Morgunblaðið - 23.08.2007, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. ÁGÚST 2007 15
MENNING
VERK frönsku
skáldkonunnar
Mazarine Pingeot
hafa oftast fjallað
um erfið sam-
bönd innan fjöl-
skyldna, sem
kemur ekki á
óvart þegar haft
er í huga að hún
er laundóttir
François Mitterrand, fyrrverandi
Frakklandsforseta. En nýjasta
skáldsaga hennar, Dúkkukirkju-
garðurinn (Le Cimetière des pou-
pées), hefur valdið miklum deilum í
Frakklandi. Þar er fjallað um konu
sem myrðir barn sitt og felur það í
frystikistunni. Álíka mál kom upp
um svipað leyti og bókin var rituð,
en frönsk kona sem býr í Seoul
geymdi lík tveggja barna sinna í
frystinum og myrti það þriðja. Um
var að ræða þunganir sem konan
fullyrðir að eiginmaður sinn hafi
ekki vitað um. Í kjölfar útgáfu bók-
arinnar hafa ættingjar fjölskyld-
unnar sakað Pingeot um að notfæra
sér harmleikinn í gróðaskyni en
skáldkonan neitar því og segist ekki
byggja söguna á þessu máli.
Frosin
börn
Mazarine Pingeot
SAMSÝNINGIN Stóll á
mann verður opnuð í DaLí
Gallery á Akureyri í kvöld.
Samsýningin samanstendur
af 30 stólum unnum af ýmsum
aðilum. Stólarnir hafa ferðast
víða á sýningar og er enda-
stöð ferðalags þeirra í DaLí
Meðal þeirra sem eiga stól
á sýningunni eru Helgi Þor-
gils myndlistarmaður, Guð-
mundur Oddur grafískur
hönnuður og myndlistarmaður, Halldór Bald-
ursson teiknari, Halla Helgadóttir grafískur
hönnuður og Guðrún Hálfdánardóttir blaðamað-
ur.
Sýning
Stóll á mann
á Akureyri
Helgi
Þorgils
Í KVÖLD fer fram allsherjar
gjörninga- og myndbanda-
veisla í Norræna húsinu þar
sem allir gjörningar Reyfi-
hátíðarinnnar verða fluttir
hver á eftir öðrum og mynd-
bandalist sýnd í sal Norræna
hússins.
Listamaðurinn Snorri Ás-
mundsson endursýnir meðal
annars gjörninginn „Inn við
beinið er hann besta skinn.“
sem hann frumsýndi á síðastliðna Menningarnótt.
Rétt er að geta þess að sá gjörningur er strang-
lega bannaður börnum.
Veislan hefst klukkan 20.
Gjörningar
Inn við beinið er
hann besta skinn
Snorri
Ásmundsson
VERK þýska listamannsins
Wolfgang Heuwinkel (f. 1938)
verða til sýnis í Hafnarborg frá
og með deginum í dag. Heuw-
inkel hefur þróað með sér mjög
sérstaka nálgun við pappír og
vatnsliti. Hann hefur unnið um
áratuga skeið með hrápappír
og pappírskvoðu sem hann
meðhöndlar á ýmsa vegu, ým-
ist í gríðarstórum örkum eða
stöflum.
Sýningin er opin alla daga nema þriðjudaga frá
kl. 11 til 17 og á fimmtudögum er opið til kl. 21.
Síðasti sýningardagur er sunnudagurinn 9. sept-
ember.
Sýning
Sýning á verkum
Heuwinkel
Verk eftir Wolf-
gang Heuwinkel.
Eftir Ásgeir H. Ingólfsson
asgeirhi@mbl.is
„UNDANFARNA áratugi hefur
orðinu list oft verið klínt á arkitekt-
úr eins og um andlitsfarða sé að
ræða. En þegar listin og arkitekt-
úrinn raunverulega smella saman -
eins og þegar þeir reistu Moskuna
miklu í Samarra á níundu öld og á
barrokktímanum sem fóstraði undur
eins og Frelsarakirkjuna í Kaup-
mannahöfn - er um að ræða magn-
aðar stundir sem skilja eftir sig fót-
spor í sögunni.“ Svo mælir Jonathan
Glancey í opnugrein í The Guardian
síðasta þriðjudag í umfjöllun um
sumarskálann sem þeir Ólafur Eg-
ilsson og Norðmaðurinn Kjetil Thor-
sen reistu við hlið Serpentine gall-
erísins, en Glancey segir að skálinn
minni sig einna helst á þessar tvær
byggingar. Skálinn, sem opnar
formlega á morgun, hefur einnig
fengið lofsamlega umsögn í The
Times og The Daily Telegraph en
Serpentine hefur haft þann sið und-
anfarin sjö ár að fá þekkta arkitekta
til að reisa sumarskála sem tíma-
bundið mun standa við hlið safnsins.
Tom Dyckhoff hjá The Times seg-
ir þann viðburð raunar vera orðinn
árvissan hápunkt ársins hvað arki-
tektúr í Bretlandi varði og að þetta
sé snjallasta útfærslan til þessa.
Hann segir skálann líta vel út og lík-
ir honum við „fljúgandi disk sem hafi
brotlent úr B-mynd frá sjötta ára-
tugnum,“ auk þess sem hann segir
hann þunglyndislegan á bjartsýnan
hátt eins og einkenni fólk á Norð-
urlöndum. Hann segir verk Ólafs
(ekki bara skálinn) krefjast þess af
áhorfandanum að hann skynji það
með öllum líkamanum og öllum
fimm skilningarvitunum.
Guð og lýðræði
Í The Guardian segir Clancey að
verk Ólafs, Verkefni um veðrið (The
Weather Project), hafi verið vinsæl-
asti viðburður listaársins 2002 en
nýja verkinu lýsir hann sem „risa-
stóru myrkraherbergi eða helli jafn-
vel,“ en byggingin hefur þann yf-
irlýsta tilgang að vera „tilraunastofa
þar sem listamenn, arkitektar,
fræðimenn og vísindamenn vinna að
röð opinberra tilrauna.“
Eins og áður segir líkir gagnrýn-
andinn skálanum við Frelsarakirkj-
una í Kaupmannahöfn og bænaturn-
inn á Moskunni í Samarra, en
Samarra er íröksk borg sem nýverið
komst á heimsminjaskrá en það hef-
ur ekki hindrað bandaríska hermenn
í að nota umræddan turn sem at-
hvarf leyniskyttna. Clancey segir
þessar byggingar trúarlegan arki-
tektúr upp á sitt besta en þegar
hann spyr Ólaf út í líkinguna við-
urkennir listamaðurinn að hafa lært
af báðum byggingum en bendir á
veigamikinn áherslumun: „Þessar
byggingar eru byggðar þannig að öll
rúmfræði þeirra vísar í eina átt, til
yfirþyrmandi almættis, til Guðs.“
Sumarskálinn er hins vegar þannig
hannaður að það sem Ólafur kallar
auga byggingarinnar er órætt og
erfitt er að greina hvert það horfir.
Þannig hafi byggingin margar
miðjur, þetta sé lýðræðisleg bygg-
ing. „Öll sjónarmið eru jafngild.“
Lýðræðisleg byggingarlist
Sumarskáli Ólafs Elíassonar og Kjetils Thorsens fær frábæra dóma í breskum
blöðum á borð við The Guardian, The Times og The Daily Telegraph
Geimskip Norðurlanda „Eins og fljúgandi diskur hafi brotlent úr B-mynd frá sjötta áratugnum,“ eru orðin sem
gagnrýnandi The Times hefur um sumarskála þeirra Ólafs Elíassonar og Kjetils Thorsens við Serpentine Gallery.
Í HNOTSKURN
»Kjetil Thorsen, samstarfs-maður Ólafs við sum-
arskálann, er afar þekktur
norskur arkitekt sem er for-
vígismaður hins þekkta
norska fyrirtækis Snøhetta.
»Meðal þekktra byggingaþeirra er Bókasafnið í
Alexandríu í Egyptalandi, Óp-
eruhúsið í Ósló, Turner-
nútímalistasafnið í London og
menningarmiðstöð á svæðinu
sem Tvíburaturnarnir í New
York stóðu áður.
Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson
jbk@mbl.is
„VIÐ erum að falast eftir myndum
Kristjáns frá tímabilinu eftir 1990.
Fólk sem á slík verk má endilega
hafa samband við Listasafnið,“ segir
Halldór Björn Runólfsson, safnstjóri
Listasafns Íslands, en hinn 3. nóv-
ember næstkomandi verður sýning
á verkum Kristjáns Davíðssonar
listmálara opnuð í safninu. Á sýning-
unni verða sýnd verk í eigu safnsins,
en einnig verk í einkaeigu, 17 ára og
yngri. „Við erum að leita að öllum
verkum Kristjáns frá þessu tímabili,
bæði stórum og smáum,“ segir Hall-
dór Björn, en heilsteypt skrá yfir
verk Kristjáns er því miður ekki til.
Aðspurður segir Halldór Björn oft
gripið til þess ráðs að leita til al-
mennings með þessum hætti. „Þetta
hefur oft reynst vel því fólk bregst
oftast mjög vel við þessum fyr-
irspurnum,“ segir hann og bætir við
að gott væri að fá upplýsingar um
verkin á næstu vikum. „Því fyrr því
betra því við þurfum að vera komin
með þetta á hreint svona að mestu
um miðjan næsta mánuð.“
Árið 1981 var haldin stór sýning á
verkum Kristjáns í Listasafninu en
þá voru hátt á annað hundrað verk
sýnd. „Þannig að það er ekki þörf á
að taka allt tímabilið fyrir, heldur
frekar það sem upp á vantar,“ segir
Halldór Björn. „Kristján er síungur,
orðinn níræður. Hann er stöðugt að
breytast og það er alveg ótrúlegt.
Það er einsdæmi að maður sé að
breyta um stíl á þessum aldri, það er
alveg einstakt.“
Eigendur listaverka eru beðnir að
senda myndir af verkunum með
helstu upplýsingum á netfangið
nina@listasafn.is eða hafa samband
við Nínu Njálsdóttur í síma 515 9600
sem fyrst.
Leitað að Kristjáni
Morgunblaðið/Þorkell
Síungur Kristján „Hann er stöðugt að breytast og það er alveg ótrúlegt. “
Listasafn Íslands auglýsir eftir verkum Kristjáns Davíðssonar
♦♦♦
FJÓRÐUNGUR fullorðinna
Bandaríkjamanna las enga einustu
bók síðasta ár samkvæmt skoð-
anakönnun AP-
fréttastofunnar.
Að meðaltali
lesa Bandaríkja-
menn fjórar
bækur á ári, sjö
ef bókarlausi
fjórðungurinn
er ekki talinn
með. Konur og
ellilífeyrisþegar
voru öðrum
þjóðfélagshópum duglegri við lest-
urinn og sagnfræði og ævisögur
eru einu bókaflokkarnir sem karl-
menn lesa meira af en konur.
Trúarrit, ástarsögur og reyfarar
voru vinsælasta lesefnið, sér-
staklega er Biblían og önnur trúar-
rit í tísku þar sem um 60 prósent
Bandaríkjamanna höfðu lesið ein-
hver trúarrit á árinu.
Ríkjaskiptin í lestrinum er einnig
forvitnileg. Suðurríkjamenn eru
með hærra hlutfall þeirra sem ekk-
ert lesa en þeir sem á annað borð
lesa eru hins vegar duglegri les-
endur en aðrir Bandaríkjamenn.
Stjórnmálarit, klassískar bók-
menntir og ljóðabækur voru nefnd-
ar af innan við 5 % aðspurðra. Þá
lásu demókratar öllu meira en
repúblikanar.
Fjórar
á mann
Lestrarvenjur
Bandaríkjamanna