Morgunblaðið - 12.08.2007, Page 10
10 SUNNUDAGUR 12. ÁGÚST 2007 MORGUNBLAÐIÐ
SKIPULAGSMÁL
„Fyrirhugað er að þarna verði svo-
kölluð hafnsækin starfsemi. Á
mannamáli þýðir það vöruhús.
Stærsta byggingin sem gert er ráð
fyrir á deiliskipulagi er 12 metra há
og 30.000 fermetrar,“ segir Arna og
bendir á að það sé jafn stórt og 5 fót-
boltavellir.
„Bæjaryfirvöld hafa sagt að þarna
verði byggð einingahús og skemmur
sem auðvelt er að taka niður. Þar með
er væntanlega verið að gefa til kynna
að þeir sem fá lóðir undir atvinnu-
húsnæði geti, þegar fram í sækir, tek-
ið atvinnuhúsnæðið niður, skipt land-
inu upp og byggt fjölda íbúða. Þetta
teljum við ákaflega varhugavert,
enda ætti bæjarsjóður, þ.e. Kópa-
vogsbúar, en ekki einkaaðilar og fjár-
festar, að hagnast á verðmæti bygg-
ingarréttarins á þessum lóðum, ef til
kemur.“
Arna segir að fyrirhugað sé að at-
vinnusvæðið við höfnina verði þrisvar
sinnum stærra en það er núna.
Hún óttast að yfirvöld geti ekki
tryggt að umgengni fyrirtækja á
hafnarsvæðinu verði betri hér eftir en
hingað til, en flestum beri saman um
að hafnarsvæðið sé með eindæmum
sóðalegt og niðurnítt.
Tvöföldun íbúafjölda
Þriðja atriðið sem samtökin beita
sér gegn er mikil fjölgun íbúa á Kárs-
nesi.
„Íbúar á Kársnesi eru nú um 4500
og íbúafjöldinn hefur verið svipaður í
20 ár, enda töldu menn nesið full-
M
argir Kópavogsbúar
hafa orðið fyrir mikl-
um vonbrigðum með
framgöngu bæjaryf-
irvalda í skipulags-
málum á Kársnesinu. Íbúasamtökin
Betri byggð á Kársnesi voru stofnuð
því okkur fannst ekki tekið tillit til
sjónarmiða íbúa. Samtökin hafa orðið
farvegur fyrir þessi vonbrigði íbú-
anna og baráttuvilja,“ segir Arna
Harðardóttir formaður samtakanna.
„Tilgangur Betri byggðar er að
standa vörð um lífsgæði á Kársnesi.
Markmiðin eru sem stendur tvö. Ann-
ars vegar að yfirvöld í Kópavogsbæ
falli frá hugmyndum um stórskipa-
höfn og hafnsækna starfsemi á upp-
fyllingu á Kársnesi og hins vegar frá
áformum um stórfellda fjölgun íbúa
vestast á Kársnesinu,“ segir Arna.
Athugasemdir samtakanna
skiptast í fjóra meginflokka.
Enga stórskipahöfn
„Í fyrsta lagi teljum við höfn alls
ekki eiga heima í grónu íbúahverfi.
Öll umferð tengd fyrirhugðri stór-
skipahöfn yst á Kársnesinu færi í
gegnum þröngar götur í íbúabyggð.
Að mati skipulagsfræðinga sem við
höfum ráðfært okkur við eru þessi
áform út í hött,“ segir Arna. „Í nú-
tímalegu skipulagi er leitast við að
koma höfnum burt úr íbúahverfum.
Hafnarmannvirki eru mörgum sinn-
um stærri en áður var og umferð til
hafna er í gríðarlega stórum bílum og
gámaflutningavögnum. Þess vegna er
reynt að hafa hafnir fjarri íbúabyggð.
Í staðinn er leitast við að leyfa íbúum
að njóta þess að búa við sjávar-
síðuna.“
Arna segir að Kópavogshöfn hafi
árum saman verið rekin með tapi og
telur fátt benda til þess að það breyt-
ist við stækkun. Miklum fjármunum
sem verja þyrfti í uppbygginu væri
því kastað á glæ.
„Á kynningarfundi fyrir íbúa í des-
ember var sagt að íbúar þyrftu ekki
að hafa áhyggjur af miklum umsvif-
um við höfnina því skipakomur yrðu
takmarkaðar við 3-4 ferðir á mánuði.
Við fáum ekki séð að það skapi full-
nægjandi tekjugrundvöll fyrir höfn-
ina og veltum því auk þess fyrir okk-
ur hvernig bæjaryfirvöld ætla að tak-
marka skipakomur. Hljóta þau ekki
að reyna að fullnýta höfn sem hefur
kostað offjár? Auk þess hafa hafnir
móttökuskyldu samkvæmt hafnalög-
um. Ætla bæjaryfirvöld að fara á svig
við þau lög til að takmarka skipakom-
ur?“
Arna fullyrðir að ekki sé þörf fyrir
höfn í Kópavogi þar sem mjög góð
hafnaraðstaða sé hjá nágrannasveit-
arfélögum. „Höfn í Kópavogi gæti
ekki staðist samanburð við hafnir í
Hafnarfirði og hjá Faxaflóahöfnum,“
segir hún. „Og er þá ekki betur heima
setið en af stað farið?“
Ekkert atvinnuhúsnæði
Í annan stað eru samtökin andvíg
því að atvinnusvæði verði byggt upp á
landfyllingum á Kársnesinu.
byggt. Á undanförnum árum hafa 2
reitir verið skipulagðir, annars vegar
Kópavogstúnið, sem Ríkisspítalarnir
áttu undir eigin starfsemi, og hins
vegar var lóð undir bryggjuhverfi á
norðanverðu nesinu búin til með
landfyllingum. Við uppbyggingu
þessara reita mun íbúum fjölga um
2500. Rammaskipulagi á hafnarsvæð-
inu sem bærinn kynnti í desember
myndu fylgja 2000 íbúar í ofanálag.
Samtals yrðu íbúar á nesinu þá 9000
talsins, eða tvisvar sinnum fleiri en
þeir eru nú. Það er jafnmikið og allir
íbúar Garðabæjar,“ segir Arna.
Hún segir að þetta myndi leiða til
þess að álag á innviði bæjarins, t.d.
leikskóla og grunnskóla, yrði mjög
mikið. „Gert er ráð fyrir að bæta
tveimur deildum við leikskóla sem
fyrir er og byggja einn nýjan. Nem-
endur á grunnskólaaldri sem við bæt-
ast á að senda í Kársnesskóla. Nem-
endur þar eru nú um 500, og eftir
fyrirhugaða stækkun má gera ráð
fyrir að þeir yrðu um 1000 talsins.
Þar með yrði Kársnesskóli lang-
stærsti skóli landsins. Þetta finnst
okkur ekki boðlegt,“ útskýrir Arna.
Hún segir að auk þessa fái hún og
aðrir íbúar ekki séð að gert sé ráð
fyrir verslun og þjónustu við íbúa í
skipulagstillögum. „Okkur er sagt að
landfyllingarnar séu gerðar til að
hverfið verði sjálfbærara. Ef alla
þjónustu skortir verða íbúar að keyra
inn og út úr hverfinu til að sækja sér
hana og þar með er öll sjálfbærni fyr-
ir bí.“
Morgunblaðið/ÞÖK
MISKLÍÐ Á KÁRSNESI
Undanfarið hafa íbúar á
Kársnesi í Kópavogi
hver á fætur öðrum
hengt upp mótmæla-
borða við hús sín. Tilefni
þessara mótmæla eru
landfyllingar og áform
um breytt skipulag á
ysta hluta Kársnessins.
Bæjaryfirvöld hafa
kynnt rammaskipulag
þar sem gert er ráð fyrir
því að með landfylling-
um verði búið til mikið
nýtt land. Fyrirhugað er
að byggja þar 845 íbúðir,
stækka höfnina og
byggja upp atvinnu-
svæði. Talsmenn íbúa
óttast að þessu fylgi
grundvallarbreyting á
lífsgæðum á Kársnesinu,
en bæjaryfirvöld full-
yrða að svo verði ekki.
Eftir Oddnýju Helgadóttur
oddnyh@mbl.is Ekki hugsað um
íbúa sem fyrir eru