Morgunblaðið - 29.07.2007, Blaðsíða 42
42 SUNNUDAGUR 29. JÚLÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ
HUGVEKJA
Í
kristilegri siðfræði eru til
tvö meginhugtök, lögmál
og náð.
Gyðingar lögðu mikið
upp úr lögmálinu. Sá, sem
hélt lögmálið, hlaut réttlætingu að
launum. Guð elskaði þann einn,
sem uppfyllti fyrirmælin út í yztu
æsar. Menn skyldu vera góðir
menn til þess að guð elskaði þá.
Syndarana elskaði guð ekki. Þetta
varð mönnum eins og t.d. Páli
postula andleg ofraun. Enginn
komst hjá að syndga, og því hlaut
reiði guðs og fordæming að hvíla
yfir öllum. Þá komst hann í kynni
við aðra stefnu og annan hugs-
unarhátt, fagnaðarerindi Jesú um
náð guðs. Samkvæmt því elskaði
guð syndarann að fyrra bragði.
Menn skyldu því verða góðir
menn, af því að guð elskaði þá ...
Þá er það ekki óttinn við lögmálið,
sem er driffjöðrin í lífi mannsins,
heldur löngunin til að vera barn
guðs og bróðir náungans. Hin
æðsta lífsregla verður tvöfalda
kærleiksboðorðið um elskuna til
guðs og náungans, gullna reglan
um að breyta við aðra, eins og
maðurinn sjálfur vill, að aðrir
breyti við sig, en Jesús Kristur,
hinn heilagi og syndlausi, er sú
fyrirmynd, sem allt miðast við í
framkvæmdinni.
Þrátt fyrir þetta verður lög-
málið ekki alveg úr sögunni. Hin
tíu boðorð Móse hafa eftir sem áð-
ur verið látin gilda sem leiðbeining
– ekki um það, hvernig menn ættu
að öðlast elsku guðs – heldur um
það, hvernig menn eigi að koma
fram öðrum til góðs.
Allir, sem lesa þessar línur,
munu telja sig kunna boðorðin,
enda á það svo að vera. En það
dylst mörgum, að þessi gömlu boð-
orð myndi nokkra innbyrðis heild.
Þó er það svo, þegar nánar er að
gáð.
Boðorðin skiptast í tvo aðal-
flokka. Hin þrjú fyrstu eru um
guðsdýrkunina, hin sjö um breytni
við mennina. Mörgum nútíma-
manninum mun finnast guðsdýrk-
uninni gert full hátt undir höfði,
með því að nefna hana á undan
breytninni, því að einu gildi um
trúna, ef breytnin sé góð. Kirkjan
lítur aftur á móti svo á, að líf
mannanna mótist alltaf af ein-
hverri trú, einhverjum guði, sem
menn tilbiðji og tigni. Auðvitað
getur það komið fyrir, að menn
missi trú á allt og alla, og leiðir
slíkt jafnan til kaldrar örvænt-
ingar. Í rauninni ætti það að vera
auðskilið mál, að viðhorfið gagn-
vart tilverunni sjálfri eða hinu
æðsta valdi hennar hlýtur að vera
grundvöllurinn undir viðhorfinu
gagnvart einstökum smærri heild-
um, svo sem þjóð, heimili eða
einstaklingum. Þegar menn hætta
að tilbiðja hinn eina sanna guð,
fara menn ávallt að tigna eitthvað í
hans stað. Samtíð vor dýrkar ekki
Þór eða Óðin, en hún tignar menn
af öllu mögulegu tagi. Nú ríður líf-
ið á því fyrir oss, að þjóðin tigni
guð – tigni hann hégómalaust. Að
leggja guðs nafn við hégóma er að
tilbiðja guð þannig, að það sé sjálf-
um þér hégómi, meiningarleysa
eða hræsni. Ef guð sjálfur er hé-
gómi í augum þínum, er ekki von á
góðu. Og til þess að guðsdýrkunin
verði byggð á öðru en ósam-
stæðum stemningum einstakling-
anna, þurfum vér að rækja hvíld-
ardaginn betur en gert er …
Þegar lögð hefir verið undir-
staða breytninnar með heilbrigðu
trúarlífi, verða hin boðorðin sjö til
leiðbeiningar um félagslegt sam-
neyti við aðra menn. Fyrst er rætt
um að virða foreldrana, forfeð-
urna, því að sú þjóð, sem ekki kann
að meta arf hins liðna, er glötuð
þjóð. Þá kemur næst að láta sér
annt um líf þeirra, sem nú lifa,
samtíðarmannanna. Og til þess að
tryggja heill næstu kynslóða, þarf
að byrja að sjá svo um, að börnin
fæðist við heilbrigð skilyrði, verði
ekki til í lauslæti, kæruleysi og
heimilisleysi. Sjötta boðorðið
ákveður, að hverju barni skuli
tryggt, að það eigi bæði föður og
móður, og heimili. Jafnvel það að
foreldrar búi saman utan hjóna-
bands er varhugavert fyrir þjóðfé-
lagið því að í því er fólgið mót-
atkvæði gegn skipulögðu
hjónabandi og stefnt að upplausn.
Sjöunda og áttunda boðorðið eiga
að koma í veg fyrir, að nokkur sé
rændur framfærzlumöguleikum
sínum eða trausti samborgaranna,
og loks skulu tvö síðustu boðorðin
aftra mönnum frá að spilla ann-
arra heimilum, annað hvort með
því að koma í veg fyrir, að þeir eigi
sér samastað eða með því að spilla
heimilislífi og heimilisfriði …
Þetta yfirlit sýnir, að hin tíu
boðorð eru ekki sett út í bláinn,
heldur eru þau öll í einni heild sett
til þess að tryggja velfarnað mann-
anna á öllum sviðum. Kæruleysi
við boðorðin er kærleiksleysi við
samborgarana. Þess vegna ættu
bæði heimili og skólar að leggja
allt kapp á að innræta þau hverju
barni. Boðorðin eru engan veginn
úreltur bókstafur …
Kanntu
boðorðin?
sigurdur.aegisson@kirkjan.is
Nú á dögum, á tíma hins mikla kapphlaups um
lífsgæðin, er margt dýrmætt sem gleymist og
jafnvel týnist alveg. Sigurður Ægisson fann í
blaði frá 1953 eftirfarandi grein eftir sr. Jakob
Jónsson sem öllum ætti að vera hollt að lesa.
530 1800
24.700.000
Falleg 3ja herb., 85,0 fm íbúð á 1. hæð, í nýlegu lyftuhúsi
við lækinn í Hafnarfirði. Eign í sérflokki með sérinngang!
Sérafnotareitur fylgir eigninni.
BÓKIÐ SKOÐUN S. 530 1800/1811.
Lækjargata - 220 Hfj.
Sverrir Kristinsson, löggiltur fasteignasali.
Kaplaskjólsvegur - stórglæsileg
Vorum að fá í sölu sérstaklega
glæsilega, um 150 fm, íbúð á
3. hæð í lyftuhúsi. Íbúðin hefur
nýlega verið standsett á smekk-
legann og vandaðann hátt.
Íbúðin skiptist m.a. í stóra
stofu, mjög rúmgott eld-
hús/borðstofu, sjónvarpshol og
þrjú svefnherbergi. Nýtt eldhús.
Sérsmíðaðar hurðir og innrétt-
ingar. Lýsing frá Lumex. Tvennar svalir. Þvottahús á hæð-
inni. Húsið hefur nýlega verið standsett og málað að utan.
Eftirsótt staðsetning.
Nánari upplýsingar veitir Magnea Sverrisdóttir
fasteignasali í síma 861 8511.
Árni Stefánsson viðskiptafræðingur
og lögg. fasteignasali
FASTEIGNASALAN
GIMLI GRENSÁSVEGI 13 SÍMI 570 4800 - FAX 570 4810
www.gimli.is - www.mbl.is/gimli
OPIÐ HÚS
Lækjarmýri 10 og 11 - Mýrarkoti -
Grímsnes - og Grafningshreppi
Traust þjónusta í 30 ár
Vorum að fá í sölu tvo góða sumarbústaði, 90,4 fm hvor með ca 65 fm ver-
önd. Bústaðirnir skilast fullbúnir að utan en tilbúnir til innréttinga að innan,
og eru þeir tilbúnir til afhendingar strax. Bústaðirnir eru á 10.500 fm og
7.500 fm eignarlóðum, góð staðsetning. Að innan er gert ráð fyrir 3 svefn-
herbergjum, baðherbergi, stofu og eldhúsi. Mýrarkot er steinsnar frá Kiðj-
abergi og stutt er í Minni Borg. V. 18,4 M. LEIÐARLÝSING; KEYRT ER
NIÐUR AFLEGGJARAN AÐ KIÐJABERGI CA. 3,4 KM,
ÞÁ ER MÝRARKOT Á VINSTRI HÖND.
OPIÐ HÚS VERÐUR Í DAG SUNUDAG MILLI KL. 14-16,
SÖLUMAÐUR FRÁ GIMLI VERÐUR Á STAÐNUM S. 661-1121.
FRÉTTIR
SJÁVARBARINN er nýtt veitinga-
hús sem Magnús Ingi Magnússon
veitingamaður opnaði nýlega að
Grandagarði 9. Opið er frá morgni
og fram á kvöld.
Eins og nafn staðarins bendir til
verður fyrst og fremst boðið upp á
heita og kalda sjávarrétti auk þess
sem kjöt og grænmetisréttir verða á
boðstólnum. Staðurinn tekur u.þ.b.
40 manns í sæti og býður upp á vín-
veitingar. Megináhersla er lögð á
ferskt og gott hráefni og hóflegt
verðlag, segir í tilkynningu.
Samstarf er hafið við íslenska
listamenn um sýningar á verkum
þeirra, auk þess sem staðurinn sjálf-
ur er eins og lifandi safn um lífríkið í
sjónum með fjölda ljósmynda, mál-
verka, uppstoppaðra sjávardýra og
ljóða á veggjum, tengdra hafinu.
Sjávarkjallari Magnús Ingi Magn-
ússon veitingamaður og snoppu-
fríður skötuselur.
Ferskur
fiskur í
öndvegi