Morgunblaðið - 12.08.2007, Síða 32
geimferðir
32 SUNNUDAGUR 12. ÁGÚST 2007 MORGUNBLAÐIÐ
J
a, hvernig byrjaði þetta allt
saman?“ spyr Haraldur
Páll Gunnlaugsson eðlis-
fræðingur til baka. „Byrjar
ekki allt á Íslandi?“ segir
hann svo og brosir kankvíslega. Það
er ekki laust við að það sé danskur
keimur af húmornum. „Ég hef alltaf
haft áhuga á jarðfræði bergs og unnið
sem eðlisfræðingur með tækni sem
heitir Mössbauerhrif. Sú tækni er
nefnd eftir þýska eðlisfræðingnum
Rudolf Mössbauer sem lýsti hrifun-
um fyrst 1957 og fékk Nóbelsverð-
launin fyrir 1961 en með henni er
hægt að fá margvíslegar upplýsingar
um járnsteindir bergsins. Þegar ég
fór til Danmerkur í framhaldsnám lá
því beinast við að rannsaka steindar-
fræði þar sem steindirnar væru lík-
astar þeim íslensku. Það reyndist
vera á plánetunni Mars,“ segir eðlis-
fræðingurinn og glottir pínulítið áður
en hann útskýrir málið nánar. „Ég
nam við Kaupmannahafnarháskóla
en hópur fræðimanna við eðlisfræði-
deildina hafði þá um skeið verið í
samstarfi við Geimferðastofnun
Bandaríkjanna, NASA, og m.a. þróað
tæki á rannsóknargeimfarið Mars
Pathfinder sem safnar segulmögnuðu
ryki í lofthjúpi plánetunnar Mars sem
síðan er rannsakað frekar. Þá flaug
ættu margir að kannast við en hún
lenti árið 1997 og innihélt lítinn jeppa,
Sojourner. Ég vann mitt doktors-
verkefni í tengslum við þróun þessa
tækis, sem síðan var líka notað á
geimfarinu Mars Polar Lander, sem
reyndar fórst í lendingu 1999. Bæði
þessi för eru ómönnuð en nútíma-
tækni gerir vísindamönnum kleift að
stjórna aðgerðum þeirra frá jörðu og
safna bæði sýnum úr jörðu plánet-
unnar og lofthjúpi hennar sem veita
okkur mönnunum margvíslegar upp-
lýsingar. Þótt ekki hafi þetta tæki
leyst grundvallarspurningarnar um
þróun Mars, sýndi það fram á nauð-
syn þess að skoða í smáatriðum seg-
ulmagnaða rykið á Mars, og þetta var
gert á svokölluðum Mars Exploration
Rovers, sem lentu á Mars 2004, og
aka enn um yfirborðið. Þessir jeppar
áttu að geta starfað í um 100 daga, en
eru samt enn að, 1200 dögum síðar.“
En er eitthvert vit í að rannsaka
Mars? Hvað græðum við jarðarbúar
á að safna upplýsingum um Mars?
Kosta þessar rannsóknir ekki bara
óhemju mikla og jafnvel óendanlega
peninga? Hver er tilgangurinn?
,,Jú, jú, það er vit í því að rannsaka
Mars,“ segir vísindamaðurinn stóísk-
ur. ,,Það er í eðli mannsins, jarðar-
búans, að skoða heiminn í kringum
sig og reyna að staðsetja sjálfan sig í
umheiminn, setja tilveruna í eitthvað
sem virðist rökrétt samhengi. Rann-
sóknirnar á Mars eru hluti af slíkum
grunnrannsóknum. Það er rétt að
þessar rannsóknir kosta mikla pen-
inga og sjálfsagt endalausa, enda er
heimurinn endalaust rannsóknarefni.
En rannsóknir sem þessar eru upp-
spretta þróunar, bættrar tækni og
betri lausna og á því græðum við. Til-
gangurinn er því eða getur verið
margþættur. En jafnvel þótt við ein-
földuðum markmiðin og smættum að-
eins niður í hið jarðfræðilega sjónar-
horn þá væru leiðangrar sem þessir
alveg réttlætanlegir. Við fáum aðeins
svo og svo mikla vitneskju á því að
skoða grjótið á jörðinni, jafnvel þótt
við skoðum allar grjóttegundir þar.
Um leið og við getum skoðað grjót á
öðrum hnöttum og borið grjótið á
jörðinni saman við það sem er á
plánetunni Mars þá opnast hins veg-
ar nýjar víddir og hugsanlega ný vitn-
eskja og samhengi.“
Haraldur segir að á ákveðinn hátt
megi líta á reikistjörnuna Mars sem
risavaxna tilraunastofu þar sem fá
megi vitneskju um ferli í náttúrunni
við aðstæður sem er ekki hægt eða
væri óraunhæft að skapa á jörðinni
sakir kostnaðar.
„Enn vantar mikið á að skilja jarð-
sögu Mars. Sumar athuganir benda
til að nýlega, þ.e. fyrir um 100.000 ár-
um, hafi átt sér stað meiriháttar lofts-
lagsbreyting á Mars en aðrar gefa
engar vísbendingar um að neitt
markvert hafi gerst þar í fleiri millj-
arða ára. Báðar kenningar geta ekki
verið réttar, sem segir okkur að það
eru enn hlutir sem við skiljum ekki en
getum fengið vitneskju um með
áframhaldandi athugunum.“
Lífið á Mars
Jarðarbúar hafa lengi velt fyrir sér
hvort líf sé á Mars. Hvað heldur Har-
aldur?
„Ég veit það ekki frekar en aðrir,“
segir hann og hlær. „En það er von-
ast til þess að þær upplýsingar sem
geimfarið Phoenix mun færi okkur
nær svarinu.“
- Hvernig þá?
„Eins og komið hefur fram þá er
þetta ekki fyrsta geimfarið sem
Geimvísindastofnun Bandaríkjanna
sendir til Mars. Þetta er hins vegar
fyrsta geimfarið sem lendir svo ná-
lægt norðurskauti Mars. Flest hafa
lent nálægt miðbaug þar sem er nær
ekkert vatn. Það litla sem hefur fund-
ist er bundið í kristalla en við vitum
að vatn er forsenda lífs eins og við
þekkjum það. Menn hafa mælt vetni í
jarðveginum nærri norðurskautinu,
en vetni er sjaldnast til nema að það
sé bundið við súrefni og þá sem ís eða
vatn. Það er kaldara á norðurslóðum
á Mars og þar virðist vera vatn í föstu
formi, þ.e. sem ís í jarðlögum. Þess
vegna er mikilvægt að ná í góð jarð-
Hans daglega líf hefur síð-
ustu tvö árin snúist um að
komast til Mars. Unnur
H. Jóhannsdóttir ræddi
við Harald Pál Gunn-
laugsson, doktor í eðlis-
fræði, við Háskólann í Ár-
ósum um ferðalagið með
NASA, Geimferðastofnun
Bandaríkjanna og upp-
finninguna hans, sem
mælir vindinn á Mars.
Morgunblaðið/G.Rúnar
Árangur Haraldur Páll Gunnlaugsson eðlisfræðingur með vindmælinn sem var árangur þrotlausra tilrauna og vinnu.
Vindmælirinn Hann lætur lítið yfir
sér vindmælirinn en þolir samt
geimskot og mun safna mikilvægum
upplýsingum um veðurfarið á Mars.
Innsiglaðir Haraldur í fulum skrúða vísindamannsins með
vindmælana innsiglaða og tilbúna til afhendingar til NASA.
Mælir vindinn á Mars
1977 NASA Viking 1&2 Velheppnuð lending-arför sem störfuðu í nokkur ár og sendu
mikið af myndum og mælingum. Líffræðilegar til-
raunir um borð gáfu ekki áreiðanlegar niðurstöður
um hvort líf hefði verið á lendingarstaðnum.
1997 NASA Mars Pathfinder Velheppnuðlending með loftpúðum, Geimfarið
sendi vísindagögn í um þrjá mánuði, og hafði með-
ferðis lítinn jeppa sem ók um í nágrenni geimfarsins
og framkvæmdi mælingar.
1999 NASA Mars Polar Lander Fórst í lend-ingu.
2003 Beagle II Fyrsta lendingarfar Evr-ópsku geimferðastofnunarinnar (ESA).
Fórst í lendingu.
2004Mars Exploration Rovers Tveir jepp-ar, sem starfa enn á Mars og senda
gögn til jarðar.
2008 NASA Mars Phoenix Verður skotiðupp í ágúst og mun lenda nærri norð-
urpól Mars, þar sem vatn hefur fundist í formi íss í
jarðveginum.
Mannlaus geimför
á yfirborði Mars