Morgunblaðið - 12.08.2007, Síða 31

Morgunblaðið - 12.08.2007, Síða 31
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12. ÁGÚST 2007 31 Grunnskólar Reykjavíkur verða settir miðvikudaginn 22. ágúst. Skólasetning fyrir nemendur í 2. - 10. bekk og boðun 1. bekkinga er auglýst á heimasíðum skólanna. Þar eru einnig nánari upplýsingar um upphaf almennrar kennslu og innkaupalistar. Einnig er hægt að fá upplýsingar hjá Menntasviði Reykjavíkurborgar í síma 411 7007, 411 7000 og á www.grunnskolar.is Reykjavíkurborg Menntasvið GRUNNSKÓLAR REYKJAVÍKUR SKÓLASETNING HAUSTIÐ 2007 Eftir Arnþór Helgason arnthorh@mbl.is U m þessar mundir stendur yfir und- irbúningur að gerð alþjóðlegrar heimild- arkvikmyndar um einhverfu. Fyrirtækið Frontier Filmworks, sem er í eigu Mar- grétar Dagmarar Ericsdóttur rekstrarhagfræðings, framleiðir myndina. Margrét er móðir einhverfs drengs. Við gerð myndarinnar var ABC-skólinn í Sacramento í Kali- forníu, sem er sérskóli fyrir ein- hverf börn, m.a. sóttur heim, en þar er lögð áhersla á svokallaða hagnýta atferlisgreiningu. Margrét hreifst mjög af starfinu þar og ákvað að fá annan stofnanda skól- ans, Brendu J. Terzich, ásamt sér- fræðingi í atferlismótun, Mary Ueda, hingað til lands til þess að kanna hvort þessi aðferð gæti nýst syni sínum. Þær Berglind Brynj- ólfsdóttir, sálfræðingur og yfirmað- ur sérkennslu á vegum Hjallastefn- unnar og Guðný Stefánsdóttir, þroskaþjálfi og ráðgjafi í atferl- isþjálfun um einhverfu hjá Grein- ingar- og ráðgjafarstöð ríkisins, taka einnig þátt í verkefninu. Atferlisþjálfun (ABA) er vel þekkt aðferð sem byggist á hag- nýtri atferlisgreiningu, ABA, og hún er talsvert notuð hérlendis ásamt skipulagðri kennslu eða TEACH eins og sú aðferð nefnist á ensku. Einhverf börn læra ekki sjálf „Þó að beitt sé svipaðri að- ferðafræði hér og í Kaliforníu er meginmismunurinn sá að á Íslandi er enginn sérstakur skóli fyrir ein- hverf börn,“ segir Margrét. „Ein- hverf börn læra ekki af sjálfs- dáðum. Þeim er ekki eðlilegt að herma eftir umhverfi sínu. Þau að- greina oft ekki stærð, lögun eða lit hluta svo að nokkur dæmi séu nefnd. Það verður að kenna þeim þetta á mjög markvissan hátt.“ „Íslenskir foreldrar geta valið hvaða aðferð er notuð við þjálfun barna þeirra en eru háðir samþykki leikskólanna,“ segir Guðný. „Þar eru báðar aðferðirnar notaðar, at- ferlisþjálfun og skipulögð kennsla, en foreldrar geta oft ekki ráðið því hvor aðferðin er valin. Hjá Grein- ingar- og ráðgjafarstöðinni segjum við foreldrum hvaða rétt barnið eigi. En síðan hefst oft mikil þrautaganga þar sem foreldrar reyna að fá þá þjónustu sem talin er barni þeirra fyrir bestu.“ Sérhannað skólaumhverfi ABC-skólinn í Sacramento er sérhannaður með þarfir einhverfra í huga. Margir þeirra eru með miklar skynvillur. Þeir þola illa snertingu auk þess sem bragðskyn og tilfinning fyrir áferð matar er frábrugðin því sem almennt gengur og gerist. Þá eru margir einhverfir einstaklingar mjög viðkvæmir fyrir sterkri lýsingu og skærum litum. Í skólanum fara því saman mjúkir litir og mild lýsing og að öðru leyti er umhverfið gert sem best úr garði. Þær Margrét, Berglind og Guðný sögðu að fólk, sem annast þjálfun einhverfra barna hér á landi, stæði yfirleitt stutt við. Þjálf- unin tekur 20 til 40 stundir á viku og er mjög sérhæfð. Þjálfararnir eiga því fátt sameiginlegt með öðr- um starfsmönnum skólanna og þau vandamál, sem þeir þurfa að ræða, skilja starfsfélagarnir ekki. Í skóla Brendu J. Terzich er starfsmannaveltan mjög lág. Þar vinnur margt fólk að svipuðum verkefnum og árangurinn er auð- velt að mæla. Þjálfun einhverfra skilar arði Rannsóknir hafa leitt í ljós að allt að helmingi einhverfra barna getur lifað nær eðlilegu lífi án mik- illar aðstoðar, fái þau þjónustu strax á aldrinum tveggja til fjög- urra ára. Eldri börn með einhverfu taka einnig miklum framförum með þessum aðferðum. Sýnt hefur verið fram á að slík þjónusta margborgar sig fyrir sam- félagið. Sum börnin geta haslað sér völl á almennum vinnumarkaði og staðið undir þeim sköttum og skyldum sem þjóðfélagið leggur þegnum sínum á herðar. Þær stöll- ur nefna að settar hafi verið fram kenningar um að menn eins og Isaac Newton, Albert Einstein og Thomas Alva Edison, hafi verið einhverfir. Atferlisþjálfun og Hjallastefnan Sonur Margrétar stundar nám í Barnaskóla Hjallastefnunnar en áður var hann í leikskóla. Berglind Brynjólfsdóttir var spurð hvernig þjálfun hans væri háttað. „Með honum vinna tveir þjálf- arar og er þjálfunin miðuð við hans hæfi. Felst hún einkum í daglegri sjálfshjálp, svo sem að klæða sig, honum eru kenndir borðsiðir og að tjá sig. Þá er honum kennt að hafa ofan af fyrir sér sjálfur. Öðrum nemendum hentar öðru- vísi kennsla svo sem þjálfun í mannlegum samskiptum og jafnvel hentar almennt námsefni sumum þeirra. Í atferlisþjálfun er barnið eitt með kennaranum fyrst í stað. Markmiðið er þó að fleiri börn verði saman í hópi. Nauðsynlegt er að byrja með einu barni til þess að sá árangur náist sem að er stefnt.“ Á vegum Barnaskóla Hjallastefn- unnar eru nú fjögur börn með ein- hverfu og tvö á leikskólastigi. Berglind segir að aðferðafræði Hjallastefnunnar sé samtvinnuð að- ferðum atferlisþjálfunar eins og hægt er við kennslu einhverfu barnanna. Ef í ljós kemur að hún hentar ekki er leitað annarra leiða og segist hún hafa notið sjálfræðis við að móta nám einhverfra nem- enda. Þær Margrét og Guðný létu mjög vel af þeim móttökum sem þær fengu hjá forstöðumönnum Hjallastefnunnar þegar sonur Mar- grétar hóf þar nám árið 2003 og segja þær að þjálfunin hafi fyllilega verið löguð að hans þörfum. Ýmsar rannsóknir hafa verið gerðar á tíðni einhverfu í heim- inum. Hér á landi er miðað við að eitt af hverjum 150 börnum sé með einhverfueinkenni og því má ætla að tæplega 30 slík börn fæðist á ári. Þarfir þessara barna eru ærið misjafnar. Sum þurfa einstaklings- þjálfun öll ár sín í leikskóla en önn- ur þurfa einungis ákveðna örvun í hópnum. Sum börn er hægt að aðstoða við að blandast hópi barna. Þá er beitt svokallaðri öfugri blöndun. Hún felst í því að barninu er kennt að vinna með öðru barni, en því er ekki dembt beint inn í hópinn. Skortur á starfsfólki Talið berst nú að þeim úrræðum sem fyrir hendi eru. Þær stöllur eru sammála um að nauðsynlegt sé að stofna þekkingarmiðstöð eða skóla fyrir einhverfa. Gæti slík miðstöð annast þjálfun starfsfólks auk þess að vinna með börnunum sjálfum. Hér á landi er algengt að ófag- lært fólk sé fengið til þess að sinna einhverfum börnum, einkum í grunnskólum. Vegna þess hve starfið er krefjandi endast þjálf- arar sjaldan lengur en eitt ár í starfinu og liggja til þess ástæður sem áður hafa verið raktar. Þá nefna þær stöllur að launin séu of lág til þess að fagfólk laðist að þessum störfum. Flestir sem koma til þjálfunar sem kennarar ein- hverfra eru í tímabundnu starfi með háskólanámi og koma sjaldn- ast aftur til starfa vegna lágra launa og erfiðra starfsskilyrða. Þá er einnig um að ræða fólk sem er að hasla sér völl á vinnumark- aðinum og hefur litla starfsreynslu. Greiningarstöðin sér um þjálfun þeirra sem annast einhverf börn og fer óeðlilega mikill tími til slíkra starfa vegna þess hversu starfs- mannaveltan er mikil. Nú er leitað dyrum og dyngjum að kennara handa syni Margrétar. Margrét, Berglind og Guðný halda því fram að hér sé um gefandi og skemmtilegt starf að ræða, þótt það sé óneitanlega erfitt, en árang- urinn láti yfirleitt ekki á sér standa. Sérskóli stuðlar að blöndun Talið berst að einum skóla fyrir alla og velta þær því fyrir sér hvort stofnun sérstaks skóla eða þekk- ingarmiðstöðvar fyrir einhverfa sé andstæð þessari stefnu á Íslandi, þar sem yfirleitt hefur verið horfið frá sérskólum. Bent er á að hlut- verk ABC-skólans í Sacramento sé einmitt að koma börnum út í al- menna skóla og undirbúa þau þannig að þau geti tekist á við al- mennar aðstæður. Slík stofnun hér á landi ætti því að þjóna þeim til- gangi mætavel að stuðla að sam- skipan fatlaðra og ófatlaðra í þjóð- félaginu. „Íslendingar ættu að hafa þann metnað að gera landið að fyr- irmynd annarra ríkja í málefnum einhverfra og koma hér upp öfl- ugum skóla eða miðstöð,“ segir ein þeirra og er gerður góður rómur að þessari tillögu. Slíkt verk skilaði svo sannarlega arði, ef rétt væri að málum staðið, segja þær og velta því fyrir sér hvort einhver fjárfest- irinn eða bankinn gætu ekki lagt þessu máli lið. Morgunblaðið/Frikki Fagfólk og foreldrar Guðný þroskaþjálfi, Berglind, sálfræðingur og yfirmaður sérkennslu á vegum Hjallastefn- unnar, foreldrar Þorkels Skúla, Margrét og Þorsteinn, og Sigríður sálfræðingur. Vantar einhverf börn fjárfesti? » Þótt ástandið hafi batnað heilmikið hér á landi, og fötluð börn sæki nú almenna leik- skóla, vantar mikið á þjónustuvitund Íslend- inga og þjónusta við ein- hverfa snarversnar þeg- ar komið er upp í grunnskólann.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.