Morgunblaðið - 14.08.2007, Page 34

Morgunblaðið - 14.08.2007, Page 34
34 ÞRIÐJUDAGUR 14. ÁGÚST 2007 MORGUNBLAÐIÐ Grettir Smáfólk Kalvin & Hobbes Hrólfur hræðilegi Gæsamamma og Grímur Úthverfið Kóngulóarmaðurinn Ferdinand ÞAÐ GERÐIST EKKERT Í HEIMINUM Í DAG... ALLIR VORU HEIMA AÐ HORFA Á SJÓNVARPIÐ FLEIRI FRÉTTIR KLUKKAN ELLEFU ÉG ELSKA KALDHÆÐNIS- STÖÐINA ÉG HELD AÐ VIÐ SÉUM AÐ VERÐA NÁNARI... ÞETTA VAR EFTIR BRAHMS! ÞEGAR ÞÚ SPILAÐIR ÞETTA LAG EFTIR BEETHOVEN ÞÁ HUGSAÐI ÉG, „EN FALLEGT“ ÞÁ HUGSAÐI ÉG HVAÐ ÞAÐ ER FRÁBÆRT AÐ VIÐ GETUM NOTIÐ SVONA STUNDAR SAMAN ÉG ELSKA ÞESSA KÖLDU OG GRÁU VETRARDAGA ÞÁ GETUR MAÐUR HALDIÐ Í VONDA SKAPIÐ ALLAN DAGINN NÚNA ÆTLA ÉG AÐ ATHUGA VIÐBRÖGÐIN HJÁ ÞÉR... ÞÚ SKULDAR MÉR NÝJAN HAMAR! Á KÖLDUM NÓTTUM HLEYPTU LAND- KÖNNUÐIRNIR Í ALASKA HUNDUNUM SÍNUM INN Í TJALDIÐ SITT ÞEGAR ÞAÐ VAR SÉRSTAKLEGA KALT HLEYPTU ÞEIR ÞREMUR HUNDUM INN ÞAÐ VANTAR TVO HUNDA Í VIÐBÓT SPILAR HÚN PÓKER? JÁ, HÚN ER MEIRA AÐ SEGJA MJÖG GÓÐ! ÉG ER HISSA! ÉG VISSI EKKI AÐ MAMMA VÆRI GÓÐ Í PÓKER. ÉG VISSI AÐ HÚN VÆRI GÓÐ Í TENNIS, KLETTAKLIFRI, SUNDI, SKÁK... ÞETTA KEMUR KANNSKI EKKI MIKIÐ Á ÓVART ÞÚ GETUR EKKI PLATAÐ MIG! ÉG HÆKKA UM 100.000 kr.! KÓNGULÓAR- MAÐUR! ÞAÐ ER FÓLK FAST ÞARNA INNI! HÚN HELDUR AÐ ÉG SÉ OFURHETJA EN ÉG ER ENGIN HETJA! ÉG ER HRÆDDUR VIÐ ELD! EN ÉG ÆTLA EKKI AÐ SÓA EINA TÆKIFÆRINU MÍNU TIL ÞESS AÐ GERA GAGN dagbók|velvakandi Íslenskan að breytast? MÉR finnst með ólíkindum hvað vel menntað fólk notar oft enskuslettur þegar til eru góð og gild íslensk orð. Til dæmis orðið að „funkera“. Í Morgunblaðinu 12. ágúst sl. er viðtal við hjúkrunarforstjóra heilsu- gæslunnar um skort á menntuðum hjúkrunarfræðingum. Og segir orð- rétt: „Það getur tekið alveg tvö til þrjú ár að átta sig á því hvernig skól- inn fúnkerar og hvaða möguleikar eru til þess að vinna vel.“ Í sama blaði er grein um þekkta leikkonu og þar er orðið smart not- að. Þar segir: „Túlkun hennar á hinni smörtu og sætu, en siðblindu og yfirborðslegu, Diane í Darling vakti verðskuldaða athygli“ o.s.frv. Ég hef aldrei fyrr séð orðið smart beygt eins og í þessari umfjöllun. En allt breytist og kannske er þetta það sem koma skal, hver veit? Lesandi. Íslendingar í Kanada, hver á heiðurinn? Í ALLRI umræðunni um Íslend- ingahátíð í Kanada og tengsl Íslands og Kanada finnst mér leiðinlegt að aldrei skuli verið talað um þann sem byrjaði með ferðir til Kanada. Agnar Guðnason, landbúnaðar- ráðanautur hjá Bændaferðum, hóf ferðir til Kanada árið 1978. Þá fór hann með tvo hópa, annars vegar í Klettafjöllin í júní og hins vegar á Ís- lendingahátíðina í ágúst. Síðar fjölgaði ferðunum og Canada air hóf áætlunarflug milli eyju og lands. Agnar fór einnig með kóra og sá um ýmis atriði í Gimli. Í dag er búið að selja Bændaferðir og vakin er athygli á sterku sam- bandi þjóðanna tveggja í fjölmiðlum ár hvert. En aldrei hef ég séð nefnst á þann mæta mann, Agnar Guðna- son, sem á heiðurinn af þessu sam- bandi. Fyrrverandi ferðafélagi í Bændaferðum. Týndur páfagaukur AFRICAN Gray Congo páfagauk- ur, 25-30 cm á hæð, slapp út um glugga frá heimili sínu í Sólheimum í Reykjavík sunnudagskvöldið 12. ágúst. Fuglinn er grár að lit með eldrautt stél og hringi á báðum fót- um. Ef einhver hefur orðið gauksins var er sá hinn sami beðinn um að hafa samband í síma 692-6816 eða 699-6216 eða hafa samband við lög- regluna í Reykjavík. Seðlaveski týndist SEÐLAVESKI úr ljósbrúnu sná- kaskinni týndist laugardaginn 11. ágúst í Reykjavík. Finnandi vinsam- legast hafi samband í síma 895 0085. Fundarlaun. Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is VEGFARANDI naut kyrrðarinnar á Gróttu meðan sólin gægðist gegnum þungbúinn skýin. Búist er við ríkjandi norðanátt fram á helgi með vætu öðru hverju norðan- og austanlands en björtu veðri að mestu í öðrum lands- hlutum. Snýst sennilega til sunnanáttar á sunnudag með hækkandi hitastigi. Morgunblaðið/Kristinn Veðurguð og vegfarandi FRÉTTIR SÍÐASTA garðaganga sumarsins á vegum Garðyrkjufélags Íslands verður á miðvikudaginn 15. ágúst. Að þessu sinni verður gengið um Hafnarfjörð. Fá bæjarfélög geta státað af jafn mörgum og fallegum náttúrulegum görðum, sem eru ræktaðir í sínu upprunalega um- hverfi að hluta til eða að öllu leyti og Hafnarfjörður. Leiðsögumaður er Steinar Björg- vinsson garðyrkjufræðingur. Mæting er í Hellisgerði, Reykja- víkurvegarmegin, kl. 20. Gengið um garða í Hafnarfirði

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.