Morgunblaðið - 12.08.2007, Síða 20

Morgunblaðið - 12.08.2007, Síða 20
20 SUNNUDAGUR 12. ÁGÚST 2007 MORGUNBLAÐIÐ Eftir James Wolfensohn Á næstu dögum munuBandaríkjamenn takaveigamikla ákvörðun, semgæti breytt orðspori Bandaríkjanna í heiminum: hvort samþykkja eigi 537 milljóna dollara (35,4 milljarða króna) styrk, sem mun hjálpa New York-borg að verða fyrsta risaborgin á 21. öldinni sem verður sjálfbær í umhverfismálum. Embættismenn í samgönguráðu- neytinu verða átta sig á því að af ákvörðun þeirra um það hvort styðja eigi framsýna áætlun Michaels Blo- ombergs borgarstjóra, sem nefnist PlaNYC, munu gæði loftsins, sem rúmlega tíu milljónir New York-búa anda að sér daglega, ráðast, sem og magn koltvíildis, sem borgin dælir út í andrúmsloftið. Nú er svo komið að New York- borg blæs út meira CO2 en allir Norð- menn. En það sem meira er mun ákvörðun ráðuneytisins móta við- brögð Bandaríkjamanna við þeirri þéttbýlisvæðingu, sem á sér stað um allan heim, og loftslagsbreytingum af völdum kolefna. Fleiri jarðarbúar í borg en sveit Á þessu ári mun það gerast í fyrsta skipti í mannkynssögunni að fleira fólk mun búa í borg en sveit. Árið 1940 bjuggu 97 milljónir Bandaríkja- manna í þéttbýli, en 222 milljónir árið 2000. Í dag búa nærri 80 af hundraði Bandaríkjamanna í þéttbýli. Þessi þéttbýlisvæðing var ekki skipulögð og á sér ekki fordæmi og hefur valdið miklum usla í umhverfinu vegna auk- ins útblásturs kolefna sem fylgir auk- inni notkun orku og bíla samfara auknu þéttbýli. Áætlun Bloombergs hvetur til auk- innar notkunar almenningssam- gangna með því að letja fólk til að nota bíla. Gert er ráð fyrir sérstöku gjaldi á álagstímum í umferðinni í til- teknum hlutum borgarinnar, sem myndi draga úr umferð og skapa tekjur, sem varið yrði til að bæta al- menningssamgöngurnar. Áætluninni er hrint í framkvæmd á réttum tíma fyrir borg, sem er að sligast af versnandi umferð og meng- unarvandamálum. Ökutæki valda um fimmtungi útblásturs CO2 í New York. Umferðarstöppur eru ekki að- eins skaðlegar umhverfinu, heldur valda bílstjórum tapi á tíma og pen- ingum. Bandaríkjamenn tapa um 3,7 milljörðum klukkustunda og 8,7 millj- örðum lítra í að sitja fastir í umferð- arteppum. Gera má ráð fyrir að ár- legur kostnaður af þessu sé um 200 milljarðar dollara (13,2 billjónir króna). Vegna umferðartregðu verja New York-búar mestum tíma af öll- um Bandaríkjamönnum í að komast til og frá vinnu og hvergi í Bandaríkj- unum er jafn hátt hlutfall barna lagt á sjúkrahús vegna astma. Samkvæmt áætluninni yrði 4,5% gjald vegna umferðarþunga lagt á þá íbúa New York, sem aka í vinnuna, en allir myndu njóta góðs af. Íbúar borg- arinnar önduðu að sér hreinna lofti, fljótlegra yrði að aka í vinnuna og al- menningssamgöngur myndu batna. Hvorki efnahagur borgarinnar al- mennt né verslun myndu gjalda fyrir. Þvert á móti myndu þeir sem veita þjónustu og flytja vörur hagnast af minni töfum og að vera fljótari á milli staða. Reynslan frá öðrum borgum Þrátt fyrir hina mörgu kosti eru hins vegar efasemdir um gjaldið. Sem betur fer getum við dregið lærdóm af öðrum borgum á borð við Stokkhólm, Singapore og London, sem hafa sett slíkt gjald á með góðum árangri. Verulega hefur dregið úr útblæstri CO2 í öllum þessum borgum og um- ferðarþunginn minnkað. Í Singapore minnkaði umferðin samstundis um 45%. Þessar borgir hafa einnig notið góðs af skilvirkari almenningssam- göngum. Farþegum í strætisvögnum í London fjölgaði um 46%. Sam- kvæmt óháðri skýrslu telja um 60% fyrirtækja í London að áhrif gjaldsins á hagkerfið hafi verið jákvæð eða engin. Lönd sem eru háð bílum eins og Bandaríkin þurfa á snjöllum lausnum að halda til að tryggja sjálfbæra þró- un í umhverfismálum. Hlutfall íbúa í þéttbýli í Bandaríkjunum er með því hæsta sem gerist í heiminum og hvergi er útblástur CO2 meiri á íbúa. Bandaríkjamönnum ber því skylda til að leiða heiminn í þessum efnum og þeir hafa efni á því. Ef Bandaríkjamenn grípa ekki bráðlega til aðgerða munu bandarísk- ar borgir ekki aðeins verða eftirbátar höfuðborga í Evrópu heldur einnig borga í þróunarlöndum, t.d. Bogota í Kólumbíu og Curitiba í Brasilíu, sem hafa þegar hrundið í framkvæmd frumlegum, umhverfisvænum lausn- um. New York-borg hefur ávallt verið í fararbroddi í fjármálum, listum og á mörgum öðrum sviðum. Hún er til- valin til að búa til forskrift að hreinni og skilvirkari umhverfisvæðingu fyr- ir Bandaríkin og heiminn. AP Umferðarteppa Umferðarþunginn í New York veldur íbúum borgarinnar miklum búsifjum, sem nú á að draga úr með umerðarþungaskatti. Í HNOTSKURN »Bandaríkjamenn sitja 3,7milljarða klukkustunda í umferðarteppum á ári. »Árlega brenna bílar íBandaríkjunum 8,7 millj- örðum lítra eldsneytis fastir í umferð. Umhverfisbylting í New York? ERLENT» Umferðarþunga- skattur í bígerð Höfundur er fyrrverandi forseti Al- þjóðabankans og var sérlegur er- indreki „kvartettsins“ svonefnda í málefnum Mið-Austurlanda. ©Project Syndicate 2007. Erlent | New York-borg er þekkt fyrir umferðarteppur og -stöppur, en fyrirhugað gjald vegna umferðarþunga gæti gjörbylt því. Svipmynd | Leikferill Julie Christie nær yfir áratugi og nú er hún lofuð í hástert fyrir túlkun á Alzheimers-sjúklingi. Föst í fréttaneti | Atburðir liðinnar viku minntu helst á Meistarann og Margaritu. Er eitthvað í aðsigi? VIKUSPEGILL» ’Jú, þau voru pyntuð með rafmagni og þeimvar hótað að ráðist yrði á ættingja þeirra.‘Seif al-Islam Gaddafi , sonur Muammars Gaddafis Líbýuleiðtoga, viðurkenndi að fimm búlgarskir hjúkrunarfræðingar og palest- ínskur læknir hefðu verið pyntuð þegar þau sátu í fangelsi í Líbýu vegna ásakana um að þau hefðu vísvitandi sýkt börn af alnæmi. ’Þær ná sjaldnast hæðum eftir andlátið.‘Snæbjörn Arngrímsson hjá bókaútgáfunni Bjarti um útgáfu bóka eftir látna höfunda. Bjartur gaf nýlega út Svartfugl og Aðventu eftir Gunnar Gunnarsson. ’Það gæti í raun ekki verið erfiðara, en það erjafnframt mjög spennandi og það verður gam- an að takast á við það.‘Alfreð Gíslason ætlar að stjórna landsliðinu í handknattleik fram yfir úrslitakeppni EM í Noregi í janúar og segir að mjög erfitt verkefni sé fyrir höndum. ’Það var fyrst og fremst erfitt fyrir sjálfa migað sætta mig við hvernig ég er en þegar ég svo loksins kom út var þetta ekkert tiltökumál.‘Arna Arinbjarnardóttir kom út úr skápnum fyrir þremur árum og telur Hinsegin daga mjög mikilvæga fyrir homma og lesbíur. ’Maður verður að kunna handbragðið.‘Steinunn Sigurðardóttir fatahönnuður hlaut í vikunni norrænu hönnunarverðlaunin Ginen fyrir sumar- og vetrarlínur fyrirtækis hennar. ’... . staðreyndin er sú að almennings-samgöngur hafa aldrei staðið hallari fæti en einmitt nú. ‘Gísli Marteinn Baldursson , formaður umhverfisráðs Reykjavík- urborgar, þegar kynnt var að senn færu 30 þúsund strætókort, sem veittu nemendum rétt til að ferðast frítt, í dreifingu. Ummæli vikunnar Geimhótel Ráðgert er að fyrsta hótelið í geimnum verði komið á braut um jörðu og opnað gestum árið 2012. Þriggja daga dvöl mun kosta um 120 milljónir króna og mun hótelið fara umhverfis jörðina á 80 mín- útum. Gestir munu því sjá sólina rísa 15 sinnum á dag. Þeir munu klæðast fötum, sem munu gera þeim kleift að festa sig við veggi og geta farið þannig um hótelið. Reuters

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.