Morgunblaðið - 14.08.2007, Síða 17

Morgunblaðið - 14.08.2007, Síða 17
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. ÁGÚST 2007 17 LANDIÐ Dalvík | Fiskidagurinn mikli hefur frá upphafi heiðrað einstaklinga eða hópa fólks sem hefur tekið þátt í sjávarútvegi á Dalvík. Fiskidag- urinn mikli 2007 heiðraði fisk- vinnslukonuna Ernu Hallgríms- dóttur fyrir langan starfsaldur við fiskvinnslu en jafnframt kom fram að hún væri fulltrúi hinna fjölmörgu fiskvinnslukvenna sem á síðustu öld unnu við misjafnar aðstæður. Við þetta tækifæri benti Svan- fríður Jónasdóttir, bæjarstjóri í Dal- víkurbyggð, m.a. á að Dalvík væri fyrst og fremst fiskvinnslubær, mjög hátt hlutfall fólks starfaði við fiskvinnslu og meirihluti þess væru konur. Margar konur á Íslandi hafa unnið tímabundið í fiskvinnslu. En býsna margar, einkum úti um land- ið, á stöðum eins og Dalvík, hafa líka haft fiskvinnslu sem aðalstarf, gjarnan með barnauppeldi og hús- móðurstörfum. Sú sem Fiskidag- urinn mikli heiðraði í ár er einmitt ein slík, en Erna starfaði utan heim- ilis við fiskvinnslu auk þess að sinna stóru heimili með óvenjustórum barnahópi. Svanfríður gat þess líka í ræðu sinni að konur hefðu alltaf verið virkir þátttakendur í atvinnulífi þjóðarinnar, bæði til sjávar og sveita. Framan af síðustu öld voru konur t.d. mikilvægur vinnukraftur við verkun á saltfiski. Við síld- arsöltun, sem varð mikilvæg at- vinnugrein snemma á síðustu öld, voru konur líka ómissandi vinnu- kraftur. Fiskidagurinn mikli hefur þegar heiðrað þau sem gerðu Dalvík á sínum tíma að einum helsta síld- arsöltunarstað á landinu. Í vitund þjóðarinnar er fiskvinnslukonan þó líklega helst sú sem vinnur í frysti- húsi eða við það, sem stundum er kallað hefðbundin fiskvinnsla eins og algengast er hér í dag. Strax og frystihúsin tóku að ryðja sér til rúms á fyrra hluta síðustu aldar urðu þau stórir kvennavinnustaðir þar sem konur sáu um snyrtingu og pökkun afurðanna. Snyrtingin er enn í dag mannfrekasta starfið. Hún er hjartað í fiskvinnslunni og þar eru konurnar. Þess vegna heiðrar Fiskidagurinn mikli fiskvinnslu- konu. Fiskidagurinn mikli 2007 heiðrar fiskvinnslukonu Fiskverkun Erna Hallgrímsdóttur tekur við viðurkenningu Fiskidagsins mikla sem Svanfríður Jónasdóttir, bæjarstjóri Dalvíkur, afhendir. Bolungarvík | Ástarvikan er nú hafin í Bolungarvík en við setningu hennar var um 300 hjartalaga blöðrum sleppt. Ýmislegt er á döf- inni þessa viku. Má þar nefna faðm- laganámskeið, nestisferð, ferð fjöl- skyldunnar, bílabíó, ljóðakvöld og gleðihláturskvöld. Soffía Vagns- dóttir er einn af forsprökkum ást- arvikunnar og hér er hún ásamt fleirum að sleppa ástarblöðrunum lausum. Ljósmynd/Ylfa Mist Ástarvikan hafin Vestfirðir | Vegagerð í Þorskafirði verður boðin út í haust en ekkert bólar á þverun Þorskafjarðar. Gísli Eiríks- son, umdæmisstjóri Vegagerðarinnar, segir í samtali við fréttavefinn bb.is að þverun fjarðarins sé ekki komin á fjögurra ára vegaáætlun og því verði einhver bið á framkvæmdum við hana. Í haust verða framkvæmdir við bundið slitlag boðnar út. Um er að ræða kafla í austanverðum Þorskafirði, frá Kinn- arstöðum inn að afleggjaranum upp á Þorskafjarðarheiði. Vegurinn er upp- byggður að mestu leyti og því ekki dýr framkvæmd að leggja á hann slitlag. Þverun fjarðarins er hins vegar fram- kvæmd af allt annarri stærðargráðu. Sturla Böðvarsson, forseti Alþingis, lét hafa eftir sér í Svæðisútvarpinu að fjörðurinn yrði þveraður og það væri ekkert vafamál. Sveitarstjórnir í Barðastrandarsýslu sendu í sumar frá sér mótmæli þar sem talið var að fjörðurinn yrði ekki þveraður og vís- uðu í samþykktir fyrri samgönguráð- herra. Þingmenn Norðvesturkjör- dæmis funduðu í síðustu viku þar sem fjallað var um framkvæmdir á sviði vegagerðar í kjördæminu. Þingmenn kjördæmisins eru einhuga um þá stefnu að við endurbyggingu Vest- fjarðavegar númer 60 eigi að miða við að unnið verði í samræmi við tillögu Vegagerðarinnar um þverun Þorska- fjarðar án þess að nefna neinar tíma- setningar í því sambandi. Bundið slitlag í Þorskafirði HVER AÐ ÐASTUR SIG! Glitnis lýk ur kl. 20.0 0 fimmtud aginn lengdir; 1 , 3, 10, 2 1 og 42 k m. Bolir Laugardal shöllinni f östudagin n 00. auptu til g óðs. T! 1 m 42 km H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA - 0 7 -0 5 8 1

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.