- ar vinnur hann á Sögusafninu í Perlunni. „Það er ágætt tækifæri til að kynna sér sögu landsins. Mér finnst íslenskt samfélag mjög áhugavert. Hér er svo merkileg blanda af bandarískum og norrænum áhrif- um. Þið eruð, ekki bara land- fræðilega, heldur menningarlega mitt á milli þessara tveggja heima,“ segir Carl-Mikael. Að hans mati hefur þetta bæði kosti og galla. „Ég held t.d. að það sé út af þessu sem þið vinnið svona mikið. Það er gott að ungt fólk er duglegt og stolt af því að þéna eigin peninga. Í Svíþjóð vill það brenna við að fólk reiði sig á kerfið. Ég á vini sem eru að nálgast þrítugt og hafa ekki unnið handtak. En fyrr má nú rota en dauðrota. Ég hef t.d. tekið eftir því að það er mjög erfitt að skipuleggja ferðalög og mat- arboð með Íslendingum af því að þeir eru alltaf að vinna,“ segir hann. „Ég velti því samt mest fyrir mér hvað gerist þegar fleiri útlendingar fara að koma hingað. Ef þið farið ekki að búa ykkur undir það og ákveða hvernig þið ætlið að bregð- ast við, þá verður þetta helsta vandamál Íslendinga á næstu árum. Það er ekki seinna vænna að huga að þessu. Þið getið líka lært af mis- tökum annarra, t.d. okkar í Svíþjóð. M.a. er mikilvægt að koma í veg fyrir að hér myndist gettó og að útlend- ingar sem hingað koma einangrist. Þess vegna á að leggja mikla áherslu á tungumála- kennslu og fræðslu um menningu og lýðræðishefð landsins,“ segir hann. Carl-Mikael segir að íslensku- námið í háskólanum hafi hentað sér ágætlega. Hann gat fylgt því sem fram fór og skildi málfræðina ágæt- lega. Það átti þó ekki við um aðra en Skandinava. „Það gefur augaleið að það er auðveldast fyrir okkur að læra ís- lensku af því að norrænu tungu- málin eru svo skyld. En það verður að gæta þess að boðið sé upp á kennslu við allra hæfi svo vissir hópar verði ekki útundan og geti ekki lært málið,“ segir hann. Carl-Mikael er svo ánægður á Ís- landi að hann langar að koma aftur hingað þegar hann hefur lokið námi sínu í Svíþjóð. Morgunblaðið/Eyþór Svíinn Carl-Mikael langar að kenna sögu og ensku í menntaskóla. … vinna of mikið Mikilvægt að koma í veg fyrir að hér myndist gettó og að útlendingar sem hingað koma ein- angrist. Hreinskilnir Íslendingar „Sumum útlendingum sem ég hef hitt finnst Íslend- ingar frekar dónalegir,“ segir Alexandra. „Mér finnst það ekki. Íslendingar eru að vísu mjög hreinskilnir og hika ekki við að segja það sem þeim býr í brjósti, en mér finnst það viðkunnanlegt.“ Henni finnst Íslendingar heldur ekki kaldir og fjar- lægir, eins og oft er sagt, og hún hefur eignast nokkra ís- lenska vini. „Það er kannski ekkert voðalega auðvelt að kynnast fólki, en þegar maður gerir það verður það al- vöruvinir manns,“ útskýrir hún. „Ég hef örugglega líka verið heppin í þessu tilliti. Flest- ir skiptinemar sem ég þekki hafa ekki kynnst neinum Ís- lendingum. Þeir eru alltaf að biðja mig um að kynna sig fyrir vinum mínum,“ segir hún og skellir upp úr. Ég hef verið ótrúlega heppin,“ segir AlexandraHaeringová Karpenkova oft og mörgum sinn-um þegar hún lýsir dvöl sinni á Íslandi. Alexandra er tékknesk og bjó í Prag. Hún er nú við skiptinám í Háskóla Íslands og vinnur þar að meist- araverkefninu sínu í mannfræði. Verkefnið er rannsókn á Íslendingasögum. „Ég fékk fyrst áhuga á Íslandi út af Íslendingasög- unum,“ útskýrir hún. „BA-verkefnið mitt tengdist þeim líka. Eftir að ég kláraði það fór ég að þrá að koma hingað.“ „Ég hef verið hér í fimm mánuði, en trúi því varla enn að ég sé komin,“ segir hún, skellihlær og bætir við: „Ég hef líka verið svo heppin hérna! Einhvern veginn gengur bara allt upp.“ Alexandra kom um miðja nótt í janúar. „Það var niða- myrkur og ég sá ekkert út um gluggann á flugvélinni. Þeg- ar við nálguðumst Keflavík birtist svo ljósabreiða sem var eins og taumur af fljótandi hrauni að renna í sjóinn. Það var mjög fallegt,“ segir hún. Tilviljun Alexandra kynnti sér íslensk miðaldalög fyrir BA-ritgerðina sína. M.a. las hún bók eftir Sigurð Líndal lagaprófessor. Hún var því mjög spennt þegar hún var svo heppin að skiptinemahóp- ur bauð henni með sér á Þingvelli, sem hún hafði lesið um í bókinni, nokkrum dög- um eftir að hún kom hingað. „Það var snjór yfir öllu, stillt og milt. Ég táraðist af því það var svo fallegt,“ segir hún. „Þingvellir eru uppáhalds- staðurinn minn á Íslandi.“ Alexöndru fannst hún ekki síður heppin þegar hún fór að velja námskeið fyrir vorönnina og sá að Sigurður Lín- dal kenndi í áfanga í miðaldalögum. Hún sótti þá tíma og fannst mjög sérstakt að vera nemandi manns sem hún hafði áður lesið bækur eftir í Tékklandi. Hjálp í Háskóla Íslands Auk áfangans í miðaldalögum sótti Alexandra tíma í miðaldabókmenntum og íslensku í háskólanum. Henni fannst mjög gagnlegt að læra íslensku en fannst of hratt farið yfir málfræðina, of margir í bekknum og ekki nægur tími til að æfa sig. Að öðru leyti var hún mjög ánægð með háskólann og að- stoðina sem hún fékk þar. M.a. fékk hún hjálp við að finna húsnæði. „Ég fékk frábært herbergi, hjá góðri konu, alveg í mið- bænum, á mjög góðu verði,“ segir hún, og tekur fram að í því, eins og öðru, hafi hún verið mjög heppin, því hún þekki skiptinema sem hafi átt í miklum vandræðum með að finna húsnæði. Tékkinn Alexandra vinnur að meistararitgerð um Ís- lendingasögur. Þær kveiktu áhuga hennar á Íslandi.. Morgunblaðið/Frikki Þegar maður kynnist Íslendingum verða þeir alvöru vinir manns. … eru mjög hreinskilnir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.