Morgunblaðið - 14.08.2007, Side 14

Morgunblaðið - 14.08.2007, Side 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 14. ÁGÚST 2007 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Eftir Ástu Sóley Sigurðardóttur astasoley@mbl.is SAMBAND Afríkuríkja hefur gefið út yfirlýsingu um að friðargæslulið, sem senda á til Súdans, þurfi ekki á friðargæsluliðum frá löndum utan Afríku að halda. Það virðist hins vegar í hreinni mótsögn við ummæli erindreka Bandaríkjanna, Andrew Natsios, sem sagði álfuna ekki eiga nóg af þjálfuðum hermönnum. Ríkisstjórn Súdans samþykkti friðargæslu á vegum Sameinuðu þjóðanna í Darfur-héraði eftir margra mánaða samningaviðræður en stjórnin hefur ekki viljað her- menn inn í landið sem ekki eru frá Afríkuríki. Áætlað er að um 20.000 friðargæsluliðar og um 6.000 borg- aralegir lögregluþjónar fari til Darf- ur-héraðs til að reyna að ná tökum á ástandinu. Omar al-Bashir, forseti Súdans, hefur sagt að friðargæsla á vegum SÞ myndi vera brot á fullveldi lands- ins. Nú segir hann hins vegar, að að- eins vanti fjármagn frá SÞ til að koma afrísku friðargæsluliðunum af stað. Nú þegar eru í Súdan um 7.000 friðargæsluliðar á vegum Sambands Afríkuríkja, AU, en Hafiz Mohamed frá „Réttlæti fyrir Afríku“-hópnum, segir Súdani hafa ráðskast með frið- argæsluliðana og ef við bættust fleiri afrískir hermenn, myndi ríkisstjórn Súdans endurtaka þann leik. Krefjast þátttöku SÞ Uppreisnarsamtökin Frelsis- hreyfing Súdans neituðu að senda fulltrúa til friðarviðræðna fyrr í mánuðinum og krafðist vopnahlés. Yahia Bolad, talsmaður samtak- anna, segir þau vera tilbúin í friðar- viðræður um leið og friðargæsluliðar á vegum SÞ séu komnir inn í landið. Komi engir friðargæsluliðar frá Vesturlöndum, verði ekkert úr frið- arviðræðum af þeirra hálfu. Stríðsglæpir í Sómalíu Óöld ríkir einnig í nágrannaríkinu Sómalíu og hefur stríðsástand geis- að þar í áratugi. Samtökin Human Rights Watch gáfu út skýrslu um átökin í Sómalíu fyrr á árinu og segja stríðsglæpi framda af öllum aðilum. Í skýrslunni segir að verstu brotin hafi verið framin af hermönnum frá Eþíópíu en þeir styðja núverandi stjórnvöld í landinu. Stjórnin, sem studd var til valda af SÞ eftir áralanga valdabar- áttu stríðsherra í landinu, hefur ekki náð fullum tökum á landinu eftir áratugalanga óöld. Human Rights Watch segir eþíópísku hermennina hafa skotið á borgara og sprengt upp spítala án þess að gefa viðvar- anir. Neita viðræðum án friðargæslu SÞ Reuters Friðarviðræður Fulltrúi Sameinuðu þjóðanna og yfirmenn Réttlætis og jafnréttishreyfingar Darfurs hittust í Tanzaníu hinn 5. ágúst. Washington. AP, AFP. | Háttsettur póli- tískur ráðgjafi og aðstoðarskrif- stofustjóri í Hvíta húsinu, Karl Rove, sagði í viðtali við The Wall Street Journal í gær að hann hygðist segja upp störfum í lok ágústmánaðar. „Ég held bara að tíminn sé kom- inn … ég verð að gera þetta fyrir fjölskylduna,“ sagði Rove í viðtalinu en hann hefur engar aðrar ástæður gefið fyrir afsögninni. Forsetaembættið gaf út yfirlýs- ingu í gær um að mikill missir væri að Rove. Ekki eru allir á eitt sáttir um hvort Rove hafi verið óvæginn refur eða einstaklega framsýnn og góður stjórnmálamaður en víst er þó að hann hefur haft mikil áhrif á banda- rísk stjórnmál, hvort sem þau eru góð eða slæm. Rove hefur oft verið kallaður „heili George Bush“ og hefur verið helsti ráðgjafi hans síðan 1993, er Bush tilkynnti fyrst þá ætlun sína að bjóða sig fram til embættis ríkis- stjóra í Texas. Bush gaf honum einn- ig viðurnefnið „Arkitektinn“ og vís- aði til þess að Rove hefði hannað herferðina sem kom honum tvisvar sinnum í forsetastól. Óhreint mjöl í pokahorninu? Rove hefur verið mjög umdeildur frá byrjun og hefur verið sakaður um óheilindi í stjórnmálabaráttunni gegn demókrötum síðan hann var unglingur. Verst lét árið 2003, en þá var Rove sakaður um að hafa lekið nafni CIA njósnara, Valerie Plame. Joseph Wilson, eiginmaður Plame, sagði Rove hafa verið að hefna sín vegna greinar sem birtist eftir Wil- son í New York Times. Í henni var haldið fram að ástæður ríkisstjórn- arinnar fyrir innrás í Írak væru ekki þær sem upp væru gefnar. Lewis „Scooter“ Libby, fyrrum skrifstofustjóri Richard Cheney, var kærður fyrir meinsæri í framhaldi af þessu en Rove slapp með skrekkinn. Lögmaður Libby hélt því fram að Libby væri fórnarlamb samsæris til að vernda Rove en það var aldrei sannað. Rove hefur einnig verið sakaður um að hafa staðið á bak við uppsögn átta ríkissaksóknara á síðasta ári. Sagt var á götunni var að ríkissak- sóknararnir hefðu neitað að sækja mál er repúblikanar myndu hagnast pólitískt á en í Hvíta húsinu hefur þessu verið harðneitað. Rove hættir í Hvíta húsinu  Helsti pólitíski ráðgjafi Bush yfirgefur Washington í lok ágústmánaðar  Karl Rove er umdeildur, ýmist talinn vera snillingur eða óheiðarlegur AP Kumpánar George Bush og Karl Rove hafa átt samleið í tvo áratugi TYRKNESKI stjórnarflokkurinn AKP, sem á rætur að rekja til hreyfingar íslamista, ákvað í gær að hvika ekki frá því að Abdullah Gul utanríkisráðherra yrði forseta- efni flokksins þrátt fyrir harða and- stöðu stjórnarandstæðinga sem ótt- ast að flokkurinn hyggist grafa undan veraldlega stjórnkerfinu. Deilan varð til þess að her Tyrk- lands hótaði að skerast í leikinn til að vernda veraldlega stjórnkerfið ef Gul yrði kjörinn forseti. Vilja enn Gul í forsetastól Ghazni. AFP. | Talibanar í Afganistan slepptu tveimur konum úr gíslingu í gær og sögðust hafa gert það til að greiða fyrir sam- komulagi í við- ræðum um lausn nítján annarra Suður-Kóreu- manna sem voru teknir í gíslingu fyrir tæpum mán- uði. Konurnar voru með íslamskar höfuðslæður og grétu þegar þær voru látnar lausar. Þær eru fyrstu gíslarnir sem talibanar leysa úr haldi af þeim 23 Suður-Kóreu- mönnum sem var rænt í Ghazni- héraði 19. júlí. Tveir gíslanna voru skotnir til bana. Suður-Kóreumenn- irnir voru í Afganistan á vegum kristinnar hjálparstofnunar. Talibanar sögðu að konurnar væru veikar og þeir hefðu leyst þær úr haldi í von um að það yrði til þess að afgönsk stjórnvöld féllust á að láta fanga úr röðum talibana lausa. S-kóreskir embættismenn hafa rætt við fulltrúa talibana síðustu daga. Stjórn Hamids Karzais, for- seta Afganistans, hefur sagt að ekki komi til greina að verða við kröfu mannræningjanna. Héraðsstjóri Ghazni skoraði í gær á talibana að láta gíslana lausa skilyrðislaust. Létu tvo gísla lausa Konurnar sem voru látnar lausar. ♦♦♦ Sydney. AFP. | 56 ára sauðfjárbóndi úr afskekktri sveit í Ástralíu hefur varað við hættunni sem getur staf- að af því að leita ástarinnar á Net- inu, eftir að slík ástarleit kostaði hann næstum lífið. Bóndinn Desmond Gregor komst til Ástralíu í fyrrakvöld eft- ir að hafa ferðast til Malí í þeim tilgangi að kvænast konu sem hafði lofað honum gulli að and- virði 6,5 milljóna króna í heiman- fylgju. Þetta reyndist þó vera blekking og bóndanum var rænt við komuna til Malí. Mannræningj- arnir börðu hann með sveðju og hótuðu að aflima hann ef þeir fengju ekki lausnargjald að and- virði 6,5 milljóna króna. Gregor var haldið í íbúð í Bam- ako, höfuðborg Malí, í tólf daga. Ættingjar mannsins fengu grun- samlega tölvupósta frá manninum sem grátbað þá um peninga. Þeir höfðu samband við áströlsku lög- regluna sem bjargaði honum í samstarfi við yfirvöld í Malí. Viðsjál ástar- leit á Netinu STJÓRNVÖLD í Norður-Kóreu sögðu í gær að óttast væri að hundruð manna hefðu farist af völdum flóða og aftakarigninga frá 7. þessa mánaðar. Um 30.000 hús hafa eyðilagst og yfir 63.300 fjöl- skyldur misst heimili sín af völdum úrhellisins, að sögn norður-kóresku fréttastofunnar KCNA. Sjaldgæft er að kommúnista- stjórnin í Pyongyang viðurkenni slík vandamál í landinu. Mikið manntjón í Norður-Kóreu SKIPULEGGJENDUR fjölda- samkomu í Búdapest, þar sem 7.451 par kysstist á sama tíma, sögðu í gær atburðinn eiga heima í heims- metabók Guinness. Ungverjaland og Filippseyjar hafa barist um titil- inn undanfarin ár. Heimsmet í kossaflensi KONUR í Pakistan sýna hendur sínar skreyttar pakist- anska fánanum. Pakistan heldur upp á 60 ára sjálfstæði landsins í dag og í tilefni þess var 134 indverskum föng- um sleppt úr haldi í gær. Flestir fanganna sem sleppt var voru fiskimenn eða fólk sem villtist yfir landamær- in og var strax tekið höndum. Einn af þeim sem sleppt var sagðist hafa villst yfir landamærin er hann var drukkinn og hafði hann setið í fangelsi í sjö ár. Pakistan og Indlandi voru sameinuð í breskri ný- lendu þar til 1947 og var þá skipt upp í núverandi mynd. Hafa löndin átt í stöðugum deilum eftir það og hafa þau háð þrjú stríð síðan þá. Í tveimur stríðum hef- ur deilan snúist um Kasmír-héraðið, en það hefur verið bitbein beggja síðan 1947. Þá var meirihluti íbúanna múslimar og gerðu þeir uppreisn gegn hindúastjórn- inni sem þá var við völd. Nú er Kasmír undir stjórn þriggja landa, Pakistan, Indlands og Kína. Indland heldur sjálfstæðisdaginn hátíðlegan á morg- un, degi á eftir Pakistan. Ríkisstjórn Indlands segist munu sleppa rúmlega 100 pakistönskum föngum í dag og verða þannig fangaskiptin liður í hátíðahöldum beggja landa. Reuters Haldið upp á 60 ára sjálfstæðisafmæli

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.