Morgunblaðið - 29.07.2007, Síða 41

Morgunblaðið - 29.07.2007, Síða 41
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29. JÚLÍ 2007 41 UMRÆÐAN FASTEIGNASALA I ÁNANAUSTUM V/SÓLVALLAGÖTU 84 I NESEIGNIR@NESEIGNIR.IS I NESEIGNIR.IS Sími 535 0200 Fax 535 0201 Öll húseignin að Austurstræti 3 í Reykjavík er hér með auglýst til leigu frá og með 1. ágúst 2007. Um er að ræða leigu á jarðhæð og kjallara sem búið er að sam- þykkja fyrir veitingarrekstur. Á annari og þriðju hæð eru 6 mjög góðar einstaklings og tveggja herbergja íbúðir til leigu. Allar nánari uppl. gefur Kristinn R. Kjartansson sölu- stjóri hjá Neseignum í síma 535-0200 og 820-0762. Gunnar Valdimarsson lögg. fasteignasali og viðsk.fræðingur gsm: 895 7838 gunnar@neseignir.is Kristinn Kjartansson sölustjóri gsm: 820 0762 kristinn@neseignir.is TIL LEIGU Kári Kort sölustjóri gsm: 892 2506 kari@neseignir.is Suðurlandsbraut 54, við Faxafen, 108 Reykjavík, sími 568 2444, fax 568 2446. Ingileifur Einarsson, lögg. fasteignasali. Vorum að fá í einkasölu heila húseign í sérstaklega góðu ástandi, stærð samtals 737 fm. Húsið er tvær jarðhæðir og á neðri jarðhæð eru tvær sjálfstæðar einingar, 187 fm og 133 fm. Efri hæðin er 320 fm að grunnfleti með þremur um 5 metra háum innkeyrsludyrum og loftæð minnst um 6 m. Að auki er milliloft um 54 fm. Sérsnyrtingar og kaffi- stofur eru í öllum einingunum. Þá er 43 fm steinsteypt hús með innkeyrsludyrum á lóðinni. Lóð er aflokuð með hliði og með steinsteyptu plani. Eignin er laus fljótlega og selst í einu lagi. Uppl. veitir ELDSHÖFÐI ATVINNUHÚSNÆÐI Laugavegi 170, 2. hæð. Opið virka daga kl. 8-17. Sími 552 1400 ● Fax 552 1405 www.fold.is ● fold@fold.is Þjónustusími eftir lokun er 694 1401. Sörlaskjól – Reykjavík Hæð og ris 190 fm ásamt 37 fm bílskúr. Á hæðinni eru tvær fal- legar stofur. 2 svefnherbergi, baðherbergi og nýtt eldhús. Risið skiptist í stofu, 3 herbergi, eldhús og fallega snyrtingu. Að auki er eitt herbergi í kjallara og efra risloft. Eignin er sérlega björt og falleg með sjávarútsýni. Hægt að nýta sem eina heild eða sem tvær íbúðir V. 77,0 m. Um að ræða 107,6 fm endarými í götuhæð á besta stað við Síðumúla í Reykjavík. Eignin skiptist í tvö opin rými, skrifstofu, herbergi og snyrtingu. Veggir eru léttir og því auðvelt að breyta skipu- lagi. Tveir inngangar eru inn í rýmið. Gott aðgengi er að húsnæðinu. Sverrir Kristinsson, löggiltur fasteignasali. Síðumúli - Atvinnuhúsnæði Bréf til blaðsins Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík  Bréf til blaðsins | mbl.is ÞETTA var allt ein svikamylla sagði varaformaður Framsókn- arflokksins um áhugaleysi sjálf- stæðismanna fyrir frekara sam- starfi. Hverjir ætli séu svo hinir sönnu svikamalarar? Sambandið sáluga seldi bændum allt það sem þeir þurftu, keypti allar þeirra af- urðir og bændastéttinni blæddi út af þrældómi. Sambandið hljóp í spik og veslaðist upp, það varð aldrei gjaldþrota, stjórarnir hirtu feitustu bitana og breyttu í hluta- félög sem halda áfram að sjúga merginn úr þjóðinni. Eitt af verk- unum var að verðtryggja fjár- skuldbindingar. Lögin um það voru kölluð Ólafslög og voru samin á eld- húsborði formannsins, Ólafs Jó- hannessonar, að hans sögn. Lögin eru svo mögnuð að rigning í Kól- umbíu getur gert fátæka fjölskyldu í Kópavogi gjaldþrota. Sænsk hús- næðislán eru með 2,4% vöxtum og ákvæði um vaxtahækkun ef verð- bólga fer yfir ákveðin mörk. Hægt er að fá lán með föstum vöxtum sem eru 3,7%. Ef verðbólga í Sví- þjóð er skoðuð seinustu 50 árin kemur í ljós að hún er u.þ.b. 3,7%. Sömu peningarnir hringrása og halda verðgildi sínu. Hvað þá með fjármagnskostn- aðinn, hann þarf nú ekki að vera meiri en pappírs- og prentkostn- aður vegna nýrra seðla. Á seinni ár- um hefir seðlanotkun lagst af og kostnaðurinn bara leiga á hörðum diskum í netþjónabúum í Rúmeníu. Ef ein milljón er sett í núverandi húsnæðislánakerfi verður hún orðin að sjö milljónum eftir fjörutíu ár. Bara einfalt dæmi að reikna út hve- nær bankarnir eiga allt. Vextir hafa verið réttlættir með því að fjár- magn sé aflvaki í atvinnurekstri og beri því umbun eins og t.d. vinnu- aflinu. Þetta er alveg rétt, ef verk- smiðjueigandi getur aukið fram- leiðsluna með því að kaupa nýtt verkfæri og á ekki fyrir því og tek- ur lán þá verður lánveitandinn tímabundið meðeigandi í verksmiðj- unni og fær arðinn af sínu framlagi greiddan út í formi vaxta. Ekki gengur alltaf allt sem skyldi í at- vinnulífinu, skip stranda, flugvélar farast, ekki eru fjármunir til staðar þegar þeirra er þörf. Alvöru banka- menn bjuggu þá til nokkuð sem kallað er yfirdráttur, sjálftökulán sem hægt er að fá í skamman tíma með háum vöxtum gegn öruggri tryggingu. Nú um stundir heim- sækja bankastarfsmenn framhalds- skóla og bjóða ringluðum ungling- um yfirdráttarlán með 25% vöxtum sem er bara bætt við höfuðstólinn öðru hvoru. Nú þurfa allir skjól fyr- ir veðri og vindi, fyrir löngu var það ákveðið að heppilegast væri að hver og einn kæmi sér upp sínu húsnæði. Ef þetta hefði ekki verið gert væri fjöldi Íslendinga að veslast upp í ónýtum húsum í eigu einhverra leiguokrara. Okur virðist vera eins- konar fíkn eða geðsjúkdómur og því spurningin hvort þetta heyrir undir viðskipta- eða heilbrigðisráðuneyti. Það skiptir engu máli því við er- um svo heppin að eiga mann sem hefir vit og getu til að vinda ofan af vitleysunni. Þessi maður er Geir H. Haarde. GESTUR GUNNARSSON, Flókagötu 8, Reykjavík. Þrælahald Frá Gesti Gunnarssyni STJÓRN Spalar breytti sl. vor gjaldskrá vegna ferða um Hvalfjarð- argöng. Mikið sanngirnismál þótt ef- laust megi færa rök fyrir því að fella ætti gjaldið niður þar sem göngin eru hluti af þjóðvegi 1. Ég óska stjórn Spalar, sérstaklega stjórn- arformanni, til hamingju með þetta réttlætisskref. Mig langar, hins vegar, að spyrja nýjan samgönguráðherra, Kristján Möller, hvert gjaldið eigi að vera í ný jarðgöng á Íslandi, t.d. Héðinsfjarð- argöng og Vaðlaheiðargöng? Vaðla- heiðargöng verða auðvitað hluti af þjóðvegi 1, en varla verður hægt að setja Héðinsfjarðargöng í þann flokk. Jarðgöng eru fyrir löngu búin að sanna gildi sitt sem samgöngubót, ekki síst sem slysaforvörn eins og dæmið um Hvalfjarðargöng sýnir. Ein meginrök byggingar Hvalfjarð- arganga á sínum tíma, fyrir utan styttingu leiðar, var að Hvalfjarð- arvegur getur verið hættulegur enda skilst mér að ekki hafi orðið þar banaslys síðan göngin voru byggð. Þá má benda á nýju jarð- göngin á Austfjörðum, sem gerð voru af öryggisástæðum, en þau eru hluti af þjóðvegi 1 og eru gjaldfrjáls á sama hátt og jarðgöngin miklu á Vestfjörðum eru. Ég skal viðurkenna að ég á svolít- ið erfitt með að skilja forgangsröð- unina að gera Héðinsfjarðargöng á undan öðrum jarðgöngum, sem sannarlega er mikil þörf fyrir, t.d. Vaðlaheiðargöng, en vetrarferðir yf- ir Vaðlaheiðina hafa því miður reynst mörgum afdrifaríkar. Allar opinberar framkvæmdir verða að eiga sér efnahagslegar for- sendur – um það hljóta allir að vera sammála. Einkaframkvæmd við gerð jarðganga á þjóðvegi 1 á hins vegar ekki að réttlæta gjaldtöku vegna ferða um þau. Öryggisþættir og styttri og hagkvæmari leiðir eiga að vera forgangsmál. Ég endurtek því spurningu mína til samgönguráðherra: Hvert verður gjaldið í nýju jarðgöngin? ELLEN INGVADÓTTIR er áhugamaður um umferðaröryggi Gjaldfrjáls jarðgöng? Frá Ellen Ingvadóttur smáauglýsingar mbl.is Fréttir á SMS

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.