Morgunblaðið - 12.08.2007, Page 1
STOFNAÐ 1913 217. TBL. 95. ÁRG. SUNNUDAGUR 12. ÁGÚST 2007 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is
SUNNUDAGUR
AF
HÁTTVÍSI
HALLDÓR
ÞORSTEINSSON
MENNINGARLÍF >> 26
LEIK-
STJÓRINN
SAGA FANGA-
VARÐAR MANDELAS
BILLE AUGUST Í VIÐTALI >> 70
RÓIÐ Á
NÝ MIÐ
NÚTÍMA-
SÍLDARSTELPA
FATAHÖNNUN >> 24
Eftir Oddnýju Helgadóttur
oddnyh@mbl.is
ÍBÚAR á Kársnesi hafa undanfarið mótmælt
skipulagstillögum Kópavogsbæjar fyrir nesið.
Í rammaskipulagi sem kynnt var í desember
var gert ráð fyrir landfyllingu sem er tæpir 5
hektarar, til viðbótar við eldri landfyllingar. Þá
var fyrirhugað að byggja 845 íbúðir og stækka
höfn og atvinnusvæði við höfnina. Skipulags-
svæðinu hefur verið skipt niður í 10 reiti, sem
verða deiliskipulagðir hver í sínu lagi. Þegar
hafa tveir reitir verið afgreiddir, annar á bæj-
arstjórnarfundi sem kallaður var saman með
litlum fyrirvara á fimmtudaginn. Skipulag at-
vinnu- og hafnarsvæðisins er nú í auglýsingu
og hafa íbúar frest til 21. ágúst til að skila inn
athugasemdum. Íbúasamtök á Kársnesinu eru
mjög ósátt við skipulagsáformin. Þau beita sér
einkum gegn stækkun hafnarinnar, uppbygg-
ingu atvinnusvæðis á landfyllingum, mikilli
íbúafjölgun og umferðaraukningu.
Gunnar Birgisson, bæjarstjóri í Kópavogi,
segist vilja vinna að skipulagsmálum í sátt við
íbúa. Í vikunni sem leið sagði hann að ekki yrði
ráðist í stækkun hafnarinnar væri hún íbúum
mjög á móti skapi. Hann hefur auk þess fullyrt
að ekki verði byggðar fleiri en 300 til 400 íbúðir
yst á Kársnesinu á þessu kjörtímabili.
Hann segir ýmsa möguleika vera til að létta
umferð á Kársnesbrautinni ef umferð eykst
mikið. Að hans mati er það raunhæfur mögu-
leiki að leggja hluta Kársnesbrautarinnar í
stokk. Þá sé hugsanlegt að gera göng undir
Fossvoginn, yfir til Reykjavíkur.
Tekin verður ákvörðun um skipulag hafn-
arsvæðisins á Kársnesinu eftir að frestur til at-
hugasemda rennur út.| 10-18
Vilja vera í sátt við bæjarbúa
Bæjaryfirvöld í Kópavogsbæ segjast taka mark á mótmælum íbúa á Kársnesinu gegn breyttu
skipulagi Á annað hundrað mótmælaborða hafa verið hengdir upp á Kársnesinu síðan í júní
Í HNOTSKURN
»Hugmyndir um breytt skipulag í Kárs-nesi komu fyrst fram árið 2000.
»Nú er gert ráð fyrir að heildarfjöldiíbúða sem bætist við verði 845, íbúum
fjölgi um 2.000-3.000 og athafnasvæði
verði 54 þúsund fermetrar.
» Íbúi við Kársnesbraut setti fyrsta mót-mælaborðann upp í júní. Nú hafa á
annað hundrað mótmælaborða verið
hengdir upp í Kársnesinu.
Eftir Arnþór Helgason
arnthorh@mbl.is
„OKKUR dreymir um að stofnaður verði sér-
skóli eða þekkingarsetur fyrir einhverf börn,“
segir Margrét Dagmar Ericsdóttir, móðir ein-
hverfs drengs, en fyrirtæki hennar vinnur nú
að gerð heimildarmyndar um málefni ein-
hverfra.
Brenda J. Terzich, annar stofnenda ABC-
skólans í Sacramento, Kaliforníu, kom hingað
til lands í tengslum við töku myndarinnar.
„Í skólanum okkar vinnum við eingöngu eftir
svokallaðri atferlisþjálfun, sem byggist á hag-
nýtri atferlismótun, en sú aðferð er vel þekkt
hér á landi,“ segir Brenda. „Börnin eru sjaldan
lengur en 3-4 ár í skólanum en þá eru þau send í
almenna skóla eftir því sem kostur er.“
Skortur á starfsfólki
Margrét Dagmar segir að hér á landi fari
þjálfun einhverfra barna fram í leikskólum en
undir hælinn sé lagt hvaða aðferðir séu notaðar
við þjálfun þeirra. Hún segir að ástandið snar-
versni þegar börnin komast á grunnskólastig en
víða sé þjálfun þeirra mjög ábótavant. Fagfólk
fáist ekki til starfa vegna lágra launa og erfiðra
starfsskilyrða og mikill tími fari í að þjálfa nýtt
starfsfólk vegna tíðra mannaskipta.
Hún segir það hafa vakið athygli sína að í
ABC-skólanum hafi sama fólkið unnið mjög
lengi og skilað miklum árangri.
Sérhannað húsnæði
Margrét segir að hér á landi vanti aðstöðu til
þess að þjálfa einhverf börn en til þess þurfi
sérhannað húsnæði. Nefnir hún að einhverfir
þoli oft illa sterka lýsingu og skæra liti auk þess
sem gera verði umhverfið þannig úr garði að
sem minnst hætta sé á því að þeir skaði sig. Tel-
ur hún nauðsynlegt að stofna hið fyrsta sérskóla
eða þekkingarsetur vegna þess hve sérhæfð
kennsla einhverfra er.
Þörf á sérskóla einhverfra
Þjálfun einhverfra barna er sérhæfð og kennsla í sérskóla skilar miklum árangri
Morgunblaðið/Frikki
Skólaganga einhverfra Brenda J. Terzich, sálfræðingur og stofnandi skóla fyrir einhverfa í Sacramento í Kaliforníu, situr og fylgist með Þorkeli Skúla
Þorsteinssyni, sem er einhverfur og gengur í Barnaskóla Hjallastefnunnar. Hann hefur verið í atferlismeðferð hjá Terzich.
Skóli fyrir einhverfa | 30
Borgaryfirvöld í New York hyggj-
ast leggja gjald á ökumenn vegna
umferðarþunga og hvetja borgar-
búa til að nota almenningssam-
göngur.
Græn bylting í
New York-borg
Julie Christie var eitt sinn tákn-
mynd ungu kynslóðarinnar. Nú
hlýtur hún einróma lof fyrir túlkun
á Alzheimers-sjúklingi í kvikmynd-
inni Away from Her.
Leikkonan
baráttuglaða
Fréttir af 400 sprungum í helfarar-
minnisvarða, plötusafni Hitlers og
landvinningum sléttumúsa á Spáni
vöktu hugleiðingar um hvort eitt-
hvað væri í aðsigi.
Furðufréttir og
fyrirboðar?
VIKUSPEGILL
Átök um skipulag Kársness í Kópavogi
VEFVARP mbl.is