Morgunblaðið - 12.08.2007, Side 25

Morgunblaðið - 12.08.2007, Side 25
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12. ÁGÚST 2007 25 Leó E. Löve hrl. og lögg. fasteignasali Aðalheiður lögg. fasteignas.Aðalheiðurlögg. fasteignas. Kristinn viðskiptafr. og lögg. fasteignas. Kristinn viðskiptafr. og lögg. fasteignas. 72 sem fengu að sýna á Graduate Fashion Week í London, tískuviku útskriftarnema, en þar sýna nem- endur frá um 15 háskólum. „Undirbúningur útskriftarlín- unnar byrjaði síðasta sumar en þá kom ég hingað heim að vinna. Verk- efnið frá skólanum var að fara á söfn og leita að innblæstri. Mig langaði að finna eitthvað frá Íslandi og ákvað að nota sjómannaþema, leita innblásturs í gömlu sjómannaklæð- in. Ég lá á aðalbókasafninu og var líka mikið í Sjóminjasafninu við Grandagarð. Ég fékk líka innblástur frá listamanninum Bjarna Jónssyni, en hann hefur málað svo margar fal- legar myndir af mönnum á sjó, síld- arstelpum og sjávarþorpum. Þessar myndir voru mikilvægar í rannsókn- arvinnunni. Hvað fötin varðar var ákveðin áskorun í því að breyta karlmannsfötum í kvenmannslínu, það var bæði erfitt og spennandi.“ Útkoman er góð. Hildigunnur rær á ný mið með góðum árangri. Henni tekst að skapa eitthvað nútímalegt úr gamla stílnum, eitthvað íslenskt með alþjóðlegu yfirbragði. Notar náttúruleg efni Efnin sem hún notar eru nátt- úruleg, eins og leður, fiskiroð, ull og vaxborið bómullarefni. Náttúruleg efni eru jafnan dýrari en gerviefni, en Hildigunnur fékk styrki. „Ég fékk fiskileðrið frá Sjávarleðri á Sauðárkróki, en fyrirtækið gaf mér leðrið og munaði mikið um það. Svo fékk ég líka 200.000 króna styrk fyr- ir efniskostnaði frá Minningarsjóði Margrétar Björgólfsdóttur. Mig langaði að nota góð og vönduð efni, helst náttúruleg og þau eru dýrari, svo það munaði mikið um styrkina,“ segir hún ánægð. Einnig keypti hún efni í Bret- landi, eins og leðrið sem hún fékk frá leðurheildsölum í London á ágætu verði, en hún notaði þrjár mismunandi gerðir af leðri og fjórar af fiskileðri. Henni fannst gott að vinna með fiskileðrið, segir mikið hægt að gera úr því og það hafi ekki verið eins viðkvæmt og hún hafi haldið. „Svo lét ég gera net í neta- gerð úr sama lopa og er í lopapeys- unum,“ útskýrir hún. Hildigunnur gerði línuna mest- megnis sjálf. „Við fáum góða hjálp í sníðatímum en á meðal kennara er meðal annars gamall meistari sem vann hjá Balenciaga í París. Við fáum líka saumahjálp. Ég lét sauma einhverja boli fyrir mig en saumaði annars mest sjálf. Frænka mín á Ís- landi, Kristín Lárusdóttir, prjónaði hinsvegar lopapeysurnar,“ segir Hildigunnur þakklát. Rochester-háskóli valdi útskrift- arlínu hennar til að taka þátt í al- þjóðlegum sýningum í Hong Kong, Singapúr og Tókýó í lok þessa árs og byrjun þess næsta, en aðeins 12 nemendur voru valdir í þennan hóp. Hildigunnur er komin til Íslands til að vera, að minnsta kosti í bili, en hún saknaði landsins eftir langa fjarveru og langar til þess að fá vinnu hjá íslenskum hönnuði. Enn- fremur hefur hún áhuga á að kom- ast í verknám hjá virtum erlendum hönnuði og fara í framhaldsnám. „Mig langar líka til að stofna eigið merki einhvern tímann en finnst mig enn vanta heilmikla reynslu til þess.“ Uppáhalds hönnuðir hennar eru Vivienne Westwood, Dries Van Noten og Martin Margiela en einnig heldur hún uppá tískuna frá sjötta og sjöunda áratug síðustu aldar. Að lokum vill hún segja um fata- línuna: „Hún fjallar að hluta um sorgina, veðurbaráttuna og hörkuna sem fylgt hefur sjómennskunni í gengum tíðina. Þetta er minning- arlína um gamlan iðnað.“ Morgunblaðið/G.Rúnar Innblásturinn Hildigunnur stödd í Sjóminjasafninu við Grandagarð en þangað fór hún oft í leit að innblæstri. Hildigunnur Sigurðardóttir heldur tískusýningu á útskriftarlínu sinni í Sjóminjasafninu, Grandagarði 8, á Menningarnótt í Reykjavík, laug- ardaginn 18. ágúst, kl. 16 og 17.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.