Morgunblaðið - 14.08.2007, Side 15
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. ÁGÚST 2007 15
MENNING
9.00 – 11.00 –
Meistaranámskeið II
Christopher Herrick kennir á
Klais-orgelið í Hallgrímskirkju
12.00 – Tónlistarandakt
Sr. Bernharður Guðmundsson.
Þátttakendur í meistara-
námskeiði Christopher Her-
rick leika á Klais-orgelið
í Hallgrímskirkju
14.00-17.00 –
Meistaranámskeið III
Christopher Herrick kennir á
Klais-orgelið í Hallgrímskirkju
20.00 – Guð á hvíta tjaldinu
Málþing með myndbrotum í
samvinnu við rannsóknar-
hópinn Deus ex cinema
Þriðjudagur 14. ágúst
Allir viðburðir fara fram í
Hallgrímskirkju nema annað
sé tekið fram. Nánari upp-
lýsingar á www.kirkjulista-
hatid.is
KIRKJULISTAHÁTÍÐ
11.-19. ÁGÚST 2007
SUÐUR-
AFRÍSKA mynd-
listarkonan Mar-
lene Dumas hlýt-
ur Düsseldorf
myndlist-
arverðlaunin,
Düsseldorfer
Kunstpreis, þetta
árið. Verðlaunin
voru stofnuð í
fyrra í borginni þýsku og eru ætluð
myndlistarmanni sem hvað fremst
þykir standa í myndlistarheiminum
hverju sinni. Í fyrra hlaut Bruce
Nauman verðlaunin.
Dumas hlýtur 55.000 evrur í verð-
laun, tæpar fimm milljónir króna, og
verða verðlaunin afhent í næsta
mánuði.
Dumas er 54 ára og fæddist í
Höfðaborg í S-Afríku. Hún þykir
blanda saman expressjónisma og
konseptlist í málverkum sínum, sem
unnin eru ýmist með vatnslitum, ol-
íulitum eða bleki. Dumas nam mynd-
list við Háskólann í Höfðaborg á ár-
unum 1972 til 1975.
Hlutskipti kvenna í fortíð og nútíð
er Dumas hugleikið og þá sér-
staklega ill meðferð á konum, t.a.m. í
klámi. Einnig hefur hún unnið port-
rettverk af vinum, elskhugum og
börnum.
Sjálf segir Dumas að bestu verk
hennar sýni andlega ringulreið með
erótískum hætti þar sem ótengdar
upplýsingar hrærist saman við eða
troði sér upp á viðfangsefnið. Lista-
verkasafnarinn Charles Saatchi tók
Dumas upp á arma sína fyrir nokkr-
um árum og jókst þá hróður hennar
mikið.
Dumas
verðlaunuð
Verk eftir Dumas
HALDIÐ verður upp á útgáfu
plötu Valgeirs Sigurðssonar,
Ekvílibríum, í fataversluninni
Liborius kl. 17 og 19 í dag. Þá
verður einnig frumsýnt mynd-
bandið Evolution of Waters, í
sýningarrými verslunarinnar,
peningaskáp sem þar er inn-
múraður. Rýmið ber heitið
Flösuból/Dandruff Space. Una
Lorenzen gerði fyrrnefnt
myndband við eitt laga Ekví-
libríum. Liborius stendur við Laugaveg 7 og er
opið 10.30 til 18, frá mánudegi til miðvikudags og
á laugardögum, en til 21 á fimmtudögum og föstu-
dögum.
Tónlist/ Myndlist
Útgáfuteiti og
sýning í Liborius
Merki verslunar-
innar Liborius
FIMMTUDAGINN 16. ágúst
verður kvöldstund með þýska
rithöfundinum Walter Lauf-
enberg í Populus tremula í
Listagili á Akureyri. Þar mun
hann kynna sig og fjalla lít-
illega um verk sín. Lesin verð-
ur smásaga eftir hann í ís-
lenskri þýðingu og Hjörleifur
Hjartarson (og e.t.v. fleiri)
syngur með gítarundirleik vin-
sæla söngva við ljóð Davíðs
Stefánssonar frá Fagraskógi í þýskri þýðingu
Walters. Í lokin gefst gestum kostur á að spjalla
við rithöfundinn og spyrja hann spjörunum úr.
Kvöldstundin hefst kl. 20:00.
Bókmenntir
Kvöldstund með
þýskum rithöfundi
Loftmynd af
Akureyri.
GUNNAR Kvaran sellóleikari
og Elísabet Waage hörpuleik-
ari halda tónleika í kvöld kl.
20.30, í Listasafni Sigurjóns
Ólafssonar á Laugarnestanga.
Tónleikarnir eru hluti af ár-
legri sumartónleikaröð í lista-
safninu.
Gunnar og Elísabet munu
frumflytja verkið Visions Fu-
gitives eftir John Speight. Á
efnisskránni eru einnig Sónata
eftir Antonio Vivaldi, Arpeggione, Sónata eftir
Franz Schubert og Vocalise eftir Sergei Rachm-
aninoff. Gunnar leikur á selló en Elísabet hörpu.
Aðgangseyrir er 1.500 krónur.
Tónleikar
Frumflytja verk
eftir John Speight
Gunnar og Elísabet
við hörpu
Eftir Helga Snæ Sigurðsson
helgisnaer@mbl.is
MELKORKA Ólafsdóttir flautuleik-
ari hlaut í gær styrk að upphæð
600.000 krónur úr Minningarsjóði
Jean Pierre Jaquillat, sem veittur er
tónlistarfólki til framhaldsnáms er-
lendis á ári hverju. Styrkurinn var
veittur sextánda sinni í gær við há-
tíðlega athöfn í Listasafni Sigurjóns
Ólafssonar á Laugarnestanga. Ja-
quillat var fastráðinn aðalstjórnandi
Sinfóníuhljómsveitar Íslands frá
1978 til 1986. Hann lést í bílslysi í
Frakklandi 11. ágúst 1986.
Melkorka fæddist 1981 en er þó
mikill reynslubolti í flautuleik. Hún
hlaut verðlaun Halldórs Hansens
fyrir frammistöðu sína á útskrift-
artónleikum frá Listaháskóla Ís-
lands 2004. Frá hausti þess árs hef-
ur Melkorka sótt tíma hjá Emily
Beynon við Konunglega kons-
ervatoríið í Haag, Harrie Starreveld
í Konservatoríinu í Amsterdam og
hjá Patrick Gallois í París, en hann
er einn virtasti flautuleikari heims.
Þarf ekki að vinna á kaffihúsi
Í fyrrahaust hóf hún árs meist-
aranám við Guildhall School of Mu-
sic and Drama í Lundúnum, með
sérhæfingu í hljómsveitar- og
kammertónlist. Þar hlaut hún James
Galway-verðlaunin sem veitt eru
einum flautuleikara skólans ár
hvert. Að auki hefur Melkorka hlotið
námsstyrki frá Landsbankanum og
Glitni og nú úr fyrrnefndum minn-
ingarsjóði. Framtíð Melkorku ætti
því aldeilis að vera björt, hún lýkur
brátt námi og er í fullu starfi í sumar
sem tónlistarmaður.
„Ég spila með kammersveitinni
Ísafold, Caput og Sinfó. Þetta er
fyrsta sumarið sem ég er eingöngu
að vinna sem tónlistarmaður, þarf
ekki að vinna á kaffihúsi,“ segir Mel-
korka og hlær. Hún hafi mjög mikið
að gera og það sé hið besta mál.
Eru margir flautuleikarar hér á
landi með svona langt nám að baki?
„Ég er kannski svolítið öfgakennd
í þessum gráðum mínum, búin að
læra mikið. Nú er komið gott, núna
þarf maður að læra á lífið,“ svarar
Melkorka, sem lýkur brátt námi sínu
í París og Lundúnum. Hún flakkar
borganna á milli til að sækja námið.
Langar að spila barrokk
„Þetta er síbreytileg vinna, erfitt
að verða leiður á henni,“ segir Mel-
korka um flautuleikarastarfið. Hún
er að fara taka upp plötu með tríóinu
sínu, Trio Lurra, þar sem leikin
verður nútímatónlist. „Ég er mjög
hrifin af 20. aldar tónlist og svo lang-
ar mig að spila meira af gamalli tón-
list, barrokk-tónlist. Ég er minna
fyrir rómantíkina en það er líka
minna til af rómantískri tónlist fyrir
flautu.“
En hvað tekur nú við? „Ég er að
fara út til Englands, verð aðstoð-
armaður flautuleikara sem heitir
Paul Edmund-Davis […] hjálpa hon-
um að kenna á sumarnámskeiði. Ég
var valin til þess starfs úr hópi fram-
haldsnema,“ svarar Melkorka. Síðan
tekur við spilamennska með Caput á
tvennum tónleikum í Danmörku og
að því loknu leikur Melkorka með
Sinfóníuhljómsveit Íslands. Hún
leikur með Ísafold í Langholtskirkju
á miðvikudagskvöld kl. 20.30.
London, París, Reykjavík
Melkorka Ólafsdóttir nemur flautuleik í tveimur borgum
Hún hlaut í gær námsstyrk úr Minningarsjóði Jean Pierre Jaquillat
Morgunblaðið/Kristinn
Sposk Örn Jóhannson veitir Melkorku Ólafsdóttur flautuleikara náms-
styrk að verðmæti 600.000 króna í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar í gær.
Í HNOTSKURN
» Melkorka stundaði tónlist-arnám í Tónskóla Sig-
ursveins og við Tónlistarskólann
í Reykjavík.
» Melkorka lék konsert eftirJaques Ibert með Sinfón-
íuhljómsveit Íslands á tónleikum
í Háskólabíói í febrúar 2004. Hún
er með tvær BA-gráður og tvær
MA-gráður í flautuleik, auk tor-
skilinnar, franskrar gráðu, eins
og hún orðar það í ferilsskrá.
» Í Lundúnum hefur hún unniðmeð hljóðfæraleikurum úr
Philharmonia Orchestra og
London Symphony Orchestra.
Tríó Melkorku, Trio Lurra, var
valið í tónleikaröðina „Young
professionals in Holland“ 2007.
Eftir Helga Snæ Sigurðsson
helgisnaer@mbl.is
MÓTETTUKÓR Hallgrímskirkju
fagnar 25 ára afmæli sínu um næstu
mánaðamót. Hörður Áskelsson,
stofnandi kórsins, organisti og kant-
or Hallgrímskirkju undanfarinn ald-
arfjórðung, segir kórnum hafa vaxið
fiskur um hrygg frá stofnun, bæði sé
hann fjölmennari og starfið um-
svifameira. Blaðamaður kemur upp
um fáfræði sína og spyr: Hvað er
mótetta?
„Þetta er oft skrifað vitlaust, „mó-
detta“, af því menn eru svo linmæltir
hér sunnan heiða,“ segir Hörður.
Ekki sé skrítið að menn viti ekki al-
mennt hvað mótetta sé. „Mótetta er
tónlistarform sem var algengt og er
enn í tónlistarsögunni, það er kór-
stykki, verk skrifað fyrir kór án und-
irleiks.“ Mótettukór helgi sig sem
sagt flutningi á kirkjulegri tónlist án
undirleiks.
Ungur og fullur metnaðar
„Þegar ég stofnaði kórinn á sínum
tíma, hann er mitt barn, var ég að
koma frá námi og hefja starf við
Hallgrímskirkju. Það var mikill
byrjenda- og frumbýlingsbragur á
öllu í Hallgrímskirkju þá, kirkjan
var ekki fullsmíðuð,“ segir Hörður.
Hefðbundinn kirkjukór hafi þá
starfað við kirkjuna. „Ég var ungur
maður og langaði að starfa með
ungu fólki sérstaklega. Það varð til
þess að ég byrjaði á því að stofna
þennan kór um leið og ég hóf störf,
metnaðarfullur strax. Það þótti sum-
um þetta dálítið bratt farið af stað.“
Auglýst var eftir fólki í byrjun sept-
ember 1982 og haldin áheyrnarpróf,
sem voru ekki algeng þá að sögn
Harðar. „Við settum skilyrði, fólk
mætti ekki vera eldra en 40 ára og
ekki undir tvítugu. Það þyrfti helst
að geta lesið nótur.“
Hvað varðar aldurstakmörk í dag
segir Hörður hlæjandi að efri mörk-
in hafi breyst með hækkandi aldri
stofnanda. Elstu félagar eru nú rúm-
lega fimmtugir en mikil endurnýjun
er í kórnum, flestir hinna nýju kór-
félaga milli tvítugs og þrítugs.
Kórinn syngur ekki aðeins án
undirleiks nú til dags heldur með
hljómsveitum einnig. H-moll messan
eftir J.S. Bach var t.a.m. flutt síð-
ustu helgi á Kirkjulistahátíð og í
gærkvöldi í Skálholti með hljóm-
sveit. Fyrstu árin skipuðu 20-40
manns kórinn en á síðustu árum
hafa um og yfir 50 manns verið í
honum. Tónleikar kórsins á Kirkju-
listahátíð eru að hluta til haldnir
vegna afmælisins. Hörður segir
mörg verkefni framundan, án þess
að fara nánar út í þau að þessu sinni.
Til hamingju með afmælið.
Barnið hefur vaxið
vel og dafnað
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Stofnandinn Hörður Áskelsson.
♦♦♦
VEFVERSL-
UNIN Amazon
segir sölu á bók-
um um trúar-
brögð hafa aukist
um meira en 50%
á síðustu þremur
árum. Það er mun
meiri aukning en
í flokki sagn-
fræðirita eða
stjórnmála, sem sala hefur þó einnig
aukist á. Hinir heittrúuðu munu þó
vart fagna því að mest selda bókin í
flokki trúarbragða er The God Delu-
sion (Guðsblekkingin) eftir breska
þróunarfræðinginn Richard Dawk-
ins. Í öðru sæti er bókin God is Not
Great: How Religion Poisons Eve-
rything. Benedikt páfi á þó bókina í
3. sæti, Jesús frá Nasaret, þannig að
trúleysið er ekki allsráðandi hjá við-
skiptavinum Amazon.
Trúin flytur
bókafjöll
Richard Dawkins