Morgunblaðið - 12.08.2007, Síða 67
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12. ÁGÚST 2007 67
Aðili að
Gagnlegur fróðleikur og fleiri fyrirtæki,
sjá: www.kontakt.is
H
a
u
ku
r
2
6
7
4
Jens Ingólfsson rekstrarfræðingur, jens@kontakt.is
Brynhildur Bergþórsdóttir rekstrarhagfræðingur, brynhildur@kontakt.is
Ragnar Marteinsson fyrirtækjaráðgjafi, ragnar@kontakt.is
Sigurður A. Þóroddsson hdl. lögg. fasteignasali, sigurdur@kontakt.is
Eva Gunnarsdóttir skrifstofustjóri, eva@kontakt.is
Við erum ráðgjafar í fyrirtækjaviðskiptum og aðstoðum
bæði seljendur og kaupendur meðalstórra fyrirtækja við
alla þætti slíkra viðskipta:
• Leit að heppilegum fyrirtækjum eða kaupendum
• Verðmat fyrirtækja.
• Viðræðu- og samningaferli.
• Fjármögnun.
• Gerð kaupsamninga og tengdra samninga.
Við höfum engin fyrirtæki til sölu en við vitum af fjölda
fyrirtækja sem geta verið fáanleg fyrir rétta kaupendur.
Við vitum líka af mörgum aðilum sem eru að leita að
góðum fyrirtækjum í flestum greinum atvinnurekstrar.
Eftirfarandi fyrirtæki eru ekki til sölu,
en við teljum þau fáanleg:
Tengsl okkar við viðskiptavini eru trúnaðarmál. Upplýs-
ingar um fyrirtæki eru ekki gefnar upp í síma. Vinsam-
lega hringið og pantið tíma, síminn er 414 1200, en
einnig er hægt að nota tölvupóst: jens@kontakt.is
eða brynhildur@kontakt.is
TENGING VIÐ
TÆKIFÆRIN
Suðurlandsbraut 4, 7. hæð. • Sími: 414 1200
www.kontakt.is • Netfang: kontakt@kontakt.is
• Stórt þjónustu- og innflutningsfyrirtæki með sérhæfðar tæknivörur.
• Lítil heildverslun með þekktar gjafavörur. Ársvelta 40 mkr.
• Meðalstórt kæliþjónustufyrirtæki. Ársvelta 100 mkr.
• Stór sérverslun með barnavörur.
• Meðalstórt jarðvinnufyrirtæki. Ársvelta 240 mkr. Góð verkefnastaða.
• Innflutningsfyrirtæki með þekkt merki í bílavörum. Ársvelta 200 mkr. Mikill vöxtur.
• Stórt ferðaþjónustufyrirtæki í Kaupmannahöfn.
• Rótgróin umboðs- og heildverslun á Austurlandi. Ársvelta 100 mkr.
Góður hagnaður. Auðveld kaup fyrir duglegt fólk.
• Sérverslun með sportvörur. Ársvelta 120 mkr.
• Heildverslun-sérverslun með byggingavörur. Ársvelta 260 mkr.
• Lítið iðnfyrirtæki. Velta 60 mkr.
• Rótgróin heildverslun með sérvöru. Ársvelta 100 mkr.
• Meðeigandi/framkvæmdastjóri óskast að jarðverktakafyrirtæki á Austurlandi.
Mjög góð verkefnastaða.
• Rótgróið bakarí í Reykjavík. Góð velta og EBITDA.
• Deild úr heildverslun með gjafavörur. Ársvelta 60 mkr.
• Rótgróið lítið byggingafyrirtæki með fasta viðskiptavini. Fjórir fastráðnir
starfsmenn. Góð verkefnastaða.
• Rótgróin húsgagna- og gjafavöruverslun. EBITDA 14 mkr.
• Deild úr heildverslun með þekktar garðvörur.
• Lítil húsgagnaverslun í Kaupmannahöfn.
• Heildverslun-sérverslun með fatnað. Ársvelta 100 mkr.
FRÉTTIR
ÁSKRIFTASÍMI 569 1100
VÉL 2 í Kárahnjúkavirkjun var
prófuð sl. fimmtudag með því að
hleypa á hana grunnvatni, sem safn-
ast hefur fyrir í neðsta hluta að-
rennslisganga virkjunarinnar. Þor-
steinn Hilmarsson, upplýsinga-
fulltrúi Landsvirkjunar, segir að allt
hafi gengið að óskum og vélin hafi
verið keyrð í um klukkustund á
vatni.
Þorsteinn sagði, að nú gætu menn
farið að vinna sér inn tíma með því
að klára að prófa vélarnar með vatni
áður en vatn fer að renna úr Háls-
lóni.
„Það er mikil handavinna eftir í
göngunum en menn vona, að hægt
verði að ljúka frágangi í október og
þá verði hægt að hefja raforkufram-
leiðslu fyrir alvöru,“ sagði Þor-
steinn. Hann sagði að framleiðslan
verði keyrð upp hraðar en áður var
áætlað til að vinna upp tíma vegna
tafa, sem orðið hafa á Kárahnjúka-
virkjun.
Þorsteinn sagði, að fram hefði
komið á stjórnarfundi Landsvirkjun-
ar sl. föstudag að ekki væri útlit fyrir
annað en að fjárhagsáætlanir vegna
virkjunarinnar myndu standast.
Grunnvatni hleypt á vél tvö