Morgunblaðið - 23.08.2007, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 23.08.2007, Blaðsíða 30
30 FIMMTUDAGUR 23. ÁGÚST 2007 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Sigurður Hauk-ur Guðjónsson, fyrrverandi sókn- arprestur Lang- holtsprestakalls, lést 13. ágúst sl. á Landspítalanum á 80. aldurssári. Sigurður Haukur fæddist 25. október 1927 í Hafnarfirði. Sigurður Haukur var sonur hjónanna Þórunnar Guð- mundsdóttur og Guðjóns A. Sig- urðssonar garðyrkjubónda. Sigurður Haukur lauk stúd- entsprófi frá MR 1950 og varð cand. theol. frá HÍ 1954. Hann stundaði framhaldsnám í Ed- inborg 1977 og við guð- fræðideild HÍ 1989-1990. Sig- urður Haukur var bóndi í Gljúfurholti í Ölfusi ásamt föður sínum 1950-51, bókhaldari frá SÍS 1954-1955, íslenskukennari við Vogasóla 1964-67, prestur á Hálsi í Fnjóskadal 1955-63, og prestur í Langholtsprestakalli í Reykjavík 1964-91. Hann starf- aði sjálfstætt að ristörfum frá árinu 1991 og allt til dauðadags. Hann skrifaði bókagagnrýni í Morgunblaðinu áratugum saman, fjölda greina í blöð og tímarit auk fastra þátta í DV, Alþýðublaðinu og Pressunni. Árið 1988 komu endur- minningar hans út í bókinni Guð al- máttugur hjálpi þér sem Jónína Leós- dóttir skráði. Sr. Sigurður Haukur þótti alla tíð mikill ræðuskörungur í messum sínum og erindum. Hann þótti ætíð tala til fólks tæpitungulaust um málefni líð- andi stundar. Sigurður Haukur var formaður skólanefndar Háls- hrepps 1958-63 og var forseti Sálarrannsóknarfélaga Íslands og Hafnarfjarðar 1964-65. Hann sat í stjórn Prestafélags Íslands og í stjórn BSRB. Eftirlifandi eiginkona Sigurð- ar Hauks er Kristín Sigríður Gunnlaugsdóttir. Hann lætur eft- ir sig 2 uppkomin börn, 4 barna- börn og 2 barnabarnabörn. Útför Sigurðar Hauks verður gerð frá Langholtskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. „Við erum fljótir að gleymast,“ sagði vinur minn, Siggi Haukur – séra. Sigurður Haukur Guðjónsson – við mig fyrir nokkrum árum. Samt eru þeir eflaust margir sem nú minnast hans því hann var óvenju- legur maður. Hann var frábær and- ans maður og hann var góður dreng- ur. Strax á fyrstu dögum okkar í guðfræðideild háskólans urðum við þrír nánir vinir, Sigurður Haukur, Þórir Stephensen, síðar dómkirkju- prestur, og ég. Vorum við oft kall- aðir „þrístirnið“. Og næsta vetur bættist í hópinn Ólafur Skúlason, síðar biskup. Allir héldum við saman um langan ævidag og það er stórt skarð sem nú er höggvið í vinahóp- inn. Ég hefi oft líkt séra Sigurði Hauki við Matthías Jochumsson. Hann var svo innblásinn andans maður. Fagr- ar, göfugar og máttugar hugmyndir sóttu að honum svo hratt að hann hafði oft ekki undan að skrifa. Svo var hann frábær stílisti og urðu ræð- ur hans ákaflega áhrifamiklar og mörgum minnisstæðar. Samt hafði hann sjálfur lítið álit á sinni ræðu- mennsku og sagði hann mér nýlega að hann hefði ákveðið að brenna öll- um ræðum sínum. Vandamálið var í hans huga það að hann var svo háður innblæstrinum að hann var eigin- lega ófær um að breyta nokkru eða lagfæra. Ræður hans voru eins og tærar vatnslitamyndir sem ógern- ingur er að breyta eftir á. Eins og flest andans stórmenni var Sigurður Haukur afar viðkvæm- ur og tók hann sér mjög nærri gagn- rýni og andstöðu sem hann varð fyr- ir. Því þeir voru margir, líka sumir kollegar hans, sem voru honum and- snúnir. Nokkurn þátt í því átti það að hann var hispurslaus í tali og sagði alltaf það sem honum bjó í brjósti, hvort sem það var diplómat- ískt eða ekki. En fyrst og fremst var það trúarleg afstaða hans sem ekki samrýmdist rétttrúnaði síðari ára- tuga. Því Sigurður Haukur var sannfærður spíritisti og mótaði það allt hans líf og afstöðu. Leyfi ég mér að fullyrða að þessi sannfæring hafi gert hann að einlægum, dreng- lunduðum manni. Hann átti líka ríka kímnigáfu og samverustundir okkar félaganna einkenndust jafnan af ánægjulegu samblandi af alvarlegum umræðum og leiftrandi kímni. Ég ætla ekki hér að ræða um störf séra Sigurðar, hvorki í Hálspresta- kalli né í Langholtssókn. Mig langar miklu frekar til þess að minnast heimilis hans og fjölskyldu. Eigin- kona hans, Kristín Gunnlaugsdóttir, var honum dýrmætur förunautur og hún varð líka náinn vinur okkar fé- laganna og eiginkvenna okkar. Ég vil hér lýsa einlægu þakklæti okkar hjóna og votta fjölskyldu Sigurðar djúpa samúð okkar. Eiginlega held ég að þeir sem lítt þekktu sr. Sigurð hljóti að telja orð mín um hann oflof, en að í augum vina hans muni þau engan veginn sýnast nógu jákvæð. Sigurður Haukur átti, sem fyrr segir, afar jákvæða trú og hann ef- aðist ekki um líf eftir dauðann. Og hann efaðist ekki um persónulegt samband lifenda og dáinna. Ég hugsa mér að nú horfi hann til okkar með vissum söknuði en segi um leið eins og við sjálfan sig: „Jæja, þau gleymdu mér þá ekki eftir allt! Guð blessi minningu hans. Örn Friðriksson. Kveðja frá Langholtssöfnuði Séra Sigurður Haukur Guðjóns- son tók við öðru embætti sóknar- prests Langholtssafnaðar í ársbyrj- un 1964. Gekk hann til þjónustu í söfnuði hvar sr. Árelíus Níelsson og Helgi Þorláksson skólastjóri (fyrsti formaður sóknarnefndar og fyrsti organisti) höfðu leitt starf í rúman áratug. Vösk sveit sóknarbarna í ört vaxandi hverfi var við hlið þeirra í því að byggja upp safnaðarstarf sem og safnaðarheimili og helgidóm. Baráttumaðurinn séra Sigurður Haukur gekk af krafti til liðs við samstarfsfólk og sóknarbörn og kallaði enn fleiri til starfa, en það var m.a. fyrir hans áeggjan sem Jón Stefánsson var ráðinn organisti stuttu eftir að séra Sigurður Haukur kom. Heitur hugsjónaeldur brann innra með hinum unga presti og var svo alla tíð, enda óhræddur að halda merkinu hátt á lofti. Séra Sigurður Haukur kostaði kapps í upphafi um að ná til barnanna og unga fólksins í sókninni enda sá hópur mjög stór í hinu nýja hverfi. Hann var í þeim efnum sem mörgum öðrum ófeiminn að fara nýjar leiðir til að fá unga fólkið til að koma til kirkjunnar sinnar. Popp- messur voru fyrst haldnar í Lang- holtskirkju fyrir hans tilstuðlan og sóttu þær mörg hundruð manns. Ekki voru þó allir glaðir með þessa nýjung en séra Sigurður Haukur efldist frekar við slíkt mótlæti. Hið sama má segja um AA-deildirnar sem eignuðust athvarf í safnaðar- heimili Langholtskirkju fyrir hans atbeina, en hún var fyrsta kirkjan hér á landi sem opnaði dyr sínar fyr- ir þeirri starfsemi. Nú eru AA-deild- ir starfandi í fjölmörgum kirkjum um land allt. Sigurður Haukur Guðjónsson fjórmenningar. Hún var sjö árum eldri en ég og miðlaði mér af reynslu sinni í starfi sem mér var ómetanlegt. Síðar á ævinni styrktust kynni okk- ar er við störfuðum við félagsmál á vegum Félags ísl. hjúkrunarfræð- inga. Við vorum ásamt fleirum hjúkr- unarfræðingum í ritnefnd hjúkrunar- fræðingatala. Náðu þessi störf yfir 20 ár og stóð nefndin að útgáfum hjúkr- unarfræðingatals nr. 2 og 3. Þetta voru skemmtileg ár og fylgdi þeim mikil vinna. Þessi störf voru sjálf- boðastörf. Öll þessi ár hittumst við vikulega á þriðjudagskvöldum og stundum oftar, allt árið um kring. Að sumarlagi var hist í görðum hver ann- arrar og voru þá lesnar yfir og leið- réttar prófarkir. Ekki varð hjá því komist að vin- skapur tækist með mökum okkar. Velflest ár var farið í sameiginlega 3ja daga ferð í sumarhús, leikhúsferðir yfir vetrartímann og aðrar uppákom- ur. Þessu sambandi var haldið áfram eftir að ritstörfum lauk. Nú er komið skarð í hópinn sem ekki verður fyllt. Við munum sakna Magdalenu mikið en þær góðu minn- ingar sem við höfum um hana munum við geyma vel í hjarta okkar. Veikindi hennar voru öllum sem hana þekktu mikið áfall. Upphaf og endir lífsgöngu er gangur lífsins. Við minnumst góðr- ar konu sem við kveðjum nú í dag. Kæri Höskuldur og fjölskylda: Guð gefi ykkur ljós og frið. Oddný M. Ragnarsdóttir. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta, þá sælt er að vita af því. Þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti, þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfin úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sig.) Elsku Magdalena mín. Það er ótrú- lega sárt og erfitt til þess að hugsa að ég eigi ekki eftir að sjá þig framar og heyra rödd þína hér á jörð. Það verð- ur ekki fyrr en á himnum þegar ég kem. Því trúi ég fastlega að þú takir á móti mér með þínu fallega brosi. Margs er að minnast eftir 54 ára vináttu en hér verður aðeins tæpt á nokkum minningabrotum. Magda- lena var ein af þessum einstöku manneskjum sem ég var svo heppin að kynnast er við hófum nám í hjúkr- un árið 1953. Var hún einstaklega hlý, stórkostleg kona. Hún ræktaði ein- staklega vel samband við alla sína vini og fjölskyldu. Skipti hún nánast aldr- ei skapi hvað sem gekk á og þá sjald- an að það gerðist var ærin ástæða til. Þá gjarnan er við ræddum um pólitík. Mátti hún ekkert aumt sjá. Var ávallt mætt og til staðar ef einhvern van- hagði um eitthvað, elskuleg og hlý. Var hún fær í sínu stafi sem hjúkr- unarfræðingur og gaf sjúklingum sín- um mikið af sér. Auk hjúkrunarinnar lagði hún stund á handavinnu og starfaði í safnaðarstarfi í Grensás- sókn til margra ára. Var hún mjög lánsöm í einkalífinu, átti yndislegan og hjálpsaman eiginmann og tvö góð börn og fimm barnabörn. Matarboð hennar gleymast seint enda var hún fær kokkur og höfðingi heim að sækja. Er margra gleðistunda að minnast úr þeim boðum á heimili þeirra Hösk- uldar og annarra samverustunda. Elsku Magdalena, ég þakka þér fyrir allar yndislegu stundirnar sem við áttum saman og gjafirnar þínar við hin ýmsu tækifæri sem munu ylja mér um ókomna tíð. Síðustu tíu mán- uðir voru þér erfiðir en ég þakka fyrir að hafa fengið að njóta bross þíns og bliks í augum þínum þar til yfir lauk. Áttum við þó margar ógleymanlegar stundir sem ég mun varðveita í hjarta mínu. Fjölskyldan og vinirnir voru þér allt og er söknuður þeirra mikill, ekki síst ömmubarnanna sem skilja jafnvel ekki til hlítar að Magdalena amma sé farin og komi ekki aftur. Elsku Höskuldur, Margrét Jóna og Baldur Búi. Þið voruð vakin og sofin yfir velferð og líðan Magdalenu allt þar til yfir lauk. Ykkur og öðrum að- standendum og vinum votta ég mína dýpstu samúð. Með sárum söknuði kveð ég góða, trausta og kærleiksríka vinkonu og bið henni blessunar um eilífð. Þín, Dögg. Mínar fyrstu tilfinningar fyrir fólki í kringum mig vöknuðu í örsmárri sjúkrahúskapellu Söder-sjúkrahúss- ins, Stokkhólmi, en þar vorum við saman komin, ég, presturinn, móðir mín, og Magdalena sem hélt mér und- ir skírn. Hefur hún ætíð síðan verið nefnd „guðmóðir“ mín. Þær eru góðar vinkonur móðir mín og Magdalena eða „Magga“ eins og hún er titluð hjá „Hollinu“ - hópi glæsilegra útskrift- arnema frá Hjúkrunarskóla Íslands. Þær vinkonur, móðir mín og Magga, fóru fyrst saman utan nokkru fyrir fæðingu mína með Gullfossi til stríðshrjáðrar Hamborgar og áfram til Kaupmannahafnar og þaðan til starfa í Gautaborg. Þegar þær sneru heim ári síðar með sama fari fóru þær áður með lest gegnum Evrópu alla leið til töfradvergríkisins Mónakó. Ástarævintýri furstans af Mónakó og bandarísku kvikmyndaleikkonunnar Grace Kelly var kveikjan að þessari undraferð. Það er öruggt að ef furst- inn hefði séð Magdalenu á þessum ár- um, en hún var ein af fallegustu kon- um Íslands, þá hefði hann frekar beðið um hönd hennar. Magga hefur ætíð haft mjög heims- konulega framkomu, sérstakan fág- aðan fatastíl og persónuleika sem myndar hina dulúðugu „enchantée- resse“ eins og Frakkar nefna slík fljóð. Þær vinkonur voru aftur í aust- urvegi að nýju þegar ég kom í heim- inn og aðstoðaði „guðmóðir“ mín móður mína fyrstu mánuðina við umönnun mína á sænsku fæðingar- hæli fyrir einstæðar mæður. Var það erfitt verk að sjá um pratalegan snáða. Ekki brást Magga mín þegar við snerum heim aftur með Gullfossi og útvegaði hún okkur gott leiguhús- næði hjá foreldrum sínum við Öldu- götu í Vesturbæ Reykjavíkur. - Æ síðan hefur „guðmóðir“ verið mín heilladís og gefið mér gjafir á merk- isdögum svo sem við útskrift úr menntaskóla og háskóla. Hún kom ætíð á aðfangadag með jólagjöf til okkar móður minnar - ætíð eitthvað sérstakt - svona „Möggugjöf“ fagur- lega innpakkaða. Þá gaf hún sér alltaf tíma til að áminna mig eins og sannri „guðmóður“ einni sæmir. Þá minnist ég þess enn er „Hollið“ hittist heima hjá mömmu og skemmti sér næturlangt. Þar fara hjúkrunar- konur einstakrar gerðar sem sjúk- lingar þekkja vel. Þessar nú fágætu hjúkrunarkonur er vekja þér lífsvon eða eru æðrulausir hliðverðir lífs og dauða þegar æðri máttarvöld kalla eftir þér. Sterkar. En nú vantar eina í hópinn - yfirhjúkrunarkonu „Holls- ins“. - En mér finnst Magdalena alltaf vera hjá mér eins og í litlu bænahúsi fyrir nú bráðum fimm tugum ára - með sinn verndarfaðm. Kona með heitar, mjúkar, hendur. Halldór Eiríkur S. Jónhildarson (Halldórsdóttur). Við fráfall Magdalenu Jórunnar Búadóttur er stórt skarð höggvið í hóp þeirra hjúkrunarfræðinga sem útskrifuðust úr gamla hjúkrunarskól- anum haustið 1956. Í minningunni er Magga, eins og hún var alltaf kölluð í þessum hóp, sólargeislinn í hópnum. Alltaf glöð og tilbúin að gera eitthvað skemmtilegt. Eftir að hópurinn dreifðist eftir út- skrift var Magga driffjöðrin í að halda hópnum saman. Oft fann hún skemmtilega staði til að hittast á og ófáar ánægjustundir áttum við á heimili hennar og Höskuldar. Þegar hópurinn átti fimmtíu ára útskriftar- afmæli var haldið upp á það á Glym í Hvalfirði og þar var Magga eins og alltaf hrókur alls fagnaðar. Það er sérstaklega gaman að minnast þess hve glöð hún var því mánuði seinna veiktist hún. Möggu þótti vænt um starf sitt og var hún þar áreiðanlega á réttri hillu. Hún var vel liðin af skjólstæðingum og vinnufélögum. Við sendum Höskuldi, Margréti Jónu, Baldri Búa, tengdabörnum og barnabörnum innilegar samúðar- kveðjur. Ásthildur, Ester, Dögg, Friðrikka, Jónhildur, Sigurlaug, Ingibjörg, Erla og Ásta. Kveðja frá Kvenfélagi Grensássóknar Enn hefur verið höggvið skarð í fá- menna hópinn okkar í Kvenfélagi Grensássóknar. Við lát Magdalenu Búadóttur hvarflar hugurinn til ljúfra samverustunda sem við áttum með henni. Magdalena var ætíð fús að leggja fram krafta sína, ekki síst í sambandi við miðvikudagana, þar sem aldraðir komu saman. Hún sá þá um meðlætið með kaffinu og framreiðslu þess. Þar verður hennar sárt saknað. Félagssystur Magdalenu þakka hennar fórnfúsu störf og ógleyman- legar samverustundir um árabil. Þær senda fjölskyldu hennar einlægar samúðarkveðjur. Guðs blessun fylgi henni. Stjórn Kvenfélags Grensássóknar. Í dag kveðjum við skólasystur okk- ar, Magdalenu Búadóttur sem lést þriðjudaginn 14. ágúst s.l. eftir erfið veikindi. Með örfáum orðum langar okkur að minnast góðrar vinkonu. Leiðir okkar margra lágu fyrst saman í ný- byggðum Melaskólanum og síðan í Kvennaskólanum í Reykjavík þar sem vináttuböndin styrktust enn frekar og hafa haldist æ síðan. Seinna fór Magdalena í Hjúkrunarskólann, sem hefur átt vel við hana svo hjálp- leg og hlýleg sem hún var við alla og vildi ávallt greiða götu þeirra sem í erfiðleikum áttu. Við bekkjarsysturnar úr Kvenna- skólanum í Reykjavík höfum haft þann sið að koma saman árlega og rifja upp skólaárin, njóta samvistar hver annarrar og til að styrkja enn frekar vináttuböndin. Er við komum saman síðastliðið vor gat Magdalena veikinda sinna vegna ekki verið með okkur og var hennar sárt saknað. Við skólasysturnar sendum Hösk- uldi eiginmanni hennar, börnum þeirra og barnabörnum innilegar samúðarkveðjur. Blessuð sé minning Magdalenu Búadóttur. Skólasystur úr Kvennaskólanum. Magdalena Jórunn Búadóttir ✝ Okkar ástkæri, ÞORGRÍMUR EINARSSON offsetprentari, andaðist á elliheimilinu Grund þriðjudaginn 21. ágúst. Börn, tengdabörn, barnabörn og bróðir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.