Morgunblaðið - 23.08.2007, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 23.08.2007, Blaðsíða 6
6 FIMMTUDAGUR 23. ÁGÚST 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Eftir Önund Pál Ragnarsson onundur@mbl.is BJÖRGUNARMÖNNUM varð lítið úr verki framan af degi í gær, þar sem leitað var að tveimur þýskum ferðamönnum í Skaftafelli og á Vatnajökli. Afar lágskýjað var yfir mestöllu leitarsvæðinu og skyggni mjög slæmt. Tafðist leitarflug TF-EIR, þyrlu Landhelgisgæslunn- ar, af þeim sökum nokkuð auk þess sem hún fór í útkall við Vonarskarð snemma dags en var afturkölluð úr því áður en langt um leið. Eftir hádegið létti mjög mikið til svo meiri hreyfing komst á björgunarliðið. Ætluðu líklega um fáfarin svæði Að sögn Friðfinns F. Guðmundssonar hjá björgunarsviði Slysavarnafélagsins Lands- bjargar, sem staddur var í stjórnstöð björg- unarinnar í Freysnesi, tóku um 70 björgunar- sveitamenn þátt í leitinni í gær. Þeirra á meðal voru undanfarahópar frá Reykjavík, sem sam- anstanda af reyndu fjallabjörgunarfólki sem er fært um að kanna svæði sem eru erfið yfirferð- ar. Björgunarfólk var að mestu á skriðjöklun- um Virkisjökli og Svínafellsjökli, en þeir eru afar sprungnir á þessum árstíma og teljast al- mennt ekki færir. Vitað er til þess að ferða- mennirnir ætluðu í ísklifur og gönguferðir, en þeir höfðu meðal annars ísaxir meðferðis sem bendir til þess að þeir hafi mögulega ætlað sér að fara óhefðbundnar leiðir. Leit miðast því nokkuð við hættusvæði og fáfarin svæði, enda hafa margar gönguleiðir á svæðinu verið farn- ar tvisvar til fimm sinnum í viku af gönguhóp- um, án þess að ábendingar hafi borist um ferðir þeirra. Leitarsvæði miðast við GSM-sendi Leitarsvæði miðast við annan GSM-sendinn á húsi skálavarðarins í Skaftafelli, skammt frá tjaldstæðinu. Þau samskipti sem síðast er vitað til þess að ferðamennirnir hafi átt við umheim- inn voru smáskilaboð sem annar þeirra tók við inni á þjónustusvæði sendisins, sem vísar í suð- austur og dregur að sögn um 30 kílómetra. Leitarsvæðið er þó stærra, enda geta símar tekið við smáskilaboðum á stærra svæði en telst strangt til tekið í símasambandi. Engin ummerki um ferðamennina tvo, Matthias Hinz og Thomas Grundt, höfðu fund- ist um kvöldmatarleytið í gær, en ætlun leit- armanna var að halda áfram á meðan sólarljós entist. Friðfinnur segir leitarteymið munu sækja í sig veðrið um helgina. Í dag verður um- fang leitarinnar með svipuðu móti og í gær, en um helgina er stefnt að áframhaldandi þyrlu- flugi og vinna fulltrúar Landsbjargar að því að tryggja það. Þar að auki verður mannaflinn aukinn í um 200 manns. Fjölmargar ábendingar hafa borist lögreglu vegna mannanna og unnið er að því í Björg- unarmiðstöðinni í Skógarhlíð að vinna úr þeim upplýsingum. Meðal annars er vitað til þess að upplýsingar bárust frá miðli í Þýskalandi en ekki var hægt að fá nánari upplýsingar um það hjá lögreglu. Lögregla segir allar ábend- ingar teknar til greina og ekkert slegið út af borðinu um leið. Upplýsingargildi þeirra sé metið og því svo komið áfram til björgunar- miðstöðvarinnar í Freysnesi. Tugir björgunarsveitamanna og flugmenn Landhelgisgæslunnar leita þýskra ferðamanna í Skaftafelli Erfiðlega gekk framan af degi vegna aðstæðna Ljósmynd/Sigurður Mar Þyrlan TF-EIR tók þátt í leitarstörfum í gær, en gat þó ekki flogið að neinu gagni fyrr en seinnipartinn vegna slæms skyggnis. Þá létti til svo áhöfnin gat leitað á skriðjöklunum.                                                                                                                                  !                          ÖRYGGISSENDAR á stærð við GSM síma, sem hægt er að nota í neyðartilfellum til að senda út merki í gegnum gervihnött, gætu skipt sköpum í svipuðum aðstæðum og hinir þýsku ferðafélagar gætu hafa lent í. Um er að ræða svonefnda PLB-senda (e. Personal Locating Beacon) sem Slysavarna- félagið Landsbjörg hefur yfir að ráða og get- ur leigt ferðamönnum sem ætla upp á hálend- ið. Þykir mörgum sem gangskör þurfi að gera í því að vekja athygli ferðamanna á slík- um tækjum, en Póst- og fjarskiptastofnun hefur ekki veitt leyfi til að selja þau almennt, þar sem þau senda út á neyðarbylgjulengd. Að sögn Guðmundar Ólafssonar, forstöðu- manns tæknideildar Póst- og fjarskiptastofn- unar, varð það niðurstaðan, í samráði stofn- unarinnar við samgönguráðuneyti og Landhelgisgæslu, að sendarnir yrðu ekki al- mennir þar sem fölsk aðvörun frá slíkum sendi væri kostnaðarsöm og kallaði á mikil viðbrögð. Auk þess yrði skráning á þeim um- fangsmikil. Þess í stað færi betur á að sendar yrðu tiltækir til útleigu handa ferðamönnum sem sýna ferðaáætlun og áætlaðan komutíma til byggða á ný. Leit þyrlu uppi á jökli kostar hinsvegar um 350.000 krónur á klukkustund skv. heimildum Morgunblaðsins, en við það bætist kostnaður við 70 manna björgunarlið og stjórnstöð á jörðu niðri í þessu tilviki. Neyðarsendar gætu hjálpað til Eftir Hjálmar Jónsson hjalmar@mbl.is FRIÐRIK Sophusson, forstjóri Landsvirkjunar, segir að sam- komulag fyrirtækisins við íslenska ríkið um yfirtöku vatnsrétt- inda í neðri hluta Þjórsár sé ekki neitt leyniplagg og rökrétt framhald á þeim viðræðum og undirbúningi sem staðið hafi und- anfarið um virkjanir á þessum slóðum. Forsenda þess að fyr- irtækið geti samið við bændur og aðra hagsmunaaðila sé að fyr- irtækið hafi vatnsréttindin í ánni á sínu forræði. Samkomulagið var undirritað í vor, þremur dögum fyrir kosningar, af þremur ráðherrum, iðnaðarráðherra, landbúnað- arráðherra og fjármálaráðherra, og í fréttatilkynningu frá þing- flokki VG í gær kemur fram að samkomulagið hafi verið gert án vitundar Alþingis, landeigenda, sveitarstjórna eða almennings og því hafi verið haldið leyndu síðan þá. „Með samkomulaginu er verulegum verðmætum afsalað úr hendi ríkisins til Landsvirkjunar án þess að nokkur heimild sé fyrir því í lögum. Þá vakna óhjákvæmilega spurningar um slíka afhendingu til eins fyrirtækis sem nú á að heita að starfi í sam- keppnisumhverfi,“ segir ennfremur. Þingflokkurinn segir að gerð samkomulagsins rétt fyrir kosn- ingar sé siðleysi og afar ólíklegt sé að það fái staðist í lagalegu tilliti og að hann hafi samþykkt að leita álits Ríkisendurskoð- unar á þessum gjörningi. Friðrik Sophusson sagði að samkomulagið sem gert hefði verið gengi út á það að fela Landsvirkjun tímabundið vatnsrétt- indin, en það væri ósamið um verð og fyrirkomulag, enda hefði gerðardómsmál vegna vatnsréttinda Kárahnjúkavirkjunar ver- ið í gangi fyrir austan. Það hefði tekið marga mánuði, líklega upp undir ár, að ná þessari niðurstöðu og það væri auðsætt að það hefði verið algerlega siðlaust að neita að skrifa undir sam- komulag sem unnið hefði verið að mánuðum saman, jafnvel þótt kosningar nálguðust. Friðrik benti ennfremur á að forsenda hagkvæmni rennsl- isvirkjana í neðri hluta Þjórsár væri fyrst og fremst virkjanir fyrirtækisins ofar í ánni og í Tungnaá. Fyrirtækið hefði rann- sakað þetta svæði árum saman. „Það liggur auðvitað beint við að Landsvirkjun standi fyrir þessum virkjunum sem þarna er verið að undirbúa núna. Það er ekkert leynimakk í gangi. Þetta samkomulag liggur fyrir og það er öllum frjálst að sjá það að sjálfsögðu. Það mætti halda að Steingrímur Sigfússon hafi bara ekki vitað af því að það stæði til að virkja í neðri hluta Þjórsár. Maður spyr sig hvar hann hefur verið að undanförnu ef það hef- ur farið framhjá honum,“ sagði Friðrik. Hann bætti því við að fyrirtækið þyrfti að hafa yfirráð yfir vatnsréttindum í ánni til þess að geta haldið áfram með málið og gengið til samninga við bændur og aðra hagsmunaaðila, t.a.m. varðandi skaðabætur fyrir land eða mótvægisaðgerðir. Friðrik sagðist vera undrandi á þessum málflutningi VG en hafði ekkert á móti því að Ríkisendurskoðun færi yfir málið. Hann benti jafnframt á að fulltrúi VG hefði verið í stjórn Lands- virkjunar þegar virkjunarframkvæmdirnar hefðu verið undir- búnar. „Auðvitað var þingmönnum Vinstri grænna eins og öll- um öðrum þingmönnum kunnugt um það að Landsvirkjun vann að undirbúningi þessa máls.“ Reiðubúið til viðræðna Í fréttatilkynningu VG kemur einnig fram að samkomulag ríkisins og Landsvirkjunar feli í sér að landbúnaðarráðherra sem forráðaaðili ríkisjarðarinnar Þjótanda í Flóahreppi skuld- bindi sig til samningaviðræðna við Landsvirkjun um að hún fái jörðina í þágu fyrirhugaðra virkjanaframkvæmda og það sé gert án þess að jörðin hafi verið auglýst og Flóahreppi sé synjað um að neyta lögvarins forkaupsréttar. Guðni Ágústsson, fyrrverandi landbúnaðarráðherra, sagði aðspurður um þetta að samkomulagið fæli einungis í sér að ráðuneytið væri „reiðubúið að taka upp samningaviðræður við Landsvirkjun um jörðina í þágu þeirra virkjanaframkvæmda, sem fyrirhugaðar eru, þar á meðal þær hugmyndir Landsvirkj- unar að koma upp upplýsingamiðstöð á jörðinni um vatnasvæði Þjórsár og virkjanir í ánni,“ eins og þar segi orðrétt. Guðni sagði að Þjótandinn væri ábúendalaus og húsalaus og hefði staðið svo um nokkra hríð. „Landsvirkjun leitaði eftir því við landbúnaðarráðuneytið að fá jörðina keypta. Við töldum ekki heimild í lögum til þess. Það yrði að auglýsa hana. Þá leit- uðu þeir eftir að komast í samningaviðræður og þetta er nið- urstaða þess. Það var vilji til þess að eiga viðræður við Lands- virkjun um framtíð jarðarinnar,“ sagði Guðni. Hann sagði að engar frekari viðræður um jörðina hefðu átt sér stað meðan hann réð ríkjum í landbúnaðarráðuneytinu. Umráð vatnsréttinda forsenda Samkomulag ríkisins og Landsvirkjunar um yfirráð vatnsréttinda var gert án vitundar Alþingis, landeigenda, sveitarstjórna eða almennings, segir í fréttatilkynningu þingflokks Vinstri grænna

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.