Morgunblaðið - 14.08.2007, Qupperneq 1
STOFNAÐ 1913 219. TBL. 95. ÁRG. ÞRIÐJUDAGUR 14. ÁGÚST 2007 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is
20 ÁRA AFMÆLI!
VEISLA ALLA VIKUNA
ÓLÍKT ÖLLU ÖÐRU
ALEX JAMES, BASSALEIKARI BLUR, MEÐ KAFLA
UM ÍSLAND Í SJÁLFSÆVISÖGU SINNI >> 36
ÍÞRÓTT Í LEIT AÐ
ÞÁTTTAKENDUM
LACROSSE
TÓMSTUNDIR >> 20
FRÉTTASKÝRING
Eftir Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
STEFÁN Eiríksson, lögreglustjóri á höfuð-
borgarsvæðinu, segir að meta beri níu ára
reynslu af löngum afgreiðslutíma skemmti-
staða í miðborginni og breyta honum, ef
matið leiði í ljós, að of langt hafi verið gengið
í þessu efni.
Ekki eru mörg ár síðan skemmtistöðum
borgarinnar var gert að loka ekki síðar en
klukkan 3 á laugardags- og sunnudags-
morgnum, en í júlí 1999 var veitingastöðum í
borginni heimilað í tilraunaskyni að hafa op-
ið allan sólarhringinn. Tilraunin heppnaðist
ekki vel að öllu leyti. Tæplega tveimur árum
síðar kom fram í umsögn lögreglunnar í
Reykjavík til borgarstjórnar að skyn-
samlegt væri að takmarka á ný opnunartíma
vínveitingastaða í borginni og miða við að
þeim yrði ekki lokað síðar en klukkan 5 um
helgar en gestum gefinn kostur á að yfirgefa
viðkomandi stað á næstu klukkustund eftir
lokun. Einnig var ítrekuð sú skoðun lögregl-
unnar að mikilvægt væri að halda skemmti-
stöðum fjarri íbúðabyggð. Vakin var athygli
á því að verkefnum lögreglu hefði fjölgað
umtalsvert á þeim stöðum sem hefðu heim-
ild til rýmri opnunartíma, erfiðleikar hefðu
skapast við hreinsunarstörf í miðbænum og
verslunarfólk hafi orðið fyrir auknu ónæði
við opnun verslana í miðbænum um helgar.
Samt sem áður var bent á að tilraunin hefði
að mestu leyst áberandi vandamál lögreglu
fyrir hana, það er hópamyndun ölvaðra ein-
staklinga og flutning fólks frá skemmtistöð-
um.
Vandamálin enn til staðar
Opnunartíminn var styttur á ný en vanda-
málin eru enn til staðar. Gera má því skóna
að ástæðan sé fyrst og fremst vegna fólks-
fjölgunar á höfuðborgarsvæðinu og mikillar
fjölgunar skemmti- og veitingastaða í mið-
borginni. Geir Jón Þórisson yfirlögreglu-
þjónn segir að stærsta vandamálið um árabil
hafi verið hópamyndun barna og unglinga í
miðbænum en það sé ekki lengur fyrir hendi
enda hafi verið tekið á því með skipulögðum
hætti.
Árni Björnsson, eigandi Players í Kópa-
vogi og Thorvaldsen Bar í Austurstræti,
segir að ástandið í miðbænum sé svipað og
þegar hann hóf rekstur Rauða ljónsins á Sel-
tjarnarnesi bjórdaginn 1. mars 1989. Lok-
unartíminn er misjafn en talsmenn
skemmtistaða eru sammála um að sýnileg
löggæsla sé mikilvægust til að sporna við
vanda miðborgarinnar um helgar. | 6
Opið of
lengi?
Skemmtistaðir miðborg-
arinnar í brennidepli
HERÆFINGAR standa yfir í
dag og á morgun hérlendis und-
ir nafninu Norðurvíkingur
2007. Þetta er fyrsta heræfingin
sem byggist á varnarsam-
komulagi Íslendinga og Banda-
ríkjamanna frá síðasta hausti,
en ætlunin er að halda slíkar æf-
ingar á hverju ári héðan í frá.
Loftvarnir Íslands verða æfðar í
samvinnu ratsjármiðstöðvar og
Landhelgisgæslu við áhafnir
herflugvéla frá Noregi, Banda-
ríkjunum og Atlantshafs-
bandalaginu og danska varð-
skipið Triton. Annar hluti
æfingarinnar miðast við varnir
gegn hermdar- og hryðjuverk-
um. Í þeim hluta taka 15 íslensk-
ir sérsveitarmenn þátt, ásamt
50 öðrum sérsveitarmönnum
frá Danmörku, Noregi og Lett-
landi.
Yfirmaður flughers Banda-
ríkjanna í Evrópu segir hið ís-
lenska ratsjáreftirlit mikilvægt
fyrir Atlantshafsbandalagið og
vill rækja skyldur sínar sam-
kvæmt varnarsamningnum frá
árinu 1951. | Miðopna
Norðurvíkingur 2007 fer fram í lofti, á láði og legi
Morgunblaðið/ÞÖK
Þotur Um þrjú hundruð manns, þrettán flugvélar og þyrlur og eitt varðskip taka þátt í heræfingunni sem fram fer nú á Íslandi.
Sýnilegar landvarnir
á nýjum forsendum
Eftir Silju Björk Huldudóttur
silja@mbl.is
SKRÁÐ atvinnuleysi í júlí sl. var 0,9% og lækk-
aði úr 1% í júní og 1,1% í maí. Er þetta minnsta
atvinnuleysi í einstökum mánuði síðan í október
árið 2000. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu
Vinnumálastofnunar.
Þrátt fyrir að atvinnuleysi mælist í sögulegu
lágmarki eru atvinnurekendur býsna bjartsýnir
á að takast muni að manna lausar stöður með
haustinu. Samkvæmt upplýsingum blaðamanns
er mikil hreyfing á vinnumarkaði, sem skýrist
annars vegar af árstímanum, en margir hugsa
sér til hreyfings með haustinu, og hins vegar af
þenslunni á vinnumarkaði.
Að sögn Kolbeins Pálssonar, framkvæmda-
stjóra Job.is, má ljóst vera að mikil spurn verði
eftir starfskröftum í tiltekin störf á næstu vik-
um. Segir hann þannig sárlega vanta starfsfólk í
ýmiss konar þjónustu- og umönnunarstörf,
hvort heldur er á spítölum eða skólum. Einnig
vanti talsvert af starfsfólki í verslanir, á veit-
ingastaði og hótel. Svanur Valgeirsson, starfs-
mannastjóri Bónuss, segir laus störf hjá fyr-
irtækinu nú teljandi á fingrum annarrar
handar, en alls eru um 400 stöðugildi hjá fyr-
irtækinu. Að sögn Svans skýrist þessi bætta
staða milli ára fyrst og fremst af því að fyrir ári
hafi verið tekin sú stefnubreyting að ráða fleiri
erlenda starfsmenn í laus störf hjá fyrirtækinu.
„Hefði þessi stefnubreyting ekki verið tekin upp
væri töluverður skortur á starfsfólki. Það eru
því útlendingarnir sem bjarga okkur fyrst og
fremst,“ segir Svanur.
Starfsmannastjórar þurfa að hafa hraðar
hendur finni þeir starfskraft sem þeim líst vel á.
Að sögn Guðnýjar Harðardóttur, framkvæmda-
stjóra STRÁ MRÍ, hafa hugbúnaðarfyrirtæki,
verkfræðistofur og bankarnir verið að bæta við
sig starfsfólki að undanförnu og segir hún það
að nokkru skýra þann aukna skort á starfs-
mönnum með verkfræði-, tölvunarfræði-, við-
skiptafræði- og lögfræðimenntun.
Hánnatími | 4
Hreyfing á vinnumarkaði
Minnsta atvinnuleysi hérlendis í tæp 7 ár Mældist aðeins 0,9% í júlí sl.
Skýrist fyrst og fremst af færri atvinnulausum konum á landsbyggðinni
Morgunblaðið/Þorkell
Umönnun Starfsfólk vantar til umönn-
unarstarfa nú þegar atvinnuleysi er lítið.
Í HNOTSKURN
»Að jafnaði voru 1.578 manns á at-vinnuleysisskrá í júlí.
»Minnkandi atvinnuleysi skýrist eink-um af því að atvinnulausum konum á
landsbyggðinni hefur fækkað töluvert,
en atvinnuleysi annarra stendur að
mestu í stað.