Morgunblaðið - 01.08.2007, Síða 20

Morgunblaðið - 01.08.2007, Síða 20
Ekkert þarf að vera verra ábragðið þótt það sé aðeinsheilsusamlegra. Allir eiga sína uppá- haldsrétti og uppskriftir sem þeim þykir sárt að kasta fyrir róða, þótt tekin sé upp breyttur og betri matar- lífsstíll. Það er líka algjör óþarfi. Flestar uppskriftir má laga að breytt- um næringarvenjum, einfaldlega með því að velja hollara hráefni í stað þess óholla, eins og hin virta bandaríska rannsókna- og sjúkrastofnun Mayo Clinic bendir á á heimasíðu sinni. Stundum þarf að prófa sig dálítið áfram en árangurinn kemur iðulega á óvart. Hollustan bráðnar alveg jafn- mikið á tungunni en fer miklu betur í maga! Sykur, fita og hvítt hveiti er uppi- staðan í mörgum „syndaselum“, þ.e. kökum og sætindum. Hvítur sykur og hveiti eru fátæk af næringarefnum og nota má margt sem er næringarrík- ara og ekki síðra á bragðið. Mörgum finnst þeim líða betur taki þeir þessi einföldu kolvetni úr mataræði sínu og setji önnur flóknari í staðinn. Líkam- inn þarfnast ákveðins magns af fitu en það eru til nokkrar gerðir af fitu. Rannsóknir hafa um áraskeið sýnt að betra er að neyta svokallaðrar mjúkr- ar fitu en harðrar. Of mikil neysla á harðri fitu getur m.a. aukið hættu á hjarta- og æðasjúkdómum. Að draga úr saltneyslu er annað sem margir huga að, sérstaklega þeir sem hafa of háan blóðþrýsting, en þó getur skert saltþol stafað af fleiri ástæðum. Sum- Gerðu uppskriftirnar Það er algjör óþarfi að neita sér um að láta góðan bita bráðna á tungunni. Það skiptir hins vegar máli hvað er í blessuðum bitanum. Unnur H. Jó- hannsdóttir leitaði að holl- ara hráefni í syndsamlega góðu uppskriftirnar. heilsa 20 MIÐVIKUDAGUR 1. ÁGÚST 2007 MORGUNBLAÐIÐ FYRSTA genið sem virðist auka lík- urnar á því að fólk verði örvhent hefur nú fundist og nefnist það LRRTM1. Rannsóknarteymi frá Há- skólanum í Oxford fann genið. Teymið heldur því fram að genið auki líkur á sálrænum sjúkdómum eins og geðklofa. Tekið er þó fram að þetta sé ekki áhyggjuefni fyrir örvhenta, langstærstur hluti þeirra muni ekki þurfa að glíma við geðröskun vegna þessa. Rannsóknin var birt í tímaritinu Molecular Psychiatry en í henni er fjallað um að vinstra heilahvelið stjórni yfirleitt ræðu en það hægra tilfinn- ingum. Þessu sé öfugt farið hjá örvhentum. „Örvhenta genið“ fundið PRENTARINN á vinnustaðnum kann að valda lungnaskaða ekki síður en reykagnir frá sígarettu. Er þetta niðurstaða rannsóknar sem unnin var við Queensland University of Technology í Ástralíu og greint var frá á vefmiðli BBC. Að sögn vísindamannanna ættu sumir prentarar að bera sérstaka heil- brigðisviðvörun. Alls voru kannaðar 60 mismunandi gerðir prentara og um einn þriðji þeirri sendi frá sér örsmáar blekagnir sem auðveldlega komast niður í lungun og geta orsakað allt frá ertingi í öndunarfærum til krónískra veikinda. Prófanir, sem framdar voru í opnu skrifstofurými, sýndu fram á allt að fimm falda aukningu á blekögnum í andrúmslofti á vinnutíma og var ástandið sýnu verst þegar ný prenthylki voru notuð eða þegar prentað var myndefni sem krafðist betri prentupplausnar. Prentarar heilsu- spillandi

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.