Morgunblaðið - 29.07.2007, Qupperneq 40

Morgunblaðið - 29.07.2007, Qupperneq 40
40 SUNNUDAGUR 29. JÚLÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN FASTEIGNA MARKAÐURINN ÓÐINSGÖTU 4, SÍMI 570 4500, FAX 570 4505. OPIÐ VIRKA DAGA KL. 9–17. Netfang: fastmark@fastmark.is - Heimasíða: http://www.fastmark.is/ Jón Guðmundsson, sölustjóri og lögg. fasteignasali. Tunguvegur - einbýlishús með aukaíbúð Nýlega endurnýjuð 256 fm eign með aukaíbúð, 32 fm bílskúr og skemmtilegri suðvesturverönd. Eignin er nýlega end- urnýjuð á vandaðan og smekklegan hátt. Eignin skiptist m.a. í hol með vinnuaðstöðu, vandað eldhús, stofu með arni, sólstofu með útgengi í garð til suðvesturs, 5 herbergi, stórt sjónvarps- hol og flísal. baðherb. Auk þess er 2ja herb. aukaíbúð með sérinng. Ræktuð lóð með hita í stéttum. EIGNASKIPTI MÖGULEG Á MINNI EIGN NÆRRI MIÐBORGINNI. VERÐ 69,9 MILLJ. Grundartangi - Mosfellsbæ Fallegt 83 fm raðhús á einni hæð á þessum gróna stað í Mosfellsbæ. Eignin skiptist í anddyri, 2 herbergi, bjarta stofu, eldhús, þvottaherb./geymslu og flísalagt baðherbergi. Ræktuð lóð með hellulögðum veröndum og skjólveggj- um. Hús nýlega málað að utan. Stutt í alla þjónustu. Laust til afhendingar við kaupsamn. Verð 24,9 millj. Keilufell - frábær staðsetning mikið útsýni Fallegt 203 fm einbýlishús, hæð og ris á steyptum kjallara auk 29 fm opins bíl- skýlis. Nýlegar innréttingar eru í eldhúsi, tvær stofur og 5 herbergi auk fataher- bergis. Mögul. er að innrétta íbúð í kjall- ara. Eignin stendur mjög skemmtilega á hornlóð með stórkostlegu útsýni yf- ir Elliðavatnið, Elliðaárdalinn og víðar. Verð 55,0 millj. Bræðraborgarstígur Fallegt 168 fm einbýlishús, hæð og kjallari auk 18 fm bílskúrs. Húsið var að mestu leyti endurbyggt árið 1990 og var þá m.a. skipt um járn á húsi og þaki, gler í gluggum og rafmagns- og vatns- lagnir endurnýjaðar. Eignin skiptist m.a. í samliggjandi skiptanlegar stofur, eld- hús með nýlegri innréttingu, 3-4 her- bergi og 2 baðherbergi. Eignarlóð 445,0 fm ræktuð með hellulagðri verönd. Hiti er í innkeyrslu og sérbílastæði. Verð 55,0 millj. Álftaland Fallegt og vel skipulagt 289 fm einbýlis- hús á tveimur hæðum með 32 fm innb. bílskúr á þessum eftirsóttastað í Foss- vogi. Eignin skiptist m.a. í glæsilegt eld- hús með miklum innréttingum og vönd- uðum tækjum, stórar samliggjandi stof- ur, sjónvarpsstofu, 4 rúmgóð herb., sjónvarpshol og flísalagt baðherb. með nýjum innréttingum auk gesta snyrting- ar. Stórar svalir til suðurs og austurs með útsýni yfir Fossvoginn. Ræktuð lóð. Verðtilboð. Espigerði - Glæsileg útsýnisíbúð með þrennum svölum Glæsileg 164 fm íbúð á tveimur hæðum auk sér stæðis í bílageymslu. Íbúðin hefur öll verið endurnýjuð á sl. 7-8 árum og er í góðu ásigkomulagi. Íbúðin skipt- ist m.a. í stórar samliggjandi stofur með fallegu útsýni að Esjunni, eldhús með miklum sérsmíðuðum innréttingum, sjónvarpshol, 2 stór herbergi og flísalagt baðherbergi auk gesta snyrtingar. Sérgeymsla í kjallara. Þrennar svalir, út af stofu og báðum herbergjum. Mikils útsýnis nýtur yfir borgina og víðar. Verð 55,0 millj. Skipti möguleg á ein- býli í Fossvogi. Milligjöf staðgreidd. Laugavegur - 3ja herb. íbúð í nýju lyftuhúsi 93 fm glæsileg íbúð á 2. hæð í nýju og vönduðu lyftuhúsi í miðborginni. Svalir til suðurs út af herbergi með heitum potti og útgengi á svalir úr stofu er vísa út að Laugavegi. Sérsmíðaðar innrétt- ingar, hvítar sprautulakkaðar og með granítborðplötum í eldhúsi og vandað baðherbergi með stórum sturtuklefa. Sérgeymsla í kjallara með tengi fyrir þvottavél. Laus fljótlega. Verð 34,9 millj. Opið hús í dag, sunnudaginn 29. júlí, milli kl. 14 og 16. Mjög gott og vandað, talsvert mikið endurnýjað, einbýlishús í Kópavogi. Húsið er samtals 286,9 fm með tvöföldum 47 fm bílskúr. Húsið er sérlega vel hannað og skipulag gott. Góðir möguleikar á að útbúa aukaíbúð á neðri hæð. Stór og vel ræktuð lóð. Verð 69 millj. Uppl. gefur Sigurður sölumaður í síma 898 3708. Grænatún 22 - Kópavogi ER ekki íslensk náttúra dásam- leg? Er ekki gott að fara eftir erf- iðan dag út og njóta hennar, hlaða batteríin og koma heim tvíefldur? Það finnst mér. Við búum í góðu þjóðfélagi þar sem flestir hafa í sig og á og geta notið lífsins í frí- tíma sínum. Mikið hefur verið unnið að gerð göngustíga fyrir gangandi manneskjur og eins fyrir hesta- fólk til að auðvelda því aðgengi að nátt- úrunni. Það hefur verið metnaður hjá sumum sveit- arfélögum að byggja upp útivistarsvæði fyrir íbúa sína. Það væri lengi hægt að telja upp alla þá góðu hluti sem verið er að gera og augljósan metnað hjá sumum stjórnendum. Þegar erlendir ferðamenn koma til Íslands taka þeir oft eftir göngustígum og útivistarsvæðum, og hugsa margir að þeir kynnu vel við sig í slíku samfélagi. En stundum skil ég ekki hvað vakir fyrir þeim sem boðið hafa fram þjónustu sína til að gæta hagsmuna almennings, þ.e. stjórn- málamönnum. Það er eins og eitt- hvað gerist þegar þeir komast að kjötkötlunum. Nú er ég íbúi í Ála- fosskvosinni í Mosfellsbæ og skil ekki hvernig það getur þjónað hagsmunum almennings að eyði- leggja umhverfi Kvosarinnar með vegagerð og viðvarandi umferð- arhávaða. Mosfellsbær er ynd- islegur bær að búa í, þar er falleg náttúra allt í kring. Við eigum tvo staði í bænum sem eru einskonar kennileiti bæjarins – Gljúfrastein, heimili Nóbelsskáldsins og svo Álafosskvosina. En kjörnir stjórn- endur Mosfellsbæjar hafa ein- hverra hluta vegna þann ásetning að eyðileggja þann sælureit sem Kvosin er. Varmáin sem rennur í gegnum Kvosina er frá upp- tökum til ósa á skrá um náttúruminjar og samkvæmt lögum þýðir það að ekki má byggja neitt í 50 metra nálægð við ána. En stjórnendur Mos- fellsbæjar virðast ekki þurfa að fara eft- ir lögum því þeir eru að setja veg við ána sem mun eyðileggja þann sælureit sem Kvosin er og Mosfell- ingar og aðrir hafa notið í gegnum árin. Bæjaryfirvöld segja að val á vegstæði byggist á umfangs- miklum rannsóknum á aksturs- leiðum út úr Helgafellshverfi. En það fær enginn að sjá niðurstöður þessara rannsókna því þær eru svo umfangsmiklar. Eins hafa bæjaryfirvöld deiliskipulagt veg- inn í bútum án þess að kynna um- fang vegagerðarinnar í heild sinni. Enda vita bæjaryfirvöldin ekki enn hvernig leysa á tengibrautina inn á Vesturlandsveginn og enn síður framhaldið. Getur einhver útskýrt það fyrir mér hvernig það er hægt? Mér finnst þetta vera álíka gáfulegt og að byggja hús þar sem aðeins er tekið út eitt herbergi í stað heillar hæðar. Við í Álafosskvosinni erum ekki ein um að undrast hvað bæjaryf- irvöld í Mosfellsbæ eru að gera. Það þarf ekki að horfa lengra en til Kópavogs og sjá að við sem er- um vinnuveitendur ykkar skiptum engu máli eftir að frambjóðendur hafa náð kosningu. Eða viljum við hafa þetta eins og sagt var frá í Fréttablaðinu mánudaginn 23. júlí sl.: „oddviti Bæjarhrepps gaf tengdaforeldrum dóttur sinnar grænt ljós að reisa sumarhús á Borðeyri þrátt fyrir að skipulags- nefnd hafi ekki gefið þeim leyfi. Ekkert stórmál segir oddvitinn.“ Ég vil að lög í landinu séu virt og krefst þess að fá að sjá þær aðrar akstursleiðir sem stjórn- endur Mosfellsbæjar segja að þeir hafi borið saman við gerð skipu- lagsáætlana fyrir Helgafellshverfi. Eða eru það bara sumir og aðrir ekki í þessu þjóðfélagi sem þarf að kynna hlutina fyrir? Hvers vegna? Soffía Alice Sigurðardóttir skrifar um vegagerðina í Ála- fosskvosinni »Ég skil ekki hvernigþað getur þjónað hagsmunum almenn- ings að eyðileggja um- hverfi Kvosarinnar með vegagerð og viðvarandi umferðarhávaða. Soffía Alice Sigurðardóttir Höfundur er leiðsögumaður. NÝSKÖPUN í listum hefur aldrei í mannkynssögunni verið jafn- gegndarlaus og á 20. öld. Byltingarkenndar hugmyndir hafa sumar getið af sér verðug af- kvæmi en aðrar – blessunarlega – dáið drottni sínum. Því mið- ur er samt eins og öll þessi nýsköpun sé oftar en ekki sprottin af ósegjanlegri hræðslu listamanna við stöðnun, skort á frumleika. Fyr- ir bragðið verða til ótrúlegustu afstyrmi sem haldið er á lífi fyr- ir tilstilli kúltúrmafíunnar sem sér um að gæðastimpla og markaðs- setja fyrirbærið „list“. Saklausir „listunnendur“ láta svo glepjast af þessu listræna stýrikerfi og þora ekki fyrir sitt litla líf að setja spurn- ingarmerki við tilverurétt fram- leiðslunnar. Ég hef gaman af „klassískri“ tón- list, svokallaðri, og hlusta oft á gömlu „Gufuna“ þar sem ým- islegt bitastætt er í boði. Ég hef mikið yndi af tónlist 20. ald- ar og kann vel að meta nýsköpun. En nýsköp- un verður að vera ann- að og meira en eitt- hvert „concept“ – þ.e.a.s. að láta sér detta eitthvað nýtt í hug og gera það. Það má ekki vanta kjötið á beinin. Í „Hlaupanótunni“ á Gufunni sl. miðvikudag var m.a. flutt það sem gaf tilefni til þessara skrifa minna. Þar fjallaði ungur maður, Gunnar Steinn Gunnarsson, um rúmenska „tónskáldið“ Radulescu og sýn- ishorn af framlagi hans til nútíma- tónlistar. Þar sagði m.a. (ég get mér reyndar til um greinarmerki) : „Í hafsjó hins heyranlega tónsviðs eru ekki lengur skref, tónbil og hljómar heldur ólgandi hljóðrænt rafgas – tónlist framtíðarmerkisins.“ Og síð- ar: „Þegar Radulescu talar um hljóðrænt rafgas er það myndlíking um hljóð sem eru í óreiðukenndum veggjum sem hafa samt sterkan samhljóm.“ Síðasta tóndæmið var svo ca 7 mínútna langur hluti af verki fyrir stóra hljómsveit sem hljómaði eins og eitt samfellt sker- andi hátíðniískur, svipað eyrnasuði sem þjáir tugi milljóna manna um heim allan sem margir myndu gefa aleiguna til þess að losna við. Í lokin kom svo þetta: „Radulescu vinnur með vísindi hljóðs, ýmist ný eða forn. Hann vinnur með ævaforn hlutföll. Mikið af áhrifum koma jafnframt úr dulrænum hug- myndum um tónlist í gegnum ald- irnar. Hann trúir á mátt nátt- úrulegra hlutfalla tóna, eins og Radulescu orðar það sjálfur. Á leið út úr en í senn inn í eilífðina nær tónlistin að færa inn í tímann yf- irnáttúrulegt ástand sálarinnar. Þetta er hið eina markmið og ástæða fyrir tilvist tónlistar." Það getur ekki verið hlutverk sómakærrar útvarpsstöðvar að bera svona rugl á borð fyrir nokkurn mann, og það á úrvalshlust- unartíma. Hlaupið út undan sér Gylfi Baldursson gagnrýnir þátt á gömlu Gufunni síðastlið- inn miðvikudag » Það getur ekki veriðhlutverk sómakærr- ar útvarpsstöðvar að bera svona rugl á borð fyrir nokkurn mann. Gylfi Baldursson Höfundur er heyrnarfræðingur.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.