Morgunblaðið - 23.08.2007, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 23.08.2007, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. ÁGÚST 2007 51 Náman námsmannaþjónusta Landsbankans 410 4000 | landsbanki.is ÍS L E N S K A S IA .I S L B I 38 58 7 08 /0 7 HAFI FÓLK áhuga á að fræðast um lágan gæða- staðal, siðferðilegar skuggahliðar og menningar- legan bakgrunn bandaríska skyndibitaiðnaðarins, er hér með bent á metsölubókina Fast Food Nation sem blaðamaðurinn Eric Schlosser skrifaði upp úr ítarlegum rannsóknum og sendi frá sér árið 2001. Samnefnd kvikmynd sem Richard Linklater leik- stýrir og skrifar handritið að í félagi við Schlosser, er heiðarleg tilraun til þess að miðla efni bók- arinnar á aðgengilegan og dramatíseraðan hátt til breiðs áhorfendahóps, en er þó á mörkum þess að ganga upp sem leikin kvikmynd. Fast Food Nation (Skyndibitaþjóðin) bíómyndin er áhugaverð engu að síður en hún segir sögu margra ólíkra persóna sem eru á einhvern hátt tengdar skyndibitaframleiðslu í Bandaríkjunum. Rauði þráðurinn í frásögninni er leiðangur mark- aðsstjórans Dons Hendersons (Greg Kinnear) hjá Mickey’s-hamborgarakeðjunni, til sláturhúss bæj- arins Cody þar sem hamborgararnir eru fram- leiddir. Verkefni Hendersons er að kanna hvernig geti staðið á því að saurgerlar hafi fundist í ham- borgurum keðjunnar. Aðrar sögupersónur eru m.a. hópur ólöglegra mexíkóskra innflytjenda sem fá vinnu hjá sláturhúsinu í Cody og unglingsstúlkan Amber sem vinnur í afgreiðslunni hjá Mickey’s. Í gegnum sögur persónanna er leitast við að veita innsýn í ólíkar hliðar skyndibitaiðnaðarins, en aðstæður persónanna eru byggðar á þeim upplýs- ingum sem er að finna í bók Schlossers. Þar eru ómanneskjulegar aðstæður, réttindaleysi og þrælk- un vinnuaflsins sem starfar í sláturhúsunum mest sláandi, og er ágætlega miðlað í gegnum sögu mexí- kósku innflytjendanna. Þá er heilmikill húmor í myndinni, sem birtist í atriðum á borð við það þeg- ar persóna Gregs Kinnears lærir lífslexíuna á fundi með innkaupastjóra hjá Mickey’s, sem er frábær- lega leikinn af Bruce Willis. Skyggnst á bak við skyndibitann Skyndibitaþjóðin „Bíómyndin er áhugaverð engu að síður en hún segir sögu margra ólíkra persóna.“ KVIKMYNDIR Regnboginn - Bíódagar Græna ljóssins. Leikstjórn: Richard Linklater. Aðalhlutverk: Greg Kinne- ar, Ashley Johnson, Catalina Sandino Moreno, Ana Claudia Talancón, Ethan Hawke, Patricia Arquette o.fl. Bandaríkin / Bretland, 114 mín. Skyndibitaþjóðin (Fast Food Nation)  Heiða Jóhannsdóttir KVIKMYNDIR Háskólabíó, Smárabíó, Laug- arásbíó, Borgarbíó Akureyri The Bourne Ultimatum  Leikstjóri:Paul Greengrass. Aðalleikarar: Matt Damon, David Strathairn, Julia Sti- les, Albert Finney, Joan Allen. 111 mín. Bandaríkin 2007. ÞRIÐJA myndin um Jason Bourne er magnaðasta og úthaldsbesta spennumynd sem sést hefur í ára- raðir, a.m.k. Slíkt er ósvikið af- reksverk, því mikið þurfti til að toppa fyrstu myndina í bálknum en Greengrass tókst það engu að síð- ur og það ótrúlega gerist, sú þriðja kemur og bætir um betur og stendur örugglega uppi sem ein besta mynd ársins. Keyrslan er ofboðsleg, áhorf- endur verða að muna að spenna sætisólarnar þétt að sér um leið og þeir tylla sér niður og losa ekki um þær fyrr en eftir lendingu tveggja tíma ævintýrareisu um stórborgir heims. Þar sem Bourne geysist um, ekki síst uppi á húsþökum, á hraða byssukúlunnar í leit að for- tíðinni. Fyrir þá sem þekkja ekki til per- sónunnar rankar Bourne við sér í fyrstu myndinni, með fortíðina horfna í svartaþoku minnisleysis. Hann er í hættu staddur, menn vilja hann feigan. Í The Bourne Ultimatum er löngu komið í ljós að hann er fyrrum ofurnjósnari á veg- um CIA, leyniþjónustu Bandaríkj- anna, og nú er hann loksins kom- inn á rétta slóð í leitinni að sjálfum sér. Hún flytur hann vítt og breitt um heiminn á fund vafasamra og valdamikilla manna sem starfa að njósnum. Þessi leyniveröld er full af óvæntum hættum, dauðagildrum og skuggaböldrum sem vilja hann feigan. Sannleikurinn er óvæntur og sár, en í lokin veit Bourne hvar hann stendur. Damon og Greengrass glæða einmana en hundelta sál njósn- arans fyrrverandi ósviknum tilfinn- ingum. Sárindi Bourne eru nánast snertanleg, hæfileikaríkir leikarar á borð við Allen, Strathairn og Finney fara með hlutverk þeirra sem spæjarinn á harma að hefna en þarf á að halda í leit að fortíð- inni. Greengrass keyrir myndina viðstöðulaust áfram en gefur sér nægan tíma til að treysta samband áhorfandans við titilpersónuna, hún á í manni hvert bein. Að sjálfsögðu nýtur leikstjórinn hæfileika Da- mons, sem hefur fundið tóninn sem hæfir hinum dularfulla, minn- islausa, fyrrum leyniþjónustu- manni. Leikarinn, sem hefur ekki unnið mörg önnur afrek á ferl- inum, vekur hjá manni trú á getu Bournes undir ómennskum kring- umstæðum jafnframt því sem frá honum streymir nístandi sam- viskubit kvalins manns vegna gjörða sinna sem krefjast miskunn- arleysis frumskógarins. Damon er hin trausta þungamiðja, ásamt Greengrass skapar hann eina mögnuðustu sögupersónu has- armyndanna, glæðir hana reisn og virðingu, lykilþáttum sem oftast skortir bagalega. Kringum hann er linnulaus atgangur bráðsnjallra átakaatriða, en okkar maður stend- ur eins og klettur úr hafinu, eins og myndin upp úr afþreyingarflóð- inu. Sæbjörn Valdimarsson Leitið og … Frábær Damon skapar eina mögnuðustu sögupersónu has- armyndanna og glæðir hana reisn og virðingu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.