Morgunblaðið - 29.07.2007, Side 44
44 SUNNUDAGUR 29. JÚLÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
Með trega og mikilli
eftirsjá kveð ég ást-
kæra tengdamóður
mína, hana
Agnesi eða Öggu eins og hún var
alltaf kölluð.
Agga var ekki bara tengdamóðir
mín heldur ein af mínum bestu vin-
konum. Ég var ekki nema 15 ára þeg-
ar ég kom inn í þessa fjölskyldu og
strax var mér tekið opnum örmum.
Agga var ein skemmtilegasta og
lífsglaðasta manneskja sem ég hef
kynnst á lífsleiðinni. Alltaf var hún
boðin og búin að hjálpa til ef um af-
mæli, brúðkaup eða aðrar veislur var
um að ræða, enda afburðakona í eld-
húsi og að sjá um að raða á veisluborð.
Ekki hefði mig grunað, þegar við
vorum öll komin saman á Fífó 5 um
áramótin, að fagna nýju ári, að við
myndum þurfa að kveðja þig á því
sama ári.
Ég man hvað það var alltaf gaman
hjá okkur þegar við vorum saman
komin, mikið var hlegið og bullað,
enda fannst okkur ekki leiðinlegt að
skemmta okkur svolítið.
Núna á ég allar minningarnar um
okkur saman, sem eru mér svo dýr-
mætar.
Ég kveð þig með þessum orðum,
elsku Agga mín.
Ég sit hér ein og hugsa um allar stundirnar
með þér
og sárlega sakna.
Ég verð að kveðja og geyma minningar hjá mér
þegar ég vakna.
En ég veit, svefninn kemur seint til mín
myrkrið eitt gefur og sefar mínar sorgir.
Beint í hjartastað berast minningar um þig
tvö tár á vanga mína renna.
Í hjartastað þar ást þin hittir mig
þrjú orð að vörum mínum brenna.
Þú hittir mig beint í hjartastað.
Ég hélt ég hefði tíma til að tala um allt við þig
nú tómið við tekur.
Ég gat ei vitað að þú verður ekki hér, er
haustið mig vekur.
En ég veit aldrei skal ég gleyma þér, myrkrið
eitt gefur og sefar mínar sorgir.
Þú, gleðin og lífið, bara þú gast gefið mér allt,
aðeins þú.
Ég bið góðan Guð um að styrkja
okkur öll í þessari miklu sorg en
minningin um yndislega konu mun
lifa í hjörtum okkar allra.
Takk fyrir allt og allt.
Þín
Guðný Laxdal (Dunna).
Agga! Í dag kveðjum við þig í bili,
okkar kæra vinkona og samstarfs-
maður. En hvar eigum við að byrja
þegar af svo mörgu er að taka? Aldrei
varstu orðlaus eða lást á skoðunum
þínum og jafnframt skelegg og úr-
ræðagóð. Þú sýndir hverjum og ein-
um virðingu en gafst samt aldrei eftir
það sem þú taldir vera rétt. T.d.
fannst þér sjálfsagt að eiga 40 pör af
skóm, því það var þín ástríða enda
dásamlegt að horfa á þig ganga um
vinnustaðinn hnarreist í fasi og alltaf í
flottum skóm. Minnug þess að þegar
þú varst að kaupa skó spurðirðu af
rælni: „Eru til fleiri litir?“ „Já,“ var
svarið, „það eru til fjórir litir.“ Úbbs –
Agga keypti alla litina.
Við búum öll að hennar frábæru
mataruppskriftum, enda var Agga
listakokkur og ófáar veislur hefur hún
haldið sem sæma myndu í hverri höll.
Ekki má gleyma Edinborgarferðinni,
þar varstu hrókur alls fagnaðar.
Ferðin til Edinborgarkastalans var
upplifun sem aldrei gleymist, þar
heimsóttum við Maríukapelluna og
fundum trú þína og tryggð til allra.
Agnes M. Jónsdóttir
✝ Agnes MargrétJónsdóttir fædd-
ist í Reykjavík 8.
desember 1946. Hún
lést á heimili sínu
miðvikudaginn 11.
júlí síðastliðinn og
var útför hennar
gerð frá Digranes-
kirkju í Kópavogi
24. júlí.
Árin liðu og var
dásamlegt að fylgjast
með þér þegar sum-
arbústaðinn bar á
góma, allt átti að gera
og áhugi þinn var
óendanlegur til að ykk-
ur liði vel og ekkert
mátti skorta til þess.
Við samstarfsmenn
vottum fjölskyldu og
ástvinum ykkar sam-
úð.
Elsku Agga, takk
fyrir að fá að vera sam-
ferðamenn þínir.
Starfsmenn Landsbanka,
aðalbanka.
Þig vil eg bænir biðja
blessaði faðir minn,
viltu mig veika styðja
og vef mig í faðminn þinn.
(Höf. G.J.)
Kær vinkona okkar er látin eftir
erfið veikindi. Það er erfitt að sætta
sig við að sjá á eftir dugmikilli
og lífsglaðri konu eins og Agnes
var. Hún var glæsileg, sannkölluð
„Lady“. Náin kynni okkar hófust fyr-
ir 9 árum en um það leyti tengdumst
við „systraböndum“ innan Oddfellow-
reglunnar í Rbst: nr. 10 Soffiu.
Af mörgu er að taka, sérstaklega
eru árin í skemmtinefnd stúkunnar
eftirminnileg en þar var Agnes á
heimavelli, hvort heldur var að panta
mat eða annað. Ekkert mál „góða
besta, við reddum þessu“ sem var
hennar viðkvæði.
Okkur undirrituðum er ofarlega í
huga og erum þakklátar fyrir að hafa
fengið að taka þátt í brúðkaupsveislu
sonar hennar og Bóbó eiginmanns
hennar sem haldin var í garðinum
þeirra að Fífuhvammi 5 fyrir 6 árum,
rétt mánuði áður Bóbó lést úr
krabbameini.
Þá breytti okkar kona sorgartíma í
gleði með hjálp hennar góðu og sam-
stilltu fjölskyldu og vina.
Verður þessi fallegi dagur ógleym-
anlegur okkur sem þarna vorum.
Nú þegar við kveðjum okkar elsku-
legu vinkonu minnumst við Finn-
landsferðar okkar Soffiusystra árið
2005, þar var gleðin og kætin allsráð-
andi og minningarnar svo dýrmætar í
dag og munu ylja okkur um ókomin
ár.
Elskulega fjölskylda Agnesar. Guð
gefi ykkur æðruleysi til að sætta ykk-
ur við ótímabært fráfall þessarar
elsku, og kjark til að horfa fram á veg-
inn.
Fullvissar um að hittast aftur og
kannski fara í „dúkkulísuleik“ kveðj-
um við Agnesi okkar og biðjum Hann
sem öllu ræður að taka vel á móti
henni.
Gef mér, faðir, ævi alla
æðrulaust að dvelja hér
uns þú lætur á mig kalla
í öllu mun eg treysta þér.
(Höf. G.J )
Vertu sæl, elskuleg.
Elísabet (Beta) og Sofia Björg.
Setið hef ég síðkvöld
og sungið um þig.
Allt var hljótt og helgimilt
húmið vafði mig.
Inn um opinn gluggann
barst angan vorsins blóma,
og ég heyrði í hjarta mínu
himneska óma.
Svífu fyrir sjónum mínum
silfurlit ský.
Þau komu hægt og hurfu aftur
hurfu og komu á ný.
(Tómas Guðmundsson.)
Mér hefur orðið hugsað til þessara
ljóðlína allt frá því mér barst fregnin
um andlát Agnesar, þar sem ég er nú í
fríi á sólarströnd. Húmið hefur mér
sannarlega fundist helgimilt og allar
minningar mínar um Agnesi eru sem
silfurský, þar er aldrei dökkur skýja-
hnoðri. Hún bar ætíð með sér heið-
ríkju og glaðværð.
Allt frá því ég man fyrst eftir mér
stóð glæsilegt og glaðvært heimili
Agnesar og Bóbó mér ávallt opið.
Vinátta þeirra og barna þeirra hefur
verið mér og fjölskyldu minni ein-
staklega mikils virði, þetta breyttist
ekkert þó Bóbó frændi félli frá langt
um aldur fram.
Ég þakka Agnesi allar þær ynd-
islegu og skemmtilegu stundir sem ég
hef átt með henni bæði á heimili henn-
ar og utan, og þá umhyggju og elsku-
semi sem hún ætíð sýndi mér og fjöl-
skyldu minni.
Börnum Agnesar, móður, Svenna
og öðrum aðstandendum votta ég
mína innilegustu samúð.
Mig brestur huggunarorð en ég ég
græt með ykkur í sorginni.
Blessuð veri ávallt minning
Agnesar.
Bergþóra Tómasdóttir.
Elsku Agga.
Það er erfitt að setjast niður og
þurfa að skrifa minningargrein um
þig. En það væri hægt að skrifa
þykka bók um þig, kæra sauma-
klúbbsvinkona. Þú varst það sem við
myndum segja stórskemmtileg
hörkukona sem komst svo sannarlega
til dyranna eins og þú varst klædd –
það held ég að allir sem þig þekktu
geti verið sammála um.
Okkar saumaklúbbur, eining eins
og við nefndum hann, hefur haldist í
gegnum 40 ár og höfum við bæði hleg-
ið, grátið, rifist og umfram allt kunn-
að að skemmta okkur saman í gegn-
um öll árin. Minningarnar eru
margar og góðar sem koma upp í hug-
ann þegar hugsað er tilbaka. Þú varst
einhvern veginn alltaf foringi hvar
sem þú varst – aldrei spurning í okkar
saumaklúbb t.d. Allt sem þú gerðir
var sko gert með stæl, aldrei neitt
hálfkák, hvort sem það voru matar-
og fjölskylduboð, partí eða vinna.
Meira að segja fórstu í gegnum þín
veikindi án þess kvarta nokkurn tím-
ann. Alveg fram á þína síðustu mínútu
skein dugnaðurinn í gegn og með þín-
um dugnaði varstu sannkölluð hetja
sem kvaddir með þínum einstaka
stæl.
Ég kveð þig, elsku Agga mín, með
miklum trega og söknuði og er eig-
inlega bæði hrædd og reið. Hræðsl-
unni fylgir jú oft réttlát reiði að mínu
mati. Það er einfaldlega óþolandi
hvað þessi innbrotsþjófur (krabba-
meinið) er heimtufrekur, lúmskur og
útsmoginn. Ef hann kemst inn bak-
dyramegin þá er ekki einu sinni hægt
að eitra fyrir hann eins og aðrar óvel-
komnar pöddur. Hann gefur enga
sénsa, bölvaður. Þessi sjúkdómur
kemur svo sannarlega óboðinn bak-
dyramegin. Hvorki sérfræðingar né
hetja eins og þú fær við hann ráðið.
Þú varst aldeilis ekki tilbúin að kveðja
núna, elsku Agga mín. Varst svo inni-
lega hamingjusöm með Svenna og
þinni stóru fjölskyldu sem hefur alltaf
verið einstaklega samheldin og kunn-
að að vera saman bæði í gleði og sorg.
Þú varst góð mamma og amma og
einfaldlega mikil fjölskyldukona sem
hélst utan um allt. Alltaf foringi án yf-
irgangs, væmni eða sýndarmennsku,
bara þú eins og þú varst og ekkert
kjaftæði eins og þú hefðir sagt.
Takk fyrir samveruna, elsku Agga.
Þú varst sko bara skemmtileg með
stóru S-i.
Kæra fjölskylda og Svenni, megi
góður guð styrkja ykkur og leiða í
gegnum ykkar miklu sorg.
Hvíl í friði, kæra vinkona.
Stella og Árni.
Örfá kveðju- og þakklætisorð til
þín, elsku vinkona. Takk fyrir vináttu
og samfylgd í fjörutíu og fimm ár. Nú
hefur þú öðlast hvíld eftir harða bar-
áttu við banvænan sjúkdóm. Þetta
hefur verið erfitt tímabil fyrir þig,
þrátt fyrir þann mikla kraft og
ákveðni sem þú hafðir til að bera. Þú
gekkst í gegnum þetta sama fyrir sex
árum, en á annan hátt, er þú misstir
eiginmann þinn úr svipuðum sjúk-
dómi. Misjöfn er byrðin sem á okkur
mannfólkið er lögð. Fráfall þitt er
þrátt fyrir það sem á undan er gengið
alltof snemmt. En við ráðum engu um
það. Ýmsar myndir renna í gegnum
hugann á stundum sem þessum og sú
mynd sem er skýrust, er „glæsileg,
hnarreist, ákveðin og stolt“. Við vor-
um ung er við kynntumst, rétt eftir
fermingu og höfum við ásamt fjöl-
skyldum okkar verið samferða í gegn-
Kistur • Krossar • Sálmaskrár • Duftker • Blóm • Fáni • Gestabók • Erfidrykkja • Prestur
Kirkja • Legstaður • Tónlist • Tilkynningar í fjölmiðla • Landsbyggðarþjónusta • Líkflutningar
Suðurhlíð 35 Fossvogi • www.utforin.is
Vaktsími: 581 3300 & 896 8242 • Sólarhringsvakt
Komum heim til aðstandenda ef óskað er
Bryndís ValbjarnardóttirSverrir Einarsson
ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS
Það sem hafa ber í huga varðandi andlát og útför
Hermann Jónasson Geir Harðarson
Englasteinar
Helluhrauni 10
Sími 565 2566 - www.englasteinar.is
Fallegir legsteinar
á góðu verði
✝
Ástkær sonur okkar, bróðir, mágur og frændi,
ANDRI RAGNARSSON,
Hátúni 7,
Reykjavík,
sem lést á gjörgæsludeild Landspítalans við Hring-
braut, sunnudaginn 22. júlí, verður jarðsunginn frá
Háteigskirkju, þriðjudaginn 31. júlí kl. 11.00.
Guðrún Gunnarsdóttir,
Ragnar Höskuldsson,
Hvutti,
Anita Ragnarsdóttir,
Ragnar Haraldsson,
Guðrún Lára Sveinsdóttir,
Lára Rún Ragnarsdóttir.
✝
Ástkær eiginmaður minn, faðir og afi,
JÓNAS JÓNSSON
frá Yztafelli,
sem lést þriðjudaginn 24. júlí á Landspítalanum,
verður jarðsunginn frá Digraneskirkju, þriðjudaginn
31. júlí kl. 15:00.
Sigurveig Erlingsdóttir,
Sigrún Jónasdóttir, Björn Jóhannessen,
Helga Jónasdóttir, Tómas Þór Tómasson,
Jón Erlingur Jónasson, Védís Jónsdóttir,
Úlfhildur Jónasdóttir, Þorsteinn Karlsson
og barnabörn.
✝
Elskuleg móðir okkar, fósturmóðir, systir, tengda-
móðir, amma og langamma,
GUÐRÍÐUR HALLDÓRA AUSTMANN
BALDURSDÓTTIR,
Réttarheiði 33,
Hveragerði,
lést á líknardeild Landakots, föstudaginn 20. júlí.
Útförin fór fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu.
Bestu þakkir færum við öllum þeim sem önnuðust hana í veikindum
hennar.
Sérstakar þakkir fær starfsfólk líknardeildar Landakotsspítala fyrir hlýju
og umhyggju.
Ólafur Gunnarsson, Stefanía Einarsdóttir,
Nanna Gunnarsdóttir, Vigfús Ingvarsson,
Baldur Gunnarsson, Drífa Gunnlaugsdóttir,
Sveinn Símonarson, Sigurlaug Bergvinsdóttir,
Steinn Símonarson, Erla Gunnarsdóttir,
Gylfi Símonarson,
Svavar Baldursson,
Baldur Baldursson,
Halldóra Baldursdóttir,
Árni Baldursson,
Sigurást Baldursdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.