Morgunblaðið - 12.08.2007, Page 14

Morgunblaðið - 12.08.2007, Page 14
14 SUNNUDAGUR 12. ÁGÚST 2007 MORGUNBLAÐIÐ SKIPULAGSMÁL Við erum algerlega á móti stórskipahöfnaf þessari stærðargráðu. Við höfumtekið það skýrt fram. Kópavogshöfn hefur hingað til verið rekin með tapi, og við fáum ekki séð að það breytist við stækkun. Auk þess á höfn ekki að vera í miðju íbúa- svæði,“ segir Guðríður Arnardóttir, fulltrúi Samfylkingar sem er fulltrúi minnihlutans í bæjarráði Kópavogs. „Þó gerum við okkur fulla grein fyrir því að breyta þarf ásýnd Kársnessins. Helst vildum við að þar yrði blönduð íbúabyggð. Hún má þó ekki vera of þétt eða háreist. Það er mjög mik- ilvægt vegna þess að umferðin af Kársnesinu þarf að mestu að fara um Kársnesbrautina og hún þolir ekki mikla umferðaraukningu.“ Guðríður segir að minnihlutanum í bæj- arráði hafi þótt margt misfarast í skipulags- ferlinu. „Hugmyndir að skipulagi voru ekki unnar í samráði eða sátt við íbúa. Auk þess var kynningu á skipulagstillögum mjög ábóta- vant,“ segir hún. „Í fyrra reyndu fulltrúar Samfylking- arinnar að fá bæjaryfirvöld til að kynna skipu- lagshugmyndir sínar, en það gekk hvorki né rak. Að lokum fór svo að við í Samfylkingunni ákváðum í nóvember að kynna hugmyndir að rammaskipulagi upp á eigin spýtur. Það var húsfyllir hjá okkur og greinilega mikill áhugi á þessu máli. Það var ekki fyrr en eftir þessa kynningu okkar sem bæjaryfirvöld í Kópavogi ákváðu að kynna bæjarbúum skipulagsáform sín,“ segir Guðríður. Hún telur meirihlutann beita ýmsum brögð- um til að slá ryki í augu íbúa við kynningu á skipulaginu. „Þegar spáð er fyrir um fjölda íbúa í nýju hverfi er íbúðafjöldi margfaldaður með ákveðnum stuðli. Bæjaryfirvöld nota stuðul sem er talsvert lægri en venjulega er notaður vegna þess að þau gefa sér að íbúar í hverfinu verði fólk í eldri kantinum, með upp- komin börn. Mér finnst nokkuð bíræfið að gera ráð fyrir þessu og miða áætlanir við það.“ Auk þess segir Guðríður útreikninga á um- ferðaraukningu mjög villandi. „Í skýrslum bæjarins um þessar framkvæmdir er gert ráð fyrir ákveðinni aukningu þeirrar umferðar sem fyrir er á Kársnesinu. Núllpunkturinn sem umferðaraukningin miðast við er þó ekki núverandi umferð, heldur umferð eins og hún er áætluð með væntanlegu hverfi á vest- anverðu nesinu og á Kópavogstúni. Enn hefur enginn flust inn í þessi hverfi. Það er mjög óeðlilegt að reikna umferðaraukningu miðað við umferð sem ekki er komin til sögunnar. Þetta tel ég gert til þess að umferðaraukning frá Hafnarsvæðinu virki ekki jafnmikil á íbúa og hún myndi gera ef viðmiðið væri rétt,“ seg- ir Guðríður. Auk þess telur hún landfyllingar vestast á Kársnesinu ólöglegar þar sem þær hafa ekki farið í umhverfismat. „Landfylling sem er 5 hektarar eða stærri þarf að fara í umhverf- ismat. Nú er fyrirhugað að gera 4,8 hektara landfyllingu. Það er önnur 4,8 hektara land- fylling í bryggjuhverfinu. Þegar allt er talið saman verða þetta 13, 8 hektarar, og það er ekkert smáræði. Þetta er mikið rask og menn eru vísvitandi að fara í kringum lögin til þess að þurfa ekki að fara í umhverfismat.“ Guðríður telur að meðferð þessa máls hjá bæjarstjórn og bæjarráði hafi ekki verið eðli- leg. Meirihlutinn reyni að fá nýtt deiliskipu- lagt samþykkt hratt þannig að bæjarbúar fái ekki svigrúm til að átta sig á hvað er að ger- ast. Í þessu samhengi vísar hún til þess að af- greiða hafi átt deiliskipulag eins bygging- arreitsins á lokuðum fundi bæjarráðs á meðan bæjarstjórn var í sumarfríi. Minnihlutinn hafi hafnað því og þá hafi í snarhasti verið kall- aður saman aukafundur bæjarstjórnar og málið afgreitt. Guðríður segir mjög óvenju- legt að bæjarstjórnarfundur sé kallaður sam- an í sumarleyfi bæjarstjórnar. Guðríður segir allt þetta mál sama marki brennt og segist ekki sjá nokkuð jákvætt við fyrirhugaðar hafnarframkvæmdir. „Nú er mikið rætt um íbúalýðræði. Íbúar eru orðnir meðvitaðri um sitt nánasta um- hverfi en áður, ekki síst það sem snýr að skipulagsmálum. Þótt margir telji þetta mál bara snerta íbúa á Kársnesinu, er það alls ekki þannig. Þetta snýst um meira en skipulag á þessu afmarkaða svæði, nefnilega vinnubrögð bæjaryfirvalda. Aðrir Kópavogsbúar geta allt eins vaknað upp við að geysimiklar skipulags- breytingar séu í farvatninu í þeirra hverfi og að ekkert sé hlustað á það sem þeir segja,“ segir Guðríður að lokum. Á MÓTI HÖFNINNI Blekking Guðríður Arnardóttir, fulltrúi Samfylkingarinnar í bæjarráði Kópavogs, segir meirihlutann í bæjarstjórn Kópavogs hafa reynt að slá ryki í augu íbúa með misvís- andi upplýsingum. 2000 Hugmyndir um breytt skipulag á Kársnesi kvikna hjá bæjarstjórn Kópavogs Apríl 2002 Aðalskipulag Kópavogs 2000-2012 staðfest. Þar er gert ráð fyrir stækkun hafnarsvæðisins. Hvorki eru þó stærð fyrirhugaðs hafn- arsvæðis né umfang landfyllingar til- greind. Ágúst 2002 Kópavogsbær tilkynnir Skipulagsstofnun um fyrirhugaða stækkun Kópavogshafnarinnar. Skipulagsstofnun bendir bænum á að framkvæmdin sé umhverfismatsskyld. Desember 2003 Svæðisskipulag höf- uðborgarsvæðisins staðfest. Þar segir að svigrúm til stækkunar Kópavogs- hafnar sé takmarkað. 2002-2006 Unnið er að landfyllingum á Kársnesi. Nóvember 2005 Íbúaþing haldið þar sem fram kemur að íbúar vilja að hægt verði á vexti í bænum því þeir hafa áhyggjur af umferðarkerfi og fleira. Einnig telja þeir þörf á að auka samráð við íbúa. Þeir vilja hreinsa og endurnýja hafnarsvæðið, og koma þar á blandaðri byggð. Starfsemin sem þar er telja þeir til vansa og óþæginda, m.a. vegna mikilla þungaflutninga. Febrúar 2006 Formlegur undirbún- ingur að breyttu skipulagi yst á Kárs- nesinu hefst þegar bæjarskipulag Kópavogs kynnir skipulagsnefnd bæj- arins rammaskipulagshugmyndir fyr- ir nesið. Júní 2006 Lög um umhverfismat áætlanna sett. Ágúst 2006 Meirihluti skipulags- nefndar samþykkir tillögur að ramma- skipulagi. Ákveðið er að kynna hags- munaaðilum tillöguna. Nóvember 2006 Skipulagsnefnd Kópavogs ákveður að auglýsa breytt aðalskipulag fyrir hafnarsvæði. Nefndin samþykkir breytt deiliskipu- lag fyrir reit 4. Desember 2006 Rammaskipulag kynnt á fundi með íbúum. Frestur til að gera athugasemdir rennur út 1. febrúar. Kópavogsbær óskar þess að Skipulagsstofnun taki til athugunar breytingu á aðalskipulagi og svæð- isskipulagi höfuðborgarsvæðisins þar sem gert er ráð fyrir stækkun hafn- arsvæðisins. Skipulagsstofnun ítrekar ábendingu sína frá ágúst 2002 að framkvæmdir á hafnarsvæði falli und- ir lög á umhverfismati. Janúar 2007 Skipulagsstofnun svarar beiðni bæjarins og bendir m.a. á að skýra þurfi ýmis atriði í aðalskipulag- stillögunni og að hana þurfi að um- hverfismeta samkvæmt lögum um umhverfismat áætlanna sem sett voru árið áður. Febrúar 2007 Fleiri en 100 íbúar skila 82 athugasemdum við ramma- skipulagið. Febrúar/Mars 2007 Kópavogsbær auglýsir tillögur að breytingum á að- alskipulagi, svæðisskipulagi og deili- skipulagi í Lögbirtingablaðinu án þess að ljúka samráði við Skipulags- stofnun. Mars 2007 Íbúum berst samantekt og greinargerð sem á að svara at- hugasemdum þeirra við ramma- skipulag. Fulltrúar Skipulagsstofn- unar eiga fund við formann skipulagsnefndar Kópavogs, Einar K. Jónsson og skipulagsstjóra Kópa- vogs, Smára Smárason, og benda á galla á skipulagstillögum fyrir Kárs- nesið. Fulltrúar Kópavogs segja frá áformum um frekari landfyllingar og byggingu fleiri íbúða vestast á nes- inu. Þetta kallar á frekari að- alskipulagsbreytingar. Skipulags- stofnun mælir með því að þessi áform verði skoðuð í heild sinni og grein gerð fyrir samlegðaráhrifum. Stofnunin telur að umhverfismat geti leitt til þess að endurskoða þurfi uppbyggingaráform. Endurskoðað rammaskipulag sam- þykkt á fundi skipulagsnefndar. Breyting á aðal- og deiliskipulagi fyrir reiti 4 og 7 samþykkt af skipu- lagsnefnd. Apríl 2007 Skipulagsstofnun sendir Kópavogsbæ bréf þar sem farið er yfir galla á skipulagstillögum. Bent er á að ekki hafi verið haft samráð við stofnunina og að umsagnir fag- stofnana liggi ekki fyrir. Farið er fram á að tillagan verði auglýst að nýju þegar þetta hefur verið leiðrétt. Í svarbréfi bæjarins er farið fram á að Skipulagsstofnun endurskoði þá afstöðu sína að aðalskipulagsbreyt- ingin þurfi að fara í gegnum um- hverfismat. Maí 2007 Skipulagsstofnun svarar beiðni Kópavogs og bendir á að það sé aðeins á færi umhverfisráðherra að veita undanþágu frá umhverf- ismati. Ítrekað er að lagfæra þurfi skipulagstillöguna. Júní 2007 Íbúi við Kársnesbraut setur upp mótmælaborða við hús sitt og farið er að undirbúa stofnun Betri byggðar á Kársnesi. Kópavogsbær sendir ný skipulagsgögn til Skipu- lagsstofnunar. Skipulagsstofnun af- greiðir aðalskipulagstillöguna til auglýsingar. Breytingin nær til 4,8 hektara stækkunar á hafnarsvæðinu. Júlí 2007 Skipulagsbreytingar á Kársnesi auglýstar á ný og umhverf- isskýrslur lagðar fram. Á annað hundrað mótmælaborða eru hengdir upp á Kársnesinu. Ágúst 2007 Bæjarstjórn kölluð úr sumarfríi og deiliskipulag fyrir reit 7 samþykkt á bæjarstjórnarfundi. Frestur til að skila inn athugasemd- um rennur út 21. ágúst. FRAMVINDA MÁLSINS Athugasemdir úr bréfum Skipulagsstofnunar: „…flatarmál iðnaðar- og vörugeymsla á svæði nr. 15, Kópavogur vestur, eykst úr 25.000 í 79.000 m2“ (12.jan.2007) „Ljóst þarf að vera í greinargerð aðalskipulagsbreyt- ingar hvort verið sé að stækka hafnarsvæðið um 4,8 eða 13,8 hektara. Bent er á að samræma þarf stærð- artölur, s.s. flatarmál skipulagssvæðis og heildarflat- armál bygginga, milli skipulagsgagna einstakra skipu- lagsstiga.“ (12. jan. 2007) „Ósamræmi er í tölulegum upplýsingum um stærð skipulagssvæðisins og heildarbyggingarmagn milli skipulagsstiga og á milli greinargerðar í aðalskipulag- stillögunni og umhverfisskýrslu…“ (20. apríl 2007) „Skipulagsstofnun telur að gera þurfi skýrari grein fyrir núverandi aðstæðum sem skipta máli varðandi breytinguna, s.s. sjávarstraumum og nálægri íbúða- byggð. Skýrar þarf að vera hvaða grunnupplýsinga var aflað og hvernig þær voru nýttar við matið. Einnig þarf að setja fram með skýrari hætti hverjir eru áhrifavald- arnir og umhverfisáhrif þeirra, s.s. hávaði frá hafn- arstarfsemi, stjórskipasiglingar og umferð þungaflutn- ingabifreiða.“ (20. apríl 2007) „Í kafla 3.4 (í umhverfisskýrslu Kópavogsbæjar innsk.) kemur fram að loftmengun hefur ekki verið vandamál á þessum slóðum en á bls. 7 kemur hins veg- ar fram að engar loftgæðamælingar hafi farið fram. Skipulagsstofnun vekur athygli á að þrátt fyri að um- hverfismat áætlana kalli almennt ekki á sérstakar rannsóknir, þá þarf umhverfismat að byggja á stað- reyndum eða almennt viðurkenndum sjónarmiðum. Liggi hvorugt fyrir þarf að upplýsa að óvissa ríki um tiltekin atriði og eftir atvikum vísa til mats á síðari stigum.“ (20. apríl 2007) „Í umhverfisskýrslu á að upplýsa um aðgerðir sem eru fyrirhugaðar til að koma í veg fyrir, draga úr eða vega upp á móti verulegum neikvæðum umhverfisáhrif- um af framkvæmd áætlunarinnar…“ (20. apríl 2007) Niðurlag svarbréfs Kópavogsbæjar 15. maí 2007: „Kópavogsbær telur að nýtt og endurbætt umhverf- ismat muni ekki koma fram með nýjar grundvallarupp- lýsingar í málinu. Kópavogsbær telur að Skipulags- stofnun mætti sýna sveitarfélögum ákveðinn sveigjanleika meðan ný lög um umhverfismat áætlana eru að koma sér fyrir í vitund aðila sem vinna að þess- um málaflokk enda er að mörgu leyti um að ræða ný vinnubrögð, sem í þessu máli hafa ekki úrslitaáhrif á helstu niðurstöður. Kópavogsbær telur, með tilliti til þeirra útskýringa sem gefnar eru hér að framan, að málið hafi nú þegar fengið þá kynningu sem telja má fullnægjandi og sé þess eðlis að þeir sem látið hafa sig málið varða geti tekið rökstudda afstöðu á upplýstan hátt.“ BROT ÚR BRÉFUM FLESTUM ber saman um að hafnarsvæðið sé til skammar eins og það er og að þarf þurfi að taka til hendinni. Umgengni er mjög slæm og aflóga bílhræ á hverju strái. Nokkuð er um að fyrirtæki hafi komið sér fyrir þar með ólögmætum hætti. M.a. er þar sements- verksmiðju sem ekki hefur tilskilin leyfi. Morgunblaðið/ÞÖK Sóðalegt og niðurnítt

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.