Morgunblaðið - 14.08.2007, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 14.08.2007, Qupperneq 20
tómstundir 20 ÞRIÐJUDAGUR 14. ÁGÚST 2007 MORGUNBLAÐIÐ Ég kynnti sportið hér í Dan-mörku fyrir rúmum 5 ár-um en áður hafði égkynnt mér hvort íþróttin væri stunduð hér. Ég komst að því að það var verið að koma upp la- crosse-liði í Stokkhólmi og svo voru nokkur lið í Þýskalandi en ekkert í Danmörku. Ég hugsaði því með mér að ein- hver yrði að kynna Dönum sportið þannig að ég bauð 20 góðum vinum mínum heim og spurði þá hvort þeir væru til í að koma þessari íþrótt á legg í Danmörku. Sextán þeirra sögðu já og úr því varð lacrosse- klúbburinn Copenhagen Lacrosse,“ segir Kristian Gotsch, sem nú stefn- ir að því að kynna Íslendingum la- crosse. Hann segir íþróttina hafi náð miklu flugi eftir að fyrsti klúbburinn var stofnaður, en aðspurður um hvers vegna hann hafi tekið verkið að sér kveðst hann hafa búið í To- ronto í Kanada um skeið. Þar var at- vinnulið í lacrosse og eitt sinn fór hann á leik og sá þá að þessi íþrótt sameinaði allar hans uppáhalds íþróttir í eina. „Það skiptir ekki máli hvort mað- ur er stór eða lítill, snöggur eða hægur, það hafa allir sína hæfileika í lacrosse.“ segir Kristian sem þurfti þó að bíða í tvö ár áður en hann spil- aði sjálfur, en það gerði hann fyrst í Kaupmannahöfn. Einfaldar reglur Lacrosse krefst ekki endilega sér- stakrar umgjarðar, miklu frekar ákveðins búnaðar og einfaldra reglna. Leikurinn getur farið fram bæði úti við sem innandyra og spila yfirleitt 6-12 manns, eftir því hvort spilað er innandyra eða utandyra. Leikurinn hentar því vel nánast hvar sem er, því ekki þarf annað en væna grasflöt. Það er meðal annars þetta sem Kristian telur að muni stuðla að frekari vexti íþróttarinnar á Norð- urlöndunum, en lacrosse hefur þeg- ar haslað sér völl í Danmörku og Noregi og eru þar komin fimm lið á jafn mörgum árum. Að sögn Kristians er lacrosse eins konar blanda af fótbolta, handbolta, körfubolta og íshokkíi og getur þannig höfðað til þeirra sem vilja leika með í liði sem og þeirra sem vilja spila íþrótt sem krefst tölu- verðrar nákvæmni eða færni. „Allir geta lært að kasta boltanum og hvernig þeir eiga að beita kylf- unni, en lengstan tíma tekur að læra hvar maður á að staðsetja sig á vell- inum,“ segir Kristian og bætir við að það komi sér þannig vel að hafa tek- ið þátt í íþróttum þar sem spilað er í liðum. Leitar að „athafnafólki“ Kristian, sem er heiðursritari í evrópska Lacrosse-sambandinu, langar nú að finna fólk á Íslandi sem vill hjálpa honum að koma lacrosse á legg en til þess þarf fyrst og fremst brennandi áhuga á meðal þeirra karla eða kvenna sem stofna fyrsta liðið. „Þegar ég byrjaði á lacrosse í Danmörku þá var þetta líka áhugi á því að reyna að byggja upp eitthvað nýtt. Ég reyndi því að kynna þetta á sama hátt í Noregi og við héldum þar helgarkynningu og nú eru þar fimm lið starfandi,“ segir Kristian. En yfirleitt er íþróttin kynnt þannig að þegar búið er að staðfesta hóp fólks sem vill læra íþróttina þá kem- ur þjálfari frá Lacrosse-sambandinu með allan búnað og kynnir leikinn, t.d. yfir helgi. Kristian hefur einnig haft þennan hátt á í Frakklandi og mun sama aðferð verða notuð á Ís- landi. „Ef ég finn einhvern sem telur sig geta hjálpað okkur að koma þessu á legg þá koma tveir þjálfarar frá okk- ur, með búnað og taka sér 1-2 daga í að kenna liðinu leikinn.“ Hér er til mikils að vinna því venjan er sú, enn sem komið er, að fyrsta lið hvers lands fái allan nauðsynlega búnað gefins af Lacrosse-samböndum, annaðhvort af Evrópu- eða heims- sambandinu. ingvarorn@mbl.is Lacrosse-leikmenn óskast Spennandi Lacrosse hefur verið stundað í núverandi mynd allt frá miðri nítjándu öld en íþróttin er upprunin á meðal ættbálka indjána Norður-Ameríku og virðist afar grípandi ef marka má hraða út- breiðslu í Evrópu eftir að íþróttin náði fótfestu fyrir nokkrum árum. Lacrosse-íþróttin hefur sótt verulega í sig veðrið að undanförnu í Evrópu – og Ísland er næst á dag- skrá. Ingvar Örn Ingv- arsson spjallaði við Kristi- an Gotsch, sem hefur brennandi áhuga á íþrótt- inni og starfar fyrir Lac- rosse-samband Evrópu. Lacrosse Kristian Gotsch leitar nú að áhugasömum konum eða körlum til að koma Lacrosse íþróttinni á legg á Íslandi. Í HNOTSKURN »Það voru meðal annarraCherokee- og Mohawk- indíánar sem lögðu stund á lacrosse-íþróttina en heiti leiksins sem notað er í dag er upprunnið í frönsku en talið er að lacrosse hafi verið stundað allt frá 16. öld. »Sem stendur er lacrossespilað í 18 Evrópulöndum og fara vinsældirnar vaxandi. Á heimasíðu Evrópusambands lacrosse-íþróttarinnar kemur fram að Lacrosse sé ört vax- andi og jafnvel hraðasta íþróttin sem stunduð er á tveimur jafnfljótum. www.europeanlacrosse.org www.intlaxfed.org/ www.copenhagenlacrosse.com/ ÞAÐ eru ekki aðeins Íslendingar sem leggja hart að sér í vinnunni því ef marka má frétt á vef The Economist þá eru Bandaríkjamenn einnig með eindæmum vinnu- samir. Þetta þýðir þó ekki að af- köstin séu í samræmi við vinnu- framlagið því í fréttinni kemur fram að þjóðarframleiðsla miðað við vinnustundir er hæst í Noregi. Reyndar eru Belgía, Holland og Frakkland öll með hærri þjóð- arframleiðslu á vinnustund en Bandaríkin. Líkur eru leiddar að því að mögulega sé vænlegra að vinna styttri vinnutíma og eiga meira frí en að vinna daginn út og inn og skila þrátt fyrir allt minni vinnu en margur annar. Meira er ekki alltaf betra H% #3 6# /%  0   6    SR   & F  $ 6   2   ! ( !  B2  9  #  " ! !  " # $ %  & '(  &     2  Auglýsing um próf til löggildingar til endurskoðunarstarfa Með vísan til laga nr. 18/1997, um endurskoðendur, verða próf til löggildingar til endurskoðunarstar- fa haldin í nóvember 2007 sem hér segir: Próf í endurskoðun föstudaginn 9. nóvember Próf í reikningsskilafræðum mánudaginn 12. nóvember Próf í skattskilum miðvikudaginn 14. nóvember Próf í gerð reikningsskila föstudaginn 16. nóvember Prófin verða haldin í Háskólanum í Reykjavík og hefjast kl. 9 hvern prófdag. Væntanlegir prófmenn skulu fyrir 10. október nk. tilkynna prófnefnd hvaða próf þeir hyggjast þreyta. Tilkynningar sendist formanni prófnefndar, Árna Tómassyni, Hraunbraut 20, 200 Kópavogi. Tilkynningu skal fylgja nafn prófmanns, heimilisfang, tölvupóstfang og staðfesting um að fullnægt sé skilyrðum 4. og 5. tölul. 1. mgr. 2. gr. laga um endurskoðendur, ásamt kvittun fyrir greiðslu prófg- jalds að fjárhæð kr. 35.000, fyrir hvert próf sbr. 4. mgr. 3. gr. laga nr. 18/1997, um endurskoðendur. Greiða skal prófgjald hjá Fjársýslu ríkisins, Sölvhólsgötu 7. Prófnefndin mun boða til fundar með prófmönnum í október nk. Reykjavík, 9. ágúst 2007 Prófnefnd löggiltra endurskoðenda

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.