Morgunblaðið - 29.07.2007, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 29.07.2007, Qupperneq 32
32 SUNNUDAGUR 29. JÚLÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ 31. júlí 1977: „Á síðari árum hafa sézt mörg merki þess, að miklar breytingar eru að verða í verzlun landsmanna. Stærri einingar eru að verða til í smásöluverzlun, sem miða að því að tryggja neyt- endum betri þjónustu og hag- kvæmara vöruverð. Þessi þróun hefur orðið í öðrum löndum og hún er einnig að verða hér. Verzlunarstéttin hefur einnig tekið forystu um að sýna fram á, hvað hægt er að gera með frjálsri sam- keppni í því að bjóða neyt- endum upp á hagkvæmt vöruverð, þrátt fyrir fáránleg verðlagsákvæði. Þannig hef- ur verðsamkeppni í verzlun stóraukizt og með henni hef- ur smásöluverzlunin sannað fyrirfram, að það er fyrst og fremst stórkostlegt hags- munamál fyrir neytendur að álagning verði gefin frjáls. Þeir sem ekki sjá þetta eru gersamlega blindir á einfald- ar staðreyndir eða haldnir glórulausu ofstæki út í verzl- unina, sem atvinnugrein.“ . . . . . . . . . . 1. ágúst 1987: „Ýmsir þættir í hinni opinskáu fjölmiðlun eru vafalaust óhjákvæmilegir í nútímaþjóðfélagi. Sumir eru þess eðlis að beinlínis er um framfaraspor að ræða. Það virðist hins vegar vera mjög útbreidd skoðun meðal al- mennings að fjölmiðlunum hætti stundum til að ganga of langt í fréttaflutningi og ann- arri umfjöllun. Þeir sýni ein- staklingum ekki nægilega til- litssemi og virði ekki sem skyldi friðhelgi einkalífsins. Þá séu þeir stundum ótæpi- lega fullyrðingasamir og fljótir á sér. Þá er oft siglt undir vafasömu flaggi „rann- sóknarblaðamennsku“ sem getur verið dulbúin hnýsni í viðkvæm einkamál, jafnvel rétt eins og fjölmiðlar eigi að gegna hlutverki réttvísinnar í landinu eins og hún sé ekki nægilegt aðhald í sjálfri sér. Þannig geta fjölmiðlar stund- um þóst gegna hlutverki ákæru- og dómsvalds í einu.“ . . . . . . . . . . 2. ágúst 1997: „Ástæðurnar fyrir lækkun vaxta eru fyrst og fremst þær, að mati sér- fræðinga, að vextir eru 2,5% hærri hér á landi en í ná- grannalöndunum. Láns- fjárþörf ríkisins er orðin lítil sem engin og jafnframt hefur sparnaður landsmanna au- kizt, fyrst og fremst í lífeyr- issjóðum, og ójafnvægi því skapast í framboði og eft- irspurn á innlendum pen- ingamarkaði. Þetta hefur haft í för með sér, að lántak- endur hafa leitað á erlendan fjármagnsmarkað. Þá hefur gengi krónunnar styrkst síð- ustu mánuði og gengishagn- aðurinn gerir það enn hag- kvæmara að taka lán erlendis og nota eða endurlána féð innanlands.“ Úr gömlum l e iðurum Einar Sigurðsson. Styrmir Gunnarsson. Forstjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. FJARVINNSLA KEMST Á FLUG Það er ljóst af fréttaskýringusem birtist hér í Morgun-blaðinu sl. fimmtudag að fjar- vinnsla er komin á flug eftir mis- heppnaða byrjun um aldamótin síðustu. Það hefur alltaf verið ljóst að tölvu- tæknin gerir kleift að inna margvísleg störf af hendi þótt það sé ekki gert á vinnustað. Og í sjálfu sér skiptir ekki máli hvar á landinu verkið er unnið. Morgunblaðið er með ritstjórnar- skrifstofur á Akureyri og á Egilsstöð- um og þeir blaðamenn sem þar eru búsettir geta í sjálfu sér unnið að hvaða verkefnum sem er sem henta síma og tölvu en kalla ekki á viðveru blaðamanns á tilteknum stað. Fjarvinnslan er ekki lausn á vanda- málum landsbyggðarinnar en hún er hluti af þeirri lausn. Í umræddri fréttaskýringu kemur t.d. fram að símsvörun Seðlabanka Ís- lands hefur verið á Raufarhöfn frá árinu 2001 og skapar þar tvö störf. Á Hvammstanga starfa 11 manns í fjarvinnslu fyrir Fæðingarorlofssjóð og munar um minna í ekki fjölmenn- ara byggðarlagi. Sami fjöldi starfar á Blönduósi við innheimtu sekta og sak- arkostnaðar. Á vegum Sparisjóðs Siglufjarðar starfa hvorki meira né minna en 30 manns við bakvinnslu fyrir alla lífeyrissjóði, sem eru í vörzlu Kaupþings og lífeyrissjóða Sparisjóðanna. Á Ísafirði starfa fimm menn við skiptiborð Vegagerðarinn- ar. Í þeim bæ starfa 10 manns við símsvörun fyrir 25-30 fyrirtæki. Þjónustuver Verzlunarmannafélags Reykjavíkur er á Akranesi og að hluta til í Vestmannaeyjum með samtals um sjö starfsmenn. Þetta er mikill árangur. Þetta sýnir að fjarvinnsla er orðin raunhæfur kostur. Þessi upptalning sýnir að enn snýst fjarvinnslan mikið um símsvörun en dæmi Siglfirðinganna o.fl. sýna þó að tölvuvinnsla er líka komin á skrið. Enn skortir nokkuð á að fjarskipta- kerfið landshorna á milli sé nægilega fullkomið. En um leið og svo er komið fer ekki á milli mála að fjarvinnsla getur orðið grundvallarþáttur í nýrri byggðastefnu. Eins og dæmin sanna er það ekki bezta byggðastefnan að ríkið komi til sögunnar til þess að bjarga ein- stökum byggðarlögum. Framtak, hugmyndaauðgi og útsjónarsemi fólksins sjálfs skiptir þar mestu máli. En opinberir aðilar geta tryggt að grundvöllur sé til staðar. Vegasam- göngur þurfa að vera í lagi og nú á tímum þurfa fjarskiptakerfin að vera í lagi. Sennilega eru nánast óendanlegir möguleikar í því fyrir fólk á lands- byggðinni að fá störf hjá fyrirtækjum á Reykjavíkursvæðinu, sem hægt er að vinna í fjarvinnslu. Og fyrir þau fyrirtæki getur fjarvinnslan verið lausn á vandamálum m.a. vegna þess aðauðveldara sé að fá hæfa starfs- krafta á landsbyggðinni en á Reykja- víkursvæðinu. Kristján Möller samgönguráðherra getur orðið upphafsmaður að nýrri og vel heppnaðri byggðastefnu beiti hann sér fyrir því að jafnræði ríki í fjarskiptamálum hvar sem fólk er bú- sett á landinu. Með því opnar hann nýja möguleika fyrir fólk hvort sem það býr á Raufarhöfn eða Drangs- nesi. Margir hafa haft áhyggjur af því að einstök byggðarlög geti lagzt í eyði vegna samdráttar í sjávarútvegi. En fjarvinnsla á grundvelli fullkomins fjarskiptakerfis getur komið þar á móti. Sími og tölvur geta komið í stað- inn fyrir trillur og fiskverkun. Þá þarf ekki að tala um að fólk geti ekki flutt á brott vegna þess að eignir þess séu verðlausar. Víðtækt fjar- vinnslunet sem nær um land allt get- ur gert fólki kleift að búa í byggðar- lögum sem það hefur tekið ástfóstri við. Það er kominn tími á að ýta sterkt undir fjarvinnslu. Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ G eta vandamálin, sem upp hafa kom- ið að undanförnu á fjármálamörk- uðum í Bandaríkjunum og víðar haft áhrif hér á Íslandi, á fjármála- markaðinn hér, á íslenzku bank- ana og íslenzk fyrirtæki, sérstak- lega þau, sem hafa staðið í hinni svonefndu útrás? Við fyrstu sýn virðist það ótrúlegt en þegar nán- ar er skoðað er ekki hægt að útiloka að svo verði. Á fimmtudag og í gær, föstudag, féllu hlutabréf sem Dow Jones-vísitalan mælir um 2,3% og 1,5%, eða samtals um tæp 4 prósentustig. Þetta verðfall kom í kjölfar þess, að viðurkennd fjármálafyrir- tæki á borð við JPMorgan Chase&Co og Goldman Sachs Group Inc. sátu uppi með 10-12 milljarða dollara í skuldabréfum Chrysler bílaframleiðand- ans, sem fjárfestar vildu ekki kaupa eins og ráð hafði verið fyrir gert. Fjármálafyrirtæki lentu í hremmingum með fleiri slík útboð, þar á meðal fyrirtækis, sem nefnist Alliance Boots en samtals námu fyrirhuguð útboð á bréfum þess fyrirtækis og Chryslers 20 milljörðum Bandaríkjadala. Á forsíðu Financial Times í gær, föstudag, er því haldið fram, að þessi vandi sé enn stærri fyrir bankana og nemi samtals um 40 milljörðum doll- ara, sem þeir hafi ætlað að selja fjárfestum á síð- ustu vikum. Blaðið segir að þessi markaður sé nú lokaður en lánveitendur hafi skuldbundið sig til að selja það sem eftir er ársins bréf upp á 300 millj- arða dollara, sem séu einhvers staðar í pípunum, eins og komizt er að orði. Þessi vandamál bankanna virðast hafa komið upp í framhaldi af margra vikna umræðum í Bandaríkjunum um stöðu sérstakrar tegundar húsnæðislána sem á ensku nefnast „subprime“ lán en með því er átt við lán, sem veitt eru til húsnæð- iskaupa til aðila, sem ekki hafa nægilega öruggar tryggingar fram að færa. Miðlarar eru milligöngu- menn í þessum lánveitingum og selja skuldabréfin til banka, sem búa til úr þeim sérstakan lána- pakka, sem matsfyrirtæki meta með ýmsum hætti og eru svo seld til almennra fjárfesta. Talið er að með kaupum á þessum lánapökkum hafi fjárfestar í raun verið að veðja á hækkandi fasteignaverð. Hins vegar hafi ýmislegt farið úrskeiðis, útlána- reglur hafi verið of slappar og lántaki jafnvel lokk- aður til að taka lánin með því að bjóða lægri vexti fyrstu árin, sem hækki svo umtalsvert þegar líður á lánstímann. Segja má að vandi eigenda þessara lánapakka hafi komið skýrt fram nú fyrir skömmu, þegar bandaríska fjármálafyrirtækið Bear Stearns til- kynnti, að einn áhættusjóður á þess vegum væri orðinn gersamlega verðlaus og verðmæti annars áhættusjóðs væri talið níu sent af hverjum dollar. Umræðurnar um húsnæðislánin hafa sem sagt haft smitandi áhrif. Þær hafa orðið til þess að fjár- festar halda allt í einu að sér höndum og vilja ekki kaupa verðbréf, sem talin eru áhættusöm eins og Chrysler-bréfin. Í því tilviki er um að ræða að fjár- festingarfélag keypti Chrysler-verksmiðjurnar af Daimler Benz til þess að endurskipuleggja rekst- ur þess, selja eignir út úr því o.s.frv. Stór hluti þeirra bréfa, sem nú reynist erfitt að selja, eiga uppruna sinn í skuldsettri yfirtöku fyr- irtækja eins og í tilviki Chrysler. Þá koma fjár- festar inn, kaupa fyrirtækin með mikilli skuld- setningu, endurskipuleggja reksturinn, segja upp fólki, selja eignir, skuldsetja fyrirtækin svo breytt enn meir og borga sjálfum sér út háan arð. Þessir viðskiptahættir eru skýringin á því, hvernig einstaklingar og fjárfestingarfélög hafa náð að skila gríðarlegum hagnaði. Nú snúast um- ræður í viðskiptalífinu beggja vegna Atlantshafs- ins um það hvort þessir viðskiptahættir, sem í ís- lenzku viðskiptalífi kallast að taka „snúning“ á fyrirtækjum, fyrst einn og stundum annan og í stökum tilvikum þann þriðja (!) hafi runnið sitt skeið á enda í bili. Og þá væntanlega vegna þess, að fjármagnseigendur telji að áhættan sé orðin of mikil eða krefjist hærri ávöxtunar fyrir sitt fé. Áhrifin hér Þ á er spurningin, hvort þessar svipt- ingar á fjármálamörkuðum úti í heimi hafi einhver áhrif hér. Sér- fróðir menn virðast sammála um, að íslenzku bankarnir standi nú traustum fótum og að þeir hafi borð fyrir báru, í sumum tilvikum í næstu 12 mánuði eða eitthvað lengur og jafnvel í nokkur ár í einu til- viki. Staða bankanna hafi gjörbreytzt frá því á fyrri hluta árs 2006, þegar þeir lágu undir mikilli gagnrýni greiningardeilda erlendra fjármálafyr- irtækja. Þeir hafi brugðizt mjög skynsamlega við þeirri gagnrýni og séu nú í sterkri stöðu. Ef sam- bærilegar uppákomur hefðu orðið á erlendum fjármálamörkuðum á fyrri hluta árs 2006 hefðu vandamál íslenzku bankanna getað orðið alvarleg en það eigi ekki lengur við. Hins vegar eru forvitnilegar vangaveltur um áhrif þessara sviptinga á svonefnd jöklabréf, sem eru skuldabréf, sem erlendir bankar, önnur fjár- málafyrirtæki og jafnvel opinberir aðilar gefa út í íslenzkum krónum. Útgáfa slíkra bréfa hefur auk- izt á síðustu árum og frá upphafi hafa þessi bréf verið gefin út fyrir samtals um 500 milljarða króna. Af þeirri upphæð eru nú útistandandi um 385 milljarðar. Jöklabréfin eru í raun aðferð fyrir fjárfesta til þess að hagnast á þeim mikla vaxtamun, sem er á milli Íslands og margra annarra landa. Fjárfestar geta tekið lán t.d. í japönskum jenum sem bera mjög lága vexti og notað þá peninga til þess að kaupa jöklabréfin sem bera háa vexti og hagnast á mismuninum. Jöklabréfin eru ekkert sérfyrirbæri, sem snýr að Íslandi. Sambærileg bréf hafa lengi verið gefin út í gjaldmiðlum annarra landa, þar sem svipað stendur á um og á Íslandi, þar sem vextir eru háir. Nýja-Sjáland er skýrt dæmi um þetta eins og fram kemur í ítarlegri grein sem Þorvarður Tjörvi Ólafsson, hagfræðingur hjá Seðlabanka Íslands hefur skrifað um þetta fyrirbæri. Hann segir m.a. í grein sinni: „Ástralía og Nýja-Sjáland gerðu stórtækar breytingar á fjármálamörkuðum sínum í upphafi níunda áratugarins og bæði löndin fylgdu ströngu aðhaldi í peningastjórn á sama tíma til að berjast gegn mikilli verðbólgu. Einn liður í aukinni frjáls- ræðisvæðingu markaðarins var að leyfa erlenda útgáfu skuldabréfa í eigin gjaldmiðli og urðu kíví- og kengúruskuldabréf svokölluð fljótt afar vinsæl meðal smárra fjárfesta í Evrópu.“ Útgáfa Jöklabréfa hefur m.a. auðveldað okkur að fjármagna mikinn viðskiptahalla, sem við höf- um búið við síðustu árin, sem tengist að hluta þeim stórframkvæmdum, sem hér hafa staðið yfir. Út- gáfa þeirra hefur líka átt þátt í að halda uppi gengi íslenzku krónunnar. Þau þýða í raun innstreymi fjármagns erlendis frá inn í okkar hagkerfi og stuðla þannig að hærra gengi. Um leið og þeir peningar streymdu af einhverjum ástæðum út gæti það með sama hætti leitt til lækkunar á gengi krónunnar. Laugardagur 28. júlí Reykjavíkur Útréttir armar Styttan af Kristjáni konungi IX. m
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.