Morgunblaðið - 29.07.2007, Qupperneq 60
60 SUNNUDAGUR 29. JÚLÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ
/ KRINGLUNNI
VERSLAÐU MIÐA Á NETINU Á
NANCY DREW FORSÝND kl. 8 B.i.7.ára
GEORGIA RULE kl. 3 - 5:30 - 8 -10:30 B.i.7.ára
HARRY POTTER 5 kl. 1 - 2 - 4 - 5 - 7 - 8 - 10 B.i.10.ára
HARRY POTTER 5 kl. 2 - 5 - 8 B.i.10.ára DIGITAL
HARRY POTTER 5 kl. 2 - 5 - 8 LÚXUS VIP
EVAN ALMIGHTY kl. 2 - 4 - 6 LEYFÐ
BLIND DATING kl. 8 B.i.10.ára
SHREK 3 m/ísl. tali kl. 1 - 2 - 4 - 6 LEYFÐ
SHREK 3 m/ensku tali kl. 10:30 LEYFÐ
OCEAN'S 13 kl.10:10 B.i.7.ára
/ ÁLFABAKKA
GEORGIA RULE kl. 3 - 5:30 - 8 - 10:30 B.i. 7 ára
HARRY POTTER 5 kl. 2:30 - 5:20 - 8 - 10:40 B.i. 10 ára DIGITAL
SHREK 3 m/ísl. tali kl. 2 - 4 - 6 LEYFÐ
SHREK 3 m/ensku tali kl. 8 LEYFÐ
PIRATES OF THE CARRIBEAN 3 kl. 10 B.i. 10 ára
WWW.SAMBIO.IS
Evan hjálpi
okkur
eee
L.I.B. TOPP5.IS
eee
S.V. MBL.
SÝND MEÐ ÍSLENSKU OG ENSKU TALI
Frá leikstjóra „Pretty Woman“
og „Princess Diaries“
Setningin sem prýðir fyrirsögnina er oftnotuð af aðdáendum útbrunninna eldrilistamanna til að breiða yfir þá stað-reynd að þeir hafa aldrei verið verri.
Það er magnað hvað fortíðarþráin getur verið
sterk, hún getur gert menn bæði blinda og
heyrnarlausa auk þess sem hún á það til að
kasta dómgreind og smekkvísi harkalega til
hliðanna.
Eftir að hafa lesið nokkra dóma um nýjustu
plötu Suzanne Vega, Beauty & Crime, poppaði
þessi blessaða setning upp í hausnum, en þá í
sinni raunverulegu merkingu. Gagnrýnandi eft-
ir gagnrýnanda staðhæfir nefnilega að … já …
Suzanne Vega, sem er ábyggilega þekktust fyr-
ir hina harmrænu ádeilu „Luka“, sé raunveru-
lega að skila inn sinni bestu plötu þetta árið,
tuttugu og tveimur árum eftir að fyrst kvað að
henni.
Vírað
Beauty & Crime kom út um miðjan þennan
mánuð í heimalandi Vega, Bandaríkjunum, en
annars staðar kom hún út í byrjun júní. Hinn
lærði Thom Jurek hjá Allmusic.com vefsíðunni,
en dómalengd hans þarf oftast að mæla í metr-
um, segir að Beauty & Crime sé toppurinn á
ferli Vega fram til þessa og Billboard lýsir því
að í þær 34 mínútur sem platan endist fari ekki
nóta til spillis og platan sé því líkast til besta
hljóðversplata Vega til þessa. Í sama streng
taka New York Times og Rolling Stone.
Beauty & Crime er fyrsta plata Suzanne
Vega síðan Songs in Red & Gray kom út árið
2001 og hennar fyrsta fyrir hina virtu djass-
útgáfu Blue Note. Vega notar heimaborg sína,
New York, sem sögusvið og lögin ellefu eru
einslags smásögur. Persónuleg plata þar sem
umfjöllunarefnin eru til að mynda samræður við
gamla vini, endurminningar frá æskustöðvum,
minningar um látinn bróður, áfengissýki og
óhjákvæmilegt uppgjör við stríðsreksturinn í
Írak og 11. september.
Forsaga plötunnar er sú að fyrrum útgáfu-
fyrirtæki hennar, risinn A&M, lét Vega róa eftir
tvær plötur sem þóttu vera flopp, Nine Objects
of Desire (1996) og áðurnefnd Songs in Red &
Gray. A&M hafði verið útgefandi söngkonunnar
frá upphafi og þeirra síðasta verk var að gefa út
safnplötuna Retrospective: The Best of Suz-
anne Vega árið 2003.
Eftir það útspil lagðist Vega í umfangsmikið
tónleikaferðalag og sum lögin sem prýða plöt-
una nýju voru fyrst viðruð á því. Platan var svo
tekin upp síðasta haust og dóttir Vega, Ruby
Froom, gestasyngur í nokkrum laganna og
einnig kemur söngkonan KT Tunshall við sögu.
Þá er athyglisvert að Lee Ranaldo, gítarleikari
Sonic Youth, á einnig þátt í plötunni, en hann er
New York búi líkt og Vega. Þetta er reyndar
ekki í fyrsta skipti sem Vega, sem flestir álíta
kannski viðkvæmnislegan söngfugl, nuddar sér
upp við víraðri tónlistarmenn. Hún lék til dæmis
með utangarðsdjassaranum Bill Frisell árið
2003 og hefur einnig unnið með John Cale.
Áhrif
Þetta allt var fremur illfyrirsjáanlegt þegar
hún steig fyrst fram árið 1985 með laginu „Mar-
lene on the Wall“. Melódískt, þjóðlagaskotið
popprokk sem var óðar sett á bás með hinu svo-
kallaða gáfumannapoppi enda voru textar Vega
vel yfir meðallagi, skáldgáfa hennar kallaði
fram sjálfan Cohen er best lét. Nefnt lag varð
reyndar nokkuð vinsælt og fyrstu plötu hennar,
samnefndri henni, var vel tekið af kaupendum
sem gagnrýnendum, náði meira að segja plat-
ínusölu í Bretlandi. Næsta plata á eftir, Solitude
Standing (1987), varð hins vegar enn vinsælli,
þökk sé lögunum „Luka“ og „Tom’s Diner“ en
hið fyrrnefnda varð að bona fide útvarpssmelli.
Frægðarsól Vega hafði hnigið nokkuð þegar
Days of Open Hand (1990) kom út og ekki hjálp-
aði til, vinsældalega a.m.k., að Vega steig vísvit-
andi út úr þekkilega kassagítarramannum og
leyfði sér meiri tilraunamennsku en áður. Hún
fór enn lengra með þær pælingar á 99,9 F°
(1992) þar sem hún duflaði við teknó og „ind-
ustrial“ tónlist og Nine Objects of Desire bjó yf-
ir svipuðum blæ, öllu aðgengilegri þó.
Hún fór hins vegar aftur inn á „eðlilegri“ mið
á Songs in Red & Gray en sú plata fékk glimr-
andi dóma þótt hún hafi ekki farið hátt.
Suzanne Vega reyndist einkar áhrifarík er
hún kom fram á sínum tíma.
Vinsældir fyrstu plötu hennar hrundu af stað
bylgju af svipað þenkjandi listamönnum eins og
Michelle Shocked, Tracy Chapman, Indigo
Girls og jafnvel má nefna Tanitu Tikaram í
þessu samhengi. Ómögulegt er að spá um
hversu áhrifarík þessi nýjasta plata mun reyn-
ast en ef eitthvað er að marka hina háu gagn-
rýnendur (þann vinsæla starfshóp) þá eru sumir
aldrei betri en þegar ævikvöldið fer að nálgast
(eitthvað sem Johnny Cash gæti að minnsta
kosti vitnað til um væri hann enn á meðal vor).
Aldrei verið
betri …
Smásögur Vega notar heimaborg sína, New York, sem sögusvið og lögin ellefu eru einslags
smásögur. Meðal umfjöllunarefna er óhjákvæmilegt uppgjör við 11. september.
TÓNLIST Á SUNNUDEGI
Arnar Eggert Thoroddsen
» Billboard lýsir því að í þær34 mínútur sem platan end-
ist fari ekki nóta til spillis og
platan sé því líkast til besta
hljóðversplata Vega til þessa.
arnart@mbl.is