Morgunblaðið - 23.08.2007, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 23.08.2007, Blaðsíða 24
24 FIMMTUDAGUR 23. ÁGÚST 2007 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN HLUTVERK Tryggingastofn- unar sem einnar af undirstöðum ís- lensks velferðarkerfis er að annast stjórnsýslu almannatrygginga og þar með að upplýsa viðskiptavini stofn- unarinnar um réttindi sín. Þeir sem þekkja réttindi sín eru betur í stakk búnir til að hag- nýta sér þau og standa vörð um þau. Aukinn skilningur á ólíkum þörfum fólks sem vill tileinka sér nýja þekk- ingu og nýja miðl- unartækni hefur að undanförnu opnað nýj- ar víddir í möguleikum til samskipta sem m.a. ættu að koma við- skiptavinum Tryggingastofnunar til góða. Fólk með mismunandi færni og forsendur til að notfæra sér upplýs- ingar sem gefnar eru út með hefð- bundnum hætti fyllir stóran hóp viðskiptamanna Tryggingastofn- unar. Sem dæmi má nefna að skerð- ing á sjón hefur áhrif á möguleika fólks til að nýta sér lesmál og marg- ir eldri borgarar hafa ekki haft tækifæri til að hagnýta sér tölvu- tækni. Til að viðskiptavinir Trygg- ingastofnunar geti notfært sér upp- lýsingar um almannatryggingar þarf því að bjóða þær á mismunandi formi. Stofnunin hefur undanfarið ár virkjað nýjar leiðir til miðlunar til að mæta þörfum sem flestra og bæta þjónustu. Eins og getur nærri hefur ýmsum aðferðum til miðlunar verið beitt í 70 ára sögu stofnunarinnar. Frá upphafi hafa bréf verið send til ein- staklinga með upplýsingum um per- sónuleg réttindi. Um árabil hafa bæklingar um ýmsa málaflokka ver- ið gefnir út og greinar og viðtöl við starfsfólk Trygg- ingastofnunar birst í fjölmiðlum. Eftir því sem tækni til upplýs- ingamiðlunar hefur fleygt fram hafa fleiri möguleikar verið reyndir, t.d. geisla- diskar. Með tilkomu Netsins og útbreiðslu þess hefur höf- uðáherslan verið lögð á að þróa heimasíðuna www.tr.is sem öflugan upplýsinga- og þjón- ustumiðil. Á www.tr.is er nú að finna hjálpartæki til að bæta að- gengi mismunandi hópa að upplýs- ingum sem þegar eru á vefnum. Þannig er hægt að breyta stærð, út- liti og lit leturs og bakgrunns eftir eigin höfði og allt efni á vefnum er hægt að lesa með skjálesurum fyrir sjónskerta og fólk með leserfiðleika. Stefnt er að því að fá vefinn vott- aðan með tilliti til aðgengis fyrir fatlaða fyrir árslok. Þó að vefurinn sé það upplýs- ingatæki sem er í hraðastri þróun sem stendur leysir það ekki útgefið efni eins og bæklinga alveg af hólmi. Prentað efni verður framvegis einn- ig aðgengilegt á vefnum. Sem dæmi má nefna að nýlega kom „Áfram veginn“, upplýsingarit fyrir eldri borgara, út áttunda árið í röð. Ritið geymir hagnýtar upplýs- ingar um réttindi eldri borgara í al- mannatryggingakerfinu og víðar og er dreift til allra sem verða 67 ára á árinu. Það er einnig sent á ýmsa þjónustustaði fyrir eldri borgara. Við vinnslu ritsins að þessu sinni var tekið tillit til þarfa fólks með le- serfiðleika við uppsetningu og val á letri og línubili. Ritið er aðgengilegt á www.tr.is. Þeir sem vilja lesa það þar geta hagrætt letrinu að eigin ósk og þeir sem hafa skjálesara geta hlustað á bæklinginn lesinn. Fyrir þá sem hvorki geta lesið bæklinginn né notað vefinn sem hjálpartæki verður hann einnig lesinn inn á hljóðskrá sem hægt er að hlaða nið- ur í heimilistölvur eða panta hjá Tryggingastofnun og fá senda heim á geisladiski til að hlusta á. Hingað til hefur aðeins verið hægt að veita takmarkaðar upplýs- ingar um persónuleg málefni raf- rænt vegna laga um persónuvernd. Hjá Tryggingastofnun, eins og hjá öðrum opinberum þjónustustofn- unum, er rafrænna skilríkja beðið með óþreyju því með tilkomu þeirra verður hægt að opna örugga þjón- ustuveitu á vefnum sem tryggir við- skiptavinum betri upplýsingar um eigin málefni, meira jafnræði í að- gengi að þjónustu, styttri af- greiðslutíma og þjónustu allan sól- arhringinn. Upplýsingar á fjölbreyttu formi Þorgerður Ragnarsdóttir skrif- ar um hlutverk Trygginga- stofnunar »Hjá Tryggingastofn-un hefur undanfarið ár verið unnið að því að virkja nýja möguleika til miðlunar til að bæta þjónustu við viðskipta- vini. Þorgerður Ragnarsdóttir Höfundur er forstöðumaður kynning- armála hjá Tryggingastofnun. TENGLAR .............................................. www.tr.is Í SÍÐUSTU viku stóð yfir her- æfing hér á landi. Slíkar æfingar eru nauðsynlegar til að æfa viðbúnað við hættuástandi. Í æfingunni nú var áberandi þáttur Norðmanna og Dana. Sá þáttur er bein afleiðing aukins samstarfs okkar við þessa næstu nágranna okkar í öryggis- og varnarmálum, í kjölfar þess að bandarískt varnarlið hvarf frá Keflavík. Það vakti því nokkra athygli að sjá formann, þingflokksformann og aðra þingmenn Vinstri grænna taka sér mót- mælastöðu fyrir utan sendiráð Norðmanna og Dana hér á landi. Systurflokkur VG er í ríkisstjórn í Noregi og hefur því yfir herliði því sem hér var við æfingar að segja. Að sögn formanns Vinstri grænna var ástæða mótmæl- anna fyrst og fremst andstaða VG gegn ofbeldi. Er sjálfsvörn sama og árás? Markmið heræfinganna var að æfa viðbrögð við hættuástandi. Í þetta sinn voru æfð viðbrögð við hryðjuverkum en áður hafa m.a. ver- ið æfð viðbrögð við stórfelldum nátt- úruhamförum. Það er ekki alveg ljóst í mínum huga hvort óbeit VG á ofbeldi er slík að þeir geti ekki hugs- að sér að vopnavaldi sé beitt til að frelsa gísla úr haldi, svo dæmi sé tekið. Má sérsveit lögreglunnar þá ekki beita vopnum til að fást við vopnað fólk? Má lögreglan þá ekki beita valdi til að handjárna menn? Hér voru einungis æfð viðbrögð við hryðjuverkum á borð við lausn á gíslatöku. Af hverju má ekki frelsa gísla með vopnavaldi? Gerir VG eng- an greinarmun á valdbeitingu op- inberra aðila til að halda uppi lögum og reglu og ofbeldisárás? Treystir Steingrímur ekki flokkssystkinum sínum í Noregi til að hafa lýð- ræðislega stjórn á norskum herafla? Þessi djúpstæða óbeit VG á ofbeldi vek- ur ýmsar fleiri spurn- ingar. Forysta VG hafði stór orð í garð Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur utanrík- isráðherra í sumar, í kjölfar þeirrar ákvörð- unar hennar að hitta ekki að máli fulltrúa Hamas í heimsókn sinni til Palest- ínu. Ástæðan var að heimsókn utan- ríkisráðherra var farin rétt í kjölfar vopnaðs valdaráns Hamas á Gaza- svæðinu og fundur utanrík- isráðherra með fulltrúum þeirra á þessum tímapunkti hefði falið í sér óbeina viðurkenningu Íslands á beit- ingu ofbeldis af þeirra hálfu. Í ljósi þessa getur maður því ekki annað en spurt hvort óbeit Vinstri grænna á ofbeldi sé bara til innanlandsbrúks. Ný tækifæri – ætlar VG að sitja hjá? Við viljum flest berjast gegn of- beldi en við hljótum einnig að áskilja okkur rétt til þess að halda uppi lög- um og reglu og verja rétt okkar til stjórnarfarslegs sjálfstæðis og yf- irráða yfir íslensku landsvæði. Með brottför varnarliðsins frá Keflavík opnuðust ný tækifæri fyrir okkur sem þjóð til að móta öryggis- málastefnu út frá íslenskum hags- munum í samstarfi við okkar nán- ustu bandamenn. Í því efni er mikilvægast að við tryggjum að fylgst sé með umferð yfir landinu og að við eigum aðgang að aðstoð frá nánustu bandamönnum okkar til að bregðast við óvæntum aðstæðum á borð við stórfelldar náttúrhamfarir, umhverfisslys eða hryðjuverk. Það er sérstaklega æskilegt að efla sam- starf við Norðmenn og Dani í þess- um efnum í stað þess að byggja ör- yggisviðbúnað okkar alfarið á samstarfi við Bandaríkjamenn, sem oft eiga annars konar hagsmuni að verja á alþjóðavísu en við. Núna gefst einstakt tækifæri til nýsköpunar í stefnumótun um ör- yggis- og varnarmál. Það er áhyggjuefni ef forysta VG ætlar að dæma sig úr leik í þeirri umræðu og halda sig á gamalkunnum slóðum í heimi mótmælaslagsmála og inn- antómra orðaleppa. Flokkur sem vill láta taka sig alvarlega verður að vera til viðræðu um öryggis- og varnarmál á vitrænum forsendum. Það hefur systurflokki VG í Noregi tekist ágætlega. Hvað dvelur Stein- grím? Að styðja Hamas en fordæma Norðmenn Árni Páll Árnason skrifar um varnir Íslands » Það er áhyggjuefnief forysta VG ætlar að dæma sig úr leik og halda sig á gamalkunn- um slóðum í heimi mót- mælaslagsmála og inn- antómra orðaleppa. Árni Páll Árnason Höfundur er alþingismaður og vara- formaður utanríkismálanefndar Al- þingis. Í einkasölu glæsileg 219 ferm. 6-7 herbergja penthouse íbúð á tveimur hæðum ásamt bíl- skýli. Stórkostlegt útsýni. Neðri hæð: Hol, for- stofuherb. Mjög rúmgóð stofa, stórar suður- svalir með frábæru útsýni. Hjóna og barnaherb með skápum. Fallegt eldhús og borðstofa. Þvottahús innaf eldhúsi. Snyrtilegt baðherb flí- salagt í hólf og gólf. Nýlegt parket á gólfum. Efri hæð: Gott rými, tvö herbergi með skápum. Sól- stofa í suður og svalir með stórkostlegu útsýni. Snyrtileg sameign, góð geymsla í kjall. Upphit- að bílskýli. Stutt í skóla, leikskóla og verslanir. Eigendur taka á móti gestum milli kl. 20-21:30 í kvöld. FLÉTTURIMI 16 - PENTHOUSE - OPIÐ HÚS Veitingahús og bar á Hellu Austurvegi 6 • 800 Selfossi Sími 482 4800 • Fax 482 4848 arborgir@arborgir.is www.arborgir.is Guðjón Sigurjónsson hrl. og lögg. fasteignasali Til sölu 213 m2 veitingahús í hjarta Hellu- þorps. Undanfarin 8 ár hefur verið starf- ræktur veitingastaður og bar í húsinu sem er í fullum rekstri. Verið er að leggja loka- hönd á framkvæmdir við stækkun stað- arins. Húsið er gamalt með mikla sölu og allt endurnýjað Nánari upplýsingar á skrifstofu Árborga s: 482-4800. Húsavík – þar sem gott orðspor skiptir máli Furugrund 76 - Kóp. Opið hús í dag milli kl. 18:30 og 19:30 Borgartúni 29, 105 Rvk. Sími 510 3800 Fax 510 3801 www.husavik.net Reynir Björnsson lögg. fasteignasali Björt og vel skipulögð 3ja herbergja 71 fm íbúð á 2. hæð í góðu fjölbýlishúsi við Foss- voginn. Gegnheilt parket á flestum gólfum, rúmgóð stofa með útgang út á mjög stórar suðursvalir. Hjónaherbergi með fataherbergi inn af og útgang út á svalir. Eldhús með borðkrók við glugga. Barnaherbergi með parketi og skáp. Verð 19,9 millj. (396) Gunnar tekur vel á móti gestum milli kl. 18:30 og 19:30. Teikningar á staðnum. Lögg. fasteignasali Hrafnhildur Bridde Sigurberg Guðjónsson hdl. Skógarhlíð 22 • 105 Reykjavík • Sími 534 2000 • Fax 534 2001 • www.storhus.is Hrafnhildur Bridde, lögg.fasteignasali 821 4400 534 2000 www.storhus.is LAUST ! BÚSTAÐAVEGUR, EFRI SÉRHÆÐ OG RIS. Falleg 95,3 fm íbúð á 2. hæð með sérinngangi. Ris er yfir allri íbúðinni en mögu- leiki er að hækka það og nýta enn betur. Rúmgóð stofa. 3-4 svefnherb. Fallegur gróinn garður. Verslun og skólar í göngufæri. VERÐ 26,9 MILLJ. LAUS ! KIRKJUTEIGUR, 105 RVK. SJARME- RANDI RISHÆÐ Í SÉRSTAKLEGA FALLEGU FJÓRBÝLISHÚSI. Rúmgóð 81,3 fm rishæð með fallegum gluggum. Gólfflöturinn er í raun stærri. Fallegt eldhús m. gaseldavél. Tvö svefnherb. og risloft. Rúmgóð stofa m. parketi. Tengi fyrir þvottavél á baði. Sundlaug- arnar í Laugardal í göngufæri. VERÐ 26,9 MILLJ.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.