Morgunblaðið - 12.08.2007, Qupperneq 43

Morgunblaðið - 12.08.2007, Qupperneq 43
-hágæðaheimilistæki Íslenskt stjórnborð Íslenskar leiðbeiningar Stórt hurðarop 20 ára ending Eirvík kynnir sportlínuna frá Miele vi lb or ga @ ce nt ru m .is Baldursnes 6, Akureyri | Suðurlandsbraut 20, Reykjavík Sími 588 0200 | www.eirvik.is AFSLÁTTUR 30% Miele gæði ÞVOTTAVÉL frá kr. 99.900 Verið velkomin í glæsilegar verslanir Eirvíkur á Akureyri og í Reykjavík og kynnið ykkur Miele þvottavélar. Gerð Listaverð TILBOÐ Þvottavél W1514 142.714 99.900 1400sn/mín/5 kg Þurrkari T7644C 135.571 94.900 rakaþéttir/6 kg MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12. ÁGÚST 2007 43 sneggri og þær hlaðast upp á svip- aðan hátt og staparnir. Dæmi um slíkt fjall er Herðubreið.“ Segulfrávik segja til um aldur – Hefur aldur þessara stapa verið greindur? „Ég geri ráð fyrir að það verði fremur auðvelt að ákvarða aldurinn þegar unnið hefur verið úr gögnum leiðangursins. Á landi þurfum við að ganga út frá ýmsum geislavirkum efnum og niðurbroti þeirra til þess að ákvarða aldur hrauna. Á hafsbotn- inum duga okkur segulfrávikin. Við höfum aldursgreint öll segulfrávik og þess vegna er tiltölulega auðvelt að aldursgreina fyrirbæri á hafsbotn- inum.“ – Hafa verið gerðar ráðstafanir til þess að fylgjast með eldvirkni á þessu svæði? „Nei. Eftir þennan leiðangur höf- um við mjög nákvæm kort af Reykja- neshryggnum allt norður á 63°. Dýpið á landgrunninu er of lítið til þess að hægt sé að kortleggja hafsbotninn með þeim tækjum sem við höfum um borð í Knorr. Til þess þarf sérsmíðuð tæki fyrir minna dýpi, en slík tæki eru um borð í sjómælingabátnum Baldri sem landhelgisgæslan á. Vakni grunur um eldgos á svæðunum sem hafa verið kortlögð getum við auð- veldlega gengið úr skugga um það með samanburðarmælingum.“ – Geta menn nýtt gervihnetti til þess að fylgjast með breytingum á hafsbotninum? „Við höfum einungis notað gervi- hnetti til þess að mæla þyngdaraflið en það er háð þykkt jarðskorpunnar. Yfirborð sjávar breytist eftir þyngd- araflinu og það nema gervihnettirnir, en þetta eru mjög grófar mælingar. Í leiðangrinum á Knorr mældum við hins vegar þyngdaraflið mun ná- kvæmar í jarðskorpunni og fengum mun ítarlegri upplýsingar um gerð hafsbotnsins en gervihnettir hefðu nokkru sinni útvegað.“ – Ná áhrif hitareitsins jafnlangt norður frá landinu og fyrir sunnan? „Bryndís Brandsdóttir á Jarðvís- indastofnun hefur einmitt rannsakað tengsl Kolbeinseyjarhryggjarins og Íslands. Svo virðist sem áhrif heita reitsins nái ekki norður fyrir Tjörnes- þverbrotabeltið. En hér fyrir sunnan nær eldvirknin alllangt á haf út.“ – Áttu von á að gjósi á svæðinu suð- ur af Reykjanesi? „Eldvirknin er mest á svæði sem er 10–20 km á breidd. Við höfum stað- festar heimildir um gos suður af Reykjanesi og það síðasta árið 1926. Þá leikur grunur á að gosið hafi árið 1970. Þess vegna er ekki óeðlilegt að álykta að það gjósi reglulega á þessu svæði. Það skiptir síðan máli á hversu miklu dýpi og hversu nærri landi eld- gosin verða, hvort áhrifa frá þeim gætir uppi á landi. Eldgos á þeim hluta hryggjarins sem er á land- grunninu gætu þannig haft veruleg áhrif hér á höfuðborgarsvæðinu.“ – Hvert verður framhald þessara rannsókna? „Okkur finnst ákaflega spennandi að skoða þessa megineldstöð sem við fundum og leita þar að háhitasvæði. Þá myndum við væntanlega nýta til þess kafbáta og fara þangað niður til frekari rannsókna. Bandaríski flotinn á þrjá sérhannaða rannsóknarbáta sem eru í umsjón rannsóknarstofn- ana eins og þetta skip. Þeir geta kom- ist niður á 6–8 þúsund metra dýpi og þannig fá menn betri tilfinningu fyrir því sem er þarna niðri. Eldstöðin sem við fundum er á eitthvað um 1500 m dýpi og þetta ætti því að vera fremur auðvelt.“ irbæri á úthafshryggjarkerfunum. Þá bendir margt til að á þessu svæði séu þróaðri bergtegundir en á úthafs- hryggjunum. Í þessari eldstöð er einn eða jafnvel tveir sigkatlar eins og Askja í Ódáðahrauni og þar eru vís- bendingar um að upp hafi komið mun seigari kvika en þekkt er á öðrum út- hafssvæðum, hugsanlega líparít eða andesít. Þegar komið er út fyrir land- grunnsbrúnina byrja svokölluð neð- ansjávareldfjöll að stinga upp koll- inum. Þau rísa allt að 1.000 metrum upp yfir umhverfi sitt – fjöll á stærð við Esjuna. Hér er um að ræða dyngjur eins og Trölladyngju, Skjald- breið o.fl. Þessar dyngjur hafa gosið í sjó. Kælingin verður því miklu Um borð Í Knorr er aðstaða til rannsókna og úrvinnslu gagna öll hin besta. Jafnan er tæknimaður á vakt til þess að tryggja að ekkert fari úrskeiðis. Rannsóknarsvæðið Kortið sýnir rannsóknarsvæðið sem skoðað var í leið- angrinum (austur-vestur línur). Það teygir sig frá sunnanverðum Vest- fjörðum suður á 62̈°. Á kortinu eru jafnframt sýnd svæði sem hafrannsókn- arstofnunin hefur kortlagt (samfeld svæði frá landgrunnsbrúninni) sem og svæðið sem kortlagt var af breskum leiðangri fyrir sunnan 62°. Njörður Eldstöðin sem fannst í landgrunnsfætinum og var nefnd Njörður. Allstór askja myndar miðju eldstöðvarinnar (þar sem hringurinn er dreg- inn utanum). Áframhaldandi virkni á flekaskilunum klýfur öskjuna í tvennt, áþekkt því sem sést í Kröflu.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.