Morgunblaðið - 12.08.2007, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 12.08.2007, Qupperneq 24
Rannsóknarskipið Knorr rannsakaði landgrunnið og fann eldstöð, sem nefnd var Njörður. » 42 Eftir Ingu Rún Sigurðardóttur ingarun@mbl.is Hildigunnur Sigurðardóttirleitaði sér innblásturs í ís-lenskt sjómannalíf í gegnumaldirnar í útskriftarlínu sinni í fatahönnun frá Rochester-há- skóla í Bretlandi. Línan samanstendur af átta alklæðnuðum, samtals 24 flíkum, sem margir töldu ógerlegt, en í sönnum sjómannsanda fór Hildigunnur á tísku- vertíð og kláraði það sem klára þurfti og fékk lof fyrir. Hinn þekkti tískublaðamaður Hilary Alexander sagði þetta vera „yndislega línu“ í um- sögn um útskriftarsýninguna í breska blaðinu The Daily Telegraph fyrr í sum- ar og jafnframt voru myndir af fötum Hildigunnar valdar í myndasyrpu með því besta frá nokkrum háskólum þar í landi. Til viðbótar fékk hún þá umsögn frá kennurum að línan væri bæði list- ræn og söluvænleg en erfitt getur verið að ná jafnvægi milli þessara tveggja póla. Í breskum alþjóðaskóla í Belgíu Rochester er í Kent-sýslu og er skól- inn hluti af University College for the Creative Arts og því nóg af skapandi fólki á svæðinu. Hildigunnur hefur lokið há- skólanámi þrátt fyrir að vera aðeins 21 árs en það skýrist af því að hún bjó í Belgíu í fjögur ár áður en hún hélt til Englands. „Ég kláraði grunnskóla og menntaskóla þar. Pabbi var að vinna hjá Evrópusam- bandinu í Brussel og ég var í breskum alþjóðaskóla,“ segir Hildigunnur sem flutti út til Belgíu um jólin þegar hún var í níunda bekk. „Ég var því í menntaskóla samkvæmt breska kerfinu en þar er meiri sérhæf- ing en á Íslandi. Maður þarf að ákveða fyrr í hverju maður ætlar að sérhæfa sig og getur ekki haft hlutina eins opna og hér. Ég var komin með mikinn áhuga á því að fara í fatahönnun. Ég fór því m.a. í textílnám og tók líka viðbótar teikninámskeið á kvöldin til und- irbúnings og gat byggt upp möppu til að geta sent með um- sókninni í skólana,“ segir Hildigunn- ur en foreldrar hennar eru Sigurður Bogason og Halldóra Birna Egg- ertsdóttir. Hún er ættuð úr Vest- mannaeyjum og alin upp í Reykja- vík en báðir afar hennar voru sjómenn. Hugað að heildarmyndinni Leiðin lá til Bretlands þegar Hildigunnur var 18 ára. „Ég mætti köld á því fyrsta daginn með fullan bíl af dóti án þess að hafa skoðað skólann og vissi ekki alveg hvað ég var að gera.“ Hún fór oft til London í leit að bæði efni og innblæstri en ferðin tók 40 mínútur með hraðlest. „Þar er gott að kaupa efni og ég fór líka mikið í söfn. Ég gerði mér ferð þangað svona tvisvar til fjórum sinnum í mánuði,“ segir hún en markaðsfræði var líka hluti af nám- inu og fólst hún m.a. í því að gera skoðanakannanir á smekk fólks með því að ræða við vegfarendur. „Í skól- anum var hugað að heildarmyndinni og mikil breidd í náminu. Við lærð- um að sníða og sauma sem er ekki gert í öllum fatahönnunarskólum. Það er mjög gott til að skilja hönn- unarferilinn. Mér fannst það mikill kostur og get vegna þessa verið sjálfstæð í rekstri ef ég vil.“ Hildigunnur segir mikla sam- keppni í tískubransanum. Róðurinn er harður og það er eitthvað sem fólk verður vart við strax við út- skrift, ef ekki fyrr. Hún var á meðal 27 útvalinna nemanda skólans af alls Lopinn yljar Frænka Hildigunnar sá um prjóna- mennskuna. Töff Útskriftarlínan samanstóð af átta alklæðnuðum. Á veiðum Netakjóllinn er úr ull og er gerður í netagerð. Róið á ný mið Ljósmynd/Paul Harness Nútíma síldarstelpa Hettan er innblástur frá síldarstelpunum sem voru oft með skuplu á hausnum við vinnu sína. Fiskur úr sjó Jakkinn er úr sjáv- arleðri, sem var gott að vinna með. Sjómennskan er ekkert grín Brúna efnið er vaxborin bómull. daglegtlíf á botni hafsins Haraldur Gunnlaugsson hefur hannað vindmæli sem þolir geimskot og á að mæla vindana á plánetunni mars. » 32 vindar á mars |sunnudagur|12. 8. 2007| mbl.is Það er
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.