Morgunblaðið - 23.08.2007, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 23.08.2007, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. ÁGÚST 2007 27 ndum sveið undan. ur sem aldrei tók st ekki aukins rýmis. ínar mátti ætla þar ari en sá hægláti mað- um hafði hann tamið Hann kom til okkar uð án þess að fá en sæta. Við brugðumst á gæti meitt. En hann i brauðið en koma étt og eðlilegt að fólk aut brauð. Þing- hann mikils. Hann athygli í ræðustól en kunni á mörgu skil og ndan verkum heldur bjó yfir og það var g kunni vel til verka ærði sig um set og f leiðandi nær okkur, var kosinn prestur í við hlið sóknarprests- ins, séra Árelíusar Níelssonar, sem var presta vinsælastur og bar ótrúlegur fjöldi prestsverka því vitni. Haukur fór hægt af stað og sýndi fulla tillitssemi. Hróður hans fór senn vaxandi og fleiri og fleiri leituðu til hans bæði um prestsverk sem aðra þjónustu. Það féll honum vel. Hann vildi hafa nóg að gera, hann vildi geta gert áætlanir um framtíðina og miða við það, hvað vel gagnaðist og bætti hag. Við vorum vinir frá dögunum í guðfræðideildinni og aldrei slitnaði band vináttunnar þótt Atlantsálar aðskildu um hríð og bera bréfin hans mörgu sem ég varðveiti af kostgæfni því vitni hvert samband okkar var. Og þegar ég þjónaði Bú- staðasókn hurfu miklar brautir sem áttu að afmarka söfnuði og við unnum saman og sameinaðir að því að byggja upp safnaðarstarfið og efla þann arf sem íslenzk þjóð hefur best- an hlotið. Sigurður Haukur hélt aldrei langar ræður og þó hvað stytztar þegar hann talaði yfir látnum. Mér ber að taka þetta nú til fyrirmyndar þótt margt sé ósagt. En rödd þessa góða vinar míns er ekki horfin þótt þögnuð sé. Hún ómar sem bergmál í huga þeirra sem kynntust honum hvort held- ur í prédikunarstól eða utan hans. Guði treysti hann, trú á hann boðaði hann, nú er hann, kona hans, börn og barna- börn, já, frændgarður gjörvallur, gömul sóknarbörn og vinir falin þeim Drottni á hönd, sem leiðir látinn til lífs. Þökk sé Guði fyrir Sigurð Hauk. | 30 Ólafur Skúlason. Guðjónsson Vatnsréttindi vegna Kára-hnjúkavirkjunar eru 1,6milljarða króna virði.Sérstök matsnefnd, sem falið var að meta verðmætið, komst að þessari niðurstöðu en úrskurður hennar féll í gær. Líklegt er að landeigendur skjóti málinu til dóm- stóla. Framkvæmt var eignarnám í vatnsréttindunum vegna Kára- hnjúkavirkjunar. Þegar eignarnám er framkvæmt á sá sem missir eign rétt á fullum bótum vegna þess tjóns sem hann verður fyrir og und- ir venjulegum kringumstæðum sker sérstök matsnefnd eignarnámsbóta úr um hve háar bæturnar eiga að vera. Töldu bæði landeigendur og Landsvirkjun að farsælla væri að sérstök matsnefnd legði þetta mat á sökum þess hve umfangsmikið og einstakt málið er. Var því samið um hvaða háttur yrði á störfum mats- nefndarinnar og sá fyrirvari settur að báðir aðilar gætu skotið nið- urstöðu hennar til dómstóla. Sérstaða málsins hefur gert það að verkum að mikið ber á milli aðila, enda eru þeir ósammála um þær forsendur sem leggja á til grund- vallar. Kröfur landeigenda voru allt að 93 milljarðar króna en Lands- virkjun taldi að réttindin væru 150 til 375 milljóna króna virði. Sú krafa landeiganda sem þeir töldu þó raun- hæfasta var um 60 milljarðar króna og var hún lögð fram sem vara- krafa. Deilt er um eignarhald vatnsréttindanna Matsnefndin úrskurðaði í málinu í gær og telur hún að vatnsréttindi vegna Kárahnjúkavirkjunar séu rúmlega 1.600 milljóna króna virði. Þar af eigi vatnsréttarhafar að Jök- ulsá á Dal að fá rúmar 1.200 millj- ónir, eigendur vatnsréttar í Jökulsá í Fljótsdal tæpa 301 milljón og eig- endur vatnsréttar í Kelduá tæpar 111 milljónir. Einnig hljóti Prests- setrasjóður, sem eigandi jarðarinn- ar í Valþjófsstað, rúma þrjár og hálfa milljón og Gunnhildur Þ. Hjarðar, eigandi hlutar í jörðinni Laugavöllum tæpar tvær milljónir. Þegar úrskurðarnefndin hóf störf átti íslenska ríkið u.þ.b. 20% af vatnsréttindunum, vegna ríkisjarða á svæðinu, en þá var uppi ágrein- ingur milli landeigenda og ríkisins um hvaða svæði væru þjóðlendur samkvæmt þjóðlendulögum. Í lok maí úrskurðaði óbyggðanefnd að töluverður hluti svæðisins væri þjóðlenda og samkvæmt þeim úr- skurði á íslenska ríkið 70% af vatns- réttindum vegna Kárahnjúkavirkj- unar. Einhverjir landeigendur hafa þó lýst yfir að þeir muni fara dóm- stólaleiðina með þjóðlendumálið. Einnig er því deilt um eignarhaldið á vatnsréttindunum sem úrskurðað var um í gær. Voru ekki sammála um forsendur matsins Aðilar voru ósammála um hvaða grundvallarforsendu ætti að nota við útreikning bótanna. Í málflutn- ingi Landsvirkjunar var bent á að í samræmi við þann skilning sem lagður hefur verið í eignarréttar- ákvæði stjórnarskrárinnar ættu landeigendur ekki að hagnast á eignarnámi heldur einungis að fá skaða sinn bættan. Enn fremur bæri að líta til þess að þeir legðu ekki fram neitt fjármagn og tækju enga áhættu sem fælist í rekstri virkjunarinnar. Bent var á að vatns- réttarhafar hefðu engan arð haft af réttindunum og eigandi vatnsrétt- inda sem enginn hefði sóst eftir geti ekki vænst þess að verðmæti þeirra væri metið án tillits til þeirrar fram- kvæmdar, sem eftirspurnina hefði skapað. Stofnkostnaður Kára- hnjúkavirkjunar hlyti því að skipta máli þegar verðmæti vatnsréttind- anna væru metin og verðmætin mættu ekki verða það stór hluti stofnkostnaðarins að hann réði því hvort framkvæmd teldist hagkvæm eða ekki. Tilgangur eignarnáms væri að tryggja framgang ákveð- inna framkvæmda, sem talið væri nauðsynlegt að ráðast í vegna al- mannahagsmuna. Þessari forsendu mótmæltu land- eigendur á þeim grunni að með til- komu nýrra raforkulaga árið 2003 hefðu skapast nýjar aðstæður á ís- lenskum raforkumarkaði. Áður hefði aðeins verið við einn raforku- framleiðanda að semja og því ekkert rými fyrir frjálsa verðmyndun. Bentu landeigendur á að stofn- kostnaður Kárahnjúkavirkjunar væri ekki góður mælikvarði á verð- mæti hennar sökum þess hve hag- kvæmur virkjanakostur virkjunin væri. Vísuðu þeir því til samninga um vatnsréttindi sem gerðir hafa verið á síðustu árum vegna ýmissa smávirkjana. Miða ætti við það verð sem landeigendur gætu fengið fyrir réttindin á frjálsum markaði. Jafnframt bentu landeigendur á að taka ætti tillit til þess að verð- mæti réttindanna yrði sífellt meira vegna loftslagshlýnunar, þróunar vatnsréttindaverðs á Íslandi og í ná- grannalöndunum, þróunar álverðs og möguleika á útflutningi á orku og fleiri atriða. Nefndin féllst ekki á sjónarmið vatnsrétthafanna Matsnefndin féllst ekki á að unnt væri að horfa til verðlagningar vatnsréttinda í þeim samningum sem landeigendur vísuðu til. Ekki væri hægt að líkja saman stórvirkj- unum vegna stóriðju og smávirkj- unum fyrir almenna raforkukerfið hvað varðaði útreikning bótanna. Stórar virkjanir væru háðar því að stórkaupandi kæmi á fót starfsemi hér á landi til nýtingar raforkunnar og það verð sem greitt væri á raf- orkumarkaði til slíkra stórkaupenda væri allt annað en á almennum markaði, en það væri einkum á hon- um þar sem breytinga á raforkulög- um gætti. Eftir að hafa metið þær aðferðir sem til greina komu við mat á verð- mætunum komst matnefndin að þeirri niðurstöðu að rétt væri að meta bætur vatnsréttarhafa sem hlutfall af stofnkostnaði Kára- hnjúkavirkjunar líkt og úrskurðar- nefnd eignarnámsbóta gerði vegna Blönduvirkjunar. Mat hún að bæt- urnar skyldu vera 1,4% af stofn- kostnaði virkjunarinnar auk nokk- urra viðbóta. Fagna sératkvæðinu Matsnefndin var skipuð þeim Skúla J. Pálmasyni, fyrrverandi héraðsdómslögmanni, Gesti Jóns- syni, hæstaréttarlögmanni, Sigurði Þórðarsyni, verkfræðingi, Sverri Ingólfssyni, löggiltum endurskoð- anda og Agli B. Hreinssyni, prófess- or í verkfræði við Háskóla Íslands. Skilaði Egill sératkvæði þar sem hann komst að þeirri niðurstöðu að meta bæri vatnsréttindin verulega verðmætari en meirihluti nefndar- innar taldi. Mat hann það svo að réttindin væru a.m.k. 10 milljarða króna virði og vísaði þar m.a. til markaðsverðs á innlendum og er- lendum raforkumarkaði. Hilmar Gunnlaugsson, lögmaður nokkurra vatnsréttarhafa, segir að sérálitið skipti miklu máli fyrir þá umræðu sem nú þurfi að fara fram um verðmæti náttúruauðlinda þjóð- arinnar. „[Egill] kemst ekki að neinni ákveðinni niðurstöðu en mið- að við þær aðferðir sem hann notar þá gæti hún orðið á bilinu 10–60 milljarðar króna. Það er ekki fjarri því sem við töldum eðlilegt verð.“ Hilmar bendir á að íslenska ríkið eigi stóran hluta þeirra vatnsrétt- inda sem nú sé deilt um og í landinu öllu. „Ég leyfi mér að spyrja: Telja menn líklegt að íslenska ríkið sé tilbúið að selja á þessu verði sem matsnefndin telur að eigi við? Ég leyfi mér að fullyrða að það væru fá- ir sem myndu fallast á að það væri rétt að selja á þessu verði.“ Jón Guðmundsson, formaður Fé- lags landeigenda við Jökulsá á Dal, segir að þeir landeigendur sem hann hafi heyrt í séu afar ósáttir með niðurstöðuna. „Boð Lands- virkjunar var smánarlega lágt en manni finnst eins og það sé samt að- allega verið að fallast á þeirra for- sendur. Þarna er verið að líta til for- tíðar en við vorum að vísa til nýrra og breyttra tíma í raforkumálum hér á landi.“ Landeigendur funduðu nokkrir saman í gær og fóru yfir úr- skurðinn. „Mér fannst það vera mjög samdóma álit manna að við myndum ekki fella okkur við þetta.“ Engin sátt um verð- mæti vatnsréttinda Ljósmynd/Gunnar Gunnnarsson Úrskurðað Nokkur fjöldi manns kom til að hlýða á úrskurðinn í málinu. Þungt hljóð var í landeigendum eftir að hann hafði verið kveðinn upp. Lengi hefur verið beðið eftir úrskurði um verðmæti vatnsrétt- inda vegna Kára- hnjúkavirkjunar. Gunnar Páll Baldvins- son kynnti sér úrskurðinn. Í HNOTSKURN »Úrskurðarnefndinni varkomið á með sérstökum samningi landeigenda og Landsvirkjunar til að tryggja vandaða málsmeðferð. »Landsvirkjun mat rétt-indin á 150 til 375 millj- ónir króna. »Landeigendur tölduraunsætt mat vera 60 milljarða. á sinn Jónas Ketilhúsinu um helgina s Hallgrímsson. Listamennirnir sem taka þátt í sýningunni eru: Aðalheiður Eysteinsdóttir Arna Valsdóttir Áslaug Thorlacius Birgir Snæbjörn Birgisson Finnur Arnar Hanna Hlíf Bjarnadóttir Helgi Þórsson Hlynur Hallsson Hulda Hákonardóttir Ilmur Stefánsdóttir Jón Garðar Henrysson Jón Laxdal Jón Sæmundur Jóna Hlíf Halldórsdóttir Jónas Viðar Joris Rademaker Magnús Þór Jónsson Margrét Blöndal Guðrún Pálína Guðmundsdóttir Ragnar Kjartansson Þorvaldur Þorsteinsson Morgunblaðið/Hjálmar S. Brynjólfsson blásinn Verkið Hvítur tittlingur eftir gi Snæbjörn Birgisson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.