Morgunblaðið - 29.07.2007, Side 43

Morgunblaðið - 29.07.2007, Side 43
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29. JÚLÍ 2007 43 MINNINGAR Útfararþjónusta Davíðs Ósvaldssonar ehf. Davíð Ósvaldsson Útfararstjóri S. 896 6988 / 553 6699 Óli Pétur Friðþjófsson Útfararstjóri S. 892 8947 / 565 6511                          ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, systir, mágkona, amma og langamma LILJA ANNA KARÓLÍNA SCHOPKA, Sóltúni 2, lést laugardaginn 21. júlí. Útför hennar fer fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík, miðvikudaginn 1. ágúst kl. 13.00. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á líknarfélög. Elín Einarsdóttir, Sigurður Steinbjörnsson, Júlíus Einarsson, Arna Skúladóttir, Halla Einarsdóttir, Már Svavarsson, Sverrir Schopka, Margrét Schopka, Ragnhildur Schopka, Ottó Schopka, Sigríður Sigurbjörnsdóttir, Sigfús Schopka, Helga Skúladóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, SIGURÐUR GUÐNI BJÖRNSSON frá Viðey, lést á Landspítalanum, sunnudaginn 22. júlí. Útför hans fer fram frá Neskirkju, mánudaginn 30. júlí kl. 13.00. Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vildu minnast hans er bent á Félag nýrnasjúkra. Randíður Vigfúsdóttir, Helga Sigurðardóttir, Chris Mayo, Björn Ingi Sigurðsson, Grethe Oen, Vigfús Sigurðsson, Þóra B. Hafsteinsdóttir, Mark Duffield, Mundína V. Bjarnadóttir, Þór Sigurðsson, Agnes Ingadóttir og barnabörn. ✝ Móðir mín, tengdamóðir og amma, GUÐBJÖRG NIELSEN ÁSGEIRSDÓTTIR, Hyben alle 70, Kastrup, lést sunnudaginn 22. júlí. Útförin hefur farið fram. Christa Andersen, Steen Andersen og Martin Andersen. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐRÚN SALÓME GUÐMUNDSDÓTTIR, Grandavegi 47, Reykjavík, lést á Landspítalanum í Fossvogi að morgni föstudagsins 27. júlí. Útför hennar fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík, föstudaginn 3. ágúst kl. 11 árdegis. Þorsteinn Magnússon, Halla Bachmann Ólafsdóttir, Salóme Magnúsdóttir McInnis, Melvin McInnis, Guðmundur Magnússon, Vaka Hrund Hjaltalín, Gunnar Magnússon Salómeson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi og vinur, GUÐMUNDUR JÓHANN KRISTJÁNSSON, Víðigerði 3, Grindavík, andaðist á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja að morgni föstudagsins 27. júlí. Margrét Guðmundsdóttir, Jón Guðmundsson, Kristín Guðmundsdóttir, Hermann Þorvaldur Guðmundsson, Kristín Edda Ragnarsdóttir, Erla Olsen, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, ÁSDÍS INGIBERGSDÓTTIR, Sólvangi, Hafnarfirði, lést á heimili sínu, miðvikudaginn 25. júlí. Útför hennar fer fram í Víðistaðakirkju, fimmtudaginn 2. ágúst kl. 15:00. Börn, tengdabörn og barnabörn. Eyjaamma. Nú hefur þú kvatt okkur, bless- unin, hinsta sinni, foringi og mið- punktur Varmadalsfjölskyldunnar, sátt við Guð og menn. Stórmerkileg kona og skemmtileg. Ég hef aldrei haft mig í að skrifa minningargrein áður en þar sem ég skulda þér eig- inlega nokkrar línur frá því í Lauft- úni sællar minningar ætla ég að láta verða af því að kvitta aðeins fyrir mig. Þú hefðir nú eflaust kosið held- ur að línurnar hefðu getað birst í Þjóðviljanum sáluga en það verður ekki á allt kosið og alls staðar finnst gott fólk. Best hefði auðvitað verið að skrifa um þig heila bók, í hana er nóg efni. Það er af mörgu að taka eftir þau Eva Liljan Þórarinsdóttir ✝ Eva Liljan Þór-arinsdóttir frá Varmadal í Vest- mannaeyjum fædd- ist á Sunnuhvoli á Blönduósi 18. febr- úar 1912. Hún lést á heimili sínu, dvalar- heimilinu Hraun- búðum í Vest- mannaeyjum, 19. júlí síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Landa- kirkju 28. júlí. rúmu 27 ár síðan leiðir okkar lágu saman fyrst er ég kom með Freyju til ykkar Ella í Varmadal. Þið tókuð mér bæði ákaflega vel, þú stjórnsöm og stundum allt að því hrjúf á yfirborðinu, en hann hæglátur og ljúf- ur. Ég held að hjóna- band ykkar Ella hefði ekki getað verið betra en það var, ákaflega samrýndar og jákvæð- ar manneskjur á ferð og ef stjórnsemin varð meiri á stund- um en gott þótti lækkaði Elli bara í heyrnartækjunum og brosti. Mér var strax sýnt það traust að fá að keyra Wartburginn en það hafði Freyja aldrei fengið að gera. Ég var talinn hæfur vegna þess að ég átti forláta Trabant á þeim tíma. Ekki skemmdi að ég hafði áhuga á sjó og fiski. Ég komst fljótt í kynni við kraftmikla og háværa stórfjölskyld- una þar sem þið hjónin voruð í önd- vegi, en allir fengu að njóta sín. Mik- ið er sungið þegar komið er saman og ég gjarnan fenginn til að glamra á gítarinn. Í áttræðisafmælinu þínu uppgötvaðist tónskáld í fjölskyld- unni, þegar Valli snaraði fram nótum af Varmadalsblúsinum fræga sem hefur oft verið fluttur síðan, ekki síst á Þjóðhátíðum, í minnsta hústjaldinu í dalnum, þar koma allir með sitt inn- legg varðandi texta og hafa gaman af. Bragurinn um „Min hatt han har tre booler“, þar sem Atli var for- söngvari, mátti heldur aldrei missa sig og verður vonandi sunginn um ókomin ár. Það var ljúf stund þegar við sungum seinast saman í herberg- inu þínu á Hraunbúðum, nokkur af uppáhaldslögunum þínum. Þú eins og unglingur, dillandi þér, með sér- rístaup í hendi. Þá hrundu tár um mína vanga. Þú varst mjög fróð manneskja og ótrúlega minnug fram á lokastund. Ljóðelsk og hafðir dálæti á ljóðum frænda míns Kristjáns frá Djúpa- læk. Það líkaði mér vel. Gleðin og húmorinn var alltaf til staðar og þegar Freyja sagði þér að við hefðum gift okkur eftir 25 ára reynslutíma þá tókst þú undir það hlæjandi að það væri heldur ekkert vit í því að vera að rjúka saman í hjónaband án þess að vera búin að kynnast almennilega. (Þér að segja í trúnaði hef ég nú oft óskað þess að geta skrúfað niður í tækjunum.) Kæra Eva. Ég mun alltaf minnast þín sem mjög áhugaverðrar mann- eskju með jákvæða lífssýn, ást á landi og þjóð, ánægða með lífshlaup- ið og afkomendur. Þú kvaddir stolt og hafðir sannarlega efni á því. Ég er þakklátur fyrir að hafa fengið að kynnast þér og þakka allt það sem þú hefur verið mér og mín- um. Guð blessi þig. Hilmar. Kær móðursystir mín, hún Gugga, er farin heim. Betri manneskju er vart hægt að hugsa sér. Alltaf hress og stutt í dillandi hláturinn. Á mínum yngri árum kom ég oft á heimili hennar í Sölku (Skúlagötu 7 í Borgarnesi), þar sem var nóg af krökkum að leika sér við í garðinum við húsið, ég tala nú ekki um fjöruna í Englendingavík sem er handan við húshornið og ekki spillti að fara út í Litlu-Brákarey á Guðbjörg Ásmundsdóttir ✝ Guðbjörg Ás-mundsdóttir fæddist í Dal í Borg- arnesi 9. júní 1924. Hún lést 19. júlí síðastliðinn og var jarðsungin frá Borgarneskirkju 28. júlí. góðviðrisdögum. Já, heimili Guggu var mannmargt og einnig mikill gestagangur og öllum sýndur sami vel- viljinn, alltaf góð- gjörðir á borðum, sem allir urðu að þiggja. Ekki má gleyma jóla- boðunum, en á jóladag ár hvert bauð hún öll- um systkinum sínum og fjölskyldum þeirra í jólakaffi. Svo var sungið og dansað kringum jólatréð og hlustað á jólabarnatímann í útvarp- inu. Þarna voru margir samankomn- ir, því alltaf stækkaði fjölskyldan, bæði hennar og hjá systkinunum. Svo kom að því, að húsakynnin buðu ekki uppá þetta lengur og saknaði maður þess arna, en Gugga var samt alltaf til staðar. Það er aðdáunarvert hversu sam- heldin systkinin „í Dal“ voru, oftast nefnd í sömu setningunni. Dalur (Hvammur) var æskuheimili þeirra og þar var einnig mannmargt. Söng- ur einkenndi fjölskylduna í Dal. Systkinin höfðu einstaklega fagrar söngraddir og hljómaði söngurinn ævinlega um húsið. Alltaf þegar komið var saman, var sungið og dansað. Seinustu ár voru Guggu minni erf- ið. Hún tapaði minni og svo fór að tjáningin hvarf líka, en alltaf var stutt í brosið. Við áttum saman margar góðar stundir, töluðum um gamla daga og hlógum saman. Fyrir þetta vil ég þakka. Fjölskylda mín sendir börnunum hennar og fjöl- skyldum samúðarkveðjur, einnig eftirlifandi systkinum og fjölskyld- um þeirra. Ég kveð þig, Gugga mín, með kvöldsöng kvenskáta. Sofnar drótt, nálgast nótt, sveipast kvöldroða himinn og sær. Allt er hljótt, hvíldu rótt. Guð er nær. Ljós minninganna lifir. Þín Guðrún María. Morgunblaðið birtir minningar- greinar alla útgáfudagana. Skil | Greinarnar skal senda í gegn- um vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is – smella á reitinn Senda efni til Morg- unblaðsins – þá birtist valkosturinn Minningargreinar ásamt frekari upplýsingum. Skilafrestur | Ef birta á minningar- grein á útfarardegi verður hún að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Ef útför hefur farið fram eða grein berst ekki innan hins tiltekna skilafrests er ekki unnt að lofa ákveðnum birting- ardegi. Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út. Formáli | Minningargreinum fylgir formáli, sem nánustu aðstandendur senda inn. Þar koma fram upplýs- ingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, fæddist, hvar og hve- nær hann lést, um foreldra hans, systkini, maka og börn og loks hvað- an útförin fer fram og klukkan hvað athöfnin hefst. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í minningar- greinunum. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.