Morgunblaðið - 29.07.2007, Side 50

Morgunblaðið - 29.07.2007, Side 50
50 SUNNUDAGUR 29. JÚLÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ AUÐLESIÐ EFNI Í Eng-landi og Wales hefur rignt meira í sumar en nokkru sinni frá því að mælingar hófust. Mikil flóð hafa orðið og hefur á-standið verið einna verst í Glou-cester-skíri. Hundruðum manna var bjargað úr um-flotnum húsum og bílum og voru þyrlur breska hersins notaðar til þess. Eru þetta mestu björgunar-að-gerðir á friðar-tímum. Í byrjun síðustu viku voru um 150 þúsund manns án drykkjar-vatns eftir að vatn og skólp flæddi inn í vatns-hreinsi-stöðvar. Talið var að um 200 þúsund manns yrðu án drykkjar-vatns á næstu dögum í héraðinu. Þá voru menn hræddir um að hálf milljón manna yrði án raf-magns næstu daga. Barbara Young, umhverfis-ráð-herra Bret-lands, sagði að slík flóð gætu orðið al-gengari á næstu árum vegna hlýnandi lofts-lags. Mikil flóð í Bret-landi REUTERS Flóð Jafn mikil flóð hafa ekki verið í Bretlandi öldum saman. Síðast-liðinn mið-viku-dag fór Nicolas Sarkozy, for-seti Frakk-lands, til Trípólí í Líbýu til að ræða við Muammar Gaddafi, leið-toga landsins. Þeir undir-rituðu m.a. sam-komu-lag um smíði kjarna-kljúfs til að fram-leiða drykkjar-vatn úr sjó. Sarkozy kvaðst vilja hjálpa Líbýu-mönnum að sam-einast aftur al-þjóða-sam-félaginu eftir ára-tuga refsi-að-gerðir og ein-angrun. Condoleezza Rice, utan-ríkis-ráð-herra Banda-ríkjanna, skýrði einnig frá því að hún vonaðist til þess að geta farið til Líbýu innan skamms. Þetta gerðist eftir að Líbýu-menn náðuðu 5 búlgarska hjúkrunar-fræðinga og palestínskan lækni, sem dæmd höfðu verið til dauða fyrir að sýkja á fimmta hundrað barna með eyðni-veirunni. Menn grunaði að sýkingin hefði stafað af lélegum að-búnaði á sjúkra-húsinu þar sem fólkið vann. Evrópu-sam-bandið beitti sér mjög við lausn málsins og hefur heitið Líbýu-mönnum að-stoð. Einangrun rofin Hundurinn Lúkas er kominn heim til sín eftir að hafa verið týndur síðan í byrjun maí. Hann hefur verið á flækingi, en er ó-meiddur. Fyrir viku sást til hans í hlíðunum fyrir ofan Akur-eyri. Hann var þá orðinn svo mann-fælinn að það tók langan tíma að ná honum. Eigendur Lúkasar voru mjög glaðir að fá hann aftur heim. Mikið hefur verið talað um hundinn Lúkas undan-farið. Sú saga komst á kreik að nokkrir ungir menn hefðu drepið hann. Sagt var að þeir hefðu sett hann í íþrótta-tösku og sparkað henni á milli sín þangað til hann hætti að væla. Einn mannanna var nafn-greindur og margir voru reiðir út í hann. Sumir gengu svo langt að hóta honum líf-láti. Málið var auk þess kært til lög-reglunnar. Maðurinn sagði frá upp-hafi að hann væri sak-laus. Hann ætlar kannski að kæra fólkið sem gekk harðast fram gegn honum. Lúkas heim Helga Mar-grét Þor-valds-dóttir, 15 ára gömul frjáls-íþrótta-stúlka úr Ung-menna-sam-bandi Vestur-Húna-vatns-sýslu, náði 10. sæti á meistara-móti evrópskra unglinga, 19 ára og yngri, sem haldið var í Hol-landi fyrir skömmu. Helgu vantaði aðeins 94 stig til þess að bæta Íslands-met í sjö-þraut í flokki full-orðinna. Hún bætti þó Íslands-metin í meyja-, stúlkna- og unglinga-flokki. Loka-greinin í sjö-þrautinni var 800 metra hlaup. Þar gerði Helga sér lítið fyrir og kom fyrst í mark. Hún bætti um leið árangur sinn um rúma sekúndu. Hún fékk 5.308 stig en sigur-vegarinn, Aigu Grabuste frá Lett-landi, 5.920 stig. Helga sterk í sjö-þraut AK-flokkurinn vann mikinn kosninga-sigur á Tyrk-landi í vikunni sem leið. Flokkurinn fékk um helming at-kvæða. Fjórtán flokkar buðu fram til þingsins þannig að það er mjög hátt hlut-fall at-kvæða. Fjörtíu og tvær milljónir Tyrkja máttu kjósa. Efnt var til kosninga vegna á-greinings sem varð á þinginu. AK-flokkurinn, sem er íslömsk stjórn-mála-hreyfing, til-nefndi mann til að gegna for-seta-emb-ættinu. Hingað til hefur emb-ættið verið verald-legt og hinir flokkarnir sættu sig ekki við fram-bjóðanda flokksins. Þeir töldu að hann myndi leggja á-herslu á trúar-leg gildi. Kosningarnar sýndu þó að AK-flokkurinn nýtur mikils stuðnings. Tveir aðrir flokkar komu fólki á þing. Recep Tayyip Erdogan, leið-togi AK-flokksins, segir þetta hafa verið mikinn sigur fyrir tyrkneskt lýð-ræði. Hann vísar á bug allri gagn-rýni um að flokkurinn muni leggja á-herslu á íslömsk gildi. Hann segir að mikill hag-vöxtur hafi ein-kennt stjórnar-tíð flokksins. Hann hafi auk þess hafið aðildar-við-ræður við Evrópu-sam-bandið. Endur-kjör í Tyrk-landi REUTERS Endurkjör AK flokkurinn fékk mikið fylgi. Pratibha Patil verður fyrsti kven-for-seti Ind-lands. Hún vann stór-sigur í for-seta-kosningum þar í landi. Hún fékk tvo þriðju at-kvæða og vann vara-for-seta landsins sem heitir Bhairon Singh Shekhawat. Margir telja kjör hennar marka mikil-vægt fram-fara-skref fyrir ind-verskar konur. Ind-land er fjöl-mennasta lýð-ræðis-ríki í heimi en konur þar hafa mátt þola of-beldi, ör-birgð og mikla kynja-mis-munun. Patil er 72 ára lög-fræðingur. Hún var áður ríkis-stjóri í Rajastsahn-héraðinu í norður-hluta Ind-lands. Hún hefur verið stjórn-mála maður í mörg ár, en hingað til hefur hún ekki verið mjög á-berandi. Patil naut stuðnings Kongress-flokksins. Þjóð-ernis-sinnaðir hindúar voru, hins vegar, á móti því að hún yrði for-seti. Patil var sökuð um alls konar spillingu fyrir kosningarnar, en talið er að megnið af því sem sagt var hafi verið upp-spuni. Forseti Ind-lands hefur ekki mikil völd. Staðan er fyrst og fremst tákn-ræn þannig að Patil hefur ekki mikil pólitísk á-hrif. Kona for-seti Ind-lands Reuters Kvennforseti Patil fékk tvo þriðju atkvæða. Netfang: auefni@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.