Morgunblaðið - 12.08.2007, Síða 30

Morgunblaðið - 12.08.2007, Síða 30
nám 30 SUNNUDAGUR 12. ÁGÚST 2007 MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Frikki Strákurinn Þorkell Skúli er tíu ára einhverfur drengur í Barnaskóla Hjallastefnunnar en hann fékk atferlisþjálfun hjá bandarískum sérfræðingum. Innlendir og erlendir sérfræðingar eru sam- mála um að stofnun skóla fyrir einhverfa ein- staklinga sé nauðsynleg. Takmark slíkra skóla væri að undirbúa nem- endur fyrir venjubundna skólagöngu og hjálpa þeim að takast á við almennar aðstæður. Í Kaliforníu hefur það sýnt sig að slík sérskóla- ganga í allt að þrjú til fjögur ár margborgar sig fyrir hag einstaklinganna sem um ræðir og samfélagið í heild. Skóli fyrir einhverfa nauðsyn Eftir Ingu Rún Sigurðardóttur ingarun@mbl.is S álfræðingurinn og frum- kvöðullinn Brenda J. Terzich sótti Ísland heim í vikunni til að taka þátt í gerð heimildarmyndar, sem fyrirtæki Margrétar Dagmarar Ericsdóttur er að framleiða um ein- hverfu. Brenda og samstarfskona hennar komu hingað til lands til þess að sjá um atferlisþjálfun í nokkra daga fyrir son Margrétar, hinn tíu ára gamla Þorkel Skúla, en hann er einhverfur. Takmarkið með þjálfun barns á aldur við Þorkel er m.a. að gera hann sjálfstæðari, segir Brenda, sem þekkir vel til á þessu sviði. Fyrirtæki hennar ABC rekur tvo skóla í Kali- forníu fyrir einhverfa á aldrinum 2 til 15 ára. Brenda er sálfræðingur en hennar sérsvið er hagnýt atferlisgreining. „Við trúum á það að grípa snemma inní en eldri krakkarnir mega alls ekki gleymast. Krakkar á þeim aldri geta náð miklum árangri með atferl- isþjálfun,“ segir Brenda og bætir við að Þorkell Skúli hafi sýnt miklar framfarir strax á öðrum degi. „Markmið okkar var að sýna Mar- gréti og öllum sem voru að fylgjast með hverju hægt væri að breyta. Sannleikurinn er sá að sama hvað barn er gamalt, þarf það sérhæft prógramm því það er erfitt að kenna því á meðal ófatlaðra barna.“ Námið varir í allt að fjögur ár ABC-skólarnir eru sérskólar sem miða að því að koma krökkum aftur út í almenna skólakerfið með ein- hverjum hætti eftir þriggja til fjög- urra ára nám. Brenda leggur áherslu á að námstíminn sé tak- markaður og skólarnir séu ekki ætl- aðir sem einhvers konar geymslu- staður frá 18 mánaða til 18 ára. „Við viljum gefa þessum krökkum forskot inn í lífið. Þau læra ekki á sama hátt og önnur börn,“ segir Brenda og leggur áherslu á að markmiðið hljóti því hvarvetna að vera stofnun sér- stakra skóla fyrir einhverfa. Hún segir starfsfólk sitt mjög áhugasamt en allir eru sérþjálfaðir í meðferð einhverfra. Tíu til tólf krakkar eru í hverjum bekk. Átta stuðningsfulltrúar eru í bekknum, þar af einn sem er yfirstuðnings- fulltrúi, auk kennara. Til viðbótar fylgist sálfræðingur náið með gæð- um prógrammsins sem sett er sam- an fyrir hvert barn. Hún segir starfið gefandi, ekki síst þegar hún heyrir foreldra segja, „loksins fengum við barnið okkar til baka“. Hún segir mikinn árangur geta náðst með atferlisþjálfun í meðferð einhverfra. Bestur er árangurinn í meðferð tveggja til fjögurra ára barna en ríflega 40% þeirra ná því að fara inn í almenna skólakerfið. Hins- vegar ef gripið er inní eftir sex ára aldur er sambærileg tala 0%. „Eftir sex ára aldur bæta börnin sig mjög mikið en ná því þó ekki að fara í venjulegan skóla. Þau verða til dæm- is sjálfstæðari og geta leikið sér. Þau þurfa ekki eina manneskju með sér í kennslu heldur gætu til dæmis verið í tíu barna hópi með kennara og ein- um stuðningsfulltrúa.“ Brenda segir að takmark ABC- skólanna sé að koma börnunum aft- ur í almenna skólakerfið en skóla- yfirvöld á hverjum stað meti hvar barnið sé statt eftir meðferðina hjá þeim. Sérskóli góð fjárfesting Hún leggur áherslu á að þótt ein- hverft barn hafi sérstaka manneskju sér við hlið í venjulegum skóla, án þess að hafa gengist undir atferlis- þjálfun á undan, þýði það ekki að barnið geti lært við þessar aðstæður. „Það er nauðsynlegt að skapa rétta námsumhverfið svo kennslan virki.“ Hún segist skilja að foreldrar ein- hverfra barna vilji senda börnin sín í hverfisskólann. „Það sem foreldr- arnir eru auðvitað að sækjast eftir er að börnin falli í hópinn og verði ekki útilokuð. Það er auðvitað gott og vel nema hvað barnið á ekki eftir að læra neitt. Það þarf að grípa inn í áð- ur en þetta er mögulegt. Íslendingar ættu að fjárfesta í skóla þar sem mögulegt er að hafa sérhæfða atferl- isþjálfun sem byggist á vísindalega viðurkenndum aðferðum, sem vitað er að hafa hjálpað einhverfum börn- um. Víða eru til sérstakir skólar fyr- ir hæfileikarík börn og að sama skapi þurfum við að hafa sérstaka skóla fyrir börn sem geta ekki lært á hefðbundinn hátt.“ Brenda bendir á að þessi skóla- ganga sé tímabundin, eða eins og áð- ur segir, þrjú til fjögur ár. „Þannig að þetta sparar pening til lengri tíma litið. Fjárfestingin liggur í því að koma í veg fyrir að röskunin verði verri. Kostnaðurinn er til dæmis mikill við heimili þar sem einhverfir eða fólk með einhvers konar fötlun dvelur meirihluta ævinnar. Mjög mörg börn eru greind með einhverfu og þetta er mikið vandamál sem verður að taka á.“ En er röskun á einhverfurófinu að aukast eða er greiningin orðin betri? „Þetta er blanda af báðu. Hlutfall einhverfra barna er núna 1:150 en var 1:500. Áður voru einhverf börn oft greind sem þroskaheft því það var ekki hægt að prófa þau til dæmis ef þau töluðu ekki neitt. Annað sem kemur til er einhvers konar um- hverfisvaldur. Þessi aukna tíðni ein- hverfu virðist tengjast einhverju í umhverfinu en við vitum ekki hvað það er. Við þekkjum ekki ástæður einhverfu nema hvað að hún er af líf- fræðilegum toga.“ Hún segir starf sitt mjög gefandi. „Ég fæ að fylgjast með miklum breytingum í lífi barnanna. Þetta er ekki hæg meðferð þar sem þú þarft að bíða mánuðum saman eftir breyt- ingum. Það er alltaf eitthvað að ger- ast.“ Fólk kemur víða að Brenda vill breiða út þennan boð- skap hagnýtrar atferlisgreiningar um allan heim því hún hefur séð ár- angurinn. „Allir foreldrar eiga eftir að vilja slíka meðferð fyrir barnið sitt eftir að hafa séð hver árangurinn getur verið.“ Hún segir að ekkert breytist í skólakerfinu nema foreldrarnir vilji það. „Foreldrarnir eru fulltrúar barnsins, við bjóðum bara upp á þjónustuna. Fólk utan Kaliforníu leitar til okkar og líka fólk utan Bandaríkjanna. Til okkar hafa komið fjölskyldur frá Jórdaníu, Kína og Líbanon. Við fáum næstum jafn margar fyrirspurnir innan ríkis og utan. Við erum einn stærsti þjón- ustuaðilinn á þessu sviði og sá sem hefur verið í þessu hvað lengst. Við byrjuðum með einn nemanda, ein- hvers staðar þurftum við að byrja! En innan sex mánaða voru nemend- urnir orðnir 40 talsins. Innan þriggja ára höfðum við það marga nemendur að við ákváðum að reisa skólabygg- ingu, sem væri sérhönnuð fyrir ein- hverfa nemendur, hvað varðar allt frá hita, lýsingu með meiri áherslu á náttúrulegt ljós og kringlóttari veggi svo krakkarnir hlaupi ekki á horn,“ segir Brenda og bætir við að það sé þörf fyrir frekari stækkun en það vanti sérhæft fólk. Hún segir að foreldrar þurfi að vera samvinnuþýðir og fylgja ákveðnum reglum til þess að atferl- isþjálfun beri árangur. „Barnið er alltaf tilbúið til að læra, ég hef aldrei nokkru sinni hitt barn sem vill ekki læra. En ég hef hitt marga sem vilja ekki kenna.“ Fá barnið sitt til baka Morgunblaðið/Frikki Sérfræðingur í heimsókn Brenda J. Terzich sótti Ísland heim í vikunni til að taka þátt í gerð heimildarmyndar. Í HNOTSKURN »Brenda J. Terzich stofnaðiráðgjafar- og þjónustufyr- irtækið Applied Behavior Con- sultants, eða ABC, árið 1987 ásamt Joseph E. Morrow. »Skólastarf ABC hófst árið1994 með einum nemanda og hefur vaxið stöðugt síðan. ABC rekur nú tvo skóla fyrir einhverfa í Sacramento og Duarte í Kaliforníu með alls 120 nemendum. »Starf skólans byggist áhagnýtri atferlisgreiningu (Applied Behavior Analysis) og atferlisþjálfun. »Einhverfa er heiti á sam-safni einkenna sem tengj- ast truflun á taugaþroska. Skyldar einhverfu eru aðrar raskanir á svonefndu ein- hverfurófi (Autism Spectrum), meðal annars ódæmigerð ein- hverfa og Aspergerheilkenni. »Einn af hverjum 150 ein-staklingum er með fötlun á einhverfurófinu. »Nánari upplýsingar er aðfinna á www.einhverfa.is og www.greining.is. » Bestur er árang- urinn í meðferð tveggja til fjögurra ára barna en ríflega 40% þeirra ná því að fara inn í almenna skólakerfið.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.