Morgunblaðið - 14.08.2007, Side 28
28 ÞRIÐJUDAGUR 14. ÁGÚST 2007 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ Gunnar Sæ-mundsson
fæddist í Reykjavík
14. desember 1951.
Hann lést á krabba-
meinslækninga-
deild Landspítalans
6. ágúst síðastlið-
inn. Foreldrar hans
voru Svanhildur
Guðmundsdóttir
frá Litlu Sandvík, f.
6. janúar 1906, d. 7.
apríl 1995 og Sæ-
mundur Símonar-
son frá Selfossi, f.
22. mars 1903, d. 11. janúar 1980.
Gunnar var yngstur þriggja
bræðra, bræður hans eru; 1)
Guðmundur, f. 27. maí 1931,
kvæntur Kristínu G. Eyjólfs-
dóttur, f. 11. febrúar 1934. Börn
þeirra eru; a) Bára, f. 29. júlí
1960, d. 12. nóvember 2003, og b)
Sæmundur, f. 24. september
1965. 2) Þorvarður, f. 31. janúar
1947, kvæntur Ástu Láru Leós-
dóttur, f. 21. júlí 1948. Börn
þeirra eru a) Leó, f. 20. júlí 1968,
börn hans eru Ingólfur Hannes,
f. 1988, Snædís Erla, f. 1994, og
Alexander, f. 1996, b) Haukur
Þór, f. 3. september 1977 og c)
Gunnar Snorri, f. 3.
desember 1980.
Dóttir Gunnars
og Guðríðar Dóru
Halldórsdóttur er
Helga, f. 1. júlí
1975, sambýlis-
maður Baldvin
Esra Einarsson, f.
9. október 1979,
sonur þeirra er
Styrkár, f. 24. jan-
úar 2007.
Gunnar ólst upp í
vesturbænum í
Reykjavík og bjó
nær alla tíð á Dunhaga 11. Hann
tók stútentspróf frá Mennta-
skólanum í Reykjavík 1971 en
starfsævi sína helgaði hann
störfum að málefnum áfengis- og
vímuefnasjúklinga. Að þeim mál-
efnum starfaði hann hjá Líknar-
félaginu Von, Fitjum, Krísuvík-
ursamtökunum og síðast hjá
SÁÁ, en þar starfaði hann frá
1997 og fram í apríl 2007, eða á
meðan heilsa hans leyfði. Gunnar
hafði hlotið löggildingu sem
áfengis- og vímuefnaráðgjafi.
Útför Gunnars verður gerð frá
Fossvogskirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 15.
Gunnar mágur minn andaðist
mánudaginn 6. ágúst eftir nær
tveggja ára harða baráttu við
krabbamein. Hann bar veikindi sín
ekki utan á sér og var barátta hans
aðdáunarverð. Hann tók örlögum
sínum með miklum hetjuskap. Það
er margt sem við sem næst honum
stöndum höfum lært af þeirri
reynslu að fara með honum í gegn-
um þetta erfiða tímabil. Þegar ég
kynntist Gunnari fyrst þá var hann
liðlega tvítugur. Hann var þá búinn
með menntaskólann og var að fóta
sig áfram í lífinu. Svo fór að starfs-
ævi sína helgaði hann málefnum
áfengis- og vímuefnasjúklinga.
Hann hjálpaði mörgum sem áttu við
erfiðleika að stríða og hafa eflaust
margir þeirra öðlast betra líf í kjöl-
farið. Gunnar var víðlesinn og einnig
hafði hann mikla ánægju af sígildri
tónlist og naut þess að sækja tón-
leika. Gunnar bjó með foreldrum
sínum að Dunhaga 11 á meðan þau
voru á lífi og eftir lát þeirra bjó hann
þar áfram.
Gunnar eignaðist eina dóttur,
Helgu sem starfar sem dýralæknir á
Akureyri og er hún í sambúð með
Baldvini Esra Einarssyni. Hann var
svo lánsamur að fá að lifa þá stund
að verða afi því Helga og Baldvin
eignuðust lítinn dreng, Styrkár,
snemma á þessu ári. Það var Gunn-
ari mjög mikils virði að eiga dóttur
sem hann var ákaflega stoltur af og
ekki síður að upplifa þá stund að
verða afi. Gunnar hefur verið stór
hluti af fjölskyldu okkar og munum
við sakna hans mikið. Hvíl þú í friði,
kæri vinur.
Þín mágkona
Ásta Lára.
Gunnar frændi okkar var góður
maður sem vildi ávallt láta gott af
sér leiða. Hann sinnti um áraraðir
störfum við að hjálpa áfengis- og
vímuefnasjúklingum og hjálpaði
mörgum að ná fótum í lífinu á ný.
Það kom oft fyrir að maður hitti fólk
hvers líf Gunnar hafði snert og fór
það góðum orðum um hann. Við
bræðurnir kynntumst honum vel á
lífsleiðinni og á mismunandi ævi-
skeiði. Við minnumst hans allt frá
því að foreldrar okkar bjuggu á
Dunhaganum en þar bjó einmitt
Gunnar með afa og ömmu. Síðar var
Gunnar tíður gestur á heimili okkar,
sérstaklega þó á sunnudögum þegar
fjölskyldan átti saman góða stund
yfir kvöldmatnum. Þar fóru fram
áhugaverðar umræður sem enduðu
oft þegar komið var að fréttum, en
helst vildi Gunnar frændi ekki missa
af þeim. En það einkenndi hann
hversu vel hann vildi fylgjast með
því hvað væri á seyði, bæði hér
heima og á alþjóðlegum vettvangi.
Einnig hafði hann mikinn áhuga á
bókum og minnumst við hans oft á
tíðum á aðfangadagskvöldum við
bóklestur. Hann var vanafastur, og
hélt fast við hið gamla og gróna en
var samt gefinn fyrir hóflega ný-
breytni. Hann hafði ákveðnar skoð-
anir og var oft tilbúinn að ræða um
hlutina í víðu samhengi sem leiddi
oft til áhugaverðra samræðna, en
hann stóð líka ávallt fast á skoðun-
um sínum. Gunnar var skemmtileg-
ur og með sérstaka kímnigáfu.
Gunnar var einn sá hógværasti mað-
ur sem við höfum nokkurn tímann
kynnst. Maður sem var víðlesinn.
Hann vissi mikið en lét þó ekki oft
bera á skoðunum sínum, innst inni
vildi hann segja okkur eitthvað en
hann var á móti því sem hann taldi
vera hégóma og sjálfselsku. Við telj-
um að við getum lært mikið af
frænda okkar, manni sem var auð-
mjúkur, orðfár og fábrotinn en sem
skildi að fjölskyldan og samheldnin
væru mikilvæg í lífinu. Við kveðjum
þig með söknuði, kæri frændi.
Megi Guð varðveita þig og veita
þér miskunn sína. Þínir frændur
Leó, Haukur Þór og
Gunnar Snorri.
Fallinn er nú frá á miðjum starfs-
aldri frændi minn Gunnar Sæ-
mundsson, og sér þar á bak góðum
dreng. Hann ólst upp í Reykjavík en
dvaldist strax á hverju sumri á
æskuheimili móður sinnar, Svan-
hildar. Þau Sæmundur, maður henn-
ar, áttu veiðijörðina Kotferju og
komu þau hjón á hverju sumri aust-
ur að Litlu-Sandvík að fylgjast með
veiðiskapnum. Þar af leiddi að þeir
bræður Guðmundur, Þorvarður og
Gunnar voru okkur mjög hand-
gengnir. Tóku þeir bræður þátt í bú-
skapnum vel fram á unglingsár,
sinntu heyskap og öðru sem laut að
fjárgæslu og kúaumsjón að sumri.
Gunnar varð mikill fyrir sér í
vinnu er hann óx upp, hraðvirkur og
fylgdi verkum sínum vel eftir. Slæp-
ingur var honum ekki gefinn; hann
réð við allar heyvinnuvélar og drátt-
arvélar. Hann umgekkst slíkar vélar
af kappi frekar en varúð, og brakaði
þá oft í gírum. En mér er í fersku
minni harðfylgi hans við heimflutn-
ing á lausu heyi og var honum þá
sama þótt pollar og hvörf væri í veg-
inum. Hann öslaði yfir það allt.
Um fimmtán ára aldur hóf Gunnar
sumarstörf í Reykjavík. Hann gerð-
ist góður námsmaður og stundaði
menntaskólanám sem lauk með
stúdentsprófi. Ekki hefi ég hér á
takteinum hvaða nám hann tók sér
þá fyrir hendur en víst var að nú
tóku við „stúdentsárin æskuglöð“,
sem runnu „burtu helst til hröð“. En
snemma stakk Gunnar við fótum,
eins og segir í afburðaþýðingu Jóns
Helgasonar á Bellmann: „Svo endar
hver sitt ævistarf og yfirgefur skál
og kút.“ Það sem á eftir fór varð
stanslaus sigurganga fyrir Gunnar
frænda minn. Hann tók sjálfur vel til
í sínum ranni, en sneri svo öllu upp í
verðuga gagnsókn. Á þessum víg-
velli ætlaði hann að bjarga öðrum.
Hann sérhæfði sig í hvers kyns með-
ferðarvinnu á vímuefnaneytendum.
Hann varð bjargvætturinn sem var
fámáll um störf sín. Gunnar var að
störfum fram undir það síðasta og
jafnvel er hann vissi að hverju dró.
En meðan hann var í landi lifenda,
vildi hann bjarga öðrum frá bráðum
háska – jafnvel dauða.
Gunnar frændi minn kvæntist
ekki en dótturina Helgu Gunnars-
dóttur dýralækni eignaðist hann.
Hann lét sér mjög annt um hana,
fylgdist af stolti með námi hennar,
sagði mér hreykinn frá námsafrek-
um hennar í Þýskalandi, og fylgdist
með starfsframa hennar hér heima.
Hann var orðinn afi og þessi lífsfyll-
ing hans varð honum hamingjuefni
hin síðustu ár.
Gunnar hélt miklum tengslum við
frændfólk sitt hér í Sandvík. Kom
oft hingað, leit þá upp að Ölfusá og
kom við á Kotferju. Hann sleppti
aldrei tengslum sínum við búskapinn
og fylgdist með sinni ættarjörð til
hins síðasta.
Fyrir fáeinum árum tjáði Gunnar
mér að læknar hefðu greint hann
með krabbamein. Það var snörp bar-
átta sem nú hófst og Gunnar hlífði
sér hvergi. Framundir vor vann
hann í sínu starfi en dauðinn átti síð-
asta leikinn nú í byrjun þessa mán-
aðar. Gunnar Sæmundsson hvarf frá
þessu fagra sumri inn í æðri lendur
og lætur eftir sig einstakt lífsstarf
sem aðrir dæma betur um.
Við hér í Litlu-Sandvík vottum
dóttur hans, dóttursyni og bræðrum
einlæga samúð okkar og biðjum Guð
að varðveita frænda okkar.
Páll Lýðsson.
Stundum er skammt milli lífs og
dauða. Ég minnist hér ágæts vinar,
sem féll fyrir sigð dauðans 6. ágúst
sl. Hann var aðeins 55 ára að aldri,
fæddur 14. desember 1951 í Reykja-
vík. Hann gekk menntaveginn, og
lauk stúdentsprófi frá Menntaskól-
anum í Reykjavík 1971, 19 ára, með
ágætum vitnisburði. Stundaði því
næst nám um skeið við Háskóla Ís-
lands, en lauk ekki prófi. Hann gerð-
ist ráðgjafi þeirra, er leita sér lækn-
inga á Vogi gegn áfengisneyslu.
Vann hann þar allt til þess tíma, að
hann kenndi sér meins þess, sem
leiddi hann til dauða, eftir stutta
legu á Landspítalanum við Hring-
braut. Hann var heima um tíma í
júlí, og þá ók hann mér til lyfjabúðar
hér í borg, og virtist hress. Sagðist
vinna á ný þriðjudaginn 7. ágúst.
Hann dó, eins og fyrr sagði, 6. ágúst.
Gunnar Sæmundsson gerði mér
margan greiða. Hann ók með mig
iðulega og var ætíð reiðubúinn til að-
stoðar. Eitt sinn ók hann með mig og
vinkonu mína til Þingvalla um sum-
ar, bauðst til þess. Séra Heimir og
frú Dóra buðu okkur inn í Þingval-
labæinn og veittu okkur vel. Gunnari
mun hafa þótt vænt um þetta, þó að
hann væri ekki neinn kirkjunnar
Gunnar Sæmundsson
Legsteinar og fylgihlutir
MOSAIK Hamarshöfða 4 110 Rvk
sími 587 1960 www.mosaik.is
• Mikið úrval
• Yfir 40 ára reynsla
• Sendum myndalista
✝
Ástkær móðir okkar og amma,
ÁSDÍS JÓHANNESDÓTTIR,
Kaplaskjólsvegi 27,
Reykjavík,
lést á lungnadeild Landspítalans í Fossvogi,
föstudaginn 10. ágúst.
Viðar H. Jónsson, Magnea Sveinsdóttir,
Ingunn Björk Jónsdóttir, Sæmundur Freyr Árnason,
Agnar H. Kolbeinsson, Lóa Hallsdóttir,
Bjarki Þór Haraldsson,
Ástrós Björk Viðarsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang-
amma,
BERGA G. ÓLAFSDÓTTIR
frá Kiðafelli í Kjós,
andaðist á hjúkrunarheimilinu Skjóli, mánudaginn
13. ágúst.
Útförin verður auglýst síðar.
Börn, barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma,
Magnea Kristín Hjartardóttir,
Ægisíðu 125,
Reykjavík,
andaðist á Vífilsstöðum, þriðjudaginn 7. ágúst.
Jarðarförin fer fram þriðjudaginn 21. ágúst
kl. 13:00 í Fossvogskirkju.
Jónína Hólmfríður Björgvinsdóttir,
Haraldur Björgvinsson, Sonja Gestsdóttir,
Ólafur Björgvinsson, Ragnheiður Ragnarsdóttir,
Logi Björgvinsson, Margrét Gústafsdóttir.
✝
Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma,
NIKÓLÍNA KARLSDÓTTIR,
Blómsturvöllum 39,
Neskaupstað,
lést á Fjórðungssjúkrahúsinu í Neskaupstað,
mánudaginn 13. ágúst.
Karl Birgir Júlíusson, Gerður María Gunnarsdóttir,
Stefanía María Júlíusdóttir, Þórleifur Ólafsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Elskuleg eiginkona mín, móðir, tengdamóðir,
amma, systir og mágkona,
SIGRÚN BÁRÐARDÓTTIR,
lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi,
sunnudaginn 12. ágúst.
Jarðarförin verður auglýst síðar.
Björgvin Þorleifsson,
Jón Gestur Björgvinsson, Natalía Ósk Ríkarðsdóttir,
Bernharð Máni Snædal, Óðinn Rafn Jónsson Snædal,
Katrín Bárðardóttir, Magnús Einarsson.
✝
Kveðjuathöfn verður um elskulega móður okkar,
GUÐRÚNU JÓNSDÓTTUR
frá Möðruvöllum 1,
Kjós,
í Fossvogskirkju, fimmtudaginn 16. ágúst kl. 13.00.
Jarðsett verður í kyrrþey í Reynivallakirkjugarði
í Kjós.
Sigrún Guðmundsdóttir,
Sigurður Guðmundsson
og aðstandendur.