Morgunblaðið - 14.08.2007, Page 16
16 ÞRIÐJUDAGUR 14. ÁGÚST 2007 MORGUNBLAÐIÐ
AKUREYRI
NÚ FER H
VERÐA SÍÐ
AÐ SKRÁ
Netskránin
gu í Reykj
avíkurmar
aþon
16. ágúst
. Það á við
um allar
vega
og skránin
gargögn v
erða afhen
t í L
17. ágúst
milli kl. 1
2.00 og 2
1.0
Skráðu þi
g á www.g
litnir.is og
hla
ALLIR SIG
RA 18. ÁG
ÚST
3
km1km
10
km
21
km
„MÉR finnst mjög spennandi að fá
tækifæri til að skipuleggja þetta
starf og móta stefnu í samráði við
sveitarfélögin og menningarráðið,“
segir Ragnheiður Jóna Ingimars-
dóttir, nýráðinn menningarfulltrúi
Eyþings.
Starf hennar er nýtt og í því felst
dagleg umsýsla fyrir Menningarráð
Eyþings, þróunarstarf í menningar-
málum og menningartengdri ferða-
þjónustu á Norðurlandi eystra, fag-
leg ráðgjöf, kynning og
verkefnastjórnun og efling sam-
starfs í menningarlífi á svæðinu.
Starfið byggist á samningi mennta-
mála- og samgönguráðuneytanna
við Eyþing en samningurinn kveður
einnig á um árlegar styrkveitingar
sem Menningarráðið annast. Búið er
að setja úthlutunarreglur fyrir árið
2007, og í haust verður auglýst eftir
styrkjum. Verkefni sem leggja
áherslur á vetrartímann, samstarf
milli byggðarlaga, nýsköpun á sviði
lista eða skapandi starf fyrir börn og
unglinga munu hafa forgang.
Mikið um ferðalög á næstunni
„Ég reikna með að fyrstu mán-
uðirnir fari í að heimsækja alla að-
ilana og ég hlakka mikið til þess. Ég
ætla að heimsækja öll sveitarfélögin
til að kynna mér hvað þar að gerast;
hvaða væntingar er þar að finna og
hvaða möguleika.“
Segja má að það eitt og sér sé ær-
inn starfi fyrir Ragnheiði Jónu, enda
verður hún menningarfulltrúi fyrir
ein 16 sveitarfélög á Norðaust-
urlandi. Þjónustusvæðið nær frá
Fjallabyggð í vestri að Langanes-
byggð í austri, að meðtöldum báðum
sveitarfélögum. Samanlagður íbúa-
fjöldi er um 28.500 manns.
Vinnur með grasrótinni
Ragnheiður Jóna telur grunninn
að starfinu vera þann að kortleggja
svæðið, eins og hún kemst að orði og
vinna út frá því. Hún muni samt
kappkosta að efla menningar-
starfsemi Eyþings útfrá umræddum
samstarfssamningi með því að
„vinna með grasrótinni og fólkinu á
staðnum“ og þannig nýta styrkleika
hvers sveitarfélags.
„Ég sé fyrir mér að fólkið á svæð-
inu eigi að geta leitað til menningar-
fulltrúans um faglegar ráðlegg-
ingar,“ segir Ragnheiður Jóna.
„Mikilvægt að nýta styrk-
leika hvers sveitarfélags“
Ljósmynd/Ragnhildur Aðalsteinsdóttir
Spennandi starf „Fólkið á svæðinu á að geta leitað til fulltrúans um fag-
legar ráðleggingar,“ segir Ragnheiður Jóna menningarfulltrúi Eyþings.
Í HNOTSKURN
»Ragnheiður Jóna varvalin úr hópi 22 umsækj-
enda.
»Hún fæddist á Hvann-eyri í Borgarfirði árið
1966, en hefur búið á Ak-
ureyri sl. 18 ár. Hún lauk
námi í nútímafræði frá Há-
skólanum á Akureyri árið
2005 og hefur að und-
anförnu verið verkefnastjóri
hjá Impru nýsköpunarmið-
stöð auk þess að stunda
meistaranám í menningar-
stjórnun við Háskólann á
Bifröst.
ENGAN sakaði í hörðum árekstri á
mótum Krossanesbrautar og Óseyr-
ar á þriðja tímanum í gær. Jeppling-
ur og fólksbifreið skullu saman eftir
að annar ökumaðurinn virti ekki bið-
skyldu. Ökumennirnir voru einir í
bílunum og sluppu án alvarlegra
meiðsla, þó að annar hafi verið flutt-
ur á slysadeild þar sem hann fann til
eymsla eftir öryggisbeltið. Bílarnir
skemmdust mikið í árekstrinum og
er fólksbíllinn talinn ónýtur. Flytja
þurfti báða bílana af vettvangi með
kranabíl.
Ljósmynd/Þorgeir Baldur
Ónýtir Flytja þurfti báða bílana með kranabíl.
Harður árekstur
við Krossanesbraut
LANDBÚNAÐARSÝNINGIN
Sveitasæla verður opnuð á Sauð-
árkróki næsta föstudag og stendur
til sunnudags. Sýningin er haldin
innan- og utandyra við Reiðhöllina
Svaðastaði.
Stór vélasýning mun ná yfir fjög-
ur þúsund fermetra útisvæði og í
reiðhöllinni verða kynntar ýmsar
vörur og margvísleg þjónusta fyrir
landbúnaðinn. Kálfa- og hrútasýn-
ingar eru meðal dagskrárliða og
landnámshænur og smalahundar
munu koma talsvert við sögu. Að
sama skapi verður talsvert um mat
á sjálfri sýningunni. T.d. verða Mat-
arkistan Skagafjörður og verkefnið
Beint frá býli með bragðgóðar
kynningar fyrir gesti og gangandi.
Sveitaböll verða á Sauðárkróki
bæði föstudags- og laugardags-
kvöld og Umhverfisverðlaun
Skagafjarðar verða einnig veitt á
laugardaginn.
Sveitasæla á Króknum