Morgunblaðið - 12.08.2007, Page 57
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12. ÁGÚST 2007 57
fljótt var að afi var ekki þessi hefð-
bundni afi, sem átti heima í sveit sem
maður las um í Gagn og gaman. Í
stað fjölskylduheimsókna í sveitina
skaust ég við og við inn á læknastof-
una hans afa sem var skammt heim-
an. Þar úði og grúði af alls kyns
spennandi hlutum. Þar var einkenni-
legt tæki sem spúði út úr sér gufu,
furðuleg lækningatól sem barnshug-
urinn gerði sér ýmsa leiki úr og síð-
ast en ekki síst heyrnarmælinga-
stóllinn sem minnti mest á, með
öllum sínum tökkum og mælum, hlut
úr vísindaskáldsögu. Alltaf þegar ég
kom fékk ég að bíða, og nær alltaf
gafst afa tími til að sjá mig og sýna
mér eitthvað nýtt.
Afi og mamma áttu það sameig-
inlegt að vera miklar félagsverur.
Afi var nánast óþreytandi að halda
stórveislur að heimili sínu og Þórdís-
ar í Skaftahlíð. Oftast fengum við
afabörnin að fylgja með. Þangað var
ekki síður skemmtilegt að koma. Þar
beið lítill uppstoppaður krókódíll of-
an á sófa, hnöttur sem, þegar lyft var
upp, spratt í sundur í miðju og
skenkti vindlinga. Sagirnar á veggn-
um vöktu líka óskipta athygli, ekki
síst þegar afi tók þær niður og byrj-
aði að spila á þær.
Ævintýraheimarnir voru fleiri. Afi
fór á hverju sumri upp í sumarbú-
stað. Þar dvaldi ég oft og við sinntum
sameiginlegu áhugamáli, stangveiði.
Á milli veiðiferða lékum við börnin
okkur eða nutum þess að hlusta á afa
segja veiðisögur af svo miklum afla
að maður furðaði sig á að það væri
enn til ferskvatnsfiskur.
Tengsl okkar afa voru mikil á mín-
um ungdómsárum. Þegar ég varð
tvítugur spurði mamma mig hvað ég
vildi helst gera á afmælinu, ég hugs-
aði mig um, og sagðist vilja bjóða afa
og Þórdísi í kvöldverð. Það gladdi
mömmu mikið.
Nokkrum árum seinna gerðist sá
voveiflegi atburður að móðir mín
varð bráðkvödd. Við andlát hennar
misstu ræturnar sem haldið höfðu
saman fjölskyldum afa næringu, og
smám saman trosnuðu upp þau
tengsl sem höfðu myndast uns svo
fór að veruleikinn um afa varð minn-
ingin ein.
Það er ég viss um afi minn, að Ást-
hildur móðir mín tekur á móti þér
með þeirri ást sem hún gaf þér í lif-
anda lífi og sýnir þér þau aldin sem
þú sáðir til en aldrei sást þroskast.
Blessuð sé minning þín og sendi
ég öllum þeim sem unnu þér mínar
innilegustu samúðarkveðjur.
Erlingur E. Jónasson.
Komið er að kveðjustund míns
kæra, fyrrverandi tengdaföður.
Löngu og viðburðaríku lífi þessa
merka manns er lokið.
Erlingur var stórbrotin persóna
sem skemmtilegt var að kynnast og
verður hans sárt saknað. Hann var
höfðingi heim að sækja og gilti þá
sama um hver átti í hlut – allir voru
meðhöndlaðir af virðingu og natni.
Fljótlega eftir að ég kom í fjöl-
skylduna sá ég hversu heppin ég var
að hafa eignast svona tengdaföður.
Umhyggjan fyrir fjölskyldunni var
alla tíð í fyrirrúmi alveg eins og ég
var vön úr minni eigin fjölskyldu og
svo sannarlega naut barnabarn og
alnafni hans, og sonur minn, góðs af
því. Ég á svo ótal margar og góðar
minningar um samskipti og sam-
verustundir okkar Erlings, sem að
ég geymi með mér og gleymi aldrei –
nú síðast þegar Erlingur sonur okk-
ar Þorsteins útskrifaðist sem stúd-
ent síðastliðið ár.
Ég þakka fyrir falleg orð í garð
dóttur minnar og eiginmanns, kæri
Erlingur og takk fyrir að hafa verið
honum Erlingi mínum svona góður
afi og fyrirmynd í lífinu, á svo ótal
vegu.
Þórdísi, Þorsteini, Guðrúnu Krist-
ínu og fjölskyldum þeirra sendum
við hjónin okkar innilegustu samúð-
arkveðjur.
Linda og fjölskylda.
Það vill svo til að ég veit með vissu
hvenær ég sá móðurbróður minn,
Erling, í fyrsta sinn. Ég var tíu ára
drengur þann sólríka júlídag árið
1945 þegar Esjan lagðist að bryggju
í Reykjavík með farþega frá Kaup-
mannahöfn. Erlingur hafði verið við
framhaldsnám og læknisstörf í Dan-
mörku, en orðið innlyksa þar þegar
Þjóðverjar hernámu landið. Mér
þótti merkilegt að sjá þennan
frænda minn sem ég þekkti aðeins af
myndum, en hafði heyrt margar sög-
ur af. Ekki þótti mér síður forvitni-
legt að kynnast dóttur hans, Ást-
hildi, sem þá var sjö ára. Við tvö
áttum eftir að verða góðir vinir og
leikfélagar.
Eftir heimkomuna varð Erlingur
fljótlega önnum kafinn við læknis-
störf. Eyrnabólga og kinnholubólga
voru algengir kvillar á þessum árum,
og ég varð brátt kunnugur lækn-
ingastofunni á Sóleyjargötu 5 og síð-
ar á Miklubraut 50. Þótt ferðirnar
þangað væru ekki sérstakt tilhlökk-
unarefni voru þær alltaf árangurs-
ríkar, því Erlingur var frábær lækn-
ir. Ég kynntist honum þó enn betur
á ferðalögum, einkum við laxveiðar
sem voru sameiginlegt áhugamál
hans og föður míns. Er mér eftir-
minnilegt hvað Erlingur var
skemmtilegur ferðafélagi. Miklir
kærleikar voru með þeim systkinum,
móður minni og honum, og oft var
leitað til hans þegar eitthvað bjátaði
á. Þá var Erlingur ævinlega boðinn
og búinn til aðstoðar. Hann var afar
gestrisinn, og við sátum oft boð hjá
honum ásamt vinum hans sem voru
margir. Ættrækinn var hann, og eft-
ir lát móður minnar hélt hann nán-
um tengslum við mig og fjölskyldu
mína. Margan greiðann gerði hann
okkur, svo að seint verður fullþakk-
að. Honum var annt um minningu
föður síns, Þorsteins Erlingssonar
skálds, og kom því meðal annars til
leiðar að minnisvarðar um hann voru
reistir á Klambratúni í Reykjavík og
að Skógum undir Eyjafjöllum. Er-
lingur var stoð og stytta móður sinn-
ar á efri árum hennar og endurgalt
henni það mikla ástríki sem hún
sýndi börnum sínum alla tíð.
Fáum reynist ævin áfallalaus. Ég
hygg að skilnaður Erlings við fyrri
konu sína hafi verið honum afar
þungbær, en hann var svo lánsamur
að eignast aðra konu, góða og trygg-
lynda, og með henni mannvænleg
börn. Veikindi Ásthildar dóttur
hans, sem hann missti fyrir fjórtán
árum, voru hins vegar harmleikur,
skaði sem ekki varð bættur.
Erlingur var alla tíð mjög heilsu-
hraustur, og ég efast um að hann
hafi nokkru sinni gert hlé á störfum
vegna veikinda. En svo að vitnað sé í
Snorra-Eddu, „engi hefir sá orðit ok
engi mun verða, ef svá gamall verðr,
at elli bíðr, at eigi komi ellin öllum til
falls“. Það var sorglegt að sjá hvern-
ig aldurinn lék svo glæsilegan mann
sem föðurbróðir minn var á yngri ár-
um. Minnið brást honum ekki, en lík-
amlegt atgervi lét undan síga. Sjálf-
ur lét Erlingur þá skoðun í ljósi að
enginn ætti að verða eldri en 85 ára.
Þar tók hann mið af sjálfum sér, því
að honum þóttu allir vegir færir
fram að þeim aldri. Það léttir að-
standendum hans sorgina að vita að
hann andaðist saddur lífdaga. Bless-
uð sé minning hans.
Þorsteinn Sæmundsson.
Kæri vinur, þá ertu farinn yfir
móðuna miklu, læknirinn mikli og
brautryðjandi. Alla tíð frá fyrstu
kynnum okkar reyndist þú mér
traustur og sannur. Það var fyrst og
fremst þér að þakka að ég valdi
heyrnarfræði sem hliðargrein með
háls-, nef- og eyrnalækningum og
tók svo við af þér í fyllingu tímans á
Heyrnar- og talmeinastöð Íslands.
Það reyndist mér auðvelt árið 1978
að koma heim frá sérnámi í Dan-
mörku, en þar hafðir þú einnig num-
ið þína sérgrein. Ég hafði áður rætt
um það við þig að koma mér upp
lækningastofu, en þér fannst auðvelt
mál að leysa úr því og tjáðir mér að
ég væri hjartanlega velkominn á
Miklubraut 50, þar sem öll þín tæki
og tól stæðu mér til boða, svo og að-
stoðarstúlkan Jóhanna, sem var
ómissandi og vissi skil á öllu. Þessu
eintaka tilboði var ekki hægt að
neita.
Já, þetta voru yndislegir tímar og
auðveld ár. Allt sem mig vantaði eða
átti ólært lærði ég hjá þér og danski
grunnurinn var sá sami hjá okkur
báðum. Eyrnasmásjáin, sem þú
fyrstur fluttir heim og notaðir við
fyrstu heyrnarbætandi eyrnaað-
gerðir á Íslandi, reyndist ómetanleg
hjálp. Ómögulegt er í dag að hugsa
sér eyrnalækningar án smásjár eða
svæfingalækna, en þannig var það
þá.
Á þeim tíma varst þú jafnframt
minn svæfingarlæknir og svæfðir
með eter og opnum maska, en svæf-
ingalæknar lágu þá ekki á lausu.
Saman framkvæmdum við háls-
kirtlatöku með þínu eintaka lagi.
Hafa ber í huga að fúkkalyf voru
ekki til fyrr en eftir heimkomu þína
frá námi og því allar sýkingar, ekki
síst hálskirtlabólgur, alvarlegt
heilsufarslegt vandamál. Þú lýsir því
vel í ævisögu þinni hve afkastamikill
þú varst þegar þú t.a.m. á einum
morgni frá kl. 8 til 11 framkvæmdir
yfir 30 háls- og nefkirtlatökur.
Tímarnir breytast og mennirnir
með. Ég ákvað að hætta á Miklu-
brautinni og þar endaði okkar sam-
vera að sinni og ég fór að nota svæf-
ingalækni við kirtlatökurnar. En
þannig snerust hlutirnir að síðustu
árin sem þú varst í starfi fékkst þú
að vera hjá mér á lækningastofunni
á Uppsölum í Kringlunni og þar
meðhöndlaðir þú þína gömlu og
tryggu skjólstæðinga og vini.
Þú varst mikill gæfumaður að
eignast seinni eiginkonu þína Þórdísi
Toddu Guðmundsdóttur sem lífs-
förunaut. Hún bókstaflega lifði fyrir
þig og tók þátt í öllu sem þú aðhafð-
ist í gleði og sorg. Saman veidduð þið
og nutuð samverunnar í litla húsinu
ykkar við Bíldsfell. Alla tíð voruð þið
höfðingjar heim að sækja, Þórdís
eldaði veislumat og þú skemmtir
gestum með líflegum samræðum og
á einstakan hátt með því að spila á
sög. Þær stundir verða okkur Krist-
ínu alla tíð ógleymanlegar.
Á hásumardegi endaðir þú þinn
lífsferil, sem varð einn sá lengsti í ís-
lenskri læknastétt.
Blessuð sé minning þín.
Einar Sindrason.
Glæsimennið geðþekka, Erlingur
Þorsteinsson læknir, er horfið sýn-
um. Stærstan hlut átti hann að því að
föður hans, þjóðskáldinu Þorsteini
Erlingssyni, Eyfellingi og Fljóts-
hlíðingi í senn, var reistur veglegur
minnisvarði á brekkubrún bak við
Héraðsskólann í Skógum. Þar minn-
ir hann staðargesti dag hvern á
skáldið snjalla sem orti ljóð réttlætis
og fegurðar sem engan ljóðvin láta
ósnortinn.
Um mörg ár sendi Erlingur hing-
að að Skógum kornsekki frá Sól-
skríkjusjóði móður sinnar, frú Guð-
rúnar J. Erlings, ætlaða til þess að
seðja smælingjana sem syngja okk-
ur ár hvert söng „um sumarið blíða
og vorkvöldin löng.“
Mikil var hamingja okkar hér í
Skógum þann 28. maí árið 2006 er
Minningarstofa Þorsteins Erlings-
sonar var opnuð í Byggðasafninu í
samvinnu við Þjóðminjasafnið og
fjölskyldu skáldsins. Það var mér þá
áhrifamikil stund er ég sá Erling
lækni setjast í ruggustól föður síns.
Það var líkt og sterkt tákn er tengdi
nútíð við löngu liðna fortíð í skrif-
stofu skáldsins í Þingholtsstræti.
Mikil hlýja í garð Skógasafns og
menningarhlutverks þess af hálfu
Erlings og fjölskyldu hans einkenndi
þessa opnunarhátíð í Skógum.
Byggðasafnið sendir fjölskyldu Er-
lings Þorsteinssonar einlægar sam-
úðarkveðjur. Í Skógum er hans
minnst með þakklæti og virðingu.
Þórður Tómasson.
Kistur • Krossar • Sálmaskrár • Duftker • Blóm • Fáni • Gestabók • Erfidrykkja • Prestur
Kirkja • Legstaður • Tónlist • Tilkynningar í fjölmiðla • Landsbyggðarþjónusta • Líkflutningar
Suðurhlíð 35 Fossvogi • www.utforin.is
Vaktsími: 581 3300 & 896 8242 • Sólarhringsvakt
Komum heim til aðstandenda ef óskað er
Bryndís ValbjarnardóttirSverrir Einarsson
ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS
Það sem hafa ber í huga varðandi andlát og útför
Hermann Jónasson Geir Harðarson
Englasteinar
Helluhrauni 10
Sími 565 2566 - www.englasteinar.is
Fallegir legsteinar
á góðu verði
✝
Kær móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang-
amma,
ÞORBJÖRG EYJÓLFSDÓTTIR,
Hrafnistu,
Hafnarfirði,
áður Norðurbraut 1,
lést fimmtudaginn 2. ágúst.
Jarðarförin fer fram frá Víðistaðakirkju, mánudaginn
13. ágúst kl. 13.00.
Sólveig Björgvinsdóttir, Jóhannes Páll Jónsson
Eyjólfur Björgvinsson, Elsa Rúna Antonsdóttir,
Guðfinna Björgvinsdóttir, Sigurður Emilsson,
barnabörnin og fjölskyldur þeirra.
✝
Ástkær móðir mín, amma okkar og langamma,
Inga S. Jónsdóttir,
áður til heimilis
á Miklubraut 84,
lést miðvikudaginn 8. ágúst á elli- og hjúkrunar-
heimilinu Grund.
Jarðarförin verður auglýst síðar.
Sjöfn Jóhannesdóttir,
Inga og Íris Reynisdætur,
Jóhannes Reynisson
Maryna Lytvyn,
Malena og Elísa Þórisdætur.
✝
Ástkær bróðir minn,
ÓLI H. KARLSSON
frá Siglufirði,
Snorrabraut 32,
andaðist á líknardeild Landspítalans í Landakoti,
laugardaginn 28. júlí.
Útför hans hefur farið fram í kyrrþey.
Sérstakar þakkir til starfsfólks á Landspítalanum.
Ragnar Karlsson.
✝
Ástkær systir mín og frænka okkar,
GUÐNÝ RAGNHEIÐUR HJARTARDÓTTIR
(GÚSSÝ)
frá Geithálsi í Vestmannaeyjum,
síðast til heimilis
í Espigerði 4, Reyjavík,
sem lést mánudaginn 6. ágúst, verður jarðsungin
frá Fossvogskapellu, miðvikudaginn 15. ágúst
kl. 15.00.
Þeim sem vilja minnast hennar er bent á dvalarheimilið Hraunbúðir í
Vestmannaeyjum.
Svanhvít Hjartardóttir,
synir og frændsystkini.