Morgunblaðið - 12.08.2007, Síða 48

Morgunblaðið - 12.08.2007, Síða 48
48 SUNNUDAGUR 12. ÁGÚST 2007 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN ÁBYRG framganga F-listans í borgarstjórn varðandi varðveislu eldri húsa í borginni síðastliðin ár hefur vakið jákvæða athygli. Frá upphafi hefur það verið á okkar stefnuskrá að 19. aldar götumynd Laugaveg- arins verði varðveitt. Við höfum því margoft mótmælt stórtækum áformum um niðurrif gamalla húsa við Laugaveg. Ekki heyrðist þá rödd í borgarstjórn nema hjá okkar fólki um að fara bæri varlega í að rífa gömul hús eða hús sem hafa mikla þýðingu fyrir menningarsögu borgarinnar. Gröndalshús og Alliance-húsið Við höfum lagst gegn því að hús séu rifin upp með rótum og flutt á safn ef unnt er að finna þeim veg- legan sess í borginni. Það á m.a. við um hús skáldsins Benedikts Grön- dal – Gröndalshús, sem við viljum að verði fundinn staður í Vesturbæ eða miðborginni þar sem það getur verið lifandi tákn um liðna tíma. Einnig stóðum við vörð um Alli- ance-húsið við Tryggvagötu, en því máli lyktaði farsællega þannig að það hús verður áfram verðugur minnisvarði um atvinnusögu borg- arinnar. Það verður jafnframt lif- andi miðstöð nýrrar starfsemi í borginni, því húsinu fylgir sú kvöð að þar verði lista- og menning- artengd starfsemi. Aðrar byggingar Við höfum líka barist fyrir varðveislu ann- arra bygginga sem hafa menningar- sögulegt gildi, þótt ekki séu þær gamlar. Þannig börðumst við ein gegn fyrirhuguðu niðurrifi Austurbæj- arbíós og höfðum sigur í því máli og einnig lögðumst við ein gegn sölu Heilsuvernd- arstöðvarinnar í stjórnartíð R-listans. Við höfum ávallt varað við því að of geyst væri farið í að heimila nið- urrif húsa sem hafa ríkt menningar- sögulegt gildi og birta okkur sögu íslenskrar byggingalistar á ýmsum tímaskeiðum. Við höfum einnig lagt til að borgin styðji eigendur gamalla húsa með einhverjum hætti til að gera þeim betur kleift að halda þeim við, enda viðhald eldri húsa oft dýrt, en þau geta verið sannkallaðar perlur í borginni sé þeim vel við haldið. Þá höfum við bent á mikilvægi þess að viðhalda götumynd þar sem hún er heildstæð og í því sambandi lýst sérstökum áhyggjum af elstu húsum við Laugaveg. Húsin verða aldrei endurheimt Nú hefur lokaákvörðun verið tek- in um að húsin við Laugaveg 4-6 verði rifin og í stað þeirra byggt steinsteypt hótel á lóðunum. Þessi hús eiga sér merka sögu. Húsið að Laugavegi 4 var byggt ár- ið 1890 og var fyrsta húsið við Laugaveg sem byggt var sem at- vinnuhúsnæði. Húsið að Laugavegi 6 er ennþá eldra, frá árinu 1871, og þar var Litla kaffihúsið lengi til húsa, en mörg skáld voru fastagest- ir á þeim stað. Við hörmum þessa niðurstöðu. Það er með ólíkindum að Reykjavík- urborg skuli ekki sjá sóma sinn í að þyrma þessum merku húsum heldur ganga þvert gegn vilja Húsafrið- unarnefndar og Borgarminjavernd- ar. En þessu verður víst ekki breytt héðan af. Því er óskandi að við hönnun og byggingu nýja hússins verði þó að minnsta kosti tekið tillit til álitsgerðar sem rýnihópur vann varðandi ytra útlit þess, svo það falli betur að götumynd en mörg önnur nýrri hús við Laugaveg gera. Og að lokum: Það er vissulega fagnaðarefni ef héðan í frá má reikna með stuðningi Vinstri grænna gegn niðurrifsáformum á eldri húsum við Laugaveg – en það er líka miður að í tilfelli húsanna við Laugaveg 4-6 skuli sá stuðningur fyrst koma fram þegar það er um seinan. Því verður ekki bjargað sem búið er að farga. Eyðilegging við Laugaveg Því verður ekki bjargað sem búið er að farga segir Margrét Sverrisdóttir um nið- urrif húsa við Laugaveginn » Það er með ólík-indum að Reykjavík- urborg skuli ekki sjá sóma sinn í að þyrma þessum merku húsum. Margrét Sverrisdóttir Höfundur er starfandi oddviti F-listans í borgarstjórn. TIL LEIGU Laugavegur 101 185 fm Upplysingar í síma 861 2319 Berist til Stína MELABRAUT 15 - 170 SELTJ. OPIÐ HÚS Í DAG FRÁ KL. 16-17 Virkilega falleg og mikið endur- nýjuð, 90 fm, 4ra herbergja mið- hæð í þríbýlishúsi á sunnanverðu Seltjarnarnesi. Eldhús með fallegri innréttingu og borðkrók. Stofan er björt með gluggum í suður og austur. Borðstofan er rúmgóð og opin inn í stofu (auðvelt að breyta í svefnher- bergi). Nýlega standsett baðher- bergi. Gólfefni: Fallegt parket á öllum gólfum nema baði, eldhúsi og holi en þar eru flísar. Lóð er stór og nýleg hellulögn að framan. Að sögn eiganda fylgir eigninni bílskúrsréttur. Verð 26,9 millj. FASTEIGNASALA STÓRHÖFÐA 27 Sími 594 5000 Halla Unnur Helgadóttir löggiltur fasteignasali Kristnibraut - 113 Reykjavík. Laus við kaupsamning. Falleg 4ra herbergja, 110,3 fm, íbúð á efstu hæð með miklu útsýni. Sér- merkt stæði í lokaðri bílageymslu fylgir íbúð- inni. Verð 29,3 millj. Vildís tekur á móti þér og þínum. Sími 695 1469. OPIÐ HÚS FRÁ 14.00-15.00 KRISTNIBRAUT 31 - 113 RVK. ÍBÚÐ 302 KIRKJUBREKKA 22 glæsileg raðhús og parhús á einni til tveim hæðum á Álftanesi Bæjarhrauni 10 Hafnarfirði • sími 520 7500 • Fax 520 7501 • hraunhamar@hraunhamar.is • www.hraunhamar.is Magnús Emilsson lögg. fasteignasali Bæjarhrauni 10 • Hafnarfirði • Sími 520 7500 • www.hraunhamar.is Stekkjarhvammur - Hf. - bílskúr Nýkomin í einkasölu á þess- um frábæra stað, skemmtileg hæð og ris, samtals 156 fm, auk bílskúrs. Fjögur góð svefnherbergi, rúmgóð stofa, nýlega standsett baðherbergi. Snyrtileg og vel umgengin eign á þessum vinsæla stað. Verð 32 millj. no.120511-1 Um er að ræða fallega 3ja herbergja 87 fm íbúð á 4. hæð á þessum vinsæla stað miðsvæðis í borginni. Góðar suðursvalir. Úr íbúðinni er fallegt útsýni. Verð 21,5 millj. Gerið svo vel að líta við. Sigurgeir og Rakel taka vel á móti ykkur. FELLSMÚLI 18. 4. H. OPIÐ HÚS Í DAG SUNNUDAG Á MILLI KL. 15 OG 18 Fréttir í tölvupósti

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.