Morgunblaðið - 29.07.2007, Page 35

Morgunblaðið - 29.07.2007, Page 35
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29. JÚLÍ 2007 35 „HOTT, hott, allir mínir hest- ar,“ galaði Litli-Kláus bróður sín- um til stórrar skemmtunar og að- hláturs, þótt Litli-Kláus ætti ekki nema einn hest á móti þeim fjór- um, sem Stóri-Kláus átti, en vildi vera nákvæmlega eins og hann. Allir þekkja þetta ævintýri Andersens um öfund- ina og minnimátt- arkenndina, en þann- ig erum við Íslendingar, því mið- ur, og höfum verið lengi. Við höfum allt- af miðað okkur við okkur stærri og rík- ari þjóðir, og almenn- ingur vill alltaf lifa eins og peningaelítan í þessu landi, og ekki batnar það með ár- unum, sérstaklega ekki eftir að hinir nýríku Íslendingar, sem eru mest í útrásinni, hafa komið til sögunnar. Þá hefur þetta stór- versnað, ef eitthvað er. Ég get tekið undir hvert orð, sem minn gamli lærimeistari og flokks- bróðir, Jón Baldvin Hannibalsson, hefur sagt, þegar hann hefur verið að gagnrýna fjármálakerfið hér á Íslandi og fjármálastjórnina. Hann hefur fyllilega lög að mæla. Þetta íslenska fjármálakerfi er orðið slík flækja, að það er varla nema fyrir sérfræðinga að botna nokkuð í því. Almenningur gerir það varla. Um daginn sagði Jón Baldvin, að Reykjavík væri orðin afbökun af bandarískri bílaborg. Eiginlega má segja það um flesta hluti hér á landi, að það sé afbökun á amer- ísku þjóðlífi. Nema hvað í Am- eríku þarf fólk að borga skatta af lúxusnum, sem við gerum ekki. Hér er það ekki elítan, sem borg- ar skattana, heldur er almenn- ingur skattpíndur eins og vana- lega – sama hver í stjórn situr. Almenningur lifir í loftköstulum og vill lifa eins og peningaelítan hér á landinu. Það er kannske von, þegar elítan sleppur alltaf við mestu skattlagninguna. Sagan um Kláusana tvo er svo sannarlega lifandi hér á Íslandi enn í dag. Svo er það fasteignaverðið. Stjórnmálamenn, fjármálaspek- ingar, fulltrúar launþegasamtak- anna og aðrir spekingar auk fast- eignasalanna tala út og suður um það, svo að engin leið er að átta sig á því, hvað þeir eru að fara, og ekki að marka orð af því, sem þeir segja. Verðið á ýmist að vera að hækka eða lækka, verðbólgan á ýmist að vera á upp- eða niðurleið, vísitalan alltaf að hækka, en á að fara lækkandi, og samdráttur í þjóðarbúinu á næsta leiti, sem kæmi mér þó ekki á óvart að yrði. Á meðan er verið að draga saman þorskveiðar og senda fólkið í frystifyrirtækjunum heim, ef þeim fyrirtækjum er ekki beinlínis lok- að af öðrum ástæðum. Ef það blessaða fólk missir svo íbúðirnar sínar, hvernig á það að fara að því að kaupa íbúðir í dag, þegar þær eru sífellt að hækka í verði? Þótt það taki lán, þá getur það varla borgað þau á atvinnuleysisbót- unum einum saman. Það er líka meinið við marga fasteignasala svo og seljendur í dag. Þeir hugsa ekki um það, að fólk þurfi að borga af þeim lánum, sem það þarf að taka og er alltof auðvelt að taka í dag. Nei, fólk á bara að vera eins og bankaelítan og hinir nýríku í útrásinni með marga milljarðana í vasanum, bara borga, takk, sama hvað verðið er. Þið eigið að hafa nóga peninga í vasanum til að borga bara á borð- ið! Það eru skilaboðin, sem send eru út í þjóðfélagið í dag og eru stórhættuleg, því að fólk á að vita betur. Þess vegna sagði ég, að fólk lifði í loftköstulum. Það er heldur ekki svo langt síðan við urðum borgarfólk að skríða upp úr fá- tækt sveitabúskaparins miðað við aðrar þjóðir, og við höfum heldur ekki verið í svo mjög stéttskiptu þjóðfélagi fram til þessa, að við kunnum að lifa við slíkt, enda stéttskiptingin miðað við tekjur nýtilkomin í okkar þjóðfélagi. Menn verða samt að gæta þess, að allir þurfa að eiga þak yfir höfuðið, og það þýðir ekki að biðja atvinnulaust fólk og láglaunafólk að haga sér eins og elít- an hér á landi, sem á morð fjár og veit ekki, hvað hún á við peningana að gera, en þarf samt að geta eignast almennilegt þak yfir höfuðið án þess að fara á hausinn um leið. Stærsti hluti þjóðarinnar er svoleiðis og getur ekki leyft sér að dansa með í þessum fjármála- loftkastaladansi, sem þjóðin stund- ar núna, af því að Litli-Kláus Ís- lands vill endilega vera eins og Stóri-Kláus og neitar með öllu að horfast í augu við raunveruleik- ann. Láglaunafólkið á líka sömu kröfu og aðrir á að geta lifað í sómasamlegu húsnæði og eignast þak yfir höfuðið í stað þess að búa í ótryggu leiguhúsnæði, án þess að gera sjálft sig gjaldþrota um leið, af því að fasteignasalar og selj- endur vilja, að allir séu eins og Stóri-Kláus, sem veit ekki aura sinna tal og getur borgað út íbúðir á borðið eins og elítan, án þess að þurfa að hugsa fyrir lánum og slíku. Væri ekki ráð, að fólk fari að komast niður á jörðina og horf- ast í augu við veruleikann – ekki síst fasteignasalarnir og þeir, sem um þau fjármál fjalla, svo og selj- endurnir sjálfir? Mál er að linni þessari fjármálavitleysu, sem hef- ur viðgengist hér á landinu fram til þessa, og fjármálaloftkastala- dansinum ekki síður. Litli-Kláus og Stóri-Kláus á Íslandi Guðbjörg Snót Jónsdóttir skrif- ar um íslenska fjármálakerfið » Almenningur lifir íloftköstulum og vill lifa eins og peningaelít- an hér á landinu. Guðbjörg Snót Jónsdóttir Höfundur er guðfræðingur og fræðimaður. FAGRABERG - ÚTSÝNI Fallegt og velviðhaldið 153,6 fm einbýlishús með stórum verðlaunagarði og frábærum útsýni. Eignin stendur nokkuð hátt á lóðinni og er vel staðsett í rólegum botnlanga - Stór hellulögð og skjólgóð verönd. Ákveðin sala.Verð 46,9 millj. 6900 HAMRAVÍK - BÍLSKÚR OG GLÆSILEGT ÚTSÝNI 5 herb., glæsileg, 143 fm, endaíbúð með frábæru útsýni ásamt 19,1 fm innb. bílskúr, samtals 162,9 fm. Íbúðin skiptist í n.k. forstofu, hol, 3 herb. (möguleiki á fjórum), tvær stórar saml. stofur, sérþvh., stórt baðh. og stórt eldhús. Svalir eru út af eldhúsinu en þær ná fyrir alla suðurhliðina og einnig stórum hluta vesturhliðar. Verð 40 millj. 6772 STAKKHAMRAR - GLÆSILEGT EINBÝLISHÚS Glæsilegt einlyft, 182,2 fm, einbýlishús á eftirsóttum stað með innbyggðum 33,6 fm bíl- skúr. Lóðin er mjög falleg með tveimur veröndum, upphituðu hellulögðu plani og stétt- um, grasflöt og fjölbreyttum trjágróðri. Húsið skiptist í forstofu, 3-4 herbergi, stofur, eld- hús, baðherbergi, þvottahús og bílskúr. Verð 59,9 millj. 6899 BARÐASTAÐIR - MEÐ VERÖND Mjög falleg, 111 fm, 3ja herbergja íbúð á jarðhæð. Úr stofu er gengið út á afgirta timbur- verönd til suðurs. Þvottahús í íbúðinni. Sérgeymsla fylgir á hæðinni. Örstutt í grunnskóla og leikskóla. Húsið hefur nýlega verið málað. Glæsileg íbúð á eftirsóttum stað. Verð 24,5 millj. 6386 BYGGINGARLÓÐ Í GARÐABÆ Hér er um að ræða byggingarlóðina nr. 14 við Hraungötu í Urriðaholti, sem er einbýlishúsa- lóð (húsagerð E2). Stærð lóðarinnar er 500 fm. Grunnflötur byggingarreits er samtals 128 fm. Byggingarmagn er allt að 356 fm. Lóðin er einstaklega vel staðsett, neðan götu á þessu sólríka byggingarlandi þar sem hugsað hefur verið fyrir öllu því helsta. Verð 18,9 millj. 6655 Sverrir Kristinsson, löggiltur fasteignasali Góð, 91 fm, 3ja herb. íbúð á 2. hæð, íbúð merkt 0202, ásamt 21 fm bílskúr í góðu fjölbýli í Grafar- vogi. Rúmgóð og björt stofa með út- gangi á stórar svalir til suðurs, 2 herbergi með skápum, eldhús með ljósri innréttingu og baðherbergi, flísalagt í gólf og veggi. Þvottaherb. innan íbúðar. Parket og flísar á gólfum. Snyrtileg sameign og leiktæki á lóð. Verð 25,5 millj. Íbúðin verður til sýnis í dag, sunnudag, frá kl. 17-19. Íbúð merkt 0202. Verið velkomin. Breiðavík 13 Góð 3ja herb. íbúð með bílskúr Opið hús í dag frá kl. 17-19 FASTEIGNA- MARKAÐURINN ÓÐINSGÖTU 4, SÍMI 570 4500, FAX 570 4505. OPIÐ VIRKA DAGA KL. 9–17. Netfang: fastmark@fastmark.is Heimasíða: http://www.fastmark.is/. Jón Guðmundsson, sölustjóri og lögg. fasteignasali. Guðmundur Th. Jónsson, lögg. fasteignasali. Bæjarhrauni 10 • Hafnarfirði • Sími 520 7500 • www.hraunhamar.is Hrísmóar - Gbæ Falleg og rúmgóð 3ja-4ra herb. (á teikn 4ja)109 fm lúx- usíbúð á 4. hæð í lyftuhúsi við Hrísmóa 1, Gbæ. Góður inng., hol, mikið skápapláss. Björt stofa og rúmgóð borð- stofa. Sjónvarpsskáli. Gott barnah. og rúmgott svefnh m. skáp. Útgengi út á suður- svalir. Fallegt baðh. m. ljósri innr. Baðkar m. sturtu. Gott eldhús m. vönduðum innr. Rúmgott búr m. hillum og skápum inn af eldhúsi. Út- gengi út á stórar suð-vestursvalir frá eldhúsi. Frá holi er ágætt þvottah. m. skápum, Útsýni. Sérgeymsla í sameign. Laus strax. V. 25,9 millj. Fréttir í tölvupósti mbl.is ókeypis smáauglýsingar

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.