Morgunblaðið - 12.08.2007, Page 80
SUNNUDAGUR 12. ÁGÚST 224. DAGUR ÁRSINS 2007
Heitast 18 °C | Kaldast 8 °C
N 5-10 m/s. Súld eða
dálítil rigning N- og A-
lands, einnig syðst á
landinu. Annars þurrt
og bjart veður. » 8
ÞETTA HELST»
Kársnesbraut í stokk og
göng undir Fossvoginn?
Gunnar Birgisson, bæjarstjóri í
Kópavogi, kveðst vilja vinna að
skipulagi á Kársnesinu í sátt við
íbúana. Hann segir ýmsa möguleika
vera til að létta umferð á Kárs-
nesbrautinni aukist hún til mikilla
muna, t.a.m. komi til greina að
leggja hluta brautarinnar í stokk eða
grafa göng undir Fossvoginn, yfir til
Reykjavíkur. » Forsíða
Sleginn til riddara
Gunnar Þór Ólafsson, formaður
Félags kaþólskra leikmanna, var í
gær vígður til riddara í reglu Möltu-
riddaranna. » 2
Falast eftir stóru svæði
Byggingarfélagið Eykt vill kaupa
50 hektara land við Miðvog á Akra-
nesi undir nýbyggingar. » 2
Yrði aldrei samur
Þórunn Sveinbjarnardóttir um-
hverfisráðherra segir að Þjórsárdal-
urinn verði aldrei samur verði áform
um að reisa þrjár virkjanir við neðri
hluta árinnar að veruleika. » 4
SKOÐANIR»
Staksteinar: Hvar er Framsókn?
Forystugreinar: Reykjavíkurbréf |
Glæpir mannskepnunnar
Ljósvakinn: Sameiginleg ábyrgð
UMRÆÐAN»
Atvinnu- og raðauglýsingar
á 48 síðum
Eyðilegging við Laugaveg
Einar Oddur og arfleifð hans
Esperanto – latína lýðræðisins
Blessuð sértu, sveitin mín
ATVINNA»
TÓNLIST»
Hljómsveitin Besties
leikur á Íslandi. » 71
Árni Matthíasson
fagnar ungum bönd-
um af Norðurlönd-
um og telur úrvalið
síst síðra en í Bret-
landi. » 72
TÓNLIST»
Æðislegir
frændur
FÓLK»
Angelina gaf ærslin upp
á bátinn. » 77
TÓNLIST»
Forvitnilegur furðufugl
kætir landsmenn. » 74
Viktor Pétur Hann-
esson fór í þriggja
mánaða Interrail-
ferð og tók fleiri en
þrjú þúsund ljós-
myndir. » 76
Evrópa
fönguð
LJÓSMYNDUN»
reykjavíkreykjavík
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0
Morgunblaðið bíður
eftir þér þegar þú
vaknar á morgnana
SPARIÐ HELMING MEÐ ÁSKRIFT
Í LAUSASÖLU 300 ÁSKRIFT 2650 HELGARÁSKRIFT 1600 PDF Á MBL.IS 1700
VEÐUR»
» VEÐUR mbl.is
»MEST LESIÐ Á mbl.is
1. Varð bráðkvaddur á göngu
2. Íslenska nammiútrásin hafin
3. Leysir eigin samgönguvandamál
4. Foreldrar Madeleine opna síðu
ATVINNUBLAÐ
Morgunblaðsins
er 48 blaðsíður í
dag og hefur
sennilega aldrei
verið jafnstórt,
að sögn Gylfa
Þórs Þorsteins-
sonar, auglýs-
ingastjóra Morg-
unblaðsins.
„Eftir því sem við best vitum er
þetta stærsta atvinnublaðið,“ sagði
Gylfi. „Kerfið sem blaðið er brotið
um í gerir ekki ráð fyrir svona
stórum blöðum þannig að við þurft-
um að búa til alveg nýtt plan fyrir
þetta.“
Gylfi sagði hugsanlegt að versl-
unarmannahelgin hefði haft áhrif á
þetta og fólk hefði beðið með að
auglýsa þar til nú. „Það er greini-
legt að samspil atvinnublaðs Morg-
unblaðsins og atvinnuvefjar mbl.is
á stóran þátt í þessu. Fólk sem aug-
lýsir í atvinnublaðinu fær auglýs-
ingu inn á vefinn og hann er öfl-
ugasti atvinnuvefur landsins.“
Margir leita
starfskrafta
„ÞAÐ er ólýsanleg stemning í loft-
inu,“ sagði Júlíus Júlíusson, fram-
kvæmdastjóri Fiskidagsins mikla á
Dalvík, skömmu fyrir hádegi í gær
en þá styttist í að dagurinn væri
formlega settur. Aldrei hafa jafn-
margir verið mættir á hátíðina fyr-
ir sjálfan daginn og því stefndi í
metfjölda. Aðspurður sagði hann
nægan fisk vera til en búið var að
útbúa yfir hundrað þúsund mat-
arskammta.
Að sögn lögreglunnar var stemn-
ingin góð og ekki skemmdi fyrir að
úti var logn og blíða. Afar erfitt
væri að segja til um mannfjöldann í
bænum en mikill fjöldi var mættur í
gærmorgun og mátti búast við
fleiri gestum úr næstu byggðum.
Umferðaróhapp varð sunnan við
Dalvík á föstudagskvöld þegar mót-
orhjól keyrði utan á bíl. Ökumaður
hjólsins hlaut minniháttar meiðsli.
Þá var tilkynnt um eina líkamsárás
aðfaranótt laugardagsins og einn
tekinn fyrir ölvunarakstur.
100.000 matar-
skammtar
Eftir Eyþór Árnason í Hollandi
HEIMSMEISTARAMÓT íslenska
hestsins hefur farið fram í vikunni
á býlinu Breidablik sem stendur við
bæinn Oirschot í Hollandi. Mótið
hefur verið hið glæsilegasta. Hol-
lendingum hefur tekist mjög vel til
með allt skipulag og umgjörð móts-
ins en heyrst höfðu efasemdaraddir
um að þeir hefðu burði til að halda
mót af þessari stærðargráðu. Um
450 sjálfboðaliðar hafa séð til þess
að allt gangi upp.
Íslenski hesturinn á gríðarlegri
velgengni að fagna í Evrópu og vex
áhuginn fyrir honum óhemju mikið
með hverju árinu sem líður. Nú er
svo komið að á heimsmeistaramótið
koma um 13 þúsund áhugamenn
um íslenska hestinn til þess að sjá
það besta sem hesturinn hefur upp
á að bjóða, hitta vini og kynnast
nýjum. Á mótinu etja kappi bestu
knaparnir á bestu hestunum. Út-
koman er stórkostleg skemmtun.
Stemningin á heimsmeistara-
mótum er alltaf gríðarleg og heyrir
maður oft ekki í sjálfum sér þegar
verið að hvetja knapana áfram og
fagna sigrum þeirra. Spennan er
svo mikil á úrslitadeginum að fólk
getur ekki hamið sig og fagnar eins
og það eigi lífið að leysa í taum-
lausri rússibanareið þar sem hver
gæðingurinn rekur annan.
Eigum töltið og fimmganginn
Hjörleifur Jónsson var með
fyrstu mönnum sem mættu til að
fylgjast með B-úrslitunum í gær.
„Þetta er búið að vera mjög flott
hjá Hollendingunum. Ég hef fylgst
með mótinu í netmiðlum og blöðum
og tek ofan fyrir sjónvarpinu fyrir
að vera með beina útsendingu.
Við eigum töltið og fimmganginn
og það eru einmitt greinarnar sem
við eigum að vera sterkust í. Það
verður gaman að sjá hversu mörg
gull við komum með heim,“ sagði
Hjörleifur – sem gat ekki talað
lengi enda upptekinn við áhorfið.
Heimsmeistaramóti íslenska hestsins lýkur í dag
Stemning Norðmenn fögnuðu gríðarlega hinni norskíslensku Helenu Aðalsteinsdóttur sem fer í A-úrslit í tölti.
Algjör rússibanareið
Morgunblaðið/Eyþór
Sterk Helena fór mikinn á Seth frá
Nøddegården 2. Úrslit eru í dag.