Morgunblaðið - 12.08.2007, Page 37

Morgunblaðið - 12.08.2007, Page 37
hugsað upphátt MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12. ÁGÚST 2007 37 Hún amma mín það sagði mér: „Um sól- arlagsbil á sunnudögum gakk þú ei Kirkju- hvols til! Þú mátt ei trufla aftansöng álfanna þar. – Þeir eiga kirkju í hvolnum, og barn ég var, í hvolnum kvað við samhljómur klukkn- anna á kvöldin.“ Hún trúði þessu, hún amma mín, – ég efaði ei það, að allt það væri rétt, er hún sagði um þann stað. Ég leit því jafnan hvolsins með lotningu til, – ég lék mér þar ei nærri um sól- arlagsbil: Ég þóttist heyra samhljóminn klukknanna á kvöldin. Þetta eru tvö fyrstu erindinúr kvæðinu Kirkjuhvoll eft-ir Guðmund Guðmundssonskáld sem var víst stundumauknefndur skólaskáld meðan hann lifði. Ég veit ekki hvers vegna og finnst það vera aukaatriði enda er þessi pistill ekki um skáldið sem slíkt. Guðmundur var fæddur á bæ sem heitir Hrólfsstaðahellir og er á Suður- landi, nánar tiltekið uppi á Landi eins og sagt er þar í sveit en kannski er hann í Holtum – ég er ekki nógu kunn- ugur til að vita hvar Land tekur við af Holtum en það er líka aukaatriði því þessi pistill er ekki um landafræði. Í hinni ágætu Vegahandbók segir að í túninu á Hrólfsstaðahelli sé að finna manngerða hella nokkuð merki- lega og þar sé einnig Kirkjuhvollinn sem Guðmundur orti um. Ég þekki þetta hjartnæma kvæði ágætlega og kann meira að segja að syngja það við fallegt lag Árna Thorsteinssonar og þegar ég las þetta í Vegahandbókinni rann það upp fyrir mér að kvæðið væri sprottið úr persónulegum bernskuheimi Guðmundar og beygði strax niður að Hrólfsstaðahelli og var hálfpartinn byrjaður að raula kvæðið um ömmu sem á álfana trúði. Ábúendur á Hrólfsstaðahelli tóku mér ljúfmannlega og vildu allt fyrir mig gera. Þeir sendu strákhnokka með okkur út í tún sem sýndi okkur hellana af greiðvikni og hellarnir voru í sjálfu sér áhugaverðir. En þau vissu ekki hvar Kirkjuhvoll var. Eins og það væri ekki nóg þá staðhæfðu þau að í þessari sveit vissi eiginlega enginn lengur hvar þessi Kirkjuhvoll væri. Það væru vissulega nokkrir hólar þarna í túni en hver þeirra væri Kirkjuhvollinn þar sem Guðmundur sá álfana þegar hann var barn veit enginn lengur. Þetta varð semsagt frekar snautleg ferð heim að fæðingarstað skáldsins bæði fyrir okkur því við gripum í tómt og fyrir heimamenn sem höfðu týnt Kirkjuhvolnum og það voru hnípnir ferðalangar sem óku burt úr sveitinni. Ég hef ferðast mikið um Ísland og hef sérstakt dálæti á því að heimsækja staði þar sem saga lands og þjóðar er varðveitt í minjum, örnefnum eða staðháttum. Halda má því fram að ábúendur og heimamenn á hverjum stað séu nokkurs konar vörslumenn menningararfsins þótt í smáu sé og hafi ef til vill einhverjar skyldur eða ábyrgð í þeim efnum. Nær undan- tekningarlaust axla menn þessa ábyrgð af reisn og stakri prýði, hirða vel um minjar og sögustaði og segja gestum stoltir og viljugir til vegar um það land sem þeir eiga og varðveita. Nú eru uppi tímar mikilla breytinga í sveitum landsins þar sem jarðir og landflæmi skipta um eigendur af meiri hraða en áður og við hærra verði en áður hefur þekkst. Hætta er á að þekking á staðháttum og örnefnum tapist við þessar umbreytingar. Stundum er þetta þekking sem getur átt þátt í að skjóta stoðum undir ferða- þjónustu í annars fábreyttu atvinnulífi sveita. Sveitarstjórnum er því málið skylt ekki síður en einstökum ábúend- um. Það er ábyrgðarhluti að týna Kirkjuhvolum og ég vil hvetja menn til þess að koma í veg fyrir það ef hægt er. Tapast hefur hvoll Páll Ásgeir Pálsson Skógarhlí› 18 • 105 Reykjavík • Sími 595 1000 • Fax 595 1001 Akureyri sími: 461 1099 • Hafnarfjörður sími: 510 9500 Vetrar ævintýri Glæsileg gisting í boði! Allt innifalið í 11 daga - frá aðeins 79.845 kr. Dóminíska Ótrúlegt verð! - frá aðeins 49.995 kr. *Netverð á mann með 10.000 kr. afslætti. Hjón með 2 börn, 2-11 ára, 4. janúar, 11 nætur, El Cortijo - íbúðir. Tenerife Beint morgunfl ug - með íslensku flugfélagi 30. okt. – 8 nætur7. nóv. – 10 nætur14. feb. – 10 nætur24. feb. – 10 nætur Jamaica Kanarí Beint morgunfl ug - með íslensku flugfélagi Ótrúlegt verð! - frá aðeins 43.395 kr. Hjón með 2 börn, 2-11 ára, vikuferð 9. janúar, í íbúð með 2 svefnherbergjum á Parquemar. Netverð á mann með 10.000 kr. afslætti. Skíðaferðir Flug með Primera Air Það er íslenska flugfélagið JetX sem annast allt leiguflug Primera Air fyrir Heimsferðir á Íslandi og fyrir önnur dótturfyrirtæki Primera Travel Group í Skandinavíu. Þjónusta um borð er fyrsta flokks og að sjálfsögðu á íslensku. Kúba 17. nóv. – 7 nætur24. nóv. – 11 nætur5. des. – 13 nætur Frá aðeins 78.990 kr. Frá aðeins 29.990 kr. Flugsæti með sköttum. Fargjald A. Netverð. Beint morgunfl ug - með íslensku flugfélagi 8 dagar - frá aðeins 98.490 kr. E N N E M M / S IA / N M 28 75 3 MasterCard Mundu ferðaávísunina! 18. des. – örfá sæti laus20. des. – UPPSELT30. des. – aukaflug3. jan. – UPPSELT18. jan. – aukaflug24. jan. – UPPSELT3. feb. – örfá sæti laus6. mars – aukaflug17. mars – PÁSKAFERÐ 4 nýjar aukaferðir Vil kaupa verk eftir Kristján Davíðsson Helst stórar olíumyndir en allt annað gæti líka komið til greina. Staðgreiðsla í boði. Upplýsingar í síma 661 9513 Í NÝJADAL í sumar hefur verið álíka fjöldi ferðamananna í gistingu og í fyrra, bæði í skála og tjöldum. „Þetta er annað sumarið okkar í Nýjadal og mér finnst vera meiri bíla- umferð og meira af hjóla- og bif- hjólafólki. Þá hefur gangandi ferða- mönnum fjölgað,“ segir Soffía Sigurðardóttir skálavörður. Uppistaðan í gistingu eru stórir er- lendir hópar, sem kjósa að vera ann- an daginn á Norðurlandi og hinn á Suðurlandi og taka nóttina í Nýjadal. „Svo er alltaf eitthvað um ein- staklinga og fjölskyldur og talsvert af fólki sem kemur á kvöldin og spyr hvort eitthvað sé laust. Við höfum ekki lent í að úthýsa neinum því við höfum pláss fyrir allt að 120 í svefn- plássi. Þetta var öðruvísi áður fyrr þegar menn stoppuðu lengur. Fjöld- inn hefur farið upp í 112 manns í gist- ingu þegar mest hefur verið í sumar.“ Eins og ferðavanir vita kunna að vera sveiflur í veðrinu í Nýjadal en skálar Ferðafélgsins eru í um 800 metra hæð yfir sjávarmáli og standa við mynni Nýjadals, vestur undan Tungnafellsjökli, á melbarði sunnan Nýjadalsár, við bílslóðina yfir Sprengisand. „Það var skítkalt þegar við opnuðum 27. júní en tveimur dög- um seinna var kominn 18 stiga hiti. Hér getur þetta sveiflast frá stífri norðanátt og hressilegri rigningu yfir í blankalogn og yfir 20 stiga hita.“ Spurst fyrir um veður og færð Umgengni ferðamanna sem koma í skála og á tjaldstæði er mjög góð að sögn Soffíu. „Við erum alveg laus við allt sem heitir helgarfyllirí en mér finnst aðeins vera farið að bera á akstri utan vega sem mér finnst svo- lítið merkilegt því vegirnir eru alveg nógu vondir fyrir þá sem vilja á annað borð keyra utan vega á vondum veg- um.“ Í Nýjadal er talsvert áð til þess að spyrjast fyrir um akstursleiðir. „Við reynum að viða að okkur upplýsing- um um veður og færð og erum m.a. mikið í sambandi við þau í Öskju til að geta gefið sem gleggstar upplýsingar varðandi Gæsavatnsleið og það er t.d. líka spurst fyrir um Vonarskarð og stundum verðum við vör við fullmikið bráðlæti í þeim efnum. Kannski er það skiljanlegt því þótt vegir séu merktir eins og venjulegir malarvegir segir það ekkert til um hvort þeir séu ófærir, torfærir eða greiðfærir.“ Rýnt í svörðinn Í Nýjadal er landsins mesta úrval af háfjallalplöntum og njóta margir þess að ganga um með íslensku flóru- bókina og rýna í svörðinn. Aðrir njóta þess bara að ganga og virða fyrir sér víðáttuna og fegurðina. Talsvert er gengið inn í Vonarskarð en þar er há- hitasvæði með tilheyrandi litaafbrigð- um. Það er um það bil dagsferð fram og til baka. Sumir ganga hringinn í kringum Tungnafellsjökul, og aðrir suður fyrir jökulinn og aftur til baka inn í Nýjadal. Menn fara einnig í skemmtilegar ferðir í bílum að Von- arskarði norðanverðu og skipuleggja göngurnar með tilliti til þess. „Þá er bílstjórinn búinn að grilla eða elda góða kjötsúpu þegar fólkið kemur til baka,“ segir Soffía og bætir við að ferðamenn eigi endalausa göngumöguleika út frá skálunum í Nýjadal en þangað er greiðfært á þokkalegum borgarjeppum. Í báðum skálunum í Nýjadal eru eldavélar, pottar og pönnur og öll helstu eldhús- áhöld. Þar er sorphirða og skála- varsla til 31. ágúst. Vatnssalerni og sturtur eru í sérstöku húsi. Gestkvæmt Skálarnir í Nýjadal Soffía Sigurðardóttir, skálavörður í Nýjadal Engum verið úthýst

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.