Morgunblaðið - 23.08.2007, Blaðsíða 10
10 FIMMTUDAGUR 23. ÁGÚST 2007 MORGUNBLAÐIÐ
Það er ekki bara að gullgæsastofninn sé í örum vexti, heldur verpir hann líka sem aldrei fyrr.
Fyrir þá, sem þekktu hinn mikla al-þýðuforingja og kommúnista-
leiðtoga 20. aldarinnar, Einar Ol-
geirsson, og minnast hans með
væntumþykju er gaman að fylgjast
með ungum manni, sem er að koma
fram á sjónarsviðið og láta til sín
heyra um al-
þjóðleg fjármál.
Hann heitirÞorvarður
Tjörvi Ólafsson,
hagfræðingur hjá
Seðlabanka Ís-
lands og er son-
arsonur Einars
og dóttursonur
Axels Jónssonar,
alþingismanns Sjálfstæðisflokks á
þeirri tíð.
Þegar ungir menn söfnuðust á pallaAlþingis um miðbik síðustu aldar
var það m.a. til þess að hlusta á
þrumuræður Einars Olgeirssonar um
hið alþjóðlega auðvald. Þær voru
stórbrotnar.
Nú nálgast sonarsonur hans samaviðfangsefni út frá svolítið öðr-
um sjónarhóli m.a. í grein hér í Morg-
unblaðinu í gær en afi hans Einar
hefði getað samið fyrirsögn grein-
arinnar:
Eftir storminn lifir aldan.
Og hvað segir Þorvarður Tjörvi:„Óróinn á mörkuðunum nú er
afleiðing þess, að alltof margir –
hvort sem litið er til heimila, fyrir-
tækja, fjárfesta eða fjármálastofnana
– misreiknuðu áhrif þess, að straum-
hvörf hafa átt sér stað í vaxta-
umhverfinu á undanförnum miss-
erum, eftir að áhrifamáttur aukins
peningalegs aðhalds seðlabanka
beggja vegna Atlantshafsins fór að
segja til sín … Værukærir markaðs-
aðilar, sem héldu að dagar verulegr-
ar ókyrrðar á mörkuðum heyrðu sög-
unni til áttuðu sig alltof seint á
afleiðingum hækkandi vaxta … að
lokum mun storminn á mörkuðum
lægja en eftir lifir alda hærri vaxta,
sem ekki sér fyrir endann á.“
STAKSTEINAR
Þorvarður Tjörvi
Ólafsson
Eftir storminn …
!
"
#$
%&'
(
)
*(!
+ ,-
.
&
/
0
+
-
!!"
!
!
12
1
3
42-2
*
-
5
1
%
6!(78
9 4
$
(
!!"
!
!
:
*$;<
!
" #$% & *!
$$; *!
#$ %
$
& '( '
=2
=! =2
=! =2
#&%
! ) !"*+ '!,
<>;
?
*
'&
! "
/
() &
*
+
,
!# -
$%
=7
#
.
! " #$%
-. '//
! ' 0' ') !"
3'45 @4
@*=5A BC
*D./C=5A BC
,5E0D ).C
1
2
2
1
1
1
1
1 1 1 1
1 1
2
2
2
2
2
2
2
2
2
2
2
2
2
VEÐUR
SIGMUND
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://morgunbladid.blog.is/
Elva Björk Sverrisdóttir | 22. ágúst
2007
Fiskifræði
fjölmiðlamannsins
Ég hef aldrei skilið
andúð sumra fjölmiðla-
manna á fjölmiðla-
fræði.
[…]
Hvaða vitleysa er
þetta? Ég hélt að allt
nám kæmi verðandi blaðamönnum
að gagni. Ég hefði líka haldið að það
hjálpaði blaða- og fréttafólki að
hugsa gagnrýnið um fag sitt. Þar
kemur nám í fjölmiðlafræði sér
áreiðanlega vel.
Meira: elvabjork.blog.is
Toshiki Toma | 22. ágúst 2007
Könnun óskast!
Hlutfall kvennapresta
sem eru jákvæðir
gagnvart staðfestri
samvist er 20% hærra
en hlutfall karlahóps-
ins [varðandi viðhorf
til staðfestrar sam-
vistar samkynhneigðs fólks]. Núna
er hlutfall kvennapresta innan
þjóðkirkjunnar þriðjungur. En
samtímis eru flestir kvennaprestar
ekki í öndvegisstöðu innan kirkj-
unnar […]. [M]ér sýnist það vera
næg ástæða til þess að giska á að
viðhorf kvennapresta heyrist ekki
vel daglega.
Meira: toshiki.blog.is
Ragnhildur Sverrisdóttir | 21. ágúst 2007
Óskastund
Systur halda því báðar
fram, að óskir rætist
aðeins ef maður segir
frá þeim, alls ekki ann-
ars. Kata samþykkti að
láta óskina sína uppi og
sagðist hafa óskað þess
að skólaganga Elísabetar yrði mjög
skemmtileg. Glottið á Elísabetu
sýndi, að hún hefur fyrir löngu gert
sér grein fyrir að mömmur óska oft-
ast einhvers sem kemur dætrunum
vel. Þegar Kata bað hana að segja sér
hvers hún hefði óskað sér brosti hún
út að eyrum og svaraði: „Ég óskaði
þess að óskin þín rættist!“
Meira: ragnhildur.blog.is
Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
| 21. ágúst 2007
Busunartíð
Framhaldsskólarnir
hefja nú störf hver af
öðrum, trúlega flestir
eða allir með einhvers
konar nýliða- eða svo-
kölluðum busa-
vígslum. Þessar busa-
vígslur er því miður oft á tíðum
niðurlægjandi, það er tilhneiging
til að gera lítið úr nýliðunum.
Margar hverjar eru ofbeldisfullar,
þótt vissulega sé líklegt að þær
svæsnustu rati fremur í fjölmiðla
en aðrar. Þá veit ég að í mörgum
skólum freista yfirvöld þess að
draga úr ofbeldi og hættu á
meiðslum, en verður e.t.v. síður
ágengt gegn „meinlausari“ aðferð-
um við niðurlæginguna. Eftir að
hafa séð myndir af busavígslu
Menntaskólans af Egilsstöðum í
þættinum Gettu betur í Sjónvarp-
inu í febrúarlok fyrir tveimur ár-
um var mér meira en nóg boðið.
Þessi „athöfn“, sem var valin af
menntskælingum sjálfum sem sýn-
ishorn úr skólastarfinu, fólst m.a. í
því að nýliðarnir voru látnir skríða
í drullupollum. Ég átti samtal við
þáverandi umboðsmann barna um
málið og í framhaldinu skrifaði ég
umboðsmanninum og mennta-
málaráðuneytinu bréf. Mér er
kunnugt um að menntamálaráðu-
neytið skrifaði skólameisturum
bréf í kjölfarið.
[...]
Busavígslur þrífast á því að ný-
liðarnir séu settir í goggunarröð á
þann veg að þeir viti að þeir fái að
niðurlægja aðra að nokkrum árum
liðnum.
[...]
Mér sýnist á samtölum við
skólafólk undanfarna daga að það
sé full ástæða til þess að mennta-
málaráðuneytið eða umboðsmaður
kanni hvernig slíkum vígslum er
háttað í framhaldsskólum lands-
ins. Meðal annarra ástæðna er að
hér er tvímælalaust um barna-
verndarmál að ræða eftir að lög-
ræðisaldur var hækkaður. Slík
könnun myndi líka styðja skóla-
fólk í viðleitni sinni til að vinna
gegn slæmum venjum í kringum
busavígslur. Og það er líka ástæða
til að grípa inn í málin þar sem
þau eru verst.
Meira: ingolfurasgeirjohann-
esson.blog.is
BLOG.IS
MENNTASKÓLI Borgarfjarðar
var settur í fyrsta sinn við hátíð-
lega athöfn í Skallagrímsgarði í
Borgarnesi í gær. Meðal þeirra
sem fluttu ávarp voru Þorgerður
Katrín Gunnarsdóttir menntamála-
ráðherra og Ársæll Guðmundsson
skólameistari. Að ræðuhöldum
loknum var haldið í Safnahúsið þar
sem skólinn mun hefja starfsemi,
en vegna tafa verður ný skólabygg-
ing ekki tekin í notkun fyrr en í
desember næstkomandi.
Rúmlega sextíu nemendur eru
skráðir til náms við skólann og
hafa níu kennarar verið ráðnir til
starfa. Yfirleitt hafa nemendur í
Borgarfirði sótt framhaldsskóla-
nám í Fjölbrautaskóla Vesturlands
á Akranesi eða í Menntaskólann á
Akureyri en að sögn Ársæls Guð-
mundssonar skólameistara var
tímabært að stofna þennan skóla
þar sem nú búa um 2.000 manns á
Borgarnesi og um 4.000 í sveitarfé-
laginu. „Hér eru tveir háskólar og
það vantaði þennan hlekk, fram-
haldsskóla, inn í skólakeðjuna í
Borgarnesi.“
Engin formleg annarpróf verða í
nýja skólanum heldur verður farið
eftir kerfi sem kallast leiðsagnar-
mat. Ársæll segir það vera skand-
inavískt kerfi sem feli í sér meiri
samfellda vinnu með skyndipróf-
um, verkefnaskilum og munnlegum
prófum. Þá eiga nemendur að ljúka
stúdentsprófi á þremur árum að
jafnaði, -í stað fjögurra ára í flest-
um framhaldsskólum landsins.
Morgunblaðið/Guðrún Vala
Skólasetning Ársæll Guðmundsson skólameistari fylgist með.
Fyrsta skólasetningin
undir berum himni
FRÉTTIR