Morgunblaðið - 12.08.2007, Side 26
lífshlaup
26 SUNNUDAGUR 12. ÁGÚST 2007 MORGUNBLAÐIÐ
H
alldór Þorsteinsson
vann sem bókavörður
á Landsbókasafni Ís-
lands og starfrækti
Málaskóla Halldórs í
rúma fimm áratugi. Hann skrifaði
leikdóma í dagblöð, lengst af í Tím-
ann, og hefur skrifað fjölda greina
um málefni líðandi stundar auk
sögulegra álitamála.
Halldór er sagnamaður góður og
kynntist flestum sem mótuðu ís-
lenska menningu á seinni hluta síð-
ustu aldar. Á seinni árum hefur hann
látið sér annt um málefni aldraðra,
en skrifar jöfnum höndum um hvers
kyns þjóðþrifamál. Hann er þekktur
af hreinskilni sinni og segir jafnan
umbúðalaust kost og löst á því sem
fjallað er um.
Heimili þeirra Halldórs og And-
reu Oddsteinsdóttur er búið þægi-
legum, frönskum húsgögnum og
veggina prýða málverk og eftir-
prentanir eftir ýmsa öndvegismálara
Íslendinga svo sem Ásgrím Jónsson,
Jóhannes Kjarval, Nínu Tryggva-
dóttur og Jóhannes Geir, svo að
nokkrir séu nefndir. Framkoma
þeirra hjóna mótast af prúðmennsku
og glaðværð. Mér er boðið til stofu
og sest í franskan stól. Halldór situr
skáhallt á móti mér, umvafinn minn-
isblöðum og hefur frásögnina.
Minning úr frumbernsku
„Ég fæddist að Borg á Borgarfirði
eystra, 18. maí 1921, sjötti í röð 12
systkina. Ég var skírður í höfuðið á
Halldóri, afa Halldórs Ásgrímssonar
ráðherra, en á milli fjölskyldnanna
var mikið vinfengi.
Þegar ég var misserisgamall flutt-
ist fjölskyldan til Akureyrar. Í
Bakkagerði var engin bryggja og við
vorum flutt í nótabát út að skipinu.
Þetta var síðla hausts og óskaplegur
öldugangur.
Þegar okkur og búslóðinni hafði
verið komið um borð þá kom stýri-
maður til móður minnar og spurði
með miklum þjósti: „Er maðurinn
yðar alveg brjálaður að flytja dauða
kú með sér?“
„Hún er alls ekki dauð. Hún hefur
bara fengið sjokk eins og ég,“ ansaði
móðir mín. Og kýrin hjarnaði við.
Mér finnst ég muna þetta atvik og
oft dreymir mig að ég sé um borð í
nótabát, öldurnar gangi yfir okkur
og það sé verið að hífa eitthvað upp.
Ég hef spurt lækni hvort það geti
verið að mig rámi í þetta. Hann svar-
aði því til að mikil hræðsla gæti
geymst í meðvitundinni jafnvel frá
frumbernsku.
Foreldrar mínir
Það er mikið langlífi í báðum ætt-
um. Móðir mín, Sigurjóna Jakobs-
dóttir, varð tæplega hundrað og eins
árs, virk í félagsmálum og ern fram í
andlátið. Faðir minn, Þorsteinn M.
Jónsson, varð rúmlega níræður.
Foreldrar mínir bjuggu á Borgar-
firði eystra í rúmlega 10 ár. Þar
stofnaði pabbi unglingaskóla, var
skólastjóri barnaskólans, kaup-
félagsstjóri í nokkur ár, var bóndi og
stundaði útgerð.
Eftir að til Akureyrar kom kenndi
hann við barnaskólann og varð síðar
skólastjóri Gagnfræðaskóla Akur-
eyrar í rúma tvo áratugi. Hann sat í
bæjarstjórn Akureyrar í hálfan ann-
an áratug, rak bókaverslun, stundaði
umfangsmikla bókaútgáfu og bjó að
Skjaldarvík syðri og Svalbarði á
Svalbarðsströnd um skeið. Hann sat
á Alþingi fyrir Norðmýlinga frá
1916-23. Þar varð honum á að leggja
fram frumvarp um að menntaskóli
yrði stofnaður á Akureyri og varð
það honum að falli. Norðmýlingum
fannst hann ætti fremur að sinna
sínum málum en Norðlendinga.
Faðir minn kom að stofnun Fram-
sóknarflokksins, en hann greinir frá
því í Stofnsögu Framsóknarflokks-
ins, sem Fræðsluritasjóður SUF gaf
út árið 1960, að í raun hafi drögin
verið lögð að stofnun hans á meðan
nokkrir þingmenn biðu skipsferðar
suður haustið 1916, en þá urðu þeir
veðurtepptir á Seyðisfirði. Jónas frá
Hriflu kom síðar að málinu. En
sennilega verður hans lengst minnst
fyrir að hafa setið í sambandslaga-
nefndinni árið 1918.
Móðir mín var mikilvirk í félags-
málum. Hún var m.a. formaður
kvenfélagsins á Borgarfirði eystra.
Þær konurnar fengu Kjarval til þess
að mála altaristöflu í kirkjuna. Jón
Helgason biskup neitaði að vígja
töfluna, en myndin sýnir Fjallræð-
una og stendur Jesús uppi á Álfa-
borginni. Þar sem álfar töldust
heiðnir fékkst taflan ekki vígð. Hún
er nú samt í kirkjunni.
Báðir foreldrar mínir tóku þátt í
starfi góðtemplara, móðir mín var
mikilvirk leikkona á Akureyri og
söng í kór undir stjórn Björgvins
Guðmundssonar tónskálds, svo að
fátt eitt sé nefnt.
Líf mitt virt á 100 krónur
Við áttum fyrst heima í húsinu við
Hafnarstræti 37 á Akureyri. Pabbi
stofnaði þar sína fyrstu bókabúð í
kjallaranum. Fjaran var þar nærri
og ég var alltaf öðru hverju að detta í
sjóinn.
Þegar ég var 7 ára féll ég einu
sinni á milli báts og bryggju. Ég rétti
alltaf upp aðra höndina um leið og
mér skaut upp. Þegar ég skaut upp
kollinum í þriðja skiptið var gripið í
höndina og ég dreginn upp. Mað-
urinn sem bjargaði mér kvartaði
undan því við mig að hann hefði nú
misst aðra skóhlífina. „Ég missti líka
hér um bil annað stígvélið mitt“,
svaraði ég að bragði. Lífgjafi minn
fékk 100 kr. fyrir að bjarga mér og
það er í eina skiptið sem líf mitt hef-
ur verið metið til fjár.
Öskudagurinn skipaði ævinlega
stóran sess á Akureyri eins og hann
gerir enn. Við skiptumst í þrjú lið,
innbæinga, sem kallaðir voru fjöru-
púkar, eyrarpúka og þá sem bjuggu
uppi á Brekkunni sem nefndust
brekkusniglar. Þá var kötturinn
sleginn úr tunnunni. Hrafn var lát-
inn hanga í spotta í tunnunni. Sá sem
náði að slá sundur tunnuna varð
tunnukóngur. Við vorum með korða
og sá sem sleit hrafninn niður varð
kattarkóngur. Einu sinni vorum við
14 fjörupúkar saman og þá varð ég
tunnukóngur, þótt ég væri yngstur,
en ég var þá 7 ára.
Þetta var sennilega stoltasta
stund ævi minnar. Eftir að kötturinn
hafði verið sleginn úr tunnunni fór-
um við syngjandi um bæinn og
stönsuðum fyrir framan verslanir.
Fengum við sælgæti að launum fyrir
sönginn. Tunnu- og kattarkóngurinn
fengu bróðurskammtinn í sinn hlut.
Einn kaupmaður, sem Guðmann hét,
mikill prýðismaður, lokaði ævinlega
á öskudaginn. Við stönsuðum við
búðina hjá honum og sungum:
Ó Guðmann, bróðir besti
og barnavinur mesti.
Lipur ertu og laginn
að loka á öskudaginn.
Halldór settist í Menntaskólann á
Akureyri árið 1935 og lauk þaðan
stúdentsprófi árið 1941. Hann hefur
gert minningum sínum þaðan ágæt
skil í bókinni Minningar úr mennta-
skóla þar sem greint er frá ýmsu
sem á daga nemenda dreif.
Til náms í Bandaríkjunum
Í menntaskóla hneigðist hugur
Halldórs að rómönskum málum. Var
hann ráðinn í að halda til náms í
Frakklandi eftir stúdentspróf en
landið var þá lokað vegna stríðsins.
Halldór hafði hlotið námsstyrk frá
menntamálaráðuneytinu og ákvað að
halda til Bandaríkjanna að nema
rómönsk mál.
„Um haustið 1941 sigldi ég með
gamla Goðafossi til Bandaríkjanna.
Við vorum þrír norðanpiltar saman í
klefa. Auk mín voru það þeir Jónas
Jakobsson, síðar veðurfræðingur, og
Aðalsteinn Sigurðsson, sem seinna
kenndi sögu við M.A. Stríðið var í al-
gleymingi. Margir farþegar sváfu
ekki í klefum sínum heldur í reyk-
salnum og með björgunarvesti. Við
norðanstrákarnir vorum svo kæru-
lausir að við sváfum vestislausir í
kojunum.
Við sigldum í skipalest og vorum
15 daga á leiðinni. Það bar helst til
tíðinda að 31. október sökkti þýskur
kafbátur bandaríska tundurspill-
inum Reubin James, en það var
fyrsta herskip Bandaríkjamanna
sem Þjóðverjar sökktu. Bandaríkja-
menn höfðu í raun ekki hafið formleg
afskipti af átökunum en vörðu skipa-
lestirnar sem sigldu milli Bandaríkj-
anna og Bretlands.
Þegar við komum til New York
fylltist skipið af blaðamönnum og á
forsíðum stórblaða borgarinnar birt-
ust um það fréttir daginn eftir að
þetta litla skip hefði komist undan
„þýsku sæúlfunum“.
Ég innritaði mig ásamt fleiri Ís-
lendingum í Kaliforníuháskóla í
Berkeley og um tíma vorum við þar
25 Íslendingar. Ég var þar aðeins í
ár því að mér fannst ég ekki kynnast
Bandaríkjamönnum nógu vel. Við
blönduðum lítið geði við aðra svo að
ég fór til Los Angeles. Þangað var þá
Jónas Jakobsson kominn líka. Á
þessum tíma var mikill skortur á
veðurfræðingum í Bandaríkjunum
og voru valdir úrvalsnemendur til
þess að útskrifast með hraði. Ekki
Hreinskilinn en háttvís og ær
Morgunblaðið/Frikki
Samkvæmni „Sérhver leikdómari verður að vera sjálfum sér samkvæmur, hver sem í hlut á. Menn hljóta að leggja
hlutlægt mat á það sem þeir sjá og heyra og samviskan segir þeim. Í því felst hin gagnrýna hugsun.“
Halldór Þorsteinsson, bókavörður og skólastjóri, hef-
ur verið áberandi í íslensku menningarlífi í rúma
fimm áratugi. Arnþór Helgason forvitnaðist um ævi
hans og störf auk viðhorfa til manna og málefna.
»Ég reyndi að fylgjast
með leiklist í Evrópu.
Við hjónin fórum því
iðulega til Lundúna og
einu sinni sáum við 8
leikrit á einni viku.
Það er