Morgunblaðið - 12.08.2007, Qupperneq 44
sjónspegill
44 SUNNUDAGUR 12. ÁGÚST 2007 MORGUNBLAÐIÐ
Gat þess í síðasta pistli aðmálverk Leonardos af Gi-nervu de Berci hafi veriðselt til Metropolitan safns-
ins 1967, fyrir áður óþekkta risaupp-
hæð og þótti þá viturlegast að halda
henni leyndri. Margir meira en lítið
forvitnir og nú hefur loks komið fram
að um fimm milljónir dollara muni
hafi verið að ræða, sem listheiminum
þætti smotterí í dag. Málverkið að
sjálfsögðu ómetanlegt, en yfirfært til
peningagildis yrði það án efa vel á
annað hundrað milljónir, þó mjög til
efs að safnið myndi nokkur tíma vilja
sleppa perlunni frekar en Louvre
Monu Lisu. Speglar flestu betur
breytt gildismat á myndlistarverkum
og um leið heila umhverfið á lista-
markaðinum um þessar mundir, nú
þegar verk módernista eru jafnvel
slegin á um og yfir 70 milljónir doll-
ara á uppboðum. Þannig var abstrakt
málverk Marks Rothkos úr eigu Dav-
ids Rockefellers slegið á 72,8 millj-
ónir dollara á uppboði hjá Christie’s
15.-18. maí í sl., nærri tvöfalt yfir mati
sem var rúmar 40 milljónir. Til þess
tekið að þrjú málverk Jacksons Pol-
lock voru dregin til baka á sama upp-
boði, ónefnt matsverðið þótti of hátt
(!), og fengu þar af leiðandi ekkert
boð. Menn hafa verið stórstígir á upp-
boðum undanfarið og þannig voru 68
ný met fyrir einstaka listamenn sett
um leið, og sömu vikuna urðu þeir allt
í allt yfir hundrað!
Þá er farið að hitna undir 100milljón dollara markinu ásvipaðan hátt og eins milljón
dollara fyrir ekki svo mörgum ára-
tugum og kann að vera að það nálgist
til muna þegar hauskúpa eftir hinn
fræga og alræmda Englending Da-
mien Hirst, gerð í hvítagulli og alsett
demöntum, verður boðin upp, en
matsverðið er 74 milljónir. Jafn-
aðarlega hvellur í kringum athafnir
þessa manns sem lifir fyrir athyglina,
en hæpið að slík læti þyngi sjálft list-
pundið. Sönnum listamönnum og list-
unnendum nákvæmlega sama hvort
listaverk séu úr dýrum málmum, inn-
yflum svína eða fílaskít, listræna vikt-
in dregur lengsta stráið sem fyrr og
hefur gert í aldir alda. Sem fyrrum
hafa einstaka verk sprengt normið
duglega eins og ég hef áður hermt af,
slegin á yfir 130 milljónir dollara, en
þeir sem gapa af undrun skulu minnt-
ir á ofurlaun sumra kvikmyndaleik-
ara vestra, til að mynda voru laun
dægurlagasöngkonunnar Celine
Dion 8 milljarðar íslenskra króna fyr-
ir eina tónleikaröð í Las Vegas fyrir
fáeinum árum! Hér er munurinn að
töfrar málverksins eru varanlegir og
verðmætið kann að hlaða á sig en
kvikmyndir og dægurlagasöngvar
eldast, lenda í flestum tilvikum í glat-
kistu tímans, en hinn venjulegi maður
skilur iðulega ekki að frjósamt hug-
verk skilar áþreifanlegum arði. Og
slíkum þykir til að mynda eðlilegt að
frásögn á myndfleti sem hann nemur
á líkan hátt og bókmál skuli verð-
mætara en „eitthvað út í loftið“ að
honum finnst, þótt svo að allar birt-
ingarmyndir hlutbundinna myndefna
séu misþroskaðar skýrslur eigin sjón-
reynslu.
Til allrar hamingju eru hinarmisvísandi og miklu deilurmilli áhangenda hlutlægrar
og óhlutlægrar myndlistar að stórum
hluta fyrir bí úti í hinum stóra heimi
þótt enn lifi þær góðu lífi á af-
skekktum stöðum ásamt annarri fá-
fræði úr fortíð. Jafnvel skrifari hafði
á tilfinningunni að hann væri þrátt
fyrir allt ekki alveg með á nótunum
þegar hann fletti í alþjóðlegu út-
gáfum The Art Newspaper, júní- og
júlíútgáfum listtímarits í blaðaformi
sem inniheldur gríðarlegt magn allra
handa fróðleiks úr myndlistarheim-
inum. Fram borinn á þann gagnsæa
hlutlæga og upplýsandi hátt sem
menn hafa svo stórlega farið á mis við
í fámenni norðurslóða, hvar menn
virðast keppast við að undirstrika að
vanþekking og sjálfumgleði sé hinn
sanni viskubrunnur, og einkum að
margt satt megi kyrrt liggja. Í þeirri
andhverfu heilbrigðrar rökræðu er
það ígildi glæpsamlegs verknaðar að
stugga við slíkum, einkum ef fallvölt
þekking á almenn gildi utan skóla-
stofunnar er frjóvguð af virðulegum
námsgráðum eða pólitík. Hvað þá
borin uppi af einsýnum rétttrúnaði
hinna svonefndu strúktúralista í anda
Foucaults, Baudrillards og fleiri
heimspekinga sem hafa verið yf-
irmáta duglegir í þess lags heila-
þvætti sem byrgir ungu fólki raun-
sanna yfirsýn. Ef ekki því sem menn
hafa nefnt dólgamarxisma, hvar
áhangendum sést ekki fyrir í afbygg-
ingarviðleitni sinni á önnur og eldri
gildi.
Nei, kalda stríðið er löngu búiðog með því einsleit og mis-kunnarlaus forsjárhyggja
sem einkenndi tímabilið, annars veg-
ar var það strangflatalistin í vestri,
hins vegar þjóðfélagslegi rétttrún-
aðurinn í austri. Um leið settu menn
samasemmerki við gáfur og marx-
isma, þótt það megi vera hverjum
manni ljóst að lífsneistinn sé ekki
flokksbundinn hvað þá sköp-
unarkrafturinn. Að hér ráði dulinn
kraftur almættisins sem verður ekki
höndlaður og flokkaður né snyrtilega
raðað í skúffur. Frekar að listamenn
hallist að því að þeir eigi að vera í
andstöðu við ríkjandi valdablokkir
hverju sinni, vera í stöðugri þekking-
arleit og nánum tengslum við um-
hverfi sitt til að halda uppi virkri rök-
ræðu, hrista upp í tilverunni, sem
gerist síður ef þeir eru auðmjúk
handbendi pólitískra afla, múghugs-
unar eða sölumarkaðar. Þótt rósin sé
rauð er hún ekki pólitísk í sjálfri sér
og vel að merkja með þyrna!
En rétttrúnaðarsinnum er ekk-ert heilagt frekar en talib-önum, sem má ráða af hinum
stóru viðburðum sumarsins í Fen-
eyjum og Kassel. Þrjóskast við þótt
allir innvígðir hafi fylgst með upp-
gangi málverksins á undanförnum
árum ásamt hinu fjölþætta framboði
á listamarkaðinum. Á báðum stöð-
unum virðast sýningarstjórarnir í
samkeppni um miðstýrðar núlistir og
láta sig annað lítið varða. Þetta hefur
vakið athygli heimspressunnar enda
eiga þessar framkvæmdir hverju
sinni að spegla fersk viðhorf innan
myndlista. En jafnvel spútnikkar
stóraldamóta þeir Neo Rauch (f.1960)
sem Metropolitan safnið í N.Y. heiðr-
ar með sýningu á 12 myndverkum (til
23. september) og Daniel Richter
(f.1962), sem Listhöll Hamborgar
heiðraði með sérsýningu sem lauk 8.
ágúst eru hvergi finnanlegir hvað þá
hliðstæður og sporgöngumenn
þeirra! Til viðbótar enginn Damien
Hirst, engin svonefnd Bling-Bling list
sem á að hafa látið hjörtu uppboðs-
haldara slá hraðar á undanförnum ár-
um. Hins vegar glás af ungum og
óþekktum listamönnum frá Ástralíu
og Austurlöndum fjær og nær …
Leiðrétting: Stundum vill fara svo
að menn verði að leiðrétta leiðrétt-
ingar, færa málsgreinar í rétt horf.
Þannig datt úr hluti mikilvægrar
setningar varðandi leiðréttingu á eig-
in skrifum um Guðmund Snæbjörn
Árnason og varð óskiljanleg fyrir vik-
ið. Rétt er setningin þannig: Báðir
skáldmæringarnir „ortu í síðróm-
anískum anda og í ljóðum þeirra má
kenna lífsnautn, fegurðarþrá um
náttúru og fósturjörð“ og sá frá Arn-
arholti var um skeið talinn efnileg-
asta skáld þjóðarinnar. Það sem er
innan gæsalappa hvarf einhvern veg-
inn á leiðinni í prentun!
(Framhald)
Framgangur og orðræða
BRAGI ÁSGEIRSSON
Upplýsing Daniel Rich-
ter: „Aufklärung“ (upp-
lýsing/birtir til) 2005,
líkast til olía á léreft.
Hátt metin Hauskúa Damien Hirst, úr platínu (hvítagulli) og
8601 demöntum, metin á 74 milljón dollara og innvígðir spá að
verði slegin á hundrað eða meir í fyrirsjáanlegri framtíð.
Stjórn Minningarsjóðs
Helgu Jónsdóttur og
Sigurliða Kristjánssonar
auglýsir eftir umsóknum
um styrki úr sjóðnum
Markmið sjóðsins er stuðningur við nýjungar í læknis-
fræði, einkum á sviði heila- og taugasjúkdóma, hjarta-
og æðasjúkdóma, augnsjúkdóma og öldrunarsjúkdóma.
Með umsóknunum skulu fylgja greinargerðir um vís-
indastörf umsækjenda, ítarlegar kostnaðaráætlanir og
upplýsingar um það, hvernig þeir hyggjast verja
styrknum.
Umsóknarfrestur er til 31. október nk. og ber að senda
umsóknir í pósthólf 931, 121 Reykjavík, merktar:
„Minningarsjóður Helgu Jónsdóttur og Sigurliða
Kristjánssonar.“ Stefnt er að því að tilkynna um úthlutun
í lok nóvember nk.