Morgunblaðið - 23.08.2007, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. ÁGÚST 2007 35
Jón Ásgeir var greindur og
skemmtilegur – oft launfyndinn og
smástríðinn. Það var ómetanlegt að
eiga hann að sem vin og ráðgjafa í
erfiðum verkefnum. Hann hafði afl-
að sér víðtækrar þekkingar á fjöl-
miðlum og síðar kosningastjórnun
og skipulagi kosningabaráttu, sem
skilaði góðum árangri, m.a. nú í vor
hjá okkur í Samfylkingunni. Hann
vann ötullega með okkur í kosninga-
baráttunni og við hlökkuðum til að fá
að njóta krafta hans í framtíðinni.
Öflugt starf Jóns Ásgeirs í hags-
munabaráttu dagskrárgerðamanna
hjá Ríkisútvarpinu og síðar störf
hans fyrir samtök starfsmanna Rík-
isútvarpsins voru dæmigerð fyrir þá
áherslu sem hann lagði á að hagur
starfsmanna og velferð Ríkisút-
varpsins færu saman. Nokkrum
dögum fyrir andlát hans ræddum við
málefni Ríkisútvarpsins sem oftar,
en hann sat í stjórn RÚV. Mikill
missir er að fá ekki að njóta krafta
hans á þeim tímum sem framundan
eru þar.
Á kveðjustund eru okkur ofarlega
í huga allar ánægjustundirnar sem
við áttum saman yfir kræsingum á
heimilum okkar vinanna. Þar var
púlsinn tekinn á pólitík og sam-
félagsmálum. Ekki síst er ómetanleg
minningin um sumarleyfi sem vina-
hópurinn átti saman fyrir tæpum
áratug með Jóni og Möggu og fjöl-
skyldum okkar á dönsku eynni
Samsö. Þá kynntumst við vel um-
hyggju og innilegu sambandi Jóns
Ásgeirs og Möggu við syni sína. Allt
var jafn skemmtilegt í þessum frá-
bæra félagsskap – góðar máltíðir,
samverustundir, hjólreiðatúrar og
gönguferðir. Vinahópurinn var
kenndur við Samsö eftir þessa ferð.
Við þökkum Jóni Ásgeiri fyrir ára-
tuga samfylgd og vináttu. Það er
skarð fyrir skildi í Samsö-hópnum
en Jón Ásgeir lifir áfram í góðum
minningum okkar. Möggu, Oddi og
Sigga og öðrum ástvinum Jóns Ás-
geirs vottum við djúpa samúð.
Ásta R. Jóhannesdóttir og
Einar Örn Stefánsson.
Við kynntumst Jóni þegar við
héldum til framhaldsnáms til Banda-
ríkjanna fyrir tæpum tveimur ára-
tugum. Í New Haven þekktum við
engan en vissum af tveimur Íslend-
ingum þar, þeim Jóni og Margréti.
Þau tóku okkur opnum örmum og
frá fyrsta degi var eins og við værum
nánustu fjölskyldumeðlimir. Jón
snattaði með okkur út um allt að
finna með okkur húsnæði, bíl, ná í
búslóðina suður til New Jersey og
setja okkur inn í samfélagið. Það var
stutt á milli húsanna okkar, mikill
samgangur og þar var ekki alltaf
fyrir formlegheitunum að fara. Það
var heilmikil vinna á okkur öllum á
þessum árum, en iðulega elduðum
við saman á öðrum hvorum staðnum
á kvöldin og deildum saman okkar
lífi. Þó Jón væri töluvert eldri en við
var erfitt að finna það. Jón var síung-
ur enda var hann áhugasamur um
menn og málefni og sífellt að bæta
við sig.
Jón hafði gríðarlegan áhuga á am-
erísku þjóðfélagi og var vel inni í
stjórnmálum. Það fannst að hann
naut sín virkilega vel sem fréttarit-
ari útvarps. Hann þekkti ógrynni af
fólki og svo virtist sem allir fyrir-
menn íslensku þjóðarinnar sem
lögðu leið sína til Bandaríkjanna
kæmu við hjá Jóni. Þá kölluðu þau
Magga iðulega saman Íslendingana
á svæðinu og slógu upp veislu.
Jón átti líka til sínar óskiljanlegu
hliðar. Hann hafði t.d. mikið dálæti á
PriceClub sem var kaupfélag sem
seldi vörur í risapakkningum. Alla
sína gesti, ráðherra jafnt sem aðra,
tók hann þangað og náði að smita
alla af hrifningu sinni. Við erum enn
að ganga á pakkningar sem þar voru
keyptar.
Við minnumst ferða með þeim
Möggu á skíði eða á ströndina. Þó
Jón væri oft afskaplega rólegur í tíð-
inni breyttist það gersamlega þegar
hann settist undir stýri. Þá mátti
ekki mínútu missa og eina skiptið
sem við höfum verið tekin fyrir of
hraðan akstur var þegar verið var að
reyna að fylgja Jóni eftir í ferð norð-
ur til Vermont. Það var mikið hlegið
að því, eins og svo mörgu öðru. Það
var nefnilega alltaf gaman í kringum
hann Jón.
Einstakt var samband Jóns við
móður sína, frú Rögnu, sem er nýlát-
in. Ógleymanlegt er þegar hún varð
áttræð og Jón leigði hvíta limmósíu
og keyrði með hana um mafíósa-
hverfi New Haven og ekki var að sjá
hvort naut sín betur.
Jón veiktist alvarlega sl. vor. Allir
vissu að hverju stefndi, en aðlögun-
artíminn var stuttur. Það var
ánægjulegt þegar Jón kom í 4. júlí-
þjóðhátíðarboðið okkar vinanna. Þar
lék hann á als oddi.
Eftir lifa góðar minningar um Jón
Ásgeir.
Friðbjörn og Friðrika.
Við Jón störfuðum saman annað
veifið við fréttir og fréttaskýringar
hjá Útvarpinu og því meira sem ég
kynntist honum því meira þótti mér
til hans koma. Þegar samstarf okkar
hófst vissi ég það eitt að hann hafði
verið við nám á viðburðaríkum tím-
um í Kaliforníu og í Berlín.
Hann var farsæll í störfum, góður
útvarpsmaður og vinnufélagi. Hann
hafði nýlega lokið MBA-námi við Há-
skóla Íslands, hafði aflað sér viða-
mikillar þekkingar á kosningum,
skoðanakönnunum, rekstri og
stjórnsýslu og var farinn að bjóða
ráðgjöf. Hann var að hefja nýjan
kafla í lífi sínu og vandaði sig við það
eins og allt annað.
Það var auðvelt að laðast að Jóni.
Hann bar með sér traust, velviljaður
og hjálpfús, gamansamur og gott að
leita til hans. Hann var flestum fróð-
ari um fjölmiðla í almannaþjónustu,
stóð vörð um hlutverk þeirra og
skrifaði í blöðin þegar honum þótti
ranglega að þeim sótt.
Einhverju sinni sögðu yfirmenn
hjá breska útvarpinu BBC að það
væri ekki hægt að tala um almanna-
þjónustu ef áhorf og hlustun næði
ekki að minnsta kosti 40 prósentum.
Það yrði að ná til fjöldans með
breiddinni, með vönduðu menningar-
og fræðsluefni, fréttum og frétta-
skýringum, góðri afþreyingu og
íþróttum. Enn virðist full þörf fyrir
þjónustu af þessu tagi, eins og sést á
aukinni fjölbreytni og fjölgun rása
hjá systurstofnunum RÚV. Jón
fylgdist með þessu öllu og studdi.
Hann var réttur maður á réttum stað
í nýrri stjórn Ríkisútvarpsins og
mikill skaði að rödd hans heyrist
ekki lengur. Hann hafði mikinn
metnað fyrir hönd RÚV og glöggan
skilning á hlutverki þess.
Við sem vinnum hjá RÚV vitum að
margt mætti betur fara, en það er
ekki mikið rætt í dagsins önn. Jón
var einn þeirra sem minntu okkur á
markmiðin. Samstarfið við hann var
gjöfult og við eigum honum margt að
þakka.
Fjölskyldunni sendi ég innilegar
samúðarkveðjur.
Friðrik Páll Jónsson.
Nú þegar náttúran undirbýr
haustið ferðast vinur minn Jón Ás-
geir Sigurðsson inn í hið eilífa
vor. Mér þykir því tilhlýðilegt að
raða saman nokkrum minningabrot-
um um þennan fjölhæfa
og skemmtilega mann. Smáviðbót
við þá mósaík sem aðrir leggja að
leiðarlokum.
Kynni okkar voru ekki löng en eft-
irminnileg. Þegar ég tók að mér
kosningastjórn fyrir Samfylkinguna
á Akureyri í sveitarstjórnarkosn-
ingunum vorið 2006 naut ég leiðsagn-
ar Jóns Ásgeirs varðandi
rýni í fylgistölur. Allir sem áhuga
hafa á stjórnmálum þykjast í leiðinni
hafa vit á skoðanakönnunum og þar
var ég engin undantekning. En fljót-
lega varð mér ljóst að rýni Jóns Ás-
geirs byggðist á þekkingu og vísind-
um. Eitt sinn reyndi ég að malda í
móinn en þá sagði hann glettnislega:
„Það er ótrúlega lítill munur á kjós-
anda í New York og Akureyri, þeir
hugsa eins.“
Ekki var hann alltaf sammála
þeim skoðanakönnunum sem blöð og
stofnanir gáfu út og kom með
aðrar breytur sem síðar reyndust
réttar.
Kynni okkar efldust svo við und-
irbúning alþingiskosninganna sl. vor
en hann var óþreytandi að lesa í gögn
og gera þarfagreiningar fyrir fram-
bjóðendur.
Genginn er geðþekkur drengur
allt of snemma. En frá mér sendast
þakkir fyrir fróðleikinn og viskuna.
Gísli Baldvinsson.
Hann var stór og stæðilegur,
vörpulegur, og bar með sér andblæ
Kaliforníu alla ævi.
Þegar fundum okkar Jóns Ásgeirs
Sigurðssonar bar fyrst saman sum-
arið 1972 hafði hann verið í Versló,
kunni bókhald og var sonur for-
stjóra. Auk þess hafði hann lokið
heimspekiprófi frá UCLA-háskólan-
um í Kaliforníu og numið stjórn-
málafræði í Freie Universität í Berl-
ín. Hann hafði meira að segja sótt
tíma hjá sjálfri Angelu Davis. Hann
hefði sem best getað orðið ríkur for-
stjóri, vinsæll og dáður og svamlað í
gegnum rótarýklúbba, frímúrara-
reglur og sjálfstæðisflokka. Hann
hefði orðið aufúsugestur í bridge-
klúbbum frammámanna og hefði
efalaust endað sem sendiherra ef
ekki seðlabankastjóri. Hvers vegna
valdi hann ekki þessa leið? Því er
auðsvarað: Hann vildi það ekki.
En hvers vegna vildi hann ekki
fara þessa leið. Hluti af svarinu ligg-
ur í því að alla ævi tók hann málstað
þeirra sem minna mega sín. Við sem
gerðumst áskrifendur að einhvers
konar sósíalisma þurftum mörg að
ganga í gegnum erfið uppgjör við
það villuljós. Þetta þurfti Jón Ásgeir
ekki að gera. Hann var einfaldlega á
móti því að hlutur smælingja væri
fyrir borð borinn. Þessi afstaða hans
byggðist fyrst og fremst á því að
hann var góður maður.
Dag einn koma hann til mín og
kvaðst hafa erft eftir föður sinn
hlutabréf í Hörpu hf. Fyrirtækið var
þá blómlegt og merkti meðal annars
bíla sína með orðinu „Útflutningur“.
Þetta lá á honum og hann trúði mér
fyrir því að hann teldi ekki rétt af sér
að eiga þessi bréf. Ráðgaðist hann
við mig um það hvort ekki væri best
að afhenda verkafólki í fyrirtækinu
bréfin, stofna sjóð þeim til styrktar
eða eitthvað í þá áttina. Ég lagði
töluvert á mig til þess að fá hann of-
an af þessari hugmynd, benti honum
meðal annars á svipaðar vangaveltur
Lëvins í Önnu Karenínu, sem vildi
gefa ánauðugum bændum jörð sína,
en hætti að endingu við. Svo fór að
Jón Ásgeir ákvað að halda bréfunum
og komu þau í góðar þarfir þegar
hann hóf búskap með fyrrum nem-
anda mínum frá Ísafirði, Margréti
Oddsdóttur.
Skömmu fyrir andlátið heimsótti
ég Jón og bar þá bréfasöguna á
góma og hlógum við að þessum
minningum. Það lýsir þessum ynd-
islega manni best að hann sagði mér
þá að hann hefði aldrei verið fyllilega
sáttur við að gefa ekki bréfin. Tólf
tímum síðar var hann allur. Til
hinstu stundar var hann trúr þeirri
lífshugsjón sem einkenndi hann: Að
vera góður við annað fólk.
Guðmundur Ólafsson.
Ég man ekki lengur nákvæmlega
hvenær ég sá hann Jón Ásgeir fyrst.
Hann hefur verið hluti af tilveru
minni svo lengi að það er eins og
hann hafi alltaf verið það. Vísast hef-
ur það verið einhvern tíma snemma
á níunda áratugnum þegar Magga
vinkona mín kynnti hann til sögunn-
ar sem förunaut sinn. Hann var
heldur eldri en við – róttækur,
skeggjaður og meiri hluti af hinni
margumtöluðu „68-kynslóð“ en við.
Honum fylgdu ferskari vindar en við
áttum að venjast í daglegu amstri
spítalavinnunnar og þá þegar var
hann virkur í ýmiss konar félags-
málavafstri. Á þessum árum varð til
vinátta okkar í millum sem hefur
varað æ síðan.
Það yrði langt mál að telja upp allt
það sem ég – og seinna meir Ólafur
og Ásthildur Hanna – höfum upp-
lifað með Möggu og Jóni.
Ég nefni eftirminnilega ferð á
skemmtiferðaskipi í Karíbahafinu
þar sem við þrímenntum í einni
káetu – Jón setti ekki svoleiðis smá-
muni fyrir sig. Fjármunir voru litlir
á þessum tíma og þetta klárlega
ódýrasta lausnin!
Skíðaferð til Utah þar sem Jón og
Magga æfðu að setjast í stólalyftu
samtímis inni á hótelherbergi í Salt
Lake City þannig að samhæfing
mætti nást. Vetrarferð í sólina til
Cancún, Ólafur orðinn fjórða hjólið.
Fjölskyldurnar stækkuðu, Oddur,
Siggi og Ásthildur komin til sögunn-
ar. Margar ferðir innanlands – minn-
isstæð er vikan á Stað á Reykjanesi
þar sem börnin ráku kýrnar og gáfu
heimalningum.
Dásamlegt sumarfrí á Samsö með
„Samsögruppen“. Viðburðarík ferð
beggja fjölskyldna til Toscana og
eftirminnilegt sumarfrí á Vestfjörð-
um. Þá eru óupptalin öll matarboðin,
tónleikaferðirnar, leikhúsferðirnar.
Þó er þetta í raun ekki það mik-
ilvægasta sem ég minnist frá kynn-
um mínum við Jón Ásgeir. Það er
hans hlýja nærvera, greindin, skarp-
skyggnin, húmorinn góði, hæfileik-
inn til að greina þjóðmálaumræðuna
og skilja hismið frá kjarnanum.
Hann var umfram allt góður vinur,
vinur þeirrar gerðar sem maður
eignast ekki oft á lífsleiðinni. Þetta
skynjuðu börnin líka – bæði hans
eigin og börn vina hans.
Hann Jón Ásgeir hafði líka yfir
sér yfirbragð heimsmannsins – hann
var eiginlega eins og maður ímyndar
sér enskan „lord“, enda alinn upp í
vesturbæ Reykjavíkur á hinu „ar-
istókratíska“ heimili frú Rögnu
Björnsson.
Það tók sláttumanninn slynga
ekki langan tíma að leggja þennan
góða dreng að velli. Vitneskjan um
banvænan sjúkdóm varð ljós á vor-
dögum og þá tók við barátta hvunn-
dagshetjunnar við örlög sín. Hann
tókst á við þau af því æðruleysi sem
fólki er gefið við þessar kringum-
stæður. Maður hugsar örlögunum
þegjandi þörfina, en það stoðar lítt.
Hann lést á heimili sínu, í návist
þeirra sem hann unni mest.
Ég get ekki látið hjá líða að minn-
ast þess af hve mikilli ástúð, natni og
hlýju hún Magga mín annaðist um
Jón þessar síðustu vikur, svo og fjöl-
skyldan öll. Þeirra verður mestur
söknuðurinn.
Hjartans kveðjur,
Hjördís Smith,
Ólafur Þ. Harðarson og
Ásthildur Hanna.
Fyrir 34 árum lágu leiðir okkar
Jóns Ásgeirs fyrst saman. Ég rifjaði
það upp fyrir honum þegar við hitt-
umst fyrir mánuði og það var eins og
mig grunaði, hann mundi ekkert eft-
ir okkar fyrstu fundum. Það var ekki
von. Ég var menntaskólastelpa með
áhuga á þjóðfélagsmálum sem ákvað
að taka félagsvísindi sem valgrein.
Hann var nýkominn frá námi í sál-
fræði og heimspeki í Kaliforníu og
hafði tekið að sér, ásamt öðrum ung-
um og sprækum menntamönnum, að
kenna okkur menntskælingum sitt-
hvað um félagsvísindi. Þessum ungu
mönnum fylgdi andblær frá útlönd-
um, angan af 68 í Kaliforníu, Berlín
og París, fyrirheit og spenna nýrra
tíma. Menntaskólastrákarnir viðr-
uðu sig upp við þá, við stelpurnar
urðum pínulítið skotnar.
Ég man alltaf eftir fyrsta tíman-
um hjá Jóni Ásgeiri. Þetta var í saln-
um í gamla Miðbæjarbarnaskólan-
um og við nemendurnir sátum á
stólum, eins og ráð er fyrir gert, en
upp á sviði sat kennarinn, Jón Ás-
geir, í gallabuxum í Lótus-stellingu á
sviðsgólfinu og ræddi við okkur eins
og jafningja. Þetta höfðum við aldrei
séð áður og þessi mynd af Jóni Ás-
geiri settist að í huga mér og hefur
fylgt honum þar æ síðan. Honum var
mjög skemmt þegar ég rifjaði þetta
upp og hann hló innilega eins og hon-
um einum var lagið.
Jón Ásgeir var mikill áhugamaður
um stjórnmál og kosningar. Hann
fylgdist mjög vel með fræðilegri um-
ræðu og viðaði að sér mikilli þekk-
ingu um kannanir, kosningahegðun
og skipulag kosningabaráttu. Um
það leyti sem ég varð formaður Sam-
fylkingarinnar kom hann til mín og
lýsti áhuga sínum á að nýta þekk-
ingu sína í þágu Samfylkingarinnar.
Fyrir síðustu sveitarstjórnarkosn-
ingar vann hann talsvert með Sam-
fylkingunni í Kópavogi og í aðdrag-
anda þingkosninganna kom hann til
starfa á skrifstofu flokksins við að
undirbúa kannanir, greina niður-
stöður þeirra og móta áherslur í
kosningabaráttunni. Heimsótti hann
Samfylkingarfélög víða á landinu og
hjálpaði þeim að greina stöðuna
hvert á sínum stað.
Þó að það væri mjög á brattann að
sækja hjá Samfylkingunni í síðustu
kosningum og kannanir bentu til
mikils afhroðs virtist Jón Ásgeir allt-
af sannfærður um að þetta myndi
breytast þegar nær drægi kjördegi.
Hann taldi stuðning við Samfylk-
inguna vanmetinn í könnunum og
sýndi með sannfærandi rökum fram
á innbyggða skekkju í könnunum
sem leiddu til ofmats á stuðningi við
Sjálfstæðisflokkinn. Þetta róaði
suma örvæntingarfulla frambjóð-
endur og hleypti öðrum kapp í kinn.
Það var sérstök ára yfir Jóni Ás-
geiri. Það var stutt í bjarta, græsku-
lausa brosið og ekkert virtist raska
ró hans eða geðprýði. Því fór þó
fjarri að hann væri skaplaus og hon-
um gat orðið mjög heitt í hamsi þeg-
ar honum fannst vegið að leikreglum
lýðræðisins eða gengið á rétt þeirra
sem höllum fæti standa. Hann var
hugsjónamaður sem leitaði stöðugt
leiða og hugmynda sem gætu gert
heiminn örlítið betri. Fyrst og síðast
var hann þó mikill ljúflingur sem
skilur einvörðungu eftir sig góðar
minningar hjá þeim sem hann
þekktu. Nú við leiðarlok þakkar
samfylkingarfólk honum samstarfið
og stuðninginn og sendir Margréti
og börnum hans hugheilar samúðar-
kveðjur.
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir,
formaður Samfylkingarinnar.
Ég kannaðist við tómleikatilfinn-
inguna, en bægði henni frá mér.
Fannst samt eins og ég væri að
ganga aftur á bak eða endurupplifa
sára minningu. Þannig var mér inn-
anbrjósts þegar ég gekk út af Land-
spítalanum fyrir réttum fjórum vik-
um eftir að hafa heimsótt frænda
minn, Jón Ásgeir Sigurðsson. Hann
var reyndar þokkalega hress, á leið
heim í Kópavoginn, en ég á leið heim
til Genfar í Sviss. Endurminningin
skaut upp kollinum aftur. Fyrir fá-
einum árum stóð ég fyrir utan Borg-
arspítalann eftir heimsókn til Jóns
bróður míns Sigurðssonar, var á
leiðinni til útlanda sem endranær.
Hann hvarf á braut skömmu síðar
eins og Jón Ásgeir núna. Jónarnir
báðir horfnir.
Jóns Ásgeirs Sigurðssonar er sárt
saknað. Hann var svo hlýr, glaðlynd-
ur og glettinn, en jafnframt með
sterka réttlætiskennd. Hugmynda-
ríkur, greindur, umræðugóður og
hvers manns hugljúfi. Yndislegur
maður.
Með þessum fáu línum langar mig
til þess að kveðja vin og frænda og
um leið senda Margréti, börnum
Jóns Ásgeirs, ættingjum og vinum
þeirra samúðarkveðjur.
Ingólfur Hannesson,
Genf, Sviss.
Jón Ásgeir er fallinn frá eftir
stutta en erfiða sjúkdómslegu.
Við kynntumst í Bandaríkjunum
þar sem við vorum „heimavinnandi“
makar lækna sem voru lítið heima
vegna anna í starfi og námi. Við vor-
um einyrkjar, Jón Ásgeir sagði frétt-
ir og tíðindi úr fataskápnum í svefn-
herberginu og ég var að koma á
framfæri íslenskum vörum fyrir
veiðar og fiskvinnslu. Einyrkjastarf-
ið er oft einmanalegt og leituðum við
tíðum hvor til annars í félagsskap og
andlega uppörvun. Þar kynntist ég
þessum manni sem ég hafði heyrt
nokkuð um, manninum hennar
Möggu Odds, manninum sem hafði
staðið með gjallarhornið sem for-
maður SINE á tröppum Árnagarðs
þegar William Rogers, þáverandi ut-
anríkisráðherra Bandaríkjanna, var
meinaður inngangur og þannig
mætti lengi telja.
Sá Jón Ásgeir sem ég kynntist var
þessi rólegi og yfirvegaði maður, víð-
lesinn, fullur af fróðleik og sílesandi
um nýjar stefnur og strauma. Sjald-
an kom maður að tómum kofunum.
Jón Ásgeir var sífellt að leita eftir
frekari menntun og fróðleik, tók há-
skólanám í heimspeki og fjölmiðla-
fræði, kláraði nýlega MBA-nám,
SJÁ SÍÐU 36