Morgunblaðið - 12.08.2007, Síða 52
52 SUNNUDAGUR 12. ÁGÚST 2007 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
Laugavegi 170, 2. hæð
Opið virka daga kl. 8-17
Sími 552 1400 ● Fax 552 1405
www.fold.is ● fold@fold.is
Þjónustusími eftir lokun er 694 1401
Hlíðarhjalli 41e - Kópavogi
Opið hús í dag frá kl. 15-17
Falleg, 131,5 fm, eign með góðu útsýni. Þrjú rúmgóð svefnherbergi þar af
hjónaherbergi með fataskáp og útgengt á austursvalir. Fallegur arinn í
stofu, útgengt á suðursvalir. Eldhús með sérsmíðuðum innréttingum,
granít í borðplötu. Stæði í lokaðri bílgeymslu. Verð 39,9 millj. 7594
Hjörtur og Svanhildur taka á móti gestum.
Stórglæsilegt 206,3 fm endaraðhús þ.m.t. 19,4 fm bílskúr. Húsið stendur
neðan götu. Húsið er allt hið glæsilegasta og var allt endurnýjað að innan
fyrir u.þ.b. þremur árum og eru m.a. sérsmíðaðar innréttingar, Miele tæki,
fjarstýrðar innbyggðar lýsingar, mustang flísar og olíuborið eikarparket á
gólfum. U.þ.b. 100 fermetra suðurverönd með rásuðum harðvið.
Eign í algjörum sérflokki. Verð 75 millj.
Nánari upplýsingar veitir Magnea Sverrisdóttir
fasteignasali í síma 861 8511.
Sverrir Kristinsson, löggiltur fasteignasali.
Fossvogur - stórglæsilegt endaraðhús
SÍMI 5 900 800
Ólafur B. Blöndal, löggiltur fasteignasali.
Nýlegt einlyft einbýlishús 144 fm með bílskúr sem breytt hefur verið í
hesthús f/6 hesta með sérgerði. Einbýlishúsið er: Forstofa, 3 svefnherb.,
stofa/borðstofa, eldhús, baðherb., þvottahús. Húsið stendur á 1.930 fm
fallegri lóð sem gefur mikla og skemmtilega möguleika s.s stækkun
íbúðarhúss, nýtingu undir hesta o.fl. ÓSKAÐ ER EFTIR TILBOÐI Í EIGN.
Sveinn Eyland sölumaður Fasteign.is s: 6-900-820, veitir uppl. um eign.
GRUNDARHVARF – HESTAÁHUGAMENN
STÓR LÓÐ MEÐ MÖGULEIKA
Fallegt einbýlishús á einni hæð með grónum garði og ca 300 fm verönd
kringum hús. Á verönd er t.d heitur pottur góðir skjólveggir á nokkrum
stöðum ásamt markísu. Húsið er 212,6 fm m/ bílskúr sem búið að innrétta
sem herbergi með sérinngangi, góðum fataskápum og baðherbergi innaf
með sturtu. Húsið er: Forstofa, gestabaðherb., herb.gangur, 5 svefnher-
bergi (eitt sem áður var bílskúr), eldhús með góðu skápaplássi, stofa,
borðstofa, sjónvarpsstofa, aðalbaðherbergi m/hornbaðkari og sturtuklefa,
þvottahús og 2 geymslur. Hitalagnir í bílaplani og tröppum að inngangi.
Verð: 110 millj.
Sveinn Eyland sölumaður Fasteign.is s: 6-900-820, veitir uppl. um eign.
GLÆSILEGT EINBÝLISHÚS
Á SELTJARNARNESI
Til Leigu
Lágmúli – Skrifstofur
• Þriðja hæð 346 fm, sem er efsta hæð, vandaðar
skrifstofur ásamt fundaraðstöðu og opnu rými.
Hæðin er inndregin með góðum svölum.
• Jarðhæð annarsvegar 250 fm og hinsvegar 162 fm.
Skrifstofur og opið rými.
• Sameiginlegt eldhús ásamt mötuneyti.
Ingólfur G. Gissurarson, lögg. fast.
Upplýsingar veita Bárður 588-4477 / 896-5221 og Heiðar 588-4477 / 693-3356
Glæsilegt húsnæði, mjög góð staðsetning.
Óskað er eftir tilboði í leigu
ÞAÐ hefur svo sannarlega vakið at-
hygli mína, að þegar umræðan er sem
háværust um áfengismál og þá hvað
oftast um hátt áfengsverð hér á landi,
að þá er sjaldan eða aldrei minnst á
hinar óhjákvæmilegu afleiðingar sem
ofneyzla áfengis hefur í för með, þær
hræðilegu mannfórnir sem af henni
leiða.
Það er stundum eins og einhverjir
óvitar skrifi hér um eða þá þeir hinir
sömu séu haldnir slíkri áfengisást, að
öll vitræn sjónarmið séu víðsfjarri.
Mér þykir þetta miklu miður, því ég
hef þá trú á fjölmiðlafólki yfirleitt að
skrifum þeirra og máli öllu eigi að
fylgja ákveðin ábyrgðartilfinning.
Morgunblaðið má eiga hrós mitt
fyrir marga góða umfjöllun og bein
skrif og víðar má finna vitrænan sam-
hljóm í allri umræðunni og jafnvel
rætt við þá sem fást
daglega við hinar hrika-
legu afleiðingar eða þá
einhverja þá sem þekkja
grannt til þeirra og hafa
kynnt sér hver reynsla
annarra þjóða er í þess-
um efnum. Hávær um-
ræða um óheyrilegt
áfengisgjald hljóðnaði
reyndar þegar annars
vegar voru sýndar bein-
ar tölur sem afsönnuðu
þetta og svo hins vegar
tölur um ofurháa álagn-
ingu veitingamanna sem
sárast höfðu kvakað og kvartað yfir
áfengisgjaldinu, enda hljóðnuðu rama-
kvein þeirra eftir að þessar stað-
reyndir voru í ljós leiddar, hagsmunir
þeirra raunar augljósir öllum.
Það er ekki nýtt að síkvartarar gráti
hátt áfengisverð og beri þá gjarnan
fyrir sig útlenda ferða-
menn eins og það sé nú
aðalkeppikefli þeirra að
komast í ódýrara áfengi
og þá eflaust sem allra
mest af því. Ég segi nú
bara: Þvílík endaleysa,
eins og allir viti ekki að
það er allt annað sem
landið hefur upp á að
bjóða sem þessir er-
lendu gestir okkar eru
að sækjast eftir.
En af því að þessir
síkvartarar eru gjarnan
vitnandi í útlönd þá vildi
svo illa til fyrir þá að beint í kjölfar
kveinstafanna um áfengisverðið komu
sláandi fregnir af frændum okkar
Finnum. Og hvað skyldi svo vera að
fregna af finnskum? Jú, þeir lækkuðu
áfengisgjald fyrir nokkrum árum til að
reyna að stemma stigu við áfeng-
iskaupum landa sinna í nágrannaríkj-
um. Og hvað gerðist? Áfengisneyzla
stórjókst, áfengisvandamál hrönn-
uðust upp sem aldrei fyrr og hvað gera
Finnar nú? Jú, þeir ætla að stórhækka
áfengisgjaldið til að reyna að sporna
hér á móti.
Og meira er að fregna af Finnlands-
grund, enn skelfilegra og mættu
áfengispostular hér gjarnan kynna
sér, ef þeir þá eru ekki svo vímuháðir
að ekkert slíkt hreyfi við samvizku
þeirra. Það er nefnilega þannig að
helzta dánarorsök hjá körlum þar í
landi er af völdum ofneyzlu áfengis,
hvorki meira né minna en um 10%, of-
ar krabbameini og hjartasjúkdómum.
Og því miður er það svo að ofneyzla
áfengis er önnur helzta dánarorsök
kvenna í Finnlandi.
Þessar hræðilegu staðreyndir eiga
að vera með í allri umræðu svo og að-
vörunarorð þeirra sem fást við afleið-
ingarnar svo sem glögglega kom fram
í grein Ara Matthíassonar þegar síkv-
artarar höfðu sem hæst. Og jafnframt
eigum við að hafa í heiðri álit Alþjóða-
heilbrigðismálastofnunarinnar sem
segir að í allri áfengislöggjöf eigi menn
að huga að aðgengi og áfengisverði
sem helztu baráttutækjum opinberra
aðila til að sporna við ofneyzlu áfengis.
Við eigum ævinlega að horfa til heild-
armyndarinnar, fólk á ekki að láta
blindast af ofdýrkun á glansmyndinni
eða hlusta á hagsmunaaðila sérdrægn-
innar, heldur líta til allra átta, ekki sízt
til afleiðinganna dýrkeyptu, þar sem
mannfórnir blasa því miður hvarvetna
við. Og lítum nú um stund til frænd-
þjóðar okkar Finna þegar síkvartarar
hafa hæst og drögum þar af nokkurn
lærdóm, því reynslan er nú einu sinni
ólygnust.
Horft til heildarmyndar
Helgi Seljan skrifar um áfeng-
ismál og reynslu Finna af lækk-
un áfengisgjalds
» Það er ekki nýtt aðsíkvartarar gráti
hátt áfengisverð og beri
þá gjarnan fyrir sig út-
lenda ferðamenn.
Helgi Seljan
Höfundur er formaður
fjölmiðlanefndar IOGT.
smáauglýsingar mbl.is